Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME
PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
r
ADOLPH#S TAXI
Round. The Clock Service
59-4444 52-6611
401 PRITCHARD AVE.
SPECIAL RATES WEDDINGS
ON COUNTRY TRIPS FUNERALS
67. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. MAÍ 1954
NÚMER 20
Háskólaprófin og
Á föstudaginn birust í dag-
blöðunum úrslit vorprófanna við
Manitobaháskóla; voru 873 stú-
dentar brautskráðir, 604 karl-
menn og 269 kvenmenn. All-
margt af þessu námsfólki er af
íslenzkum ættum, en erfitt er að
skilgreina það af nöfnunum
einum; væri það því vel þegið,
ef Lögbergi væri tilkynt nöfn
þeirra, er vanta á eftirfarandi
lista.
Bachelors of Laws:
Erlingur Kári Eggertson, B.A.
Hlaut $100.00 verðlaun lögfræð-
ingafélagsins fyrir námshæfi-
leika og ástundun.
Holman Kristinn Olson, B.A.
Honors.
Arthur Kristján Swainson,
Honors.
Docior of Medicine:
Böðvar Bjarki Jakobsson.
Harold Grant, dóttursonur P.
S. Bardals heitins útfararstjóra.
Bachelor of Science in
Civil Engineering:
Arnold Bruce Bjornson, hlaut
gullpening háskólans fyrir fram-
úrskarandi námshæfileika í þess-
ari grein, enn fremur verðlaun
frá Engineering Institute of
Canada.
Bachelor of Science in
Eleclrical Eengineering:
Richard Alan Johnson, hlaut
gullpening Manitobaháskóla fyr-
ir frábæra námshæfileika í sinni
Tilkynning
frá Fjármálaráðuneyti íslands
um gjafasendingar
Séra Valdimar J. Eylands,
dr. theol.,
686 Bannig Street,
Winnipeg, Man.
Með bréfi, dagsettu 16. des. s.l.,
hefir Þjóðræknisfélag íslendinga
1 Vesturheimi farið fram á að
leyfð verði undanþága frá
greiðslu aðflutningsgjalda af
gjafasendingum frá Vestur-ls-
lendingum til ættingja og vina
hér á landi.
Af þessu tilefni skal tekið
fram, að ráðuneytið hefir ákveð-
ið að verða við þessum tilmælum
^jóðræknisfélagsins, þó með
beim skilyrðum, sem hér fara á
eftir:
L Að f. o. b. verðmæti send-
ingar fari ekki fram úr tíu
dölum ($10.00).
2. Að sendingin sé flutt í pósti
milli landa.
2. Að viðtakandi sé íslenzkur
þegn.
L Að ekki séu í sendingu vör-
ur, sem hér eru háðar ríkis-
einkasölu, svo sem tóbak og
áfengi.
5. Merkja ber fylgibréf eða
tollskýrslu, sem sendingum
þessum fylgja, með álímd-
um miða, sem Þjóðræknis-
félagið lætur sendanda í té,
með áprentuðu fangamarki
félagsins, og orðinu „gjafa-
sending" eða öðru tilsvar-
andi.
Sendlngar þær, sem að framan
greinir, eru, þrátt fyirir undan-
P^gu þessa, háðar þeim skil-
yrðum um innflutningsleyfi, sem
a hverjum tíma gilda.
Hndanþágu þessa getur ráðu-
n®ytið hvenær sem er afturkall-
a > ef örugleikar á framkvæmd
ennar, eða aðrar ástæður gefa
fuefni til þess.
F. h. r.
Siglr. Klemensson
Sig. Áskelsson
íslenzkt nómsfólk
grein. Hann er sonur próf. Skúla
Johnson.
Bachelor of Arts
(General course):
Kristján Vigfús Guttormsson
Leo Freeman Kristjanson
Sveinbjörn Eggert Byron
Peterson
Eleanor Rúna Sigurdson
Clarence Thorsteinn Swainson
Margaret Ruth Thorvaldson.
Bachelor of Science
(General course):
Ralph Erick Helgason
John Hjalti Hjaltason.
Bachelor of Science in
Home Economics:
Margrét Hólmfríður Anderson
Margrét Jean Anderson.
Bachelor of Science
in Agriculture:
Robert Lorne Kristjánsson.
Diploma in Agriculture:
Stanley Einarson.
Qaulified for Commission:
Acting Sub/Lieut. Royal Can.
Navy:
David Carl Bjarnason.
