Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. APRIL 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefi5 6t hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENXTE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Veikleikar, sem lagfæra þarf
Grein sú, sem hér fer á eftir, er að mestu endursögð
úr hinu ágæta blaði The Western Producer, sem helgað er
að mestu málefnum bændastéttarinnar, en grípur þö jafn-
framt inn í margt annað, sem allan almenning varðar.
Hætta sú, sem frá drottnunarstefnu kommúnismans
hefir stafað, er síður en svo í rénun, heldur miklu fremur
hið gagnstæða; hér er ekki sérstaklega átt við þær ógnir,
sem vígbúnaður kommúnista hefir í för með sér, heldur
miklu fremur áróður þeirra til yfirráða yfir sálum mann-
anna; þetta á ekki rót sína að rekja til styrks eða dygða í
kenningakerfi kommúnista, heldur getum við á ýmsan hátt
sjálfum okkur um kent, eða þeirri veiklun, sem gerir vart
við sig í okkar eigin lífsvenjum og lifnaðarháttum.
Mikill fjöldi fólks trúir því eins og nýju neti, að mis-
munurinn milli austrænna og vestrænna lífsskoðana sé svo
skýrt mótaður, að einungis andlegir blindingjar séu í vafa
um þann veg, er kjósa skuli; vitanlega getur þetta látið vel í
eyra, en við nánari athugun getur hér verið um að ræða
tvíeggjað sverð.
Lýðræðið býr yfir mörgum verðmætum, sem mann-
kynið ekki öðlaðist áreynslulaust; innan vébanda þess ríkir
lögskipan, sem tryggja skal þjóðfélagsþegnum valfrelsi,
kjörgengi og kosningarétt, samvizkufrelsi, trúbragðafrelsi,
félagsfrelsi og virðingu fyrir persónuhelgi einstaklingsins;
alt hefir þetta verið dýru verði keypt og kynslóð eftir kyn-
slóð fórnað fyrir það blóði; öllu þessu hefir drottnunar-
stefna kommúnista ásett sér að útrýma úr mannheimi, gera
einstaklinginn að auðsveipum ríkisþræl eða viljalausu verk-
færi í höndum gráðugra einræðisafla; bæri ekkert annað á
milli kommúnismans og lýðræðisstefnunnar, yrði valið
engum verulegum erfiðleikum bundið, en svo er ekki.
Vesturveldunum hefir tíðum mistekist hrapallega um
stjórn fjármála sinna, hvort sem um er að kenna sjálf-
þróaðri græðgi eða vanþroska; þetta er hvorki til þess fallið,
að styrkja fólk í trúnni á yfirburði vestrænnar menningar
né heldur opna augu þess fyrir aðsteðjandi hættum úr
herbúðum grímuklæddra einræðissinna, er einskis svífast
og gera vilja almenning að ginningarfífli loðinna loforða
um jafnrétti og Moskvu-velsæld um veröld alla.
Margir menn, sem njóta þess porsónufrelsis, er lýð-
ræðið hefir veitt þeim, telja þetta alt saman svo sjálfsagt,
að þeim kemur ekki til hugar að brjóta heilann um það
hvað tæki við ef þeir yrði sviptir því, og þeir jafnvel renna
ekki grun í það, að til slíks gæti komið; og þó þeir tjáist
óánægðir með eitt og annað, vilja þeir helzt ekki leggja
það á sig að grafast fyrir um orsakir þess, sem aflaga fer;
þeir muna sennilega eitthvað eftir mannsköpuðu krepp-
unni frá 1930, en sýnast skáka í því hróksvaldi, að slíkan
óvinafagnað geti ekki undir neinum kringumstæðum borið
að höndum á ný; þó getur slíkt hent, vaki menn ekki yfir
velferð sinni og vinni að því í einingu og með opnum augum,
að nema á brott orsakirnar, er til sams konar vandræða
geta leitt.
