Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MAÍ 1954 5 sem fellur á fötin, því meiri eru líkur til að efnið missi sinn upp- haflega lit. Vegna þessara galla er rétt að þvo nylon-föt rækilega með góðri sápu, áður en þau eru tekin í notkun. Það getur tafið fyrir breytingunni. Eins og svo mörg önnur efni er nylon talsvert rafmagnshlað- ið. Það kemur m. a. í ljós, þegar nylon-undirkjóll tekur til að hniprast af engri sýnilegri á- stæðu, eða þegar maður sér bein- ☆ UM ☆ WVWVWWVVV'W'V W9WWWWW VVVV rfTVf ÁM6AHÍL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON REYNSLAN AF NYLON-EFNUM Flestar konur minnast þess ' enn í dag, með hve mikilli til- hlökkun þær klæddu sig í fyrstu nylon-sokkana. Þá var farið var- lega með þá. Helzt ekki snert á þeim nema með hönzkum. Það var sannarlega fagnaðarefni að vera nú laus við að stoppa í göt á hæl og tá! Nú eru liðin mörg ár síðan — og hrifningin er löngu rokin út í veður og vind. — Fólk lítur al- mennt raunhæfara á þessa nýj- ung, eftir fengna reynslu. Og út- koman er sú, að mönnum þykir nylon-efni hafa bæði góðar og slæmar hliðar, rétt eins og önn- ur efni, sem notuð eru í fatnað. Einu sinni var sú skoðun ofar- lega í mörgum, að með nylon. væri fundið hið ákjósanlegasta efni, en sannleikurinn er sá, að ekkert slíkt efni er enn til. Nylon er hreint gerfiefni og líkist ekki neinum náttúrulegum efnum, eins og t. d. ull og baðm- ull. Skortur á þekkingu á efn- inu og eiginleikum þess hefir or- ‘sakað að margar furðulegar sög- ur um það hafa komizt á kreik, segir í nýlegu hefti af tímariti h j úkrunarkvennasambandsins danska. Það er kunnur efnafræð- ingur, sem ritar greinina. Hann segir t. d., að heyrzt hafi sögur að það hafi bókstaflega orðið sprenging í náttkjól konu einnar, er neisti komst að honum. Þessi saga birtist raunar í dönskum blöðum á s.l. ári. Þá segir hann, að það sé trú margra, að nylon geti skapað krabbamein í brjósti, og á hverjum vetri, segir hann, heyrir maður sögur um að kon- ur, sem nota nylonsokka, hafi kalið á fótum. Efnafræðingurinn segir aliar þessar sögur alveg úr lausu lofti gripnar, og ber honum þar heldur illa saman við umsögn eins stærsta kvennablaðs í Bandaríkjunum, sem á s.l. vori birti langa grein um eldhættuna af gerfiefnum og nauðsyn þess að þau væru betur prófuð en raun ber vitni, áður en þau koma á markað. Nylon var þar engan veginn verst, þ. e. a. s. það nylon, sem kemur frá viðurkenndum framleiðendum. Það töldu þeir líka hættulaust. En hvenær veit viðskiptamaðurinn, hvort það sem sagt er nylon í verzlun er í raun og veru frá slíku fyrirtæki eða einhver önnur blanda eða eitthvert annað gerfiefni? Danski efnafræðingurinn segir a. svo í grein sinni: „Oft heyrist kvartað um, að nylon sé óheppilegt í hita, það límist við kkamann. Þetta er af því, að nylon hefur ekki hæfileika til Þess að drekka í sig raka eins og UH og baðmull. Þegar líkams- rnkinn fær ekki útrás verka nylonundirfötin eða skyrtan nanast eins og maður sé í gúmmí fóðruðum regnfrakka, og það er vissulega ekki þægilegt. Þá kvarta menn yifr því að nylon- fatnaður sé ekki nægilega hlýr. Til þess að fatnaður sé hlýr, þarf hann að vera slæmur hitaleiðari. Nú er ekki mikið loft í einu pari af nylonsokkum og það er því ekki hægt að gera ráð fyrir því, að þeir haldi vel hita. Þó er til nylonefni, svonefnd nylon-ull, sem gerð er með mjög stuttum þráðum og er ofinn í því efni, sem líkast ullarefnum. Þessi nylon-ull, er eins hlý og náttúru- leg ull. Þótt