Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MAÍ 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið Ut hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE'NUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Snæbjörn Jónsson: VÍSNAKVER, Reykjavík, H.f. Leifíur, 1953 Eftir heiti bókar þessarar að dæma, mætti ætla að hér væri einungis um smákver að ræða, en svo er þó ekki, því hún telur hvorki meira né minna en þéttprentaðar 208 blaðsíður, og kennir þar óneitanlega margra grasa; um kvæðin frá upphafi til enda leikur hressandi blær fölskva- lausrar ættjarðarástar, laus með öllu við sentimentalisma eða væmni. Höfundur deilir þunglega á moiluna, er honum finst á margan hátt einkenna íslenzka ljóðagerð samtíðar sinnar og þykir þar mjög stinga í stúf við það brimrót, er kvæði þeirra Steingríms, Matthíasar, Þorsteins og Einars Bene- diktssonar vöktu; skoðun höfundar í þessu efni má nokkuð ráða af vísunni, sem hér fer á eftir: Á stuðlafótum fer ei lengur, né fjöðrum léttum sveiflast á, en klumbufótum kreptum gengur um keldudrag og mýrarflá það skáldakyn, sem ísland erfði, er aldna sveitin hneig í val og um í flag og órækt hverfði þar akurrein og grænum dal. I inngangserindi að Vísnakverinu kemst höfundur þannig að orði: Ei fyrir hann né fyrir þig, en fyrir aðeins sjálfan mig mín kvæði kveðið hef ég; en þar ef tónn sá einhver er, sem ómar líka í hjarta þér, með gleði hann þér gef ég. Vel ort og íhugunarvert er kvæðið Á gömlum kirkju- garði, bls. 22, og mætti hvaða skáld, sem er vera fullsæmt að slíku ljóði, en þar eru tvö erindin á þessa leið: 1 þessum þúfnakarga með þúsund ára brag á hjartaslátt horfins tíma ég hlusta enn í dag, af kjörum kynslóðanna mörg kvikmynd birtist hér, í eðli sínu óbreytt hið insta virðist mér. í bernsku er hljóðum huga ég horfði á þenna reit, ég hugði ’ann helga jörðu; að hann sé það ég veit, því krossför kynslóðanna, hins kristna manns og vífs, hann vígði vörmum tárum sem varða þjóðar lífs. Svo sem kunnugt er fyrir löngu, mun Snæbjörn Jóns- son tvímælalaust vera sá margfróðasti maður um enskar bókmentir, þeirra, sem nú eru uppi á Islandi; hefir hann með þýðingum sínum og útgáfustarfsemi sinni á þeim vett- vangi, unnið íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn; hann dáir mjög forustudygðir brezku þjóðarinnar og svipar í því efni til Einars Benediktssonar, er svo komst að orði í ljóði sínu: „Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál“. Sjálfur hefir Snæbjörn kveðið Bretanum óspart lof og það jafnvel svo, að stundum hefir ýmsum Frónsbúanum þótt nóg um; vísurnar Eldraun, 1946, eru táknrænt vitni um það, hvern hug höfundurinn ber til brezku þjóðarinnar: Geymist Rómar gullið safn glæstra dáða um langa öld; hærra gnæfir Grikklands nafn gulli rist á Sögu spjöld; hæzt þó Bretlands hróður skal hefjast yfir alda val. Ekki hismi'ytra glits er það skraut, sem fólkið ber. „Menning hjarta, vilja vits, „vopnast“ mælti skáldið „hér“. Eldskírt gull við alda próf úr eigin hjarta þjóðin gróf. Það er hverjum manni holt, að kynnast þessari nýju ljóðabók Snæbjarnar, því svo er hún auðug af drengilegum og fögrum hugsunum. Nokkrir bréfkaflar frá Ástralíu