Forustumenn kommúnismans leggja sig í líma um að
telja fólki trú um, að þeir séu einu mennirnir, sem hafi við
hendi flest, ef ekki öll þau tæki, er til þess þurfi, að skapa
almenna, fjárhagslega vellíðan á þessari jörð; þeir hafi
ávalt á takteinum öll hugsanleg og jafnvel óhugsanleg
græðilyf til að lækna meinsemdir mannanna; þeir segja
að það sé nú ekki nema svona meðal mannsverk að útrýma
örbirgðinni úr heiminum; ríkið geti gert þetta að heita
megi á svipstundu; það geri heldur hvorki til né frá hvað
um persónufrelsið verði, því það sé í raun og veru lítið
annað en draumórar eða hugarburður; við þessu fást oftast
nær einhverjir til að gleypa, einkum þó þeir, er helzt vilja
fá alt fyrir ekki neitt; mörgum manninum finst alt bezt,
sem fjarst er og hann af grunnfærni sinni lokar augum
fyrir þeim fríðindum, aridlegum og efnalegum ,er umhverfi
hans daglega veitir.
Lýðræðið, þótt því vitaskuld sé í einu og öðru ábóta-
vant, býr yfir slíku þenslumagni, að það getur ávalt endur-
skapað sjálft sig og lagað sig eftir breyttum aðstæðum án
þess að máttarstoðir þess veiklist eða hrökkvi í tvent;
hvernig til tekst um lýðræðið í framtíðinni er öldungis
undir mönnunum sjálfum komið, hvort heldur þeir vilja
verða ómyndug peð á skákborði þrælmannlegrar ríkis-
okunar eða frjálsbornir þegnar þjóðfélags, sem setur mann-
helgina öllu ofar og vinnur að nauðsynlegum umbótum með
skynsamlegum löggjafarnýmælum í þágu allra stétta jafnt.
— Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. —
Þótt eigi verði á móti mælt, að veikleikar lýðræðisins
séu margir, eru þó engir þess eðlis, að ekki sé unt að koma
umbótum við; varðandi einræðis- og harðstjórnarkerfið er
engu slíku til að dreifá; þar eru allar umbætur, ef umbætur
mætti kalla, knúðar fram með hnefarétti og sál fólksins að
vettungi virt.
Okkar höfuðskylda er að útbreiða svo lýðræðið og
styrkja það svo í öllum efnum, að ofbeldisöflin, hvort heldur
þau nefnast Kommúnismi, Fasismi eða Nazismi, útmái sjálf
sig af spjöldum sögunnar.
Cervantes — hermaðurinn sem lenti í
Barbaríinu og varð frægur rithöfundur
Um miðbik Spánar liggur La
Mancha-hásléttan eins og
opin bók undir hinum suð-
ræna himni. Svo gæti virzt,
sem þessi bók vœri eins og
óskrijað blað, því að aðeins
á einstáka stað eru lítil
sveitaþorp og hirðar með
hjarðir sínar. — En þegar
maður hefir kynnzt mestu
sölubókinni, . sem nokkru
sinni hefir verið skrifuð,
DON QUIJOTE DE LA
MANCHA, verður þessi há-
slétta íhuga manns eins og
lifandi leiksvið, þar sem ekki
fœrri en 600 persónur sög-
unnar standa manni Ijóslif-
andi fyrir hugarsjónum.
Barizt við vindmyllur
Enn í dag getur maður séð
fyrir sér hina aldagömlu vind-
myllu, sem Don Quipote áleit
hina mestu meinvætt, og til þess
að sýna hetjudáð sína, gekk hann
til orustu við vindmylluna, með
þeim árangri, að minnstu mun-
aði, að hann yrði höfðinu styttri.
Síðan er haft að orðtaki „að
berjast við vindmyllu“, þegar
einhver stendur í ímynduðum
stórræðum. En sagan um vind-
mylluna er aðeins ein af mörg-
um, sem ganga um síður þessar-
ar bókar, sem hvarvetna vitnar
um djúpa þekkingu og skilning
á mannlífinu hjá þeim, er bók-
ina reit, Miguel de Cervantes.
Maður getur næstum heyrt
hlátur hans bak við skoplegar
lýsingarnar, sem hann dregur
upp af nærfærni og hárfínni
hnitmiðun. Miguel de Cervantes
var fæddur árið 1547 í litla há-
skólabænum Alcalá de Henares í
nágrenni við Madrid. Fjölskylda
hans lifði breytilegu og hrakn-
ingasömu lífi; bjó um tíma í
Valladolid, Sevilla og Madrid,
því að faðir Miguels var snauður
að veraldarauð. Að atvinnu var
hann bæði læknir og lyfjafræð-
ingur, en aðeins fáir af sjúkl-
ingum hans gátu greitt fyrir sig.
