Lögberg - 20.05.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MAÍ 1954
Hólmfríður Danielson:
Listamaðurinn í þjónustu menningarinnar
Erindi flutt á sumarmála-
samkomu í Fyrstu lútersku
kirkju, 22. apríl 1954
Sumardagurinn fyrsti er í
hugum Islendinga, ætíð tengdur
við ættlandið og gamlar endur-
minningar heiman að,þá er bless-
uð sólin fór að vekja gróður
vorsins. Kom mér því til hugar
að bera yður sumarkveðju frá
íslandi með því að segja yður
ofurlítið um einn mann, sem
varð til þess að gróðursetja
margt fagurt og nytsamt í þjóð-
lífi og menningarlífi síns föður-
lands. En hann dó fyrir aldur
fram og varð litilla launa að-
njótandi.
Á þessum tímum þegar ýms
vor helgustu hugðarmál eru
orðin lítið annað en leiksoppur
eigingirni og valdafýknar, —
þ e g á r menningarhugsjónir
mannanna virðast aðeins vera
heppileg slagorð í uppistöðu
fyrir auglýsingaskrum fyrir þá,
sem nota vilja góðan málstað til
að upphefja sjálfa sig, — þá
er oss e. t. v. hollt að athuga líf
eins Islendings, sem öllu fórn-
aði, — já, meira að segja lífinu
sjálfu, — fyrir hinar háleitustu
hugsjónir. Og ekki varð hann
sigursæll á ævinni, hefir víst
verið álitinn mjög mislukkaður
maður, og lítils metinn.
Vera má, að Islendingar muni
nafn þessa manns einstaka sinn-
um á hátíðum og tyllidögum,
er vér hyllum fjallkonuna! Vér
minnumst þá e. t. v. mannsins,
sem eftir nákvæmar rannsókn-
ir á íslenzkum kvenfatnaði frá
alda öðli, kom fram með hug-
myndina um hinn fagra og tígu-
lega skautbúning eins og vér
þekkjum hann nú. Og oss finnst
að þetta hafi nú máske ekki
verið neitt þrekvirki. En þeir,
sem nú eru loks að fá að heyra
söguna um Sigurð Guðmunds-
son málara*, finna að þetta var
merkilegt starf, en þó aðeins
lítill hluti af því merka menn-
ingarstarfi, sem hann fékk
áorkað. Listræni hans, hugvit og
brennandi áhugi náðu út yfir
langt um víðtækara svið en það
að skapa hátíðabúning fyrir
fjallkonuna. Þó að hann væri
fátækur og lítilsvirtur af ýms-
um valdamönnum, eins og oft
vill verða, varð hann fyrstur
manna til þess að stofnsetja og
starfrækja menningarfyrirtæki
í Reykjavík, sem sýndu að hann
var meira en hálfa öld á undan
sinni samtíð að andans gjörvu-
leika og kunnáttu.
Af eigin rammleik og þrátt
fyrir yfirgnæfandi örðugleika
stofnaði hann forngripasafn Is-
lendinga og starfaði að fram-
gangi þess til dauðadags; frá-
bær smekkvísi hans, hugvit og
listamennska varð til þess að
Ieggja grundvöllinn undir leik-
sýningar á Islandi; en fram-
sóknarandi hans lét hér ekki
staðar numið. Hann vildi láta
prýða og fegra Reykjavík,
skipuleggja götur og torg, með
skrúðgörðum, listaskálum og
myndastyttum; hann vildi láta
leiða vatn í pípum inn 1 hvert
hús bæjarins; og hann barðist
fyrir því að æskulýðshöll yrði
byggð, þar sem ungdómurinn
gæti tekið þátt í uppbyggjandi
skemmtanalífi og menningar-
starfi. Þegar þess er gætt, að
þetta var á árunum 1860—’70 í
hinu fátæka og niðurnídda
landi, íslandi, furðar maður sig
ekkert á því að hann varð að
falla frá áður en margir þessir
draumar rættust. Maður getur
aðeins dáðst að því hve mikið Þorsteinn Guðmundsson, sem
•KfniB um SigurS GuSmundsson
málara er dregriB saman úr þeim rit_
gerBum og bókum, er hér segir: 1.