Flying Officer:
Arthur Kristján Swainson.
Er þetla námsfólk af íslenzkum
ætium?
Ekki er ólíklegt, að sumt af
eftirgreindu námsfólki sé af ís-
lenzkum ættum og væri gott að
fá upplýsingar um það:
Edvin Frank Brackman
Stefan Andrew Carter
Gerda Johanna Schell
Audette Evangeline Swanson
Ivan William Frederick
Davidson
Hugh Murray Davidson
Helen Claire Anderson
Rosalind Johnson
Thomas Melvin Thompson
Christiana Elizabeth Carson
Elsie Margaret Anderson og
Margaret Evangeline
Stephenson.
Sæmdur
gullmedalíu
Arnold Bruce Björnsson
Þessi ungi og gáfaði maður
hefir nýlokið prófi í verkfræði,
Civil Engineering, við Manitoba-
háskólann með ágætiseinkunn
og var jafnframt sæmdur gull-
medalíu þessarar umfangsmiklu
mentastofnunar; einnig vann
hann verðlaun (Thesis Price)
The Engineering Institute of
Canada. Hann stundaði nám við
Daniel Mclntyre Collegiate og
Wesley College og loks við há-
skóla þessa fylkis; um tveggja
ára skeið gegndi hann undir-
foringjastöðu í sjóhernum
(Naval Reserve), en Isbister-
verðlaunin hlaut hann á þriðja
námsári sínu við Manitoba-
háskólann.
Mr. Björnsson er fæddur í
Winnipeg 25. júlí 1932 og eru
foreldrar hans þau Árni Björns-
son og frú Pearl Björnsson, sem
búsett eru að 853 Sherburn
Street hér í borginni.
Samvinna um
Sf. Lawrence
Eftir áratuga þóf og þjark,
hefir þjóðþing Bandaríkjanna að
lokum afgreitt lög, er heimila
samvinnu af hálfu þeirra við
Canada varðandi St. Lawrence
skipaskurðinn og virkjun sam-
nefnds fljóts; að orkuvirkjuninni
standa New Yorkríki og Ontario-
fylkið; þess er nú vænst, að
vinna við þetta mikla mannvirki
hefjist áður en langt um líður
og fá þúsundir manna þar vel
launaða atvinnu.
Eisenhower forseti hefir með
undirskrift sinni staðfest á-
minsta löggjöf fyrir hönd þjóð-
ar sinnar, en Canadastjórn hefir
þegar verið við öllu búin hvað
framkvæmdum verksins við-
kemur.
Fara í íslands og
Dr. Richard Beck
Norðurlandsför
Frú Berlha Beck
Galdra-Loftur
sýndur í Seattle
Hið fræga og snildarlega leik-
rit Jóhanns Sigurjónssonar,
Galdra-Loftur, verður sýnt í
University Playhouse í Seattle,
V/ash., dagana 3., 4. og 5. júní
næstkomandi; það er The Wash-
ington School of Drama, sem að
leiksýningunni stendur; efni
leiksins er svo kunnugt, að
óþarft er að lýsa því hér. Frú
Jakobína Johnson gerði þýðingu
leiksins fyrir allmörgum árum
og er hún hvorki meira né minna
en meistaraverk, og ekki er
auðhlaupið að því að snúa
Galdra-Lofti á enska tungu svo
vel sé; verður sýning leiksins
merkileg og þakkarverð bók-
mentakynning fyrir ísland og
íslenzku þjóðina.
Farinn til Svisslands
Síðastliðið sunnudagskvöld
lagði af stað héðan úr borg á-
leiðis til Evrópu Victor B.
Anderson bæjarfulltrúi, ásamt
frú sinni og systur frú Emily
Thorson frá Vancouver.
Eigi alls fyrir löngu skýrði
Lögberg frá því, að sambands-
stjórn hefði skipað Mr. Ander-
son til að sitja alþjóðaþing
verkamanna, sem haldið verður
í Geneva í öndverðum júnímán-
uði næstkomandi; er honum
með þessu sýnd mikil og mak-
leg sæmd; þau systkinin Mr.
Anderson og Mrs. Thorson, eru
bæði fædd í þessari álfu, en frú
Dagbjört, kona Victors, kom
hingað á barnsaldri af Akranesi.
Ferðafólk þetta lætur í haf frá
Montreal, og ef það á þess nokk-
urn kost, mun það bregða sér
til íslands.