Ein fyrsta æskuminning Miguels
var sú, að faðir hans safnaði
saman búslóð sinni og öðrum
eignum og ók þeim til veðlánar-
ans. Stuttu síðar var honum
varpað í skuldafangelsi og dætr-
um hans, Andréu og Lusiu,
einnig, en bræðurnir tveir, sem
voru yngri, urðu einir síns liðs
og grétu af hungri.
Samt sem áður auðnaðist
honum að afla sér nokkurrar
menntunar, og ef til vill hefir
hann komizt í háskólann í Sala-
manca, og unnið fyrir sér með
því að vera þjónn hinna efna-
betri stúdenta. En í skóla lífsins
fær þó skáldsagnahöfundurinn
þó jafnan haldbeztu menntun-
ina, og Miguel sér lífið fyrir sér
í öllum þess margbreytileik á
götum borgarinnar. Hvern eyri,
sem honum áskotnaðist varði
hann í leikhúsin, og þar komst
hann í snertingu við listina; sá
hvernig hugmýndaflugið getur
skapað sannleika, sem er ennþá
sannari raunveruleikanum.
Miguel gerist hermaður
Hann var orðinn 22 ára, og
átti ekkert nema drauma sína og
þrár, — drauma um frægð og
frama. Hann komst til Italíu og
innritaðist í spánska herinn þar.
Einkennisbúningurinn hans vai
skreyttur með hanafjöðrum, og
hann fann sig í fyrsta skipti á
ævinni velklæddan og í fyrsta
sinn fékk hann daglega nóg að
borða. Oft gladdi hann sig síðar
við minningarnar frá þessum
árum; hann gleymdi aldrei her-
þjónustuárunum, ekki heldur
vinalegu ölkránum, hinu ljúf-
fenga víni og hinum aðlaðandi
cg lífsglöðu ítölsku stúlkum.
En hann kynntist einnig styrj-
öldum. Að þessu sinni voru það
Tyrkir, sem ógnuðu öllum hin-
um kristna heimi. Árið 1571 kom
stór tyrkneskur floti fyrir full-
um seglum vestur Miðjarðar-
hafið. Hinn trykneski soldán,
Delim II., hafði ásett sér að rífa
krossinn niður af Péturskirkj-
unni í Róm, en hefja tyrkneska
hálfmánann upp í staðinn. Spán-
verjar sendu flota til Italíu
undir forustu Don Juan af Aust-
urríki (bróður Spánarkonungs).
Um borð í einu af skipunum í
þessum flota, var hinn ungi
Miguel de Cervantes.
Úti fyrir Lepanto við grísku
ströndina mættu þeir tyrkneska
flotanum og hófst þar ein mann-
skæðasta orusta, er veraldar-
sagan getur. Um 8000 kristnir
menn og um 25.000 tyrkir létu
lifið, og fjöldi skipa hurfu í haf-
ið, en hermennirnir hjuggu hver
annað í spað, er þeir börðust í
návígi á þilförum skipanna.
Þegar orustan hófst, lá Cervan-
tes í malaríu um borð í skipi
sínu, og bylti sér óþolinmóður í
fletinu. Hann gleymdi hitasótt-
inni og hljóp upp á þilfar. Stuttu
síðar fékk hann tvö skot í brjóst-
ið og það þriðja hæfði annan
handlegg hans. En þrátt fyrir
þetta var hann með þeim fyrstu,
sem réðust til uppgöngu á skip
fjandmannanna. Um þetta leyti
hvarf tyrkneski hálfmáninn í
hafið út við rauðgullinn sjón-
deildarhringinn. Þetta var sigur-
sælasta og stoltasta augnablik í
sögu Spánar og lífi Cervantes.
í klóm Tyrkjans í Barbaríinu
Árið 1575 yfirgaf Miguel ítalíu
og sigldi áleiðis til heimalands
síns, en örlögin voru honum and-
hverf. Márar hertóku skipið og
fluttu áhöfn og farþega sem á-
nauðuga þræla til Algeirsborgar.
Miguel varð nú þræll Dali Mami,
sem eitt sinn hafði verið krist-
inn, en gerðist síðar sjóræningi.
Vikur og mánuðir liðu. Miguel
sá meðfanga sína líða og deyja.