Nokkrar greinar í fíklmi eftir Lárus
Sigurbjörnsson; 2. Séð og lifað: IndriBi
Einarsson; 3. Alþingisstaður hinn forni:
SigurBur GuBmundsson; 4. Minningar:
GuSrún BorgíjörS; 5. Sigurður Guð-
mundsson, málari: Páll Briem (And-
vari, 15. árg.); 6. Ný Félagsrit; 7. Jjjóð-
mœli: Matth. Jochumsson; 8. Jjjóðmœli:
St. Thorsteinsson; 9. History of lce-
land: Gjerset; 10. Sigurður Guðmunds-
son, málari: J6n AuSuns (ritgerð fram_
an við hina prýðilegu b6k með mynd-
um eftir SigurB, sem sára J6n AuBuns
gaf út árið 1950); 11. Vppruni pjóð-
minjasafnsins: Lesb6k Mbl. 15. marz
1953.
1 blaBagrein þessa hef ég bætt við
nokkrum atriðum, sem fella varð úr
ræBunni svo hún yrði ekki of löng.
—H. D.
honum varð ágengt.
Hann var einnig afkastamikill
á ritvellinum, bæði í bundnu og
óbundnu máli. Ekki svo að skilja
að hann væri að hugsa um að
skapa ódauðlegar bókmenntir,
sem yrðu minnisvarði fyrir hann
sjálfan! Ritstörf sín vann hann
til þess að þjóna þeim menning-
armálum, sem hann alla ævi
barðist fyrir.
----0----
Sigurður Guðmundsson mál-
ari fæddist að Hellulandi í
Skagafirði 9. marz 1833. Snemma
bar á því, að hann var ekki vel
fallinn til algengrar sveita-
vinnu, en vildi stöðugt vera að
teikna eða tálga úr tré. Æsku-
verk hans, geymd í kofforti, sem
séra Pétur Guðmundsson bróðir
hans, síðar gaf Þjóðminjasafn-
inu, bera vitni um frábæran hag-
leik hans og listræni.
Málverk hans af Arnljóti
Ólafssyni, presti á Bægisá, stóð
eitt sinn út í glugga á Gildaskál-
anum. Svo lík var myndin Arn-
Ijóti að: „Einu sinni gekk Bjarni
rektor (Johnsen) þar fram hjá“,
segir Páll Briem í Andvara,
„hugðist hann þá sjá Arnljót í
glugganum og tók ofan fyrir
honum með mestu virktum“.
Þess væri ekki rétt að vænta,
að fátæk bændastétt og lítt upp-
lýst á listasviðinu kynni að meta
gáfur og yfirburði skagfirzka
drengsins, en þó sáu foreldrarn-
ir að eitthvað varð að gera fyrir
svo einkennilega gáfaðan son.
Aðrir urðu einnig til þess að
eggja hann á að leita að heiman
til náms. Fór hann því utan til
Kaupmannahafnar haustið 1849,
þá sextán ára gamall.
Auðvitað ætlaði faðir hans
honum að nema húsamálningu,
sem gæti orðið honum nytsamt
starf, en lífsferill hans varð allt
annar og mikilvægari fyrir land
og þjóð. Ekki varð hann samt
hinn fyrsti og frægasti listmál-
ari íslands, þó að hann hefði
óefað getað orðið það, hefði hann
kosið þann kostinn að láta listina
þjóna sér einum. En hann kaus
heldur að fórna lífinu fyrir
menningar framþróun þjóðar
sinnar og lagði list sína fram
sem verkfæri í þeirri góðu bar-
áttu.
Því miður gefst eigi tími til
þess hér að rekja glæsilegan
námsferil Sigurðar meðan hann
var í Kaupmannahöfn, því að
meira er um vert að kynnast
starfi hans á íslandi og fyrir ís-
land eftir að hann kom heim
aftur árið 1858, eftir níu ára
burtveru. Þess verður þó að geta,
að þrátt fyrir litla þekkingu á
listinni og mikla fátækt á Is-
landi fyrir einni öld, studdu
landar hans hann eftir beztu
getu, en þó einkum Skagfirð-
ingar. Þetta bætti úr brýnustu
þörfum Sigurðar og gaf honum
mikla uppörfun. Islenzkir
menntamenn í Kaupmannahöfn
voru honum mjög vinveittir.
