Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MAÍ 1954 7 SAMKOMUÁVARP fluíl að Lundar á Sumardaginn fyrsta 1954 Eftir ÓLAF HALLSON Kæru vinir I nafni Þjóðræknisdeildarinn- ar Lundar býð ég ykkur hjart- anlega velkomin í þann sumar- fagnað, sem deildin hefir efnt til í kvöld, og flyt ykkur hina aldagömlu og fögru íslenzku kveðju: „Guð gefi ykkur gleðilegt suma!“ Mörg okkar eigum frá æsku- arunum fagrar endurminningar um sumardaginn fyrsta, munum þann gleði- og hátíðasvip er yfir honum hvíldi, þá var sem jóla- helgin endurtæki sig í kærleiks- ríku viðmóti, því að alla var reynt að gleðja, með gjöfum, hátíðabúningi, tyllidagamat og skemmtunum; vonglöð fögnuð- um við komandi sumri, sigur- þróttur lífsins svall í æðum og við fundum, að „indælt er að lifa“. Þegar íslendingar komu til þessa lands, urðu þeir þess varir, að fólk hér tekur lítt eftir þess- um tímamótum og lætur sér fátt um finnast, en þeir létu það ekki á sig fá og héldu uppi gamla þjóðarsiðnum að halda upp á daginn og svo hefir verið í flestum íslendingabyggðum til þessa. f dag minnumst við ekki ein- ungis þáttaskila í þessari eilífu hringrás tilverunnar, við minn- umst einnig ættlandsins og landnemanna íslenzku, sem fluttu hingað íslenzka menningu og tungu. Fjöldi landnemanna er nú horfinn af sjónarsviðinu, en menningin lifir; við þökkum þeim og eftirlifandi landnemum fyrir tryggð þeirra við íslenzka tungu og íslenzkar menningar- erfðir; við getum bezt vottað þá þökk í verki, því að það er okkar sem eftir lifum að halda áfram að starfa í þeim anda, sem þeir lifðu. Það er von min, að einnig megi sannast á okkur það sem frægasti landneminn sagði: „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“. Vér minnumst einnig ættlandsins og tökum undir með skáldinu, sem sagði: „Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín líka tárin vor, tignarlandið kæra“. Við göngum þess ekki dulin, að margir hér líta hornauga alla þjóðræknisviðleitni, til dæmis eins og þessa í kvöld, sem öll fer fram á íslenzku; já, jafnvel settbræður okkar, sem hér eru fasddir og uppaldir, hvað þá aðrir. Margir standa í þeirri ^ueiningu, að það gangi landráð- Ultl næst að leggja rækt við aðra tungu en ensku, og aðra menn- lngu, bókmenntir og sögu en þá, sem er af brezkum uppruna; Þetta er herfilegur misskilning- Ur- Hvar annars staðar í hinum ^nntaða heimi eru það talin . 1 a manni að kunna fleiri en ei^t tungumál, þekkja til bók- ^nnta og sögu fleiri en einnar þjoðar? a«ÞKð er nnisskilningur að ætla, það sé ræktarleysi við cana- a nienningu og tungu, að 1 halda ættartengslum við ætt- an vort, tungu og menningu. ^anadiska þjóðin er ung, við- urkennd lagalega sem þjóð fyrir aðeins 6 árum síðan. Eitt fyrsta verk hennar var að skipa rann- sóknarnefnd, sem átti að athuga á hvaða menningarstigi þjóðin væri, hvort hún ætti nokkra sérstæða menningu. Formaður nefndarinnar var Hans hágöfgi Vincent Massey, landstjóri Canada. Nefndin lauk starfi sínu og gaf ýtarlega skýrslu; ég ætla ekki að reyna að gera grein fyrir henni í kvöld, en læt nægja að vitna til ummæla Masseys land- stjóra í ræðu, sem hann flutti fyrir ári síðan síðastli janúar: „Það tilheyrir velferð Canada, að hvert þeirra mörgu þjóða- brota, sem landið byggja, haldi fast við sínum upphaflegu og sérstæðu þjóðerniseinkennum“. Því segir hann: „Enginn æskir eftir að búa í landi, sem byggt er hrærigraut borgara af ýms- um uppruna, sem hafa fórnað, (gleymt eða týnt) sínum per- sónulegu og frumlegustu erfð- um“. Ekki veit ég, hve vel mér hefir tekizt þýðingin og skal því fara með hana orðrétt á ensku, sem svo hljóðar: “It is in the interest of Canada, that its racial groups,—each retain their parti- cular characteristics. No one wants a country which would be a conglomeration of citizens of various origins—who have sacrificed their most personal and original characteristics.”