HVE stór er Ástralía? Það mun ef til vill koma flatt upp á suma að heyra, að hún er 33 sinnum stærri heldur en Bretland og 14 sinnum stærri en Frakkland. Hún er álíka stór og Brazilía, en heldur minni en Bandaríkin. Ástralía er stærsta eyland í heimi, og jafnframt minnsta heimsálfan, og þar búa ekki fleiri menn heldur en í London. Um 1880, þegar kapphlaup hófst milli Þjóðverja og'Frakka um að ná undir sig löndum í Kyrrahafi, þá var Ástralía skipt í fimm sérstakar nýlendur. Menn óttuðust ágengni stórveldanna og vissu að lítið mundi verða um varnir hjá hverri einstakri ný- lendu, ef í óefni kæmi. Það var miklu betra að þær sameinuð- ust. Og svo var það árið 1901, að sambandsríki Astralíu var stofn- áð. Tólf árum seinna var byrjað að reisa Canberra, höfuðborg hins nýja ríkis, sem nú er ein- hver fegursta borgin þar. ---☆----- ÁSTRALÍA er mikið hveiti- ræktarland, og er það þó ekki vegna þess, að jarðvegur sé þar góður né hentugur til slíkrar akuryrkju. Hún gekk illa fyrst í stað, og það kostar mikla þolin- mæði og fyrirhöfn að finna hið hentugasta útsæði, er hæfði bæði jarðvegi og veðráttu. Væri langa og merkilega sögu af því að segja. Nú er hveiti önnur aðal útflutningsvara Ástralíu, og hún er hið þriðja mesta hveitiræk- arland í heimi. Sýnir það mikinn dugnað og hæfileika íbúanna. Mesta útflutningsvara Ástra- líu er ull, enda er sauðfjárrækt hvergi meiri. Og það er dálítið einkennileg sagan um það, hvernig sauðfjárræktin varð svo stór atvinnuvegur þar í landi. Landnemarnir höfðu flutt með sér nokkrar kindur og þrifust þær ágætlega. En þegar kindun- um fjölgaði, voru sett lög um það hver margar kindur hver mætti eiga. Það var gert vegna þess, að beitarland var lítið þar sem fyrstu nýlendurnar voru stofnaðar. . Sauðfjáreigendur vildu ekki sætta sig við þetta. Þeir þrjósk- uðust við að hlýða lögunum, en það varð ekki fært til lengdar. Þeir voru' þó vissir um að vel mundi borga sig að reka sauð- fjárrækt í stórum stíl. Og hvað gerðu þeir þá? Þeir lögðu af stað með fjárhópa sína inn yfir strand fjöllin í von um að finna beitar- lönd í hinu ókannaða landi, sem lá utan við nýlendurnar. Þetta var dirfskuför. Þeir fóru ríðandi og höfðu nesti sitt og farangur á trússahestum. Og svo lögðu þeir með fjárhópana út á eyði- merkurnar. 1 þessu ferðalagi rötuðu þeir í miklar mannraun- ir og tefldu bæði fé sínu og lífi sjálfra sín í tvísýnu. En vonir þeirra rættust. Inni í landinu fundu þeir miklar graslendur og gátu valið sér stór svæði til hagagöngu fyrir fé sitt, án þess að hver væri fyrir öðrum. Þessir brautryðjendur voru kallaðir „squatters". Með þessari fram- kvæmdasemi höfðu þeir sýnt, að lögin um takmörkun sauð- fjárstofns voru bæði óheppileg og óþörf. Nýlendustjórnin sneri. þá við blaðinu og leigði þeim eins mikið land og hver vildi hafa fyrir 10 sterlingspund á ári. John MacArthur hét sá, er fyrstur flutti merino-fé til Ástralíu. Það var árið 1796. Og það var upphafið að hinu fræga sauðfjárkyni þar í landi, sem gefur af sér meiri og betri ull en nokkurt annað fé. Það er þó ekki eingöngu sauðfjárkyninu að þakka. Náttúran hefir þar sín áhrif, veðráttan og beitarlöndin. Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá gefur það fé af sér bezta ull, sem gengur á öræfum, þar sem varla sést stingandi strá. Og það er nóg af slíku landi í Ástralíu. Þegar sauðfjárræktin efldist, hófst auðvitað ullariðnaður í landinu og margar verksmiðjur voru settar á fót. Nú er talið að um 120 milljón- ir sauðfjár sé í Ástralíu og ekk- ert annað land í heimi hefir svo mikla sauðfjárrækt. ----☆----- ÞAÐ ER fLEIRA en hveiti og ull í Ástralíu. Þar er einnig gull og gullnámið var mikil tekju- lind meðan landsmenn þurftu enn að flytja inn bæði hveiti og ull. Menn höfðu ekki mikla trú á því upphaflega, að gull mundi finnast í Ástralíu. Fyrsti maður- inn, sem fann gullmola þar var fangi, sem Bretar höfðu sent þangað. Menn trúðu ekki sögu hans og hann var hýddur fyrir að hafa stolið þessum gullmola. En svo fannst þar gull í ríkum mæli. En þar fór ekki eins og í Suður-Afríku og Klondyke að gullóðir menn streymdu þangað hópum saman. Landið var of af- skekkt til þess að alls konar landshornalýður og misendis- menn gæti lagt þangað leið sína. Það urðu því landnemarnir sjálfir og afkomendur þeirra, sem bjuggu að gullinu. •---☆----- HÖFUÐNAUÐSYN í hverju menningarlandi er, að samgöng- ur séu þar greiðar milli allra landshluta. Ástralía var enn lítt byggt land þegar Evrópuríkin höfðu komið upp fullkomnu járnbrautakerfi hjá sér. Astralía varð þar aftur úr, enda er þar strjálbýlt víða og víðáttur mikl- ar, mannlausar og gagnslausar enn. Ástralía hefir að nokkru leyti hlaupið yfir járnbrauta- tímabilið og snúið sér að sam- göngum í loftinu. Merkilegasta atriðið í því máli er hin fljúg- andi læknishjálp. Á 9 stöðum í álfunni hafa verið gerðar flug- stöðvar fyrir þessa læknishjálp. Þaðan er hægt að ná til allra byggðra bóla með flugvélum á skömmum tíma. Bændurnir í strjálbýlinu hafa allir talstöðvar. Og þegar talað er um strjálbýli í Ástralíu þá felur það í sér hina fyllstu merkingu þess orðs, því að strj álbýlið á Islandi kpmst þar hvergi í námunda við. Inni í landi í Ástralíu eru oft margar dagleiðir milli nágranna, og sums staðar mætti segja að strjálbýlið sé álíka eins og einn bær væri í hverri sveit á íslandi. í slíku strjálbýli er ekki hægt að hafa lækna búsetta. En nú koma læknarnir fljúgandi hvenær sem á þarf að halda. Bændur ná sambandi við flugstöðvarnar með talstöðvum sínum og biðja um lækni. Hann er viðbúinn og leggur þegar af stað með flug- vél. Hann þarf máske að fljúga allt upp undir 500 kílómetra. En flugvélin er fljót í ferðum, og það er fljótlegra að ná í lækni á þennan hátt heldur en í mörg- um sveitum Islands, þrátt fyrir hina löngu leið. Árið 1952 fóru læknar 1000 slíkar ferðir og flugu samtals rúmlega 400.000 kílómetra. Flugvélarna'r eru einnig not- aðar til annars í Ástralíu. Þær eru hafðar til þess að leita að málmum í jörð. Með nýtízku tækjum er hægt að komast eftir því hvar ýmsir málmar eru fólgnir í skauti jarðar, og þegar flugvélarnar fljúga lágt, þá koma þessir mælar að fullum notum. Verði svo vart við einhverja málma, eru menn þegar sendir á staðinn til þess að leita betur og athuga hvort þarna sé um námur að ræða. Þess má geta, að flugvélarnar hafa þegar fund- ið úraníum í jörð á ýmsum