Meðal þeirra var Steingrímur
Thorsteinsson skáld, sem batt
við hann ævilanga vináttu.
Sigurður hafði á unga aldri
meitlað mynd af Gísla Konráðs-
syni í blágrýtisstein, með göml-
um þjalaroddi, og er sú mynd
nú geymd í Þjóðminjasafninu.
En Konráð prófessar, sonur
Gísla, var sum þessar mundir í
Kaupmannahöfn og reyndist
Sigurði góður drengur. Ekki þarf
að minnast á, hvað Jón Sigurðs-
son forseti var honum hjálpleg-
ur, því að hann var hin göfuga
hjálparhella allra Islendinga,
sem nám sóttu í Kaupmanna-
höfn í þá daga.
Listabrautin blasti nú við
Sigurði. Ágætustu listfræðingar
í Kaupmannahöfn dáðu hæfi-
leika hans og höfðu sýnt honum
mikinn sóma. En Sigurður var of
íslenzkur til þess að vilja slíta
skónum erlendis, þó að honum
væri Ijóst að af málaralistinni
gæti hann ekki lifað á íslandi.
Tveir menn, þeir Helgi Sigurðs-
son (síðar prestur að Melum) og
stundað höfðu nám í listaskólan-
um í Höfn á undan Sigurði,
höfðu orðið að leggja niður list
sína. En hann var aldrei að
hugsa um fjárhagshliðina, og er
efamál hvort fátækt hans og
skortur hefði orðið meiri en
raun varð á, þó að hann hefði
reynt að draga fram lífið með
því að vera listmálari heima á
Fróni.
En einkennileg straumhvörf
urðu í lífi Sigurðar og skoðun-
um einmitt á síðari námsárum
hans í Kaupmannahöfn. Hugur
hans fór að snúast að öðrum og
æðri viðfangsefnum, og síðustu
æviár hans er „Sigurður málari“
að mest-u horfinn frá málara-
listinni, nema að því leyti sem
hann notaði hana í þjónustu ís-
lenzkra menningarmála.
Sigurður varð fyrir áhrifum
ýmsra menningarfrömuða í, átti inni.
Kaupmannahöfn, sem beindu j En ekki gekk starfið greið-
huga hans að sögufræðilegum lega, þar sem „hann (Sigurður)
efnum, listskreytingu, silfur- 'Var einn að safna en margar
smíði o. fl., sem átti rót sína að þúsundir að týna“. Alla van-
rekja í forn fræði og þjóðlegan rækslu samtíðarmanna sinna á
á Gautlöndum sendi Sigurði
ýtarlega skýrslu um fornleifar
þær, er fundust árið áður (vorið
1860) í fornri dys nálægt Bald-
ursheimi í Mývatnssveit, og lét
Sigurður birta hana í „Þjóðólfi"
(10. apríl 1862). En viku síðar
kom hin merka grein hans „Hug-
vekja til íslendinga", þar sem
hann skorar á þá að hefjast
handa um stofnun forngripa-
safns. Nokkru síðar gefur 'Helgi
Sigurðsson landinu 15 merka
forngripi, sem hann hafði safn-
að, með því skilyrði að stift-
yfirvöldin veiti gjöfinni viðtöku.
Einnig birtist eftir hann löng
grein um málið í „lslendingi“,
8. janúar 1863. Margir aðrir
studdu málið drengilega, svo
sem Jón Sigurðsson forseti, Jón
Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs,
og Jón Árnason bókavörður, og
var hann settur umsjónarmaður.
safnsins, er yfirvöldin veittu
því formlega móttöku árið 1863.
En Sigurður Guðmundsson varð
aðstoðarmaður hans við safnið.