nylon-nærföt hafi sína galla, eru þau þegar orðin ákaf- lega útbreidd. Það er létt að þvo þau og ekki þarf að strjúka þau að þvotti loknum. Flestum leið- ist það þó, að efnin gulna eða grána við notkun og mikinn þvott. Þetta er fyrirbæri, sem enn er ekki fundin aðferð til að fyrirbyggja. Það er ljósið, sem breytir litnum. Því meiri birta, línis neista, þegar maður er að klæða sig í eða úr. Þetta gerir þó ekkert til. Þó getur það verið varasamt að vera í nylon-fötum, ef maður þarf að fara um stað þar sem geymd eru mjög eldfim eða sprengingarhætt efni, þó einkum ef benzíngufur eru á sveimi eða etergufur. En þótt hægt sé að setja margt út á nylon, dylst þó ekki að það hefur líka marga kosti. Ekkert efni þolir slit til jafns við það og. ekkert efni er eins auðvelt að þvo og þurrka, einkanlega af því að það krympast ekki og engin þörf er á að strjúka það. Þá~þolir það einnig mjög vel snerting við ýmis efni, og hæft er að ná blett- um af því, með sterkum upp- lausnarefnum án þess að saki. Þá má og sjóða nylon-flík, án þess að saki, þ. e. a. s. ef menn treysta litnum, en þeir eru oft varasamir og ekki traustir. —DAGUR ☆ ☆ Fyrir ævalöngu þekktu menn undramátt hvítlauks til lækn- inga og varnar gegn sjúkdómum. Um 3000 árum fyrir Krists burð notuðu Babýloníumenn hvít- lauk til lækninga. Við byggingu pýramídanna í Egyptalandi var hvítlaukur keyptur fyrir stórfé verkamönnum til matar. Hippó- krates hinn gríski, „faðir læknis- fræðinnar“, notaði einnig hvít- lauk til lækninga og ritaði grein- ar um áhrifamátt hans. Og norskir víkingar og sjófarendur til forna fluttu með sér hvítlauk, sem eflaust hefir átt sinn þátt i að verja þá gegn skyrbjúgi. Rannsóknir síðari ára hafa staðfest fornar og nýjar hug- myndir manna um lækninga- mátt hvítlauks. Bakteríur, sem settaf eru í hvítlaukssafa, lam- ast og hætta að hreyfast eftir þrjár mínútur. Ef hvítlaukssafa er dreypt í vökva með bakteríu- gróðri í, leggja baktríurnar þeg- ar á flótta út til allra hliða. Eftir tvær mínútur eru sumar þeirra hættar að hreyfa sig og að tíu mínútum liðnum eru þær allar orðnar hreyfingarlausar. Rann- sóknir hafa sýnt, að nýr safi er miklum mun áhrifameiri en safi, sem geymdur hefir verið í nokkra mánuði. Hér í ritinu hefir áður verið sagt frá því, hvernig stór og ljót sár herinanna læknuðust á fáum dögum með hvítlauksbökstrum. Þá hefir læknir einn í írlandi, W. C. Minchin að nafni, notað hvítlauk mjög til lækninga og birt árangurinn í enska lækna- blaðinu Lancei. I því tilefni fékk hann bréf frá fjölda lækna víðsvegar að, sem skýrðu honum frá því, að þeir hefðu einnig notað hvítlauk með áþekkum árangri. Árið 1941 birti dr. Emil Weis skýrslu í The Medical Record um tilraun á 22 sjúklingum með meltingarsjúkdóma. — Sumir þeirra fengu hvítlauk, en hinir ekki og engin meðul heldur. Þeir, sem hvítlaukinn fengu, losnuðu fljótt við höfuðverk, 'niðurgang og önnur sjúkdóms- einkenni. En merkilegasta niður- staðan var sú, að hjá þeim gjör- breyttist bakteríugróður í ristli. Hinar skaðlegu rotnunarbakte- ríur eyddust, en aðrir nytsamir gerlar tímguðust og þrifust hið bezta. Samkvæmt skýrslum, sem tveir amerískir læknar hafa safnað og birt í læknatímariti, hafa ýmsir læknar notað hvít- lauk við of háum blóðþrýstingi með góðum árangri og gengið úr skugga um, að sá árangur er hvít lauknum að þakka. Hann hefir og reynzt vel við ýmiss konar meltingartruflanir svo sem nið- urgangi og loftmyndun í þörm- um. Ennfremur til varnar gegn