— Þetta eru ummæli þessa mæta manns, sem fór um allt landið til þess að kynna sér menningar- ástand þess. Nú er það kunnugra en frá þurfi að segja, að Canada er byggt af þjóðum, sem komið hafa víðsvegar að um heim. Sérstaklega á það heima um Manitoba, blaðið Winnipeg Free Press í Winnipeg flytur nýárs- kveðjur á 77 tungumálum, og segja þeir, að þeir eigi lesendur á meðal þeirra allra. Eitt er víst, að 31 af hundraði af íbúum Manitoba, eru af öðrum uppruna en brezkum og á götum Winni- peg heyrast daglega töluð yfir 50 mismunandi tungumál. Öll þessi þjóðabrot eiga sér sín sérstöku félagssamtök, sem eru tákn veiðleitni hvers eins, að viðhalda tungu sinni og menn- ingarerfðum. Eitt af þessum þjóðabrotum erum við fslend- ingarnir, og þótt við séum eitt af þeim minnstu, því að það fer ekki fjarska mikið fyrir fyrir 15 þúsund manns í fylki, sem telur yfir 900 þúsund íbúa. Samt hefir tillag okkar til menningar nÝíu þjóðarinnar verið vonum fremur og er það almennt við- urkennt að áhrif okkar hafi verið góð, að fslendingar hér hafi verndað sóma sinn og ætt- landsins og reynzt hollir þegnar nýja fósturlandsins. Hér er í uppsiglingu ný og merkileg þjóð, sem ekki verður alveg eins og nokkur önnur sem fæðst hefir, því að hér er þjóð, sem að allur heimurinn hefir lagt til efnið í, og þar á meðal ís- land. Það er okkar hlutverk að sjá um það að sá þáttur, sem ísland á þar verði giftudrjúgur, ekki einungis fyrir Canada heldur einnig ísland, að takast megi enn betri skilningur, virð- ing, velvild og samvinna, eftir því sem árin líða. Ég get ekki stillt mig um að minnast á ummæli Montgomery lávarðar, sem kenndur er við E1 Alamain í Egyptalandi. Honum var boðið að vera aðalræðu- maður á verklegu sýningunni, sem haldin var í Toronto síðast- liðið sumar. Hann, sem er næst- æðsti yfirmaður í liði Atlants- hafssambandsins, hvatti Canada til að taka sem mestan leiðandi þátt í því bandalagi; vegna blóð- tengsla við þjóðir bandalagsins væri Canada sérstaklega vel til þess fallið að vera tengiliður milli gamla heimsins og þess nýja. Varaði hann við því, að láta menningu hinnar 160 milj- óna nágranna þjóðar hafa of mikil áhrif á okkar menningu, heldur ættum við að leitast við að skapa okkar eigin sérstæðu menningu og kvaðst hann vona, að Canada tækist að sameina í menningu hið bezta, sem aðrar þjóðir hefðu að geyma. Á ensku yrði síðasta setningin svona: I hope you will evolve a way of life which will in- corporate the best from other nations and to which you will make an individual contribution. Hann endaði með þessum orð- um: The future of Canada should know no limits, go right ahead, Canada, and lead the Western World. Ég get ekki lokið máli mínu án þess að lýsa gleði minni yfir liðstyrk þeim, sem þjóðræknis- starfsemi okkar hefir hlotnazt komu hinna efnilegu ungu manna, prestanna séra Roberts og séra Braga; þeir hleypa áreið- anlega nýju fjöri