Því var komið fyrir á dómkirkju
loftinu, þar sem stiftbókasafnið
1 fróðleik. Fór hann nú að lesa
íslendingasögurnar á ný og varð
altekinn af hugsjóninni um
„málarann í þjónustu menning-
arsögunnar". Varði hann nú öll-
um frístundum sínum til að afla
sér fróðleiks um daglegt líf for-
tíðarinnar, sökkti sér niður í
rannsóknir á húsum, vopnum,
húsbúnaði og kæðnaði fortíðar-
innar, enda varð hann stórfróður
um þessi efni. Löngum sat hann
yfir handritunum í Árnasafni og
gerði vandlegar eftirmyndir af
fjölda af hinum merkilegu
myndskreytingum, sem þar er
að finna.
Það er sagt, að það sem ein-
kenndi Sigurð mest var fjöl-
hæfni hans og þrautseigja. En
hin næma fegurðartilfinning
hans, skapandi ímyndunarafl og
hvass, prófandi skilningur gerðu
það að verkum, að starf hans
allt varð fastmótað og heil-
steypt. Aldrei vék hann frá
stefnuskrá sinni, sem augljós
varð, er ritgerð hans: „Um kven-
búninga á fslandi að fornu og
nýju“, kom út vorið 1857, og Jón
Sigurðsson birti í Nýjum Félags-
ritum. Sigurður hafði farið til
íslands vorið 1856 og ferðast
víða um Norðurland, og fegurð-
artilfinningu hans var ofboðið
er hann sá hvernig búningar
kvenna voru: „ósmekklegir, ó-
þjóðlegir og jafnvel beinlínis
afkáralegir“. Teningnum hafði
nú verið kastað fyrir Sigurði og
varð líf hans allt þrotlaus bar-
átta til að vinna fyrir íslenzka
menningu og beita kunnáttu
sinni og list til þess að kenna
þjóðinni að virða íslenzk verð-
mæti, — hið fagra og þjóðlega,
í stað þess að aðhyllast útlent
prjál.
----0----
Sigurður málari kom heim til
Islands árið 1858 og hóf þá strax
hið margþætta starf sitt. Hann
byrjaði að kenna unglingum
dráttlist til þess að ungar stúlk-
ur fengju áhuga fyrir þjóðleg-
um ísaum og hannyrðum.
Feiknin öll af fyrirmyndum fyr-
ir ísaum dró hann upp sjálfur,
en flest af því fórst síðar í
bruna. Megnið af fyrirmyndum
hans að ísaum fyrir faldbúning-
inn varðveittist hjá einum nem-
anda hans.
Sökum þess að barátta Sigurð-
ar fyrir kvenbúningum er Is-
lendingum nokkuð kunn, verð-
ur hér frekar greint frá hinu
ómetanlega þrekvirki hans með
stofnun forngripasafnsins, og
listamennsku hans í þágu leik-
listarinnar.
Áhuginn fyrir verndun þjóð-
legra minja hafði snemma vakn-
að hjá honum, eins og að fram-
an getur, en nú komu tveir
menn til sögunnar, sem urðu
málinu að miklu liði. Voru það
þeir Helgi Sigurðsson frá Jörfa
(síðar prestur að Melum) og Jón
Sigurðsson, alþingismaður, á
Gautlöndum í Mývatnssveit. Jón
þessu sviði varð hann einn og
fátækur að reyna að bæta upp
með „þrotlausri vinnu og ódrep-
andi áhuga og þrautseigju“.
Sigurður barðist baki brotnu
fyrir þessu máli til æviloka, en
það var fjárskorturinn, sem var
allra sárastur, því fjárveitinga-
valdið var í höndum Dana, sem
ekkert kærðu sig um að styrkja
fornminjasafn í Reykjavík þar
sem þeir voru í óða önn að safna
íslenzkum munum til danskra
afna. Ekki heimtaði Sigurður fé
fyrir sjálfan sig, og þó hann
iðulega ætti ekkert til næsta
máls gaf hann sjálfur safninu
hvað eftir annað merka gripi,
sem hann óefað hefir þurft að
gjalda peninga fyrir. 1 hálfrar
aldar minningargrein um þjóð-
minjasafnið, 1912, segir Matthías
Þórðarson, þjóðminjavörður: —
„Undirstaðan var nú til orðin
undir þá stofnun, sem síðan hef-
ir á umlinðum árum þróast í
skjóli þjóðrækni Islendinga, og
á komandi öldum mun verða
þeirra dýrmætasta þjóðareign.