stöðum. Ástralía er breytilegt land. Ef ferðazt er með flugvél milli tveggja borga, liggur flugleiðin oft yfir 1000—1500 km. breiðar eyðimerkur, þar sem ekki sér út yfir auðnina til beggja handa. En svo er allt í einu komið að nýtízku borg, með háum húsum, breiðum götum og mikilli um- ferð, líkt og er í öðrum menn- ingarlöndum. í allri álfunni eru járnbrautir ekki nema 28.000 mílur á lengd, en flugvélarnar fara um allt og það er ódýrt að ferðast með þeim. Þær eru hentugasta samgöngutækið í þessari heimsálfu. ÞÆR BORGIR, sem standa inni í landi, hafa aðallega risið upp vegna þess að þar hafa fundizt námur. Þannig er um borgina Whyalla, sem þaut upp svo að segja á einni nóttu, þegar hinar miklu járnnámur fundust þar. Það er talið að í þessum námum muni vera um hundrað milljón- ir smálesta af járngrýti. Þessi borg stendur úti í eyðimörk og þar er ekkert vatn í námunda. Drykkjarvatn hefir orðið að leiða til borgarinnar úr ánni Murray og er vatnsleiðslan rúm- lega 350 km. á lengd. Svipaða sögu er að segja af borginni Yallourn. Hún hefir risið upp hjá kolanámu, þar sem talið er að um 27 milljónir smálesta sé í jörð. Það er málsháttur hér í landi, að það sé „illur stormur, sem sé engum til gagns“. Og það sann- aðist um storminn, sem tætti jarðveg og sand ofan af Barrier Range hjá Broken Hill, svo að þar fundust margs konar málm- æðar, svo sem blý, silfur og zink. Það lá þar ofan jarðar, þegar allt var örfoka. Vegna hinna mörgu málm- náma og kolanáma hefir sprott- ið upp mikill iðnaður, svo að Ástralia er nú ekki síður iðnað- arland en landbúnaðar. Að lok- inni seinni heimsstyrjöldinni tók iðnaðurinn fyrst verulegan fjör- kipp. Þá lögðu bæði brezk og amerísk fyrirtæki fram fé til framkvæmda þar. Til dæmis um það má nefna, að árið 1939 voru 26.941 verksmiðja í álfunni, en 1951 voru þær orðnar 43.147. Þetta hefir sjálfsagt að margra á- liti sína galla. Verksmiðjurnar draga til sín unga fólkið úr sveit- unum. Það heldur að það hafi meira kaup, betra atlæti og glæsilegri framför, en hún hefir meira frjálsræði í borgunum. Það er sama sagan og víða ann- ars staðar. Niðursuða ávaxta hefir farið gríðarlega í vöxt á seinni árum, þrátt fyrir það að Ástralía ætti að geta selt ávexti sína ferska, því að uppskerutíminn er þar einmitt um það leyti, er enga ávexti er að fá annars staðar. ----☆---- ÁÐUR FYRR stunduðu Ástralíu menn mikið hvalveiðar og sela- veiðar. Var sú veiði svo gegnd- arlaus, að þessum sjávardýrum var að mestu útrýmt. En nú eru hvalveiðar teknar upp aftur með ströndum fram með góðum ár- angri. Þær éru þó ekki reknar nema vissan tíma árs, eða í þann mund er hvalagöngur koma þangað sunnan úr Suður-íshaf- inu. Aðal hvalveiðastöðvarnar eru í Vestur-Ástralíu og Queens- land. Miklar áveitur hafa verið gerðar á seinni árum og stór raforkuver reist. Og nú eru þó enn stærri framkvæmdir í undir búningi. Er búizt við, að þeim verði ekki lokið fyrr en eftir 30 ár, og að þær muni kosta hundruð milljóna sterlings- punda. Mesta mannvirkið af þessu tagi er orkuverið og áveit- an, sem kennd er við Snjófjöll (Snowy Mountains) og mun ekki standa að baki hinum stóru orku verum og áveitum Bandaríkja- manna. Þá eru