í félagsskap- inn og auka honum þrótt. Við metum ummæli þau, er séra Robert hafði um okkur Vestur- Islendinga í grein, sem kom út í The Icelandic Canadian, þegar hann sagði, að sér, af þeirri við- kynningu, sem hann hefði þeg- ar fengið, fyndist þeir vera aðalsmenn, öndvegismenn í hinni sígildu merkingu þess orðs, sem sé, menn sem gera meiri kröfu til sjálfs sín en annara. Ég læt þá ósk í ljósi, að frekari viðkynning breyti ekki þessu áliti hans, að Vestur- íslendingar megi ætíð verð- skulda aðalsheitið — „drengur góður". Göngum fram öruggir í krafti hugtaksins „drengur góður“, þá mun það blessa starf vort og framgang. Gleðilegl sumar! Gjafir til Höfn Mr. Steini Jónsson, Osland, B.C...........$ 10.00 Sólskin, Vancouver 150.00 Mr. W. G. Guðlaugsson, White Rock, B.C....... 30.00 Vinur .............. 20.00 Mr. G. F. Jónasson, Wpg. 25.00 Mr. Julius Davidson, Winnipeg ............. 10.00 Mr. Bergmann, Vanc. 5.00 í kærri minningu um frænda sinn, Sigfús S. Bergmann, dáinn 17. marz 1954. Mrs. R. E. Bushnell, San Francisco $10.00 Mrs. S. Brynjólfsson, San Francisco .. 10.00 Mr. Charlie Thorpe og Mr. Arhur Thorpe, Winnipeg 10.00 Mr. og Mrs. Andrés F. Oddstad, San Francisco 25.00 í minningu um ástkæra vinkonu, Miss Mary K. Anderson, dáin 17. apríl 1954. Mr. og Mrs. Andrés F. Oddstad, San Francisco $50.00 í kærri minningu um frænda sinn, Leif Summers, dáinn 13. apríl 1954. Mr. L. E. Summers og C. H. Isfjörð, 15 nýjar sálmabækur. Mrs. A. T. Anderson, Van- couver, borðdúk. Mr. John Sigurdson, kjöt. Mr. Ófeigur Sigurdson, bis- cuits. Móttekið með innilegu þakk- læti. F. h. stjórnarnefndairnnar, Mrs. Emily Thorson, féhirðir Sherman P.O., West Vancouver. í skuggsjónni Gróðursetning trjáplantna er framkvæmd í öllum stærri bæj- um, en þetta vandasama verk er langt frá því að vera ný upp- götvun. Teikningar frá hinu forna Egyptalandi sýna sjó- menn gróðursetja næstum því fullvaxta tré. Þau voru tekin upp með rótum á hérumbil sama hátt og gert er enn þann dag í dag. Pueckler greifi, einhver skrítnasti persónuleiki Þýzka- lands á átjándu öld, gróðursetti fullvaxin tré þúsundum saman í því augnamiði að endurreisa hallargarð sinn. ☆ Fyrstu garðyrkjumenn í heimi voru gömlu Egyptarnir. En það var hættulegt að ganga um í egypzku görðunum, því að þar voru bæði slöngur og' krókó- dílar. ☆ Einn af frægustu görðum 1 Evrópu var næstum því ein- göngu gróðurhúsagarður. Orsök- in var óhentugt loftslag. Garð- urinn var í Pétursborg og var stofnað til hans af Alexander keisara, og hafði hann að geyma fleiri gróðurhús en nokkur ann- ar garður í heimi. ☆ Margt fólk í heiminum trúir því enn þann dag í dag, að það boði óhamingju að taka með sér inn í hús garðáhöld, svo sem hrífur, haka og spaða. Algeng- ustu garðáhöldin hafa litið eins út í hundruð ára. Þau áhöld, sem notuð eru í dag, og garðyrkju- menn notuðu á miðöldum. ☆ \ Til jurtagarðsins í Brussel var stofnað með einni jurt. Á upp- boði 1826 var boðin til sölu sjaldséð planta, sem enginn við- staddur hafði ráð á að kaupa. I hálfgerðu gamni stakk einhver upp á því, að jurtagarðurinn í Brussel skyldi kaupa plöntuna, en slíkur garður var ekki til. En uppástungan fékk ágætar undir- tektir, og það fór fram söfnun, svo að hægt var að kaupa plönt- una. Bæjarbúum fannst minnk- un að því, að svo stór bær skyldi ekki eiga jurtagarð, og þegar fyrsta jurtin hafði verið keypt og kóngurinn