Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. APRÍL 1954
5
x ÁI K AH VI
ItVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
GERFIEFNI
MINNINGARORÐ:
Ásmundur Gestsson, kennari
Eins og mönnum er kunnugt
^ni, hafa á síðustu árum komið
fjöldi gerfiefna á markaðinn.
hau eru svo mörg, að konur
íylgjast varla með hvað þau
heita; því síður vita þær hverjir
eru kostir þeirra og ókostir, og
nu er svo komið, að maður veit
ekki fyrir víst úr hvaða efni
fatið er búið til, sem maður nú
kaupir — hvort það er sam-
bland af ull og gerfiefnum,
sambland af silki og gerfiefn-
Uln, sambland af bómull og
gerfiefni, eða þá algerlega
gerfiefni. Ef kaupendur spyrja
afgreiðslufólkið í verzlununum,
er það engu nær.
Hin öflugu kvenfélagasamtök,
Canadian Association of Con-
sumers, hafa tekið þetta mál á
stefnuskrá sína og síðastliðin
lvö ár hefir þetta félag verið í
sambandi við vefnaðarvöru-
verksmiðjurnar, vefnaðarvöru-
heildsala og vefnaðarvöruverzl-
anir með það fyrir augum að fá
alla vefnaðarvöru og allan fatn-
að merktan, þannig að öllum sé
!jóst úr hvaða efni vefnaðar-
varan og fötin séu gerð. Ef að
félaginu heppnast að koma
þessu í framkvæmd, má segja,
að það hafi unnið mikið þarfa-
verk.
Þó er það ekki nóg að vita
nofnin ein; kynna verður sér
elginleika gerfiefnanna:
Orlon. Það er búið til úr ýms-
Urn hráefnum, svo sem kolum,
steinolíu, jarðgasi, kalksteini,
vatni og lofti, og hefir marga
kosti fram yfir önnur gerfiefni.
Oerðir eru úr því tvenns konar
þræðir, líkist annar ull, en hinn
sllki. Það er níðsterkt og vatns-
helt og á því vinnur hvorki hiti
né sýrur. Það hleypur ekki í
þvotti. Það endist margfalt á við
ull> silki og önnur gerfiefni.
Dacron heitir annað efni og
er það búið til úr jarðolíu eða
kolum og jarðgasi. Það er vatns-
belt og þolir vel hita og kulda.
®n það hefir þann ókost að gljái
bemur á það, ef það er sléttað
n^eð heitu járni, og því hættir
111 að dragast saman við sauma.
hefir það þann ókost að undir
®ins kemur gat á það, er neisti
Ur cigarettu eða eldspýtu hrekk-
Ur á það.
Oynel heitir hið þriðja og það
er íéttara og hlýrra en ull. Það
er algerlega vatnshelt og þykir
bvl ágætt í smábarnaföt og
hreinlætisbleðla handa börnum.
getur ekki brunnið, en þó
ekki slétta það nema með
a§eins volgu járni. Vegna þess
það er óeldfimt, hafa öll
sasngurföt í stórskipinu „United
tates“ verið gerð úr því. Það
þohr sýrur svo vel, að ekki sér
a því þó ullardúkar, sem settir
eru í sams konar sýru, grotni
allir sundur.
Nylon og Rayon eru þegar vel
tegundir. En svo koma
sorar tegundir, sem gerðar eru
Vr gróðurríkinu. Fyrir nokkrum
arum fóru menn að hugsa um
það> að úr því að ullin á kind-
unum væri ekki annað en kjarni
Ur grasinu, sem þær fæðast á,
US silkið væri ekki annað en
larni úr mórberjalaufinu, sem
S* b|ornuirinn lifir á — væri þá
e ki hægt að framleiða bæði ull
°S silki úr þessum kjarna og
a ePpa milliliðunum. Svo var
arið að gera tilraunir og þær
,aru meiri og betri árangur
e dur en menn höfðu þorað að
°Ua- Og nú er farið að fram-
a u11 og silki úr lífrænum
niim, og undir ýmsum nöfnum.