og ráðgerðar miklar áveitu-framkvæmdir hjá Murray-ánni. Þessi á er 1440 km. löng og þess vegna ein hin lengsta á í heimi. Þótt mikið af landinu sé enn lítt kannað, þá eru þó fá svæði alveg ókönnuð. Og nú er mikið um það rætt að rækta hinar miklu hrjósturlendur, t. d. landið báðum megin við Burdekin-ána. Er nú verið að rannsaka hvernig áveitum og jarðyrkju verði þar bezt fyrir komið. Og ef allar vonir rætast, þá bætist þarna við nýtt gróðurlendi á næstu árum, rúmlega 300.000 ekrur að flatar- máli. Nú er talið að 23% af land- inu sé eyðimerkur og 37% lítt ræktanlegt land. Aður en bílar og flugvélar komu til sögunnar, var það háskasamlegt að ferðast um mið- bik landsins. Allar leiðir sóttust seint og hvergi var vatn að fá. Þess vegna var það, að úlfaldar voru fluttir inn frá Afghanistan árið 1860 og stóð Sir Thomas Elder fyrir því. — Hann flutti einnig inn frá Afghanistan pilta, sem kunnu að fara með úlfalda. Og um mörg ár gerðu úlfald- arnir ómetanlegt gagn, með því að troða óravíddir öræfanna og halda uppi samgöngum milli hinna fjarlægustu staða. Nú hafa bílarnir leyst þá af hólmi. Þó fara úlfaldalestir enn á sumum vegleysum, en annars er fátt orðið um úlfalda nema þá, er sloppið hafa og gerzt villtir. Vatnsskorturinn er mesta mein landsins. Að vísu eru þar allmörg stöðuvötn, en þau eru öll sölt. Til þess að fá drykkjar- vatn og vatn í áveitur, verður því að leita ánna. Menn höfðu enn ekki gert sér grein fyrir því hve miklum vandræðum vatns- skorturinn getur valdið, þegar ráðizt var í að leggja járnbraut- ina þvert yfir álfuna. En menn komust fljótt að raun um það. Á einúm stað var engan vatns- dropa að fá á 1500 km. löngum vegarkafla. •---☆---- ÞEGAR ÉG var að tala um flug- samgöngur og þýðingu flugvél- anna fyrir Ástralíu, gleymdi ég að minnast á eitt atriði, sem þó er mjög merkilegt. 1 Kimberley- héraði er mikil nautgriparækt, en þaðan eru um 500 km. til næstu hafnar, sem er Wyndham. Til þess að koma nautpeningi sínum á markað, urðu menn áður að reka hann alla þessa löngu leið. Létu gripirnir mjög á sjá við slíkan rekstur, horuð- ust niður og kjötið af þeim varð vont. Árið 1940 var stungið upp á því að gripunum skyldi slátr- að heima og kjötið flutt með flugvélum. Margir voru vantrú- aðir á að þetta gæti blessazt, sögðu að flutningskostnaður yrði svo mkiill, að fyrirtækið færi óðar í hundana. En hinir, sem höfðu trú á þessu létu sér ekki segjast. — Þeir reistu sláturhús í Glenroy og gerðu samning við ástralska flugfélagið (Australian National Airways) um að flytja kjötið til Wyndham. Þetta hefir allt tekizt ágætlega. Bændur fá miklu hærra verð fyrir kjötið og hafa meira upp úr skepnum sínum en áður, þrátt fyrir flutn- ingskostnaðinn. Hefir þetta orð- ið til þess að nautgriparæktun hefir stórum aukizt og þar með framleiðsla á kjöti. ----☆---- ÞÁ ER AÐ minnast á frum- byggja þessa lands, blökku- Framhald á bls. 8 ^ninnimin iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii LÆGSTA TIL ÍSLANDS ASeins $ 310 fram og tll baka til Reykjavíkur FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 We»t 47th Street, New York PLaza 7-8585

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.