í lok þessa mánaðar leggja þau
dr. Richard og frú Bertha Beck,
í Grand Forks, N. Dakota, af
stað í sumarferð til íslands og
Norðurlanda. Fara þau með flug-
vél Loftleiða frá New York til
Reykjavíkur 1. júní, og verða
komin til íslands snemma dag-
inn eftir. Er þetta fyrsta heim-
sókn frú Berthu til ættjarðar-
innar, en dr. Beck var, eins og
kunnugt er, fulltrúi Vestur-
íslendinga við lýðveldisstofnun-
ina 17. júní 1944.
Hann verður og í þessari ferð
sinni fulltrúi Þjóðræknisfélags-
ins og flytur kveðju þess við há-
tíðahöld þau, er fram fara í til-
efni af 10 ára afmæli lýðveldis-
ins, og einnig við biskupsvígslu
Ásmundar Guðmundssonar og á
Prestastefnunni. Við biskups-
vígsluna og á Prestastefnunni
fer dr. Beck einnig með kveðjur
Sambandskirkjufélagsins. í sam-
bandi við Prestastefnuna flytur
hann einnig, samkvæmt beiðni
biskups, erindi um „Trúrækni
og þjóðrækni í sögu og lífi
Vestur-íslendinga“, er verða
mun útvarpað.
Dr. Beck hafa einnig borizt
beiðnir um ræðuhöld á ýmsum
öðrum meiriháttar samkomum,
þar sem þau hjónin verða boðs-
gestir. Mánudaginn 7. júní flytur
hann á vegum Háskóla Islands
fyrirlestur um „Yrkisefni vestur-
íslenzkra skálda“. Þá viku flytur
hann einnig ávarp á Kennara-
þinginu, sem haldið verður í
Reykjavík, og á Stórstúkuþingi
Goodtemplarareglunnar, er fram
fer á ísafirði.
Sunnudaginn 13. júní verða
þau hjónin gestir Fulltrúaráðs
Sjómannadagsins við hátíðahöld
í Reykjavík, er forseti Islands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur
hornstein Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna. Ávörp flytja,
auk forseta, Ólafur Thors for-
sætisráðherra, Gunnar Thorodd-
sen, borgarstjóri í Reykjavík, og
dr. Beck, sem er gamall sjó-
maður og formaður af Aust-
fjörðum.
Þá hefir sambandsstjórn Ung-
mennafélags Islands óskað þess,
að þau hjón tækju þátt í nor-
rænni æskulýðsviku á Laugar-
vatni í júlíbyrjun, og fulltrúar
frá Norðurlöndunum öllum taka
væntanlega þátt í. Mun dr. Beck
verða ræðumaður á almennu
móti æskulýðsvikunnar í Þrast.a-
skógi sunnudaginn 4. þílí.
Þau Richard og Bertha Beck
heimsækja einnig ættstöðvar
hennar á Suðurlandi og átthaga
hans á Austurlandi, og munu
fara sem víðast um landið og
skoða sögustaði og menningar-
stofnanir.
Um eða laust eftir miðjan júlí
fara þau hjónin til Noregs til
nokkurra vikna dvalar og síðan
til hinna Norðurlandanna og
heimsækja þar menningarstofn-
anir og sögustöðvar; bíða þeirra
einnig í þeim löndum vinaboð
ýmsra einstaklinga og félaga.
Síðustu vikuna í ágúst verða þau
í Kaupmannahöfn, og situr dr.
Beck þar allsherjarþing háskóla-
kennara í klassiskum og human-
istiskum fræðum sem fulltrúi
Ríkisháskólans í N. Dakota
(University of North Dakota).
I septemberbyrjun hverfa þau
hjón aftur vestur um haf með
flugvél Loftleiða, eftir stutta
viðdvöl á íslandi í heimleiðinni.
Dónarfregnir
Síðastliðinn föstudag lézt á
Gimli Guðmundur Bergman,
fyrrum bóndi í grend við Ár-
borg, 84 ára að aldri, ættaður úr
Húnaþingi; hann lætur eftir sig
konu sína Guðrúnu, þrjá sonu,
Fred, John og Soffaníus, og eina
dóttur, Sigríði; útförin fór fram
frá lútersku kirkjunni á Gimli
á mánudaginn. Séra H. S. Sigmar
jarðsöng.