hafði lofað að styðja fyrirtækið, var byrjað á framkvæmdum, og fjórum árum síðar var garðurinn kominn á fót. * Skattlandið Farsitan í gömlu Persíu var þekkt fyrir ágæta rósagarða. El-Mutavekkel kalífi skipaði þessu skattlandi sínu einhverju sinni að framleiða 30,000 flöskur af ilmvatni yfir árið. Það fylgir ekki sögunni, hve stórar flöskurnar ættu að vera, en það hlýtur að hafa þurft margar rósir í allt þetta ilmvatn. ☆ Blómpottar, sem margir borg- arbúar hafa á heimilum sínum, til þess að fullnægja að litlu leyti þrá sinni eftir blómum, er ekki ný uppfynding. Þeir eru runnir frá gamla Rómaríki, og Ferðaskrifstofa ríkisins hefir allt frá stofnun varið all- mikilli fjárupphæð til land- kynningarstarfsemi á hverju ári. Hefir stofnunin fengið milli 160 og 170 þús. kr. ár- lega af opinberu fé til starf- semi sinnar, en beinn kostn- aður við landkynningarstarf semina nemur 4—500 þús. kr. árlega. Átti forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Þor leifur Þórðarson, tal við blaðamenn í gær um þessa starfsemi stofnunarinnar og fórust honum orð á þessa leið: Gildi landkynningarstarfsemi er ekki aðeins fólgið í því að hæna sem flesta ferðamenn- til landsins, heldur engu síður í því að kynna það almennt og hnekkja fáránlegum hugmynd- um um land og þjóð, sem enn eru furðulega lífseigar. Það hef- ir ekki lítið gildi með tilliti til verzlunarviðskipta og allra ann- ara samskipta við aðrar þjóðir, að það sé sýnt og sannað er- lendis og hérlendis, að hér búi menningarþjóð, þótt á hjara ver- aldar sé, og það sé ómaksins vert að sækja hana heim. Tvennskonar starfsemi I lögum Ferðaskrifstofu ríkis- ins er fyrst og fremst gert ráð fyrir tvenns konar starfsemi hennar. Annars vegar er hlut- verk hennar að kynna Island á erlendum vettvangi og vinna að því að beina straumi ferðamanna til landsins. Hins vegar á hún að skipuleggja og stuðla að ódýrum orlofsdvölum og orlofsferðum ís- lendinga. I landkynningarstarf- semi erlendis hefir Ferðaskrif- stofa ríkisins lagt megin áherzlu á að gefa út ritlinga um Island, láta gera og kaupa kvikmyndir og stuðla að heimsóknum er- lendra blaða- og kvikmyndatöku manna hingað. Þá hefir hún einnig lagt kapp á að taka þátt í landkynningarsýningum erlend- is, stuðlað að endurbótum í gerð minjagripa og reynt að greiða húsmæðurnar þar lögðu mikla vinnu í að rækta inniblómin, svo að þau yrðu fallegri en blóm nábúans. — Fyrir rúmum hundr- að árum voru sett lög í Eng- landi, sem bönnuðu fólki að hafa blómapotta í gluggakistum. A- stæðan var sú, að margt fólk dó eða slasaðist við að pottarnir duttu á höfuð þess, þegar það gekk um göturnar. sem bezt fyrir erlendum ferða- mönnum sem hingað koma. Úígáfa og dreifing bæklinga Á síðastliðnu ári voru gefin út 45 þúsund eintök á fjórum mál- um, sænsku, dönsku, ensku og frönsku og þau send ferðaskrif- stofum, sendifulltrúum íslands og einstaklingum erlendis. Þann- ig, að bæklingarnir munu dreif- ast á nokkur þúsund staði, þar sem þeir liggja frammi. Þá hefir Ferðaskrifstofan haft samvinnu við franskt bókaforlag um að gefa út ferðabók um Island á frönsku, ensku og þýzku, og hefir Ferðaskrifstofan sent ein- tök af bókum þessum öllum stærstu ferðaskrifstofum í Ev- rópu og Ameríku. Einnig hefir bókin Rivers of Iceland, sem Ferðaskrifstofan gaf út 1950 ver- ið send til ýmissa landa. Munu verða genfir út bæklingar í ár á tveimur málum til viðbótar, þýzku og ítölsku. Kvikmyndagerð Ferðaskrifstofan lét á árinu gera nýja kvikmynd, sem á ensku nefnist Jewel of the Norih. Hún er til í 13 eintökum og hefir þegar verið sýnd víða í 11 lönd,- um. Hefir hún vakið mikla at- hygli. Auk þess á Ferðaskrifstof- an um 20 aðrar kvikmyndir og eru þær stöðugt í notkun. 