Xicara heitir efni og það er
mjukt eins og dúnn eða silki.
&a er framleitt úr maís. En sá
r gallinn á því, að ekki er hægt
E það eingöngu í fataefni.
s n það er ágætt að vefa því
man við aðrar tegundir. Það
rir ullardúka sterkari, nylon-
vörur vatnsheldar, rayon hlýtt,
og það varnar því að brot komi í
föt eða þau hlaupi.
Ardil heitir annað efni og er
það framleitt úr hnetum. Það er
upphafalega rjómagult á litinn,
en hægt er að lita það með hvaða
lit sem er. Það hefir þann kost,
að mölur legst ekki á það. Það
er mjög þægilegt í létta kjóla.
Ramie heitir eitt og er það
sterkast af öllum þeim efnum,
sem unnin eru úr lífrænum efn-
um. Það er mörgum sinnum
sterkara en bómull. Það dregur
aldrei í sig vatn, enda þótt það
sé látið liggja í vatni tímunum
saman.
Arlac heitir enn eitt efni og
það er framleitt úr mjólk. Það
líkist mest ull, er þanþolið,
mjúkt og hlýtt. Það þykir ágætt
til þess að blanda því saman við
önnur efni í dúka til fatnaðar.
Framleiðslan á þessum gerfi-
efnum er þegar orðin svo mikil,
að menn eru farnir að spá því,
að þau geti valdið byltingu í
landbúnaði. Því er spáð, að
menn fari nú að rækta maís til
þess að selja hann í verksmiðjur
í stað þess að nota hann til
skepnufóðurs .Það gæti orðið
til hagræðis. Alvarlegar lítur út
með sauðfjárræktina, ef svo
skyldi fara, að hætt yrði að nota
ull til aftnaðar. Dr. Roger Adams
við efnafræðideild háskólans í
Ulinois segir: „Alveg eins og
bíllinn hefir útrýmt hestvagnin-
um, svo munu gerfiefnin út-
rýma náttúrlegum hráefnum til
fatnaðar“.
Fyrir utan Rayon og Nylon,
eru þessi gerfiefni betur þekkt í
Bandaríkjunum en hér, því þar
hafa þau verið framleidd, en
vegna þess að framleiðslan hef-.
ir verið af skornum skammti
hefif hún að mestu selzt þar og
lítið héfir verið afgangs til út-
flutnings. En nú er framleiðsl-
an að aukast og þar af leiðandi
innflutningur þessara efna til
Canada að aukast. Ennfremur
er nú verið að stofna Dacron
verksmiðju í Kingston, Ontario;
verður því ekki langt að bíða
þar til alls konar föt, kápur,
peysur ,treyjur, gluggatjöld o. s.
frv. úr þessum efnum verða á
boðstólum í verzlunum hér.
Við konur erum margar
hverjar nýjunga-gjarnar og
vegna þess að þessi nýju efni
hafa verið geisilega auglýst sem
væru þau einhver undraefni,
mun okkur mörgum verða það á
að kaupa köttinn í sekknum.
Reynslu höfum við nú flestar af
nylon-efninu, það þvæst auð-
veldlega og þornar fljótt, en það
hefir sína ókosti T. d. grotna
nylon-gluggatjöld, sem hanga
fyrir sólríkum glugga, og nylon
kjólar og skyrtur eru ónotalega
heitar, ef heitt er í veðri og raki
er í lofti. Þótt nylon- efnið sé
sterkt, er það slepjulegt í þvotti
og teygjast vill á saumunum og
trosna. Gerfiefnin reynast vel
ef þau eru ofin saman við ull,
silki eða bómull í réttum hlut-
föllum. En þau eru enn á til-
raunastigi og óvarlegt að trúa
algerlega aug^ýsingunum um
þau.
„Mamma, hvers vegna rignir?“
„Til þess að jurtirnar vaxi,
korn, grænmeti, perur, epli —“
„Hvers vegna rignir þá á gang-
stéttirnar?“
☆
Hann: „Bankinn endursendi
ávísunina“.
