Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. APRÍL 1954 Úr borg og bygð — Fredriksson — Wallis — Barbara Doris Fredriksson, dóttir prestshjónanna í Glen- boro, og Thomas George Wallis, sonur Mr. og Mrs. L. W. Wallis í Glenboro, voru gefin saman í hjónaband, laugardaginn þ. 27. marz s.l. kl. 5 s.d. Hjónavígslan fór fram á prestsheimilinu. Að- stoðarfólk var: Vivian, systir brúðarinnar, og Roy, bróðir brúðgumans; Chris Fredricks- son leiddi systur sína fram; Mrs. Tim Wallis spilaði á hljóð- færið. Spilað var á hljómvarp kirkjunnar í vígslulok. Kvöld- veizla var setin á prestsheimil- inu. — Brúðguminn er vélvirki og meðeigandi bílaverkstæðisins “Glenboro Motors.” — Heimili þeirra verður í Glenboro. ☆ Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt hér í borg Jón Johnson, fæddur að Þorvaldsstöðum í Suður-Múlasýslu 29. febrúar 1880. Hann fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum, Jóhanni Johnson og Guðrúnu Runólfs- dóttur vestu'r um haf og dvald- ist fyrst í North Dakota, en árið 1907 fór hann til Kandahar, Sask., nam þar land og bjó þar meðan kraftar leyfðu; um all- mörg ár var hann með systur sinni Margréti og tengdabróður Friðriki Jóhannssyni að Elfros, The First Federated Glee Club is presenting a two-act song-play “Rumpelstiltzkin,” by B e r t a Elsmith, April 9th and lOth at 8.15 p.m. in the church parlors, Banning and Sargent. Members taking leading parts are: Carl Thorsteinson as Rum- pelstiltzkin; Ellen Mae Ásgeir- son, the miller’s daughter; Aud- rey Arthur, the miller; Caroline Wilson, the king; Joy Gislason, the queen; Bernice Bjarnason, the nurse; Frank Wilson, the lit- tlest page. Narrators: first act, Nancy Sanham; second act, Marlene Claney. Chorus of Guard, Marketers, Cottagers and Attendants, pages and gnomes are as follows: Jo- anne Wilson, Sally Humphries, Bernice Bjarnason, Marlene Claney, Nancy Sanhaim, Ingrid Gislason, Karen Petursson, Aud- rey Arthur, Joy Gislason, Caro- line Wilson, Grace MacDonald, Arlene Sim, Ellen Mae Asgeir- son and Frank Wilson. The play is directed by Elma Gislason. Accompanist, Mrs. Jona Kristjanson. Guest Artists: Mary Kristjanson, piano; John Bjarnason, coronet solo. FRÓNS-fundurinn, sem haldinn var í Góðtempl- arahúsinu á mánudagskvöldið, var vel sóttur (um 100 manns) Sask., og síðar að Buchanan, , , . , , Sask., og með þeim fluttist hann | °§ hingað til borgar í fyrra; útför j a , , . hans var gerð frá Thompson | Chapel. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Mrs. Guðný Kaprasíuson (Kaperson) lézt að Langruth 30. marz, 93 ára að aldri. Hún flutt- ist til Canada 1888 og bjó fyrst að Lundar, en fluttist til Lang- ruth um aldamótin; eiginmaður hennar, Magnús, dó árið 1927. Hún lætur eftir sig fimm sonu, Jón, Bjarna, Guðmund, Einar og Helga og eina dóttur, Mrs. P. Árnason. Hún var lögð til hvíldar á Big Point grafreit; séra Jóhann Friðriksson jarð- söng. LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamorously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STILLER Phone 72-7756 Collon Bag Sale BLEACHED SUGAR ...........29 