Hann sá ungar stúlkur leiddar
til þrælasölumarkaðsins; hann
sá fólk barið og húðflett lifandi
og í gálgunum sá hann lík þeirra
hanga ,sem gert höfðu tilraun til
að flýja. Miguel reyndi að hug-
hreysta meðfanga sína ,og hann
skipulagði flótta margra. £n
alltaf komst það upp, og loks
var hann sjálfur dæmdur til
dauða. En hann var hughraustur
sem fyrr, og hugdirfskan varð
honum til lífs, því Márarnir dáð-
ust að henni. Hann játaði á sig
að hafa aðstoðað samfanga sína
í flóttatilraunum þeirra og það
með fullri einurð og án þess að
blikna eða blána. — Síðan liðu
fimm löng ár, unz ættmennum
hans heima á Spáni hafði heppn-
azt að draga saman laúsnargjald
fyrir hann, — og þegar hann
fékk loks frelsið, gátu allir viður
kennt, að enginn hefið betur
borið örlög sín en hann.
Miguel byrjar að skrifa
Þegar hann sté á spánska
grund að nýju árið 1580, komst
hann brátt að raun um, hve
heimurinn gleymir fljótt stríðs-
hetjum sínum. Árum saman beið
hann þess, að fá umbun verka
sinna með því, að fá lífvænlega
stöðu, en árangurslaust. Þá tók
hann að skrifa, en vakti litla at-
hygli í fyrstu. Fyrsta bókin gaf
honum ekki meiri tekjur í aðra
hönd en svo, að hann gat rétt
keypt sér brúðkaupsfötin. Stúlk-
an hans hét Catalina de Palacios
Sazary Vozmediano. Hún var
mjög ung, eða um helmingi
yngri en hann. Hann flutti með
hina ungu konu sína til Madrid,
en hún átti örðugt með að sam-
laga sig hinu óreglubundna lífi,
er rithöfundar, leikarar og aðrir
listamenn borgarinnar lifðu.
Hún skildi ekki mann sinn, sem
sveimaði um leikhúsin eins og
fluga umhverfis kertaljós, en
hann gafst ekki upp og hélt
áfram að skrifa þrátt fyrir rýrar
tekjur.
Skattheimtustörfin
En svo kom fram á sjónarsvið-
ið hættulegur keppinautur, hinn
ungi Lope de Vega, og fullur
afbrýðisemi og vonbrigða lagði
Miguel pennan á hilluna, og tók
fyrsta starfi, sem honum bauðst.
Hann gerðist skattheimtumaður,
og var einnig falið að afla fram-
laga til hins stóra hers, sem
Filip konungur var að stofna, til
þess að sigra England. „Spánn
syngur þegar sigursöngva“, skrif
ar Miguel de Cervantes, og full-
ur áhuga gekk hann til verks við
innheimtustörfin.
En ekki leið á löngu, unz hann
sat í fangelsi á ný vegna óreiðu
á reikningshaldinu. Það var þó
tkki óheiðarleika hans að kenna,
heldur_ því, hversu lítill tölvís-
indamaður hann var, svo að allt
fór í handaskolum hjá honum.
Hann var þó látinn laus, en varð
að greiða háa sekt. Eftir þetta
var hann dauðhræddur að ganga
Æfttland og erfðir
Það hefir oft verið sagt um
smáþjóðir, að vanmetakennd
þeirra birtist einna helzt í því,
hve títt þær láta sér um, ef
þeirra er getið að einhverju sér-
staklega með hinum stóru þjóð-
um, lofsamleg ummæli viðhöfð
um einstaklinga, er fram úr
skara, eða þjóðarheildar getið til
lifs. Vel má vera, að mikið sé í
þessu hæft. — En hitt er þá einn-
ig jafnsatt, að smáþjóðir hafa
því einu að stæra sig af, sem vel
er gert í menningarlegum efn-
um; af öðru komast þær vart á
dagskrá. Enda getur réttur smá-
þjóðar því aðeins verið nokkurs
virtur í alheimsmálum, að hún
hafi eitthvað til brunns að bera,
sem menningu alls mannkyns er
til bóta. Þar kemur hvorki afl
né styrkur til greina, aðeins and-
leg verðmæti.
Samkvæmt þessari skoðun hef
ur Islendingum jafnan þótt mik-
ils um það vert að eiga fulltrúa
með öðrum þjóðum, sem kynntu
menningu hennar og þjóðarverð
mæti. Hefur hún og á öllum öld-
um frá íslands byggð átt í þess-
um efnum ýmsa góða hauka í
horni. — Eina mikilvirkasti og
ötulasti menningarfulltrúi af
þessar gerð nú á dögum er dr.