☆
A miðvikudagsmorguninn lézt
eftir stutta legu á Grace sjúkra-
húsinu hér í borginni frú Solveig
Nielsen, ekkja Charles Nielsen
póstfulltrúa, góð kona og glæsi-
leg, 63 ára að aldri; hún lætur
eftir sig eina dóttur, Jóhönnu,
og tvö systkini, Kristján hér í
borg og frú Soffíu Bíldfell, auk
margra annara náinna ætt-
menna. Frú Solveig og herra
Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands
voru systrabörn.
Útförin verður gerð frá Bar-
dals á föstudaginn kemur kl. 2
e. h. undir forustu Dr. Valdi-
mars J. Eylands.
Hin látna var dóttir Þorsteins
Einarssonar frá Brú á Jökuldal.
Þú átt leikinn
Eftir PÁLMA
Lífs við tafl um götu grjót,
gengur margur heykinn,
þó er oftast þrautabót
það — að eiga leikinn.
Hugans láttu fleygan fák,
fylgsni hulin kanna,
þó þig stundum skelfi skák
skruggu atvikanna.
Vinur fáum öðrum er,
allir leiki finna.
Trúðu á þig og treystu þér,
— tafl þitt er að vinna.
Nörgum taflið örðugt er, —
ekki dugar fátið:
Fyndu leik sem leyfir þér
leynt að forðast mátið.
Lát ei bugast lúinn mátt,
leik þó atvik skorði:
Þú mátt vona — ef þú átt
ennþá leik á borði.
Ekki raski andans ró
öfundsemis fátið:
„Getið er þess sem gert er“ þó
gætirðu’ ei forðast mátið!
Úr borg og bygð
Á fundinum, sem boðaður
hafði verið og haldinn var í
Goodtemplarahúsinu síðastliðið
mánudagskvöld, skýrði þing-
maður Winnipeg Centre kjör-
dæmisins, Mr. Jack St. John,
skilmerkilega frá helztu athöfn-
um nýlega afstaðins fylkisþings
og var máli hans fagnað hið
bezta. Bill Goodman bæjarfull-
trúi, þakkaði þingmanninum hið
fróðlega erindi hans.
Sýnd var og merkileg lit-
kvikmynd af hinni risavöxnu
iðnaðarþróun og atvinnuvegum
fylkisins.
☆
Mr. Chris Halldórsson þing-
maður St. George kjördæmisins
var í borginni á fimtudaginn í
fyrri viku.
☆
Séra Haraldur S. Sigmar frá
Gimli kom til borgarinnar á
föstudaginn var og sagði alt hið
bezta í fréttum úr bygðarlagi
sínu.
☆
Siúkan SKULD
heldur næsta fund sinn á
mánudagskvöldið þann 24. maí,
kl. 8. Vænta meðlimir, að hann
verði sem allra fjölsóttastur.
☆
The Third Annual Lake Win-
nipeg Fishermen’s Festival,
Gimli Lutheran Church, Sunday
May 23rd 1954 at 2 p.m. Day-
light Saving Time, 3 p.m. Stand-
ard Time.
Speakers: Dr. V. J. Eylands,
Rev. H. S. Sigmar, Rev. Robert
Jack.
Everyone welcome!
ib
Úr bréfi frá Riverton,
15. MAI 1954
Ég er búin að lesa frásögn um
giftingu Mr. og Mrs. Antonius L.
Peterson, sem ég sendi og birt
var 13. maí. Nafn mannsins, sem
mælti fyrir minni brúðgumans
er: Mr. Thor Sigurdson en ekki
Thor Helgason.
Tíðin er heldur að batna, og
er byrjað að grænka síðan að
rigningin þvoði af rykið, en ekki
eru laufin á trjánum farin að
láta sjá sig ennþá. ísinn er ekk-
ert farinn að hreyfast ennþá,
en fiskimenn eru í óða önn að
búa sig út. — Pósturinn til Mikl-
eyjar er fluttur á bát, því ósinn
er íslaus að mestu.
K. Benedictson
☆
Darcas-félög lútersku kirkj-
unnar á Gimli hafa ákveðið að
halda sitt árlega “Tulip Tea'’ í
“Beaver Hall” samkomusalnum
hjá Hudson Bay í Winnipeg á
fimtudags-eftirmiðdag, 20. maí,
frá kl. 1.30 til 4.30.
Allir boðnir og velkomnir.
Heimsækir ísland
Dr. Stefán Einarsson
Dr. Stefán Einrsson, prófessor
við John Hopkins-háskóla í
Baltimore, er á förum tli íslands
til sumardvalar.