BLEACHED FLOUR .29 UNBLEACHED FLOUR ........23 UNBLEACHED SUGAR .23 Orders less than 24, 2c per bag extra. Uniied Bag Co. Lid. 145 Portage Ave. E. Wlnnipeg $2.00 Deposit for C.O.D.'s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M var Spurn- órn Finn- 1 boga Guðmundssonar prófessors, en af hálfu fundarmanna urðu fyrir svörum: Frú Ingibjörg Jónsson, Jakob Kristjánsson, Páll Hallsson, Jón Laxdal, Jó- hann G. Jóhannsson og Stefán Einarsson. Um það bil helming- ur spurninganna var tekinn úr sögu íslendinga vestan hafs, en hinn helmingurinn að heiman. Spurningarnar voru fjölbreyttar að efni og virtust falla í frjóa jörð hjá áheyrendum, enda var vel spurt og svörin yfirleitt góð. Að loknum þessum þætti bar prófessor Finnbogi fram fáein- ar spurningar fyrir fundarmenn og var þá orðið gefið laust, ef fundarmenn vildu ræða þær. Allmargir tóku til máls og voru umræður fjörugar með köflum. Ennfremur skemmti þarna með harmonikuleik Miss Marlene Hurrel. ☆ Hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar efnir til sum- arfagnaðar í kirkjunni á sumar- dagskvöldið fyrsta 22. þ. m. — Vandað verður hið bezta til samkomunnar og frá skemti- skráratriðum frekar skýrt í næstu viku. DASH to FUSH and SAVE CASH YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) OIIIDTO CELLO onlnlO wrapped 5 for$l'°° SPRING AND SUMMER COATS $-j 10 Regnlar $1.25 FREE Pick-Up and Delivery , Phone 3-3735 3-6838 "Same Day Service LIMITED Available ai Our Plani." FLASH cl^\RS 611 SARGENT AVE. (At Maryland) in ai 10 a.m. Oui by 5 p.m. The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday April 13th at 2.30 in the lower auditorium of the church. ☆ Frá Reykjavík er nýkominn hingað til borgar hr. Ari Guð- mundsson, ásamt frú og tveimur sonum; mun fjölskyldan hafa ásett sér að setjast að hér í landi; Ari dvaldi hér í borg nokkra mánuði fyrir ári eða svo; hann kvað hafa verið snjólaust í Reykjavík í allan vetur, en ærið stormasamt. — Lögberg býður fjölskyldu þessa velkomna í ís- lenzka mannfélagið vestur hér. ú Síðastliðið laugardagskvöld flutti Finnbogi Guðmundsson erindi um Eggert Ólafsson skáld á fundi þjóðræknisdeildarinnar á Gimli. Sunnudaginn á eftir flutti prófessorinn í hinni veg- legu kirkju Gimlisafnaðar erindi um Hallgrím Pétursson; aðsókn var góð; einng flutt hann síðar- nefnda erindið fyrir vistfólki á Betel. ☆ Mrs. Steinunn Sigurðsson, 646% Notre Dame Ave., Winni- peg, lézt á mánudaginn, 85 ára að aldri; hefir hún dvalið í þess- ari borg í 66 ár. Hún lætur eftir sig son, Harold; bróður, Stefán Stefánsson, og systur, Mrs. A. Simpson. Útförin fer fram í dag, fimtudag, kl. 1.30 e. h. frá Bar- dals; séra Rúnólfur Marteinsson flytur kveðjumál. ☆ Síðastliðnn laugardag lagði Mrs. W. R. Pottruff af stað flug- leiðis í heimsókn til sonar síns, Douglas, sem búsettur er í Ann Arbour, Michigan; hún mun og heimsækja systur sínar, þær Mrs. Elmer Johnson og Kristjönu Ólafsson í Ronulus, Michigan, og fleiri kunningja þar syðra. Hún gerir ráð fyrir, að verða þrjá mánuði í burtu; óskar Lög- berg henni góðrar ferðar. ú Mrs. P. H. T. Thorlakson lagði af stað flugleiðis til Englands á mánudaginn í heimsókn til sona sinna, sem þar stunda fram- haldsnám í læknisfræði. ☆ Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, Mr. Frank William Backhouse og Miss Beatrice Jóhanna Heid- mann. Brúðurin er dóttir þeirra Benedikts og frú Karólínu Heidmann 630 Notre Dame Avenue hér í borg. Dr. Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjóna- vígsluna. ☆ Kona óskast nú þegar til um- önnunar lasburða konu á góðu heimili hér í borginni; herbergi og fæði á staðnum sé þess æskt. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Lögbergs. Hann var farþegi í gegnum hljóðmúrinn og inn í hið þögla ríki hraðans STEELE-BRIGGS FORAGE CROP SEEDS Carefully cleaned to grade our own equipment BROME No. 1 SEED TIMOTHY No. 1 SEED FLAX ROCKET No. 1 SEED FLAX-MARINE No. 1 SEED FLAX SHEYENE No. 1 SEED SWEET CLOVER. ALL VARIETIES PEAS DASHAWAY CERTIFIED No. I SEED SEED GRAIN—MOST VARIETIES AND GRADES WINNIPEG, MAN. TELEPHONE 92-8551 Also at Regina and Edmonton Ask for Price List STEELE-BRIGGS SEEDS WINNIPEG Úr bréfi frá Lundar: Heilsufar fólks er hér almennt gott, og mikið líf og fjör í unga fólkinu — og reyndar eldra fólkinu líka — með Hockey og Curling. Nýja skautahöllin hefir fylzt hvað eftir annað af áhorf- endum að Hockey. Lundar Senior Hockey liðið hlaut verð- launa bikar, og Gimli annan bikar. Lundar drengirnir 16 ára og yngri unnu og bikar; einnig drengir 12 ára og yngri, svo vel hafa þeir æft sig. Lundar keppir við St. Boniface Hockey liðið í kveld. Fiskiveiði var afar léleg í vetur. ☆ Gefin voru saman í hjónband síðastliðinn laugardag að prests- setrinu 686 Banning Street hér í þeirra Mr. og Mrs. S. Isfeld, Winnipeg Beach, og Miss Rúna Roselide Melsted, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Guðlaugur Melsted, Camp Morton. Dr. Valdimar J. Eylands gifti. Undir venjulegum kringum- stæðum verða menn ekki varir við loftmótstöðuna, þegar þeir fljúga í flugvél. Það streymir aðeins um vélina, unz hún fer að nálgast hraða hljóðsins, eða 1216 km. hraða á klukkustund við sjávarflöt og nokkru hraðara eftir því sem hærra er flogið. Sé farið yfir þetta hraðamark, verð ur loftmótstaðan næstum eins og veggur og vélin og flugmaður- inn hristast ofsalega. í fleiri kílómetra fjarlægð er hægt að heyra, þegar flubvéiln brýst í gegnum hljóðmúrinn. Það verða brestir, eins og af sprengingum, tveir snöggir og háir brestir, og fylgir sá þriðji á eftir, en nokkru lægri. Þykir sýnt að þetta verði, þegar nef, vængir og síðast afturhluti vél- arinnar smýgur í gegn. Thorne greinarhöfundur segir ,að hvorki h a n n né flugmaðurinn h a f i heyrt þessar sprengingar, er þeir flugu í gegn. Hljóðið náði ekki eyrum þeirra, því þeir flugu á undan því, þeir flugu í rauninni frá hljóðinu. Þrýstiloftsflugvélarnar e r u byggðar með það fyrir augum, að þær þoli að fara í gegnum múrinn, því belgur þeirra og vængir eru sérstaklega styrktir til að þola þann rammaslag, er verður, þegar farið er í gegn. í rauninni er hraðamark þessara véla nokkru fyrir neðan hraða bljóðsins, en í dýfu, sem tekin er úr tólf