Richard Beck, prófessor í Norð-
urlandamálum og bókmenntum
við ríkisháskóla Norður-Dakota
í Grand Forks. Richard Beck
hefur jafnan verið vakinn og
sofinn í að kynna íslenzka
menningu í Bandaríkjunum og
Kanada, ekki aðeins meðal Vest-
ur-íslendinga og afkomenda
þeirra, heldur einnig meðal ann-
a r r a Norðurlandaþjóða þ a r
vestra og enskumælandi manna.
Hefur hann verið hin mesta ham
hleypa við að kynna og fræða
um íslenzk efni, og þá sérstak-
lega íslenzkar bókmenntir og
þjóðernismál, á þrem tungumál-
um jafnhliða. Má gera sér í
hugarlund, hvert fórnarstarf er
þar unnið íslenzkri menningu
þegar þess er gætt, að allt er
þetta unnið samhliða tímafreku
og ábyrgðarmiklu embætti.
Þessar hugleiðingar hafa þrá-
faldlega sótt á mig, meðan ég
var að lesa bók Richards Beck,
Æltland og erfðir. 1 þessari bók
birtist í rauninni saga hins
sanna Islendings, sem enga ósk
á sér heitari en þá að vinna Is-
landi allt við þau skilyrði, sem
honum eru búin. Bókin er úrval
fyrirlestra, sem hann hefur flutt
meðal Vestur-lslendinga á um-
liðnum árum, alls 16 talsins, og
15 ræður og ritgerðir um íslenzk
skáld og bókmenntaleg efni. Við
það eitt að fletta bókinni, kom-
ast menn að raun um, hve gífur-
legt starf liggur að baki þjóð-
ræknisstarfi Vestur-íslendinga.
En við lestur bókarinnar verður
mönnum ljóst, að íslenzkur
menningararfur er verðmætur
og síendurnærandi brunnur, sem
núverandi og komandi kynslóð-
um er hollt af að ausa. Verður
þetta þeim mun skýrara fyrir
það, að prófessorinn hefur að-
stöðu til að líta á menn og mál-
efni úr fjarlægð, vega og meta
af kunnáttu þess og skyggni,
sem utan við stendur. En ekki
minnkar hlutur lands og þjóðar
við það, enda andar úr Ætilandi
og erfðum hlýleika og virðing,
sem sprottin eru af ástinni einni.
Hér eru ekki tök á að rekja
efni bókarinnar nánar. En oft
Framhald á bls. 5
með mikla fjármuni á sér, og
þegar hann hafði verið úti við
skattheimtustörfin, lagði hann
alla upphæðina, sem innheimzt
hafði, inn hjá bankaeiganda
nokkrum í Sevilla, en bankinn
varð gjaldþrota, og Miguel lenti
enn í fangelsi. Þarna kynntist
hann lífsviðhorfi margs konar
misindismanna og hlýddi á frá-
sagnir þeirra.
Sagan mótast í huga hans
Þegar hann starði út milli
fangelsisgrindanna, barst hugur
lians út til rykugra þjóðveg-
anna í Andalúsíu, þar sem hann
hafði reikað um á skattheimtu-
ferðum sínum, og hann sá fyrir
sér lífið í þess margbreytileik,
og smám saman tók sagan að
mótast í huga hans, og þegar
hann var látinn laus úr fang-
elsinu, var hann tilbúinn að hefj-
ast handa við samningu hins ó-
dauðlega listaverks. Um síðir
urðu landar hans einnig tilbúnir
að hlusta á rödd hans, enda
voru þeir orðnir reynslunni rík-
ari. „Hinn ósigrandi“ spánski
íloti var á mararbotni og með
honum höfðu stórveldisdraum-
arnir sokkið. Nú var rétta stund-
in upp runnin, til þess að fram-
kalla hressandi hlátur meðal
fólksins og fá það til að gleyma
hinu særða stolti sínu, og það
gerði riddarinn hann Migu-
el, þegar hann kom ríðandi á
truntu sinni í fylgd með þjónin-
um Sancho Panza, sem hafði
asna fyrir reiðskjóta.
Þegar Miguel de Cervantes
byrjaði að skrifa bók sína, var
hann orðinn 58 ára gamall, og
það vakti aðallega fyrir honum
að gera gys að riddarasögunum,
sem þá voru mjög í tízku á
Spáni, en heimska og hégómi
veraldarinnar gaf honum stöð-
ugt' nýjar og nýjar hugmyndir.