lungnabólgu, barnaveiki, tauga- veiki og berklum. Hann er tal- inn eyða slími og lækna astma og ýmsar bakteríu- og vírus- sjúkdóma í öndunarfærum, kvef og hálsbólgu. Amerísku lækn- arnir tveir birtu og skýrslu um 12 sjúklinga, sem þeir höfðu sjálfir haft undir höndum og læknað með hvítlauk. Var þar HVÍTLAUK (GARLIC) um sinn sjúkdóminn að ræða hjá hverjum, og suma á háu stigi. Dr. Deutschmeister, læknir af gyðingaættum starfandi í ísrael, skýrir frá því, að meðal flótta- manna í síðustu heimsstyrjöld hafi mikið borið á alvarlegum maga- og þarmasjúkdómum. En Gyðingar sluppu við þá, og þakkar læknirinn það því, að þeir borðuðu mikið af hvítlauk. Hann hefir einnig birt í lækna- riti einu skýrslu um mikinn fjölda magasjúklinga, sem hann hefir læknað með hvítlauk. Gallinn við notkun hvítlauks er hin sterka lykt, sem honum fylgir og er óþægileg þeim, er neyta hans ekki sjálfir. Og þessi lykt fylgir einmitt þeim efnum lauksins, sem mestan lækninga- mátt hafa. Hann kemur því ekki að tilætluðum notum, nema hann sé borðaður ósoðinn og tugginn vel eða honum haldið í munni um tíma, sérstaklega þegar um er að ræða sjókdóma í munni, hálsi eða öndunar- færum. —HEILSUVERND ÓL. B. BJÖRNSSON: HEIM AÐ HÓLUM Gamla Róm var þekkt sem mikill garðabær. Á þriðju öld eftir Krist voru þrjátíu stórir almenningsgarðar í bænum. Kringum 2000 stærstu húsin voru garðar, og hundruð annarra húsa höfðu garða á þökunum. Þakgarðarnir voru mjög vin- sælir ,og þar voru ræktuð alls konar blóm og runnar. Stór tré voru ræktuð í tunnum á þakinu. Fiskarnir í garðtjörnunum voru stundum ÍEóðraði rmeð þræla- kjöti. •Sr Fyrir nokkrum árum var undarlegur klúbbur starfandi 1 Chicago. Félagar voru eingöngu fólk, sem bjó á þrítugustu hæð skýkljúfanna og þar yfir og hafði ræktað gluggagarða þarna uppi í hæðunum. ☆ Sumir pálmarnir voru ein- göngu ræktaðir fyrir konunga. Almenningur fékk ekki leyfi til að rækta þá í görðum sínum. Þegar höfuðborg Persíu var flutt frá Pasargadae til Persepolis, tók Darius konungur sér fyrir hendur að skipuleggja garða til að fegra bæinn. * Kínverjar, sem eiga ævaforna menningu og eiga heiðurinn af ótal uppfyndingum, eru líka þeir fyrstu, sem skipulögðu garða. Einhver fallegasti garður í Kína var gerður af Vou-Ti á annari öld fyrir Krists burð. Hann náði yfir svæði, sem var um það bil tuttugu mílur á lengd, og hirtu hann 30,000 þrælar. Það var metnaður og draumur gömlu kínversku prinsanna að breyta öllu Kína í einn stóran garð. ☆ Hrifning fyrstu múhameðs- trúarmannanna á görðum leiddi til trúarinnar á, að fimm af sjö paradísum í himnaríki þeirra væru garðar. Þeir voru: Hinn eilífi jurtagarður, paradísargarð- urinn, garður gleðinnar, garður eilífðarinnar og garður hvíldar- innar. ÞESSI ORÐ hafa átt mikinn hljómgrunn í eyrum Norðlend- inga. í þeim hafa þeir heyrt nið aldanna, sögu sína og þrá til fólksins eftir trausti, oft og tíð- um í allsleysi og umkomuleysi. Helgustu staðir í augum alls þorra íslendinga eru fyrst og fremst þrír: Þingvöllur, Hólar og Skálholt. Við þessa þrjá staði, er saga þjóðarinnar og örlög fyrst og fremst bundin. Þeir eru stollt hennar og staðfesta. Eigi aðeins til þessa, heldur um alla fram- tíð, meðan landið er upp úr sjó, og nokkur íslendingur lifir og talar tungu Egils og Snorra. Örlög þessara merku staða voru lengi óviss, og enn eru þau ójöfn. Já, svo greinilega, að í þeim efnum þarf þjóðin — og þá alveg sérstaklega Sunnlend- ingar — að kunna, að „skamm- ast sín“, því að til þess að læra það, og bæta fyrir synd sína gagnvart Skálholti, hefir hún aðeins tvö ár. Líklega er það fyrst og fremst þrennt, sem bjargað hefur Hóla- stól frá þeirri smán og niður- lægingu, sem Skálholt hefur orðið að þola: 1. Hin kyngimagnaða þríheilaga setning „Heim að Hólum“. 