kílómetra hæð, er hægt að ná ferð, sem ekki er samraun- verulegi hraði, sem náðst hefir í slíkri dýfu ,er ennþá hernaðar- leyndarmál. Þegar vélin brýst í gegnum múrinn, myndast loftbylgjur, sem stórhætta getur stafað af. Er nú verið að reyna að ráða bót á þessu, meðal annars með öðru byggingarlagi á flugvélunum. Nýlega var þrýstiloftsflugvél í reynsluflugi y f i r flugvelli í Bandaríkjunum. Leystust þá slík náttúrufyrirbæri úr læðingi, að höggbylgjur riðu á áhorfendum og ennfremur brutu þær þykkar rúður í flugturninum og möl- brutu sterklegan dyraumbúnað, eins og dyrastafirnir hefðu verið úr eldspýtum. Áhorfendur sak- aði ekki en urðu hins vegar gripnir mikilli ónotakennd, sem þeir áttu bágt með að lýsa, engu síður en þeim tryllingi og níst- andi skruðningum, sem fylltu loftið. Þess skal getið, að hér er um hýja tgund þrýstiloftsflug- vélar að ræða, er verið var að fljúga í fyrsta sinn. Áður en greinarhöfundur og flugmaðurinn stigu upp í vélina, klæddust þeir sérstökum bún- ingi. Hlífir búningur þessi mönn unum, þegar vélinni er sveiflað á mikilli ferð. Ef ekki væri ver- ið í þessum búningi, myndi ann- að af tvennu gerast, að blóðið sogaðist frá heilanum, eða þá að það rynni of ört til hans. 1 báð- um tilfellum myndu mennirnir fá svima. En þessi þrýstilofts- búnaður varnar blóðinu að renna óeðlilega, hvernig sem fluginu er háttað. Ennfremur ver hann mennina fyrir þunnu lofti í mikilli hæð. Ef þeir voru komnir í tólf kílómetra hæð, flugu þeir í nokkra hringi með rúmlega sjö hundruð kílómetra hraða á klukkustund, en síðan tóku þeir dýfu og stefndu inn i nýjan og þöglan heim. Flugmaðurinn skýrði farþeg- anum frá því, er þeir nálguðust hljóðmúrinn og skyndilega lentu þeir í honum og þá gerðist allt í einu. Vængirnir á hinni tíu smá- lesta þungu 'vél skulfu eins og þeir væru lausir frá henni. Öll vélin hjóst og skalf, sveigði til hægri, þá til vinstri, reyndi að stíga úr dýfunn og á næstu sekúndu ætlaði hún á hvolf. öll stýristæki unnu öfugt á þessum hraða. Ef flugmaðurinn sveigði að færa stýrisstöngina til hægri, þar sem vélin snerist til hægri í fallinu. Eins snöggt og þetta hafði haf- izt voru þeir komnir í gegn. Vél- in hætti að skjálfa og þeir flugu áfram, en nálguðust jörðina jafnt og þétt. Flugmaðurinn hægði nú á vélinni til þess að komast til baka yfir hljóðmúrinn aftur. Vélin skalf ekkert, þegar hún fór í gegnum hann að þessu sinni, eina breytingin sem varð, var sú, að flugmaðurinn varð að stýra vélinni á sama hátt og áður en hann fór inn í múrinn í fyrra sinnið. Flugmaðurinn dýfði nú vél- inni í annað sinn og í annað sinn þutu þeir í gegnum hljóðmúrinn. Hefðu mennirnir ekki verið vandlega spenntir fastir við sæt- in, hefðu þeir oltið inni í vélinni Er hann tók dýfuna, hvolfdi hann vélinin og Thorne segir, að það hefði verið eins og allt hans blóð væri komið í höfuð hans. Og þá hafi hann séð rautt í þess orðs beztu merkingu. Á ný dró hann úr ferð vélarinnar og komst aftur fyrir hljóðmúrinn. Þá varð einskis hristings vart, frekar en í fyrra sinnið. Nú voru þeir komnir mjög nærri jörð- inni og ekki leið á löngu