Sigurður Guðmundsson málari
var í rauninni hinn eini og eigin-
legi forstöðumaður safnsins, unz
hann dó . . . . Hann lagði grund-
völlinn, hann viðaði að efni, og
með skýrslum sínum um safnið
og lýsingum sínum á gripum
þess, gerði hann garðinn frægan
innan lands og utan“.
„Þeim, sem nú njóta ávaxt-
anna af starfi hans, verður al-
drei skiljanlegt hvað þessi bar-
átta kostaði hann“, segir Jón
Auðuns í ritgerð sinni um Sig-
urð. „Ár eftir ár sat hann í klef-
anum á dómkirkjuloftinu, beygð
ur yfir forngripina, kaldur og
klæðlítill og oft svangur, en
brennandi í andanum .... Fyrir
allt þetta stendur þjóðin í meiri
þakklætisskuld við hann en fyr-
ir allt annað sem hann vann og
var það þó margt og merkilegt.
Ómögulegt er að segja hve miklu
af ómetanlegum þjóðlegum
fjársjóðum varð bjargað, ein-
mitt vegna þess, að hann hófst
handa þegar hann gerði“.
Sigurður stofnaði félag, sem
fyrst var nefnt Leikfélag andans
en síðar Kvöldfélagið, og var
hugmynd hans að byrja á fjár-
söfnun um land allt til þess að
byggja safninu veglegt hús. En
það varð ekki fyrr en 70 árum
síðar, í sambandi við lýðveldis-
hátíðina, að þessi hugmynd hans
varð að virkileika. En hugsjóna-
maðurinn, Sigurður málari, sá
svo mikið lengra en aðrir menn,
að ýmsar umbótatilraunir hans
urðu að bíða betri tíma.
Það má segja, að Sigurður
kom allsstaðar við sögu, þar sem
um menningarframtök var að
ræða. í plöggum hans í gamla
rauða koffortinu fundust ó-
grynni af efni, sem honum hafði
ekki enn tekizt að nota: minnis-
greinar, teikningar og drög að
ýmislegu úr fornfræðinni, þar á
meðal um útbúnað seglskipa,
sögu íslenzkra húsakynna frá
upphafi, um klausturbúninga, og
stórt safn um kvenbúninga.
Þekking hans á fornbúningum,
vopnum og þessháttar kom að
góðum notum í sambandi við
leiklistarstarf hans. Rannsóknir
hans um Þingvelli voru stór-
merkar, og þó hann viður-
kenndi að þetta væri ófullkomið
og aðeins brautryðjendastarf,
bætti það úr brýnni þörf. Árið
1878, fjórum árum eftir að hann
dó, gaf Bókmenntafélagið út hið
merka rit hans: Alþingisstaður
hinn forni við Öxará, með stóru
korti, sem hann teiknaði af Þing-
völlum, eins og hann hugsaði sér
þar umhorfs til forna, með teikn-
ingum af klæðnaði, tjaldbúðum,
hlaðbúðum og virkisbúðum; svo
og af húðfati, (sem er nokkurs
konar “sleeping-bag”), er notað
var í ferðalögum. Margar af
skálamyndum Sigurðar eru í
þýðingum Dasents af Njálu.
Margar af ritgerðum þeim,
sem fundust eftir hann, voru
samdar til að lesa upp á
fundum Kvöldfélagsins (Leik-
félagi andans) og er þar um
auðugan garð að gresja, eins og
dæma má af efni þeirra: „Minnis
varði Ingólfs á Arnarhóli"; „Um
veitingahús og sæluhús fyrir
ferðamenn"; „Lítið eitt um vatns
ástandið hér í bænum"; „Tjörnin
og skipulag bæjarins"; en þetta
er aðeins lítið sýnishorn af til-
lögum þeim, er hann gerði í
bæjar og framfaramálefnum, og
stöðugt hélt á lofti.