Hún: „Agætt. Hvað getum við
keypt fyrir hana næst?“
☆
„Hvað fæ ég að launum, ef ég
bý til matinn í heilan mánuð?“
spurði sú nýgifta.
„Lífsábyrgðina og frelsi þitt“.
Grein þessi er birt að til-
mælum ættmenna hins látna
vestan hafs. —Ritstj.
Reykjavík er orðin allstór
borg — vitanlega langt of stór,
þar sem í henni býr miklu meir
en þriðjungur allrar þjóðarinn-
ar. En þrátt fyrir fólksmergð
hennar, hlýtur þó að verða þar
nokkur héraðsbrestur við frá-
fall þess manns, er í fulla hálfa
öld hafði verið einn af kunnustu
cg merkustu borgurum bæjar-
ms, alla tíð tkið mikinn þátt í
nytsömu félagslífi og í hvívetna
kynnt sig vel. En þannig var það
um Ásmund Gestsson, sem lézt
á sjúkrahúsi Hvítabandsins 11.
þ. m. á fyrsta ári um áttrætt.
Ásmundur var ræddur i
Skarðskoti í Leirársveit 17. júní
1873. Þar bjuggu þá foreldrar
hans, Gestur Erlingsson og Guð-
rún Guðmundsdóttir. Faðir
Gests var Erlingur Erlingsson,
síðast á Geitabergi, hreppstjóri
í Strandarhreppi (d. 1881). Er sú
ætt hin merkasta, þó að ekki
verði hér rakin, og sjálfur var
Erlingur hinn merkasti maður,
hraustmenni svo mikið, að enn
fara sögur af afli hans, og svo
mikið glæsimenni að hann er
fyrir það harla minnisstæður
þeim örfáu mönnum, sem enn
muna hann, en mikill bóndi þótti
hann ekki. Gestur mun um fátt
hafa verið jafnoki föður síns, en
þó var hann hinn sæmilegasti
maður. Margrét Eringsdóttir hús
freyja á Eyri í Svínadal var
ein sinna systkina jafnoki föður
þeirra, enda var hún hinn mesti
skörungur og að sama skapi val-
kvendi, en fornleg var hún í
siðum og hugsunarhætti. Þann-
ig mun henni hafa þótt það
ganga helgispjöllum næst, er
harmonium var, fyrir forgöngu
frænda hennar, Bjarna Bjarna-
sonar, síðar hreppstjóra á Geita-
bergi, sett í Saurbæjarkirkju,
og hún lagði blátt bann við, að á
það yrði leikið við útför sína.
Ekki veit ég hvort því banni
var hlýtt. Móðurmóðir Ásmund-
ar var Ingibjörg Sigurðardóttir,
systir Jóns Sigurðssonar á Fer-
stiklu og Jódísar í Hlíðarhúsum,
sem nokkrir gamlir Reykvík-
ingar muna enn. Átti Ásmundur
margt frændlið í Reykjavík og
á Seltjarnarnesi. Hann var
beitinn eftir frænda sínum Ás-
mundi Jónssyni frá Ferstiklu,
ungum efnismanni, sem drukkn-
aði undan Vatnsleysuströnd 1872
og Matthías kvað eftir.
Þrú voru þau börn Gests og
Guðrúnar, er úr æsku komust:
Guðmundur elztur, allmörg ár
dyravörður við Latínuskólann í
Reykjavík, kunnur maður hér í
bæ og nú fyrir skömmu látinn.