þar til flugmaðurinn rétti vélina og flaug lárétt út úr fallnu. Þegar hann tók vélina út úr fallinu, reyndi engu minna á hana en þegar hún tróðst í gegn- um hljóðmúrinn. Thorne kastað- ist svo hastarlega til í sæti sínu, að hann sá förin undan munstri nærfatanna nokkra daga á eftir, þar sem sætaböndin höfðu legið um hann. Vegna þyngdarlög- málsins rann blóðið snögglega frá höfði hans, svo að honum sortnaði fyrir augum. Er þeir lentu, segist Thorne hafa verið örþreyttur. Þegar tekizt hefir að komast í gegnum hljóðmúrinn, bíður ann- ar múr handan enn meiri hraða. Erfitt verður að sigrast á þeim múr, enda er hann annars eðlis. Þau efni, sem nú eru kunn, munu ekki geta staðizt þann gríðar hita, sem núningsmót- staðan orsakar, þegar flogið er mikið hraðar en hljótið. Verk fræðingar verða nú að þreifa sig áfram, og reyna að finna upp einhver ráð til að sigrast á hita- múrnum. Og þeir verða að gera flugmanninum brynju, ef hann á að komast lífs af úr hvítgló- andi víti hraðans. Hins vegar dettur engum í hug, að nú sé nóg komið og hraðinn sé nægur. Þeir vilja enn meiri hraða. — TÍMINN, 24 feb. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol* Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Preslakall Norður-Nýja-íslanda Messur 11. apríl: Á íslenzku, Geysir kl. 2 (Safnaðarfundur á eftir) Hnausum, 8 p.m. English. Robert Jack ☆ — Argyle Prestakall — Glenboro, miðvikudaginn þ- 14. apríl: Sameinaður kór United og lútersku kirkjanna syngur Páská Kantötuna — „Victory Divine“ í lútersku kirkjunni (þ- 14. apríl) kl. 8 um kvöldið og í United kirkjunni föstudags- kvöldið kl. 8. Baldur, þ. 16. apríl: Blandaður kór syngur Páska Kantötu í United kirkjunni föstudaginn langa kl. 8 e. h. Páskadaginn: Glenboro: Guðsþjónusta kl. 11 f.h- Brú: kl. 2 e. h. Baldur: kl. 7 e. h. Rev. J. Fredriksson *• — Messur á Lundar — Pálmasunnudag, 11. apríl: Á íslenzku, kl. 2 e. h. Á ensku, kl. 7.30 e. h. Fimmtudaginn, 15. apríl (skírdag), kl. 7.30 e. h. Altarisganga á ensku og íslenzku. Föstudaginn langa, 16. apríl, kl. 5 e. h. Guðþjónusta á íslenzku. Páskadag, kl. 11 f. h. Sameiginleg ensk-íslenzk há- tíðaguðþjónusta. Á Langruth Páskadag, kl. 7 e. h. Guðþjón- usta á ensku. Oak Point Ensk messa á föstudaginn langa, kl. 2 e. h. Séra Bragi Friðriksson Póskavikan í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Pálmasunnudag Kl. 11 f. h. Guðsþjónusta með altarisgöngu. Kl. 7 e. h. Sameiginleg guðsþjónusta á ensku; veitingar framreiddar í samkomusal kirkjunnar eftir messu. Skírdagskvöld, kl. 8 Guðsþjónusta með altarisgöngu (á íslenzku). Föstudaginn langa, kl. 7 Hátíðarsöngur sameiginlegra söngflokka kirkjunnar. — „Krossfestingin“ eftir Stainer. Páskadag Guðsþjónustur á venjulegum tíma, kl. 11 á ensku, kl. 7 á íslenzku. Allir aevinlega velkomnirl borg, Mr. Louis Isfeld, sonur stýrisstöngina til vinstri til að fá hana frá því að snúast t 1 hægri, fór vélin enn lengra til hægri. Með blakandi vængjum fór vélin í spinn. Þeir féllu í spír- ölum til jarðar, en flugmaðurinn náði valdi yfir vélinni með því KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.