2. Hin hörmulegu afdrif Jóns biskups Arasonar og sona hans. 3. Helgidómur sá, sem enn ber Hóla uppi, og við eigum að þakka hinum „hásæla“ bisk- upi Gísla Magnússyni (1755— 1779). Enn kemur og eitt til, ekki lítilvægt, en það er framtak og manndómur Norðlendinga í sam bandi við Hóla, allt til þessa dags. Hinn 20. nóvember s.l. voru liðin 300 ár síðan þetta elzta og mesta musteri þjóðarinnar var vígt af Gísla biskupi. Því er það ekki úr vegi að minnast þess hér með örfáum orðum. Líklega er það tvennt, sem forðað hefir Þingvelli frá að hljóta alveg sömu örlög sem Skálholt: 1. Hið mikla náttúru-undur, og heillandi fegurð umhverfis- ins, sem hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl. 2. Kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar „ísland farsælda frón“ og áhrif Fjölnismanna. Þótt þjóðin hafi verið í meiri tengslum við Þingvöll um nokk- urt árabil en Skálholt, er mikið eftir að gera fyrir þann stað, til þess að skammlaust megi þykja. M. a. byggja þar kirkju, sem sæmi þeim dulúðgu minningum, sem umhverfið býr yfir, og sag- an geymir og rifjast óaflátanlega upp á þessum dýrðlega stað. Hins vegar hefur ekki frægð Isleifs eða Gissurar, né heldur meistara Jóns og Brynjólfs, megnað að verja hinn mikla stað Skálholt falli, enda kom þar fleira til, Skaftáreldar og Móðu- harðindi, svo og konunglegt orð um að leggja niður skóla og biskupsstól og flytja til Reykja- víkur. Áreiðanlega er það ekki út í bláinn sagt, að núverandi Hóla- dómkirkja hafi átt sinn mikla þátt í hefð og heiðri staðarins, og beinlínis varnað því, að svo færi um hann sem Skálholt. Sá Is- lendingur er einkennilega gerð- ur, sem í dómkirkjunni á Hól- um finnur ekki ættartengsl við sögu þessarar litlu sérstæðu þjóðar. Þrátt fyrir hollvætti þá, sem stóðu um Hóla, lá við sjálft, að skemmdarvaragar og tóm- látir menn ætluðu að gera að engu fornhelgi þessarar merki- legu kirkju, því að 1886 er þar margt fært úr lagi, búið að „brjóta og týna“ mörgu úr þess- um merkasta helgidómi lands- ins. Varðveizla dómkirkjunnar á Hólum og viðreisn staðarins, hefur auðvitað haft megin þýð- ingu um að vekja okkur, — þessa sofandi sauði — til meiri og varanlegri umhugsunar um verndun fornminja, sögulegra gagna og heimilda, en það hefur meira en nokkuð annað skipað þjóðinni á bekk með siðmennt- uðum þjóðum. Síðan dómkirkjan á Hólum komst undir vernd og varðveizlu þjóðminjavarðar, hefur auðvitað engin skemmdarstarfsemi átt sér stað, en ýmislegt verið gert til að halda henni við, færa í hið fyrra horf, fegra og prýða, en áreiðanlega mætti og væri þörf á að gera meira í þeim efnum en orðið er. Ýmsir góðir gripir eru enn í kirkjunni, má þar til nefna hina miklu altarisbrík, sem talið er að Jón biskup Arason hafi gefið til kirkjunnar. Þar er og tveir miklir og merkir róðúkrossar og fleiri myndir. Merkur skírnar- fontur, gerður úr tálgusteini, af miklum hagleiksmanni, Guð- mundi Guðniundssyni í Bjarnar- staðahlíð. Þar eru einnig leg- steinar yfir þessum biskupum: Jóni Teitssyni, Steini Jónssyni, Gísla Þorlákssyni, Guðbrandi Þorlákssyni, Þorláki Skúlasyni, Jóni Vigfússyni og Einari Þor- steinssyni. Þar er einnig steinn yfir Halldóru Guðbrandsdóttur, biskups. Utan