----0----
Já, Sigurður fann, að „það
þarf að laga alla þjóðina“. Til
þess að gera það vildi hann láta
allt haldast í hendur, — skáld-
skap, söng, músik og leiklistina.
Hann vildi glæða sjálfsvirðing
og smekk fólksins og honum
tókst furðulega að verða mikið
ágengt í því efni. „Frá scenunni
má mennta þjóðina í skáldskap,
söng og músik, — sýna mönnum
alla helztu þjóðsiði frá öllum
öldum, bæði andlega og útvortis,
með málverkum, tableau o. s.
frv.“, sagði Sigurður. Og það leið
ekki á löngu þar til hann var
farinn að koma einnig þessu í
framkvæmd. Til þessa tíma var
lítið um leiklist á Islandi, — að-
eins voru það skólapiltar, sem
léku gamanleiki, og oftast á
dönsku. Þetta vildi Sigurður
bæta upp og fór að sýna jafn-
hliða gleðileikjunum skrautsýn-
ingar úr fornsögunum, lifandi
myndir (tableaux), sem hann
stóð fyrir að öllu leyti, teiknaði
búninga, málaði tjöld og sá um
allan útbúnað. En leiksviðið
þurfti að fá íslenzkt leikrit,
sagði hann, og það var beinlínis
eða óbeinlínis fyrir áhrif hans,
að íslenzku skáldin fóru að
reyna sig á því að búa til sjón-
leiki, — Matthías, Kristján Jóns-
son, Valdimar Briem, Jón Ólafs-
son og Indriði Einarsson. Matt-
hías Jochumsson, þá skólapiltur
(1861), sem bjó í sama húsi og
Sigurður (næst klúbbnum, þar
sem leiksýningar voru haldnar),
segir: „Þar var einnig Jón Árna-
son bókavörður, — báðir gagn-
teknir og fullir af íslenzkum
fróðleik; höfðu þeir mikil og
margvísleg áhrif á mig, og fór
ég þá að semja Útilegumennina".
En Sigurður hefir að líkindum
átt töluverða hlutdeild í leikn-
um, þar sem honum voru svo
kunnugar fornsagnirnar, og
sjálfur orti hann draum Skugga-
Sveins, sem Matthías síðar felldi
úr leiknum.
Sigurður sparaði hvorki tíma
né krafta til undirbúnings þess-
um nýja leik, sem tekinn var
beint úr íslenzku þjóðlífi. Leik-
urinn var frumsýndur í febrúar
1862, og bæjarbúar voru örlátir
í lofi sínu um hinn unga höfund,
og dáðust mjög að hinni meist-
aralegu sviðsetningu og leik-
tjöldum Sigurðar.
Er Útilegumennirnir voru
sýndir veturinn 1866, stóð aftar-
lega í salnum ungur skólapiltur
norðan úr Skagafirði og horfði
á leiksýningu í fyrsta sinn. Þá
varð Indriði Einarsson svo gagn-
tekinn af hrifningu, að hann
spurði sjálfan sig: „Er ekki þetta
það mesta í heimi?“ Hann segir
svo frá í minningum sínum Séð
og lifað: „Allt í einu var komið
vði öxlina á mér .... Ætlarðu
ekki að fara? En áhorfendasal-
urinn var tómur fyrir hálfum
tíma. Þá vaknaði ég af dvala og
gekk heim . . . .“
Sigurður og Indriði urðu
miklir vinir og eggjaði Sigurður
hann á að semja söguleikrit.