Ásmundur var næstur honum að
aldri, en yngst var Guðrún, am
mörg ár ljósmóðir í Hafnarfirði,
löngu látin. Ásmundur var þá
fyrir innan fermingu er foreldr-
ar hans fluttust að Ferstiklu og
börnin vitanlega með þeim, og
þar ólust þau upp síðan. Það
mun hafa verið 1898 að Gestur
brá búi og á næsta ári andaðist
hann. Guðrún fluttist hingað
suður og lézt árið 1905. Alla tíð
bjuggu þau hjón snotru búi, en
atkvæðalaus mátti búskapurinn
heita, því að lítt sinnti Gestur
jarða- eða húsabótum. Bæði
munu þau hjónin hafa verið rétt
vel greind, a. m. k. töluðu þau
bæði greindarlega eftir því sem
ég minnist þeirra, og sérstak-
lega virtist mér það koma fram
í tali Guðrúnar að hún hafði
hneigst til bóka og lesið nokkuð.
Hún var trúkona mikil og hún
var góð kona. Annars var heim-
iAið, að því er til þeirra hjóna
kom, ekki svo að það stæði öðr-
um heimilum í sveitinni framar
um menningu, og því mátti það
heita nokkurt undrunarefni að
systkinin öll skáru sig úr á með-
al sinnar kynslóðar um menn-
ingarbrag og viðleitni til að
mennta sig. öll voru þau mjög
svo hög í höndum og Ásmundur
þó líklega hagastur. Ég minnist
þess, er ég svolítill hnokki, en
þó nógu stór til að geta setið á
hesti, fékk að fara með föður
mínum inn á Strönd. Á heim-
ieið stönzuðum við lengi á Fer-
stiklu og tók þá Ásmundur fram
bókakistil sinn til þess að sýna
föður mínum bækurnar; sá ég
þar í fyrsta sinni Heimdall
Björns Bjarnarsonar og urðu
mér minnisstæðar myndirnar.
Síðan fór hann með föður minn
út í skemmu að láta hann sjá
smíðar sínar. Hann var þá að
smíða mjólkurbyttur og þótti
iöður mínum, sem sjálfur var
hagur, smíðið fallegt. Fleiri voru
þar smíðisgripir hans. En fyrir
bókhneigð Ásmundar var faðir
minn hvað eftir annað að gefa
honum bækur. Man ég þar eftir
tallegu eintaki af Fingrarími
Jóns biskups Árnasonar, en
minnisstæðust verður mér Lestr-
arbók síra Þórarins Böðvarsson-
ar, því að það er sannleikurinn
að við bræður sáum eftir henni;
vorum þá farnir að geta lesið
hana. Gott var það þó, að þarna
komust bækurnar í góðar
hendur.
Lærdómsþrá Ásmundar var
þegar í æsku alveg brennandi.
Hann mun þannig ekki hafa
verið gamall, er hann hafði lært
bók Björns Kristjánssonar,
Stafróf söngfræðinnar, utan-
bókar, og náttúrlega lék hann á
harmoniku, en það gerðu fleiri
jafnaldrar hans. Seinna lærði
hann að leika á bæði harmóníum
cg fiðlu (eins og fíólínið hefir nú
um langt skeið verið ranglega
kallað), víst hvorttveggja að
mestu án tilsagnar. Snemma
tóku þau systkinin, hann og
Guðrún, einnig að læra erlendar
tungur af bókum, bæði dönsku
og ensku. Guðrún lagði annars
fyrir sig saumaskap áður en hún
nam ljósmóðurfræði hér og í
Danmörku.
Veturinn 1896—’97 dvaldi Ás-
mundur að einhverju leyti hér í
Reykjavík og sagði þá Jón Þor-
valdsson frá Saurbæ (síðar
brezkur prókonsúll) honum til í
dönsku og ensku og máske fleiri
greinum, en næsta vetur var
Ásmundur í Flensborgarskólan-
um og tók próf þaðan. Voru
höfð eftir Jóni Þórarinssyni sér-
lega lofsamleg ummæli um hann
og tel ég víst, að rétt hafi verið
með farið. Upp frá því gaf hann
sig jöfnum höndum við barna-
kennslu og skrifstofustörfum,
sem hvorttveggja þótti fara hon-
um hið bezta úr hendi. Á sumrin
var hann talsvert með erlendum
ferðamönnum og laxveiðamönn-
um, og rétt eftir aldamótin
dvaldi hann nokkra hríð í Eng-
landi. Löngu síðar, er hann var
kominn nær fertugu, var hann
eitt ár á kennaraskóla í Kaup-
mannahöfn. Hann var í raun-
inni alla ævi að mennta sig. Svo
skyldi hver maður gera.