1 fyrra var byrjað á að taka kvikmynd- ir af hestaferðum Breta, sem skrifstofan bauð hingað og verð- ur vonandi hægt að fullgera hana á þessu ári. Kynnir íslenzkan heimilisiðnað I fyrirhugaðri Evrópuferð Ferðaskrifstofunnar í sumar, verða höfð meðferðis íslenzk kvikmynd og sýningarmaður og verður kvikmyndin sýnd í ýms- um löndum. Þá mun Ferðaskrif- stofan einnig taka þátt í þremur sýningum erlendis, í Hróars- keldu, Gautaborg og Brussel, og kynna þar íslenzkan heimilis- iðnað og minjagripi. —Mbl., 13. apríl CHICKS FOR PROFIT Whlte l'^l!l0rns Unsexed ^2!£«iíeghorn PuUets Bar»H £ocks Unsexed S£í£d.Rock Pullets Approved 100 50 25 R.O.P. Sired 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25 118.50 $ 9.75 $ 5.15 36.00 18.50 9.50 20.00 $10.50 $ 5.50 39.00 20.00 10.25 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50 ^jgJljtmpghlreVuii^ts1' 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.55 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50 Úeht c,usscx hnsexed » Suggex Pullets H9.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.80 5.50 33.00 17.00 8.75 Black AnSíra!orps Uns*d puue,s 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 R.O.P. Bred Chicks Are the kind that reaUy lay And give you a better profit For the money that you pay. uilu'' *v*,KLlLS «SS^ri Aprll Delivery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May Dellvery 6.00 3.50 2.00 20.00 10.50 5.50 FARMERS' chick hatchery Phone 59-3386 Winnipeg, Man. 1050 Main Street C- CM* sem Canadabúar fyrst kjósa sér Ferðalög á hjóli í Canada eru frábrugðin því, sem annars staðar gengst við. Vegalengdir eru miklar, veðrátta hörð í horn að taka og ásigkomulag vega harla mismun- andi. C. C. M. eru útbúin hinum frægu “Hercules” Coaster hemlum, sem stöðva reiðhjólin alveg á svip- stundu og skapa með því óvið- jafnanlegt öryggi; sama er um gírana að segja, þeir eru með öllu óbrigðulir. Finnið C. C. M. umboðsmann þegar í stað; hvaða tegund reiðhjóla, sem þér æskið yður, verðið þér ekki í vafa um hvað hjólreiðamaðurinn á við, er hann staðhæfir, að C. C. M. sé bezta gerðin slíkrar tegundar í Canada. Cycosonlc keyrsla — heildarútbúnatSur svo ramger, aS betri getur hvergi og hjölastigin verSa afarauSveld, ásamt hinum innilokuSu og þægilegu röluvöltum. Aburðasterk lijól meS þrlsoSnum rimlum, chromium húS I stað nickels; ryStryggar hjölskorður úr stáli. C. C. M. “Hercules” Coaster hömlur — fljótvirkar og undir öllum kringumstæSum öruggar. Glitrandi og varanleg húðun — þrjú lög af traustustu emeleringu. Málningin er svo fögur og vönduS, aS slíkt á engan sinn líka. óbilandi Chromium yfir 20 ára trygg nickelhúSun. I>uniop hjólbarðar — þeir frægustu 1 vlSri veröld. Kaupið canadiska framleiðslu og styðjið með því atvinnuvegina C. C. M. þjónusta og varahlutir ávalt viS hendi hjá yfir 3,000 verzlununum um Canada þvert og endilangt. Makers of Bicycles. Bike-Wagons, Joycycles & Juvenile Vehicles Since 1899 Með landkynningarstarfsemi mó hnekkja fáránlegum hugmyndum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.