Indriði reyndi að semja leikrit út
af Gísla sögu Súrssonar, en það
var Nýársnótt hans, sem varð
einn sá helzti leikviðburður, sem
nokkru sinni hefir átt sér stað í
Reykjavík. Nýársnóttin var
frumsýnd 28. desember 1871 og
svo var fögnuður bæjarbúa mik-
ill, að þeir skutu saman 150 ríkis
dala heiðursgjöf handa hinum
unga höfundi, sem sjálfur hafði
leikið Guðrúnu. En Sigurður
málari, sem átt hafði svo mikinn
þátt í því að leikurinn varð til,
og hafði gefið honum hina gull-
fallegu og smekklegu ytri um-
gjörð, — hann fann sigurgleði í
því að hafa hjálpað til að skapa
listaverk, — um sjálfan sig var
hann alls ekki að hugsa. Indriði
segir sjálfur: „Hann stappaði í
mig stálinu, þegar ég var að gef-
ast upp“. Sigurður hafði svo að
segja staðið við hlið Indriða
meðan leikritið var í smíðum,
það var hann sem gerþekkti þjóð
sögurnar, gerði athugasemdir,
teiknaði jafnóðum búninga og
sá um allan hinn mikla útbúnað,
og fyrir hann varð sigur Indriða
kórónan í fórnarstarfi hans
sjálfs fyrir íselnzka leiklist.
En hugsjón hans og framsýni
staðnæmdist ekki við svo búið.
Hann vildi láta stofna „National
Scenu“, og þetta skipulagði hann
allt saman og lagði tillögur sín-
ar fyrir almenning. Menn áttu
að leggja saman krafta sína,
byggja gott leikhús, stofna leik-
félag, menntast í leiklistinni;
þýdd og frumsamin ágætis leik-
rit átti að fá og þar á meðal þýdd
leikrit Shakespeare’s. Hann
hafði nú orðið þess valdandi, að
„intelligent men“, eins og hann
komst að orði (1858), svo sem
Indriði og Matthías, voru farnir
að semja góð leikrit, en allar
þessar hugmyndir hans reyndist
ekki unnt að framkvæma meðan
Sigurður var á lífi. „En hann var
búinn að sýna leikhúsgestum í
Reykjavík“, segir Jón Auðuns,
„ að þessi grein listarinnar átti
sér miklu meiri möguleika á ís-
landi, en nokkurn hafð dreymt
um. Leiksvið hans í „Gildaskál-
anum“ og „Glascow" höfðu opn-
að Reykvíkingum ævintýra-
heima, sem fæstir þeirra höfðu
áður séð, og veitt miklum menn-
ingarstraumum yfir hið fátæk-
lega bæjarlíf".
Ætli þeir, sem nú sækja hið
veglega leikhús Reykjavíkur,
hugsi nokkru sinni til mannsins,
sem var frumkvöðull að veru-
legri leiklistarstarfsemi á ís-
landi. Þegar þeir horfa á ný-
tízku útbúnað, glæsilega ljósa-
dýrð og beztu leikara þjóðarinn-
ar, og frá útlöndum, ætli þeir
sjái þá í anda Sigurð Guðmunds-
son málara, veikan og bláan af
kulda vera að strita við fram
undir morgun að mála leiktjöld
í gamla „Glasgow". Síðasta vet-
uirnn, sem hann lifði, var hann
að mála leiktjöldin fyrir Hellis-
menn Indriða. Þessi vetur,
1873—'74, var kallaður „Hregg-
viður stóri“, eða „svellavetur
hinn mikli“, og þá var það oft
að Sigurði var kalt í stóra saln-
um í Glasgow-húsinu. Hann fékk
vont kvef, en starfsáhuginn var
svo mikill að hann hætti ekki
vinnunni. Upp frá því batnaði
honum aldrei. Síðustu kröftum
sínum varði hann til þess að
búa Þingvelli fyrir þúsund ára
hátíðina, árið 1874. Þetta gerði
hann með sömu vandvirkni,
smekkvísi og hugviti, sem hon-
um var lagið; þó að hann væri
þá orðinn mjög aðframkominn
af sjúkleik þeim, sem leiddi
hann litlu síðar til bana. Hér
sem endranær var það sköpunar-
gleðin ein, sem hann bar úr být-
um. Þegar konungur spurði
Hilmar Finsen landshöfðingja,
hvort ekki mætti með einhverju
móti heiðra manninn, sem svo
snildarlega hefði séð um útbún-
að og skreytingu staðarins, er