Ásmundur var einn þeirra
manna er á sínum tíma stofnuðu
hið svonefnda Tilraunafélag am
hinn merkilega miðil Indriða
Indriðason, og munu nú ekki
nema fáir á lífi þeir er í því fé-
lagi voru. Vitaskuld gerðist hann
félagi í Sálarrannsóknarfélaginu
þegar er það var stofnað, og við
fráfall Snæbjarnar Arnljótsson-
ar tók hann að sér gjaldkc'a-
starf félagsins. Ekki var unnt að
finna samvizkusamari mann í
það starf en Snæbjörn hafði
verið, en hann var hin síðustu ár
svo þrotinn að kröftum að fyrir
það hafði innheimtum ekki ver-
ið sinnt af æskilegum röskleik.
En uppgangur félagsins varð
mikill og fjárhagur þess ger-
breyttist eftir að Ásmundur tók
við starfinu, en því mun hann
hafa haldið um tíu ára skeið.
Ekki er mér um það kunnugt,
hvort hann var á meðal stofn-
enda Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík, en snemma varð
hann gjaldkeri hans og hafði það
embætti lengi á hendi. Hann
rækti það með þeim ágætum,
að enda þótt aðrir geti rætt þar
um af nánari kunnugleik en ég,
mundi ég ætla að engum einum
manni hafi sá söfnuður átt meir
að þakka þroska sinn en Ás-
mundi Gestssyni, þegar undan
eru skildir prestarnir, sem hver
fram af öðrum hafa verið mikiir
ágætismenn. Meðhjálpari í Frí-
kirkjunni var hann mjög lengi
og fórst það svo úr hendi, að allir
hlutu að taka eftir. Liðsemd hans
var, að ég hygg, alstaðar fyrir
ofan meðalmennskuna.
Tryggð Ásmundar við þau
málefni, sem hann tók að sér, við
átthaga og vini, var tröllatryggð
og kom jafnan fram fremur í
verkinu en orðum. Eins og allir
traustleikamenn, var hann
íhaldssamur, líka einlægur fram-
faramaður. Hann var óvenju
hagsýnn maður, bæði fyrir sjálf-
an sig og aðra, og hann kunni
vel með fé að fara, en það kann
hvorki nurlari' né eyðsluhít.
Hann var sparsemdarmaður í
hófi, en hann var höfðingi í
lund, jafnfús að styðja menn og
málefni með fé sínu. Mér finnst
eg vel mega segja hér hið síð-
asta, sem ég veit um hann í því
efni, og heimild mín er svo góð,
að ekkert fer milli mála. Einn af
vinum hans, maður ekki fé-
sterkur, hafði í sumar ráðizt í
framkvæmd, sem ekki var stór,
en reyndist nokkru fjárfrekari
en áætlað hafði verið. Hann
heimsótti Ásmund nær vetur-
nóttum, og barst þá í tal am
þessar framkvæmdir og sagði
gesturinn ekki eitt umkvörtun-
arorð um ástæður sínar, en Ás-
mundur bæði gleggri og kunn-
ugri en svo, að mikið þyrfti cð
fræða hann. Segir hann þá: „Ég
hefi vitanlega ekki stórfé að
bjóða, en ég kynni að geta látið
þig hafa það sem svolítið létti
undir, og það þætti mér vænt
um að mega gera“. Báðir vissu
vel að Ásmundur var þá dauða-
dæmdur og beið aðeins eftir
kallinu. Hefði öðru vísi verið,
má vera að hjálpin hefði verið
þegin, en eins og á stóð afþakk-
aði gesturinn hana, enda átti
hann kost fjár úr annari átt.