kirkju eru og þess- ir legsteinar: Yfir Árna biskupi Þórarinssyni og Sigurði Stefáns- syni. Eins og kunnugt er, er Hóla- dómkirkja turnlaus. Hins vegar settu Skagfirðingar sér það markmið, að reisa Jóni Arasyni og sonum hans veglegan minnis- varða á 400 ára ártíð þeirra 1950. Þetta gerðu þeir með byggingu veglegs turns út frá norðurhlið kirkjunnar og er hann alveg laus við hana. Turn þessi er mikið mannvirki. Um gerð hans og fegurðargildi fyrir stað og kirkju hafa verið skiptar skoð- anir. Ég tel hins vegar að turn- inn sé myndarlegt og veglegt minnismerki yfir hina frægu feðga, jafnframt því, sem hann er til stórprýði fyrir umhverfið, og lyftir stað og kirkju verulega. Teikninguna gerði Sigurður Guðmundsson, arkitekt. Nú eru orðnar miklar bygg- ingar á Hólum. Um staðsetningu þeirra sumra má vafalaust deila og afstöðu hverrar til annarar. Alveg fáránlegar finnast mér hinar mörgu, háu flaggstengur á kvistum skólahússins. Þá finnst mér, að enn meiri þrifn- aður þurfi að vera umhverfis gripahúsin, vegir og torg betur gerð og viðhaldið heima á staðn- um, og þá ekki síður að leggja veg heim dalinn í stað slóðanna, sem þar eru nú. Þá er og til stórskammar, að láta gamla bæ- inn húka þarna í því aumlega ástandi, sem hann er og hirðu- leysi. Hann þarf vitanlega að gera upp og halda vel við, eða rífa til grunna. Þarna eru myndarleg skólastjóra- og prest- setur. Virðist skólastjóranum, Kristjáni Karlssyni og frú hans, umhugað um virðingu staðarins, og sýna alúð og gestrisni þeim, er að garði bera. Það er mikill munur að koma heim að Hólum eða í Skálholt, en þótt munurinn sé svo mikill, sem raun ber vitni, þarf enn að gera ýmislegt fyrir Hólastað, eins og hér hefur lítillega verið minnzt á, og meira að segja ýmislegt fleira. Er ekki að efa að Norðlendingar og ríki í áam- einingu geri það hægt og bítandi. Fornminjum öllum og frægustu stöðum þarf að sýna mikla um- hyggju, því að það hefur megin þýðingu fyrir frelsi þjóðarinnar og framtíð, og eftir því flestu fremur, — fer álit annarra menningarþjóða á menningu okkar og manndómi í ljósi sögu- legrar frægðar. Framhald á bls. 8 ~1 Qonvention THE THIRTIETH ANNUAL CONVENTION OF THE Lutheran Women’s League of ZManitoba (Icelandic) Bandalag Luterskra Kvenna will be held at SELKIRK, MANITOBA May 28ih, 29ih and 30ih, 1954 FRIDAY, MAY 28th— Opening of Convention in Selkirk Lutheran Church, at 2.00 p.m. Devotions, Pastor S. Olafsson. Business Session until 6.00 p.m. PROGRAM 8.00 p.m.— Address—Mrs. V. J. Eylands. Address—Mrs. B. Bjarnarson. Musical Items—A donþle duet, Mesdames Vogen, Peel, Cholasky and Johnson. Vocal Solo—Miss Bjorg Christianson. A double duet again by the same group. (Silver Collection) SATURDAY, MAY 29th— 9.00 a.m.-12.00 p.m,- 1.30 p.m. - 3.00 p.m.- 3.00 p.m. - 4.00 p.m,- 4.00 p.m. - 6.00 p.m.- -Business Session. -Business Session. -Handicraft Display. -Business Session. PROGRAM 8.00 p.m.— Address—Mrs. Lauga Johanneson. Vocal Solo—Mrs. Lillian McKeag. Address—Miss Joan Erickson. Chorus—Junior Boys’ Choir. (Silver Collection) SUNDAY, MAY 30th— 11.00 a.m.—Divine Service, conducted by Pastor S. Olafsson. Sermon by Rev. Robert Jack. To Delegates going by bus—The bus that leaves the Bus Depot in Winnipeg at 11.00 a.m., Friday, will arrive in Selkirk in time for delegates to assemble in the Lutheran Hall for luncheon at 12.00 o’clock noon. HELGA GUTTORMSON, Secretary. a=0 50C=)0CZ>0C

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.