Gæsafjöðurstafur hans þeyttist
yfir blaðsíðurnar klukkutímun-
um saman, dag eftir dag, meðan
kvenfólkið masar og þruskast í
húsinu — en það eru tvær syst-
ur, gömul frænka hans, vanstillt
dóttir og húsfreyjan .Catalina,
sem aldrei hefir getað skilið
mann sinn. En hann lét ekki
trufla sig, hvorki kvenfólkið né
lukkarana, sem voru tíðir gestir,
því að nú var hann gagntekinn
af verkefni sínu.
Don Quijote kom út 1605 og
varð bókin brátt fræg um allan
Spán, en lesendurnir vildu fá
að heyra meira, og Cevantes hóf
að skrifa framhaldið, sem ekki
stóð fyrri hlutanum að baki. Og
í dag er sagan af riddaranum frá
La Mancha eitt af höfuðverkum
vestrænna bókmennta, og hefir
verið þýdd á allar tungur heims,
og kvikmyndir og leikhús hafa
notfært sér hana í ríkum mæli-
Þannig auðnaðist hinum
gamla hermanni að gera nafn
sitt ódauðlegt, þótt hann lifði >
fátækt og eymd. Hann andaðisf
í Madrid, 23. apríl 1606, og var
lagður í gröf, sem enginn veit nú
lengur deili á.
—TIMINN, 25. febr.
HAMBLEY
Quality counts most in extro
i eggs per hen. We specialize
í in R.O.P. Bred and R.O.P-
' Sired. Highest Govt. Grades
produced in CommerciaJ
Hatcheries. Over $10,000
R.O.P. Wing Banded stock
i supplied our Hatching EgO
Flocks last season. You
shouid reap the benefit when you buy
Hambley Electric Chicks. One extra egg
per hen per month. An extra grade on
your birds next fall. Reserve your supply
now, with deposit or payment »n full.
R.O.P. Sired (Canadian) R.O.P. Bred
100 50 25 100 50 25
20.00 10.50 5.50 Sussex 21.50 11.25 5.75
33.00 17.00 8.75 S. Pull 36.00 18.50 9.50
18.50 9.75 5.00 W. Leg 20.00 10.50 5.50
36.00 18.50 9.50 WL Pull 39.00 20.00 10.25
20.00 10.50 5.50 B Rock 21.50 11.25 5.90
33.00 17.00 8.75 BRPull 36.00 18.50 9.50
20.00 10.50 5.50 N Hmp. 21.50 11.25 5.90
33.00 17.00 8.75 NHPull 36.00 18.50 9.50
Approved R.O.P. Sired
19.00 10.00 5.25 Sussex 20.00 10.50 5.50
31.00 16.00 8.25 S. Pull 33.00 17.00 8.75
19.00 10.00 5.25 W. Rock 20.00 10.50 5.50
31.00 16.00 8.25 WR Pull 33.00 17.00 8.75
20.00 10.50 5.50 Block Australorps Ask re
33.00 17.00 8.75 B. Austra Pullets Other
19.00 10.00 5.25 Hvy. Cross Breds Breeds
31.00 16.00 8.25 Heavy Cross B. Pullets
20.00 10.50 5.50 Col Ply Rocks
33.00 17.00 8.75 Col Ply R. Pullet
Cockerels April May Junc
100 50 100 50 100 50
W. leg $5.00 $3.00 $6.00 $3.50 $6.00 $3.5«
Hvy. 18.00 9.50 20.00 10.50 20.00 10.50
25 Cockerels are '/2 of 50 plus lc each
Approv. Turkeys 100 50 25
Brood B. Bronze 85.00 43.00 22.50 9.00
Wh. Hollands 80.00 41.00 21.00
Beltsville 80.00 41.00 21.00
Ducklings 45.00 23.00 12.00 .
Toul Gosslings 175.00 87.50 44.00 18.50
Wh. Embdens 175.00 87.50 44.00 18.50
Guarantee 100% Live Arr. Pulls 96VO
Acc. Elec. Brooders, Feeders, Drinker •
Supplies, New FREE Catalogue now reaay-
J. J. HAMBLEY HATCHERIES LTD-
Winnipeg, Brandon, Regina, Saskatoon,
Edmonton, Portage, Dauphin, Swan Lor-
8.50
8 50
5.00