Þegar hann kvaddi, ítrekaði Ás-
mundur boð sitt og bað mann-
inn að koma til sín, ef hann
kæmist að raun um að þetta
gæti orðið honum að gagni.
Þetta var þó maður sem fjarri
fór að Ásmundur stæði í neinni
þakkarskuld við; skuldin mundi
fremur hafa verið á hinn veginn.
Það mætti segja margar sögur
um fágætan drengskap og höfð-
ingsskap Ásmundar Gestssonar.
En auðmaður var hann vitanlega
aldrei.
Ásmundur var tvíkvæntur.
Fyrri konu hans, Helgu Helga-
dóttur, kynntist ég aldrei, en
heyrt hefi ég henni borið gott
orð. Þau munu ekki hafa átt
skap saman og slitu samvistir.
Nokkrum árum síðar kvæntist
hann í annað sinn, og þeirri
konu, Sigurlaugu Pálsdóttur,
kynntist ég allmikið, því að ég
var nokkuð tíður gestur á heim-
ilinu. Hún var fágæt um dreng-
skap og vitsmuni og heimilislíf
þeirra var svo fagurt sem verða
mátti. Þau hjónin voru óvenju-
lega samstillt. Var það honum
og börnum þeirra meira tjón og
harmur en orð fá lýst, er hún
iéll frá á bezta aldri. Og mikið
hafa þau börn misst enn á ný
við fráfall föður síns, meðan
námsferli þeirra er enn ekki lok-
ið. Börnin af fyrra hjónabandi
eru vitanlega öll fyrir löngu
upp komin og sjálfbjarga.
Ásmundur var fríðleiksmaður,
ljós yfirlitum, hár vexti, fremur
grannur, en þó vel á sig kominn
og gekk teinréttur meðan hann
gat á fótunum staðið.
Það er gott að hafa kynnzt
mönnum eins og Ásmundi Gests-
syni og gott að minnast slíkra.
Snæbjörn Jónsson
—VÍSIR, 18. febrúar
Ættland og erfðir
Framhald af bls. 4
hefur það hvarflað að mér undir
lestri hennar, hve hún er í raun-
inni ákjósanleg handbók fyrir
ungmennafélaga við ræðugerð
og samningu erinda. Hún er
ágætt vitni um menningarafrek
íslendinga á liðnum öldum, en
jafnframt prýðilegt dæmi um
það, hversu efni skuli nálgast,
skýrt og flutt, svo að almenning-
ur fái af því góð not og aukinn
skilning. En slíkt fræðslustarf er
í rauninni lagt forystumönnum
ungmennafélaga á herðar. Og ef
til vill hefur sjaldan verið
brýnni þörf á að ræða þessi efni
á líkan hátt og prófessorinn ger-
ir en einmitt nú.
Það er bersýnilegt, að hér
stýrir pennanum snjall málflytj-
andi og glöggur og eljusamur
lærdómsmaður. Eru h o n u m
dæmi úr þjóðarsögu bókmennt-
um ævinlega tiltæk, og hefur
hann þau á hraðbergi um hvaða
málefni, sem hann ritar eða ræð-
ir. Skoðanir hans eru manndóms
legar og hleypidómalausar, bók-
menntaathuganir hans vel
grundaðar og skýrt fram settar.
Leynir það sér ekki, að á bak
við þessar ræður og ritgerðir er
verkaglaður fræðimaður og
skemmtilegur og snjall kennari.
En minnisstæðastur eftir lest-
ur bókarinnar verður mér þó
hlýhugur höfundar til alls, sem
íslenzkt er, virðing hans fyrir
þjóðarerfðum og ást hans á sögu
og bókmenntum. Verðar þeim
höfundar til alls, sem íslenzkt
er, virðing hans fyrir þjóðar-
erfðum og ást hans á sögu og
bókmenntum. Verður þeim höf-
undareinkennum bezt lýst með
orðum skáldsins: „Það tekur
tryggðinni í skóvarp, sem tröll-
um er ekki vætt.“
Stefán Júlíusson
SKINFAXI (3. hefti) 1953