Lögberg - 27.05.1954, Page 3
3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAÍ 1954
Furðuleg hrakningasaga fró veðurhörðustu
slóðum heims —suðurskautssvæðinu
urðu þeir að einbeita sér í bar-'iðustu skilyrði, strengdu segl-
áttunni til að halda lífinu.
dúk yfir hann að mestu til hlífð-
ar og bjuggu hann seglum. Erfitt
var að vinna verkið, því að strig-
verulega miklu hærra, því sam-
keppnin í verkun og útflutningi
er svo mikil að menn kaupa
djarft, jafnvel svo að margir
skaðast, ef þeir kunna ekki tök
á hinni ýtrustu hagsýni við
verkun og markaðsöflun. Þetta
f^yggir sjómönnum hæsta verð.
Norsk Rafisklag er ekki að-
eins skrifstofa, sem ákveður
fiskverð, heldur víðtæk sam-
vinnusamtök framleiðenda, sem
kaupa mikið af aflanum og
verka hann til útflutnings við
hliðina á einkafyrirtækjum og í
samkeppni við þau.
Þannig á Norsk Rafisklag sölt-
unarstöðvar, frystihús og beina-
mjölsverksmiðjur í öllum helztu
verstöðvunum, þar sem sjó-
menn leggja upp afla sinn og fá
það fyrir hann, sem endanlega
fæst þegar reikningar hafa
verið gerðir upp, ef þeir vilja
það heldur en selja hann hæst-
bjóðanda á hinum frjálsa mark-
aði. En þar er verðið í vetur
76—78 norskir aurar fyrir kg.
af bezta þorski.
TJngur en vel skipulagður
frystihúsiðnaður
Langsamlega mest af aflanum
er hert og saltað. Má segja, að
frysting sé enn sem komið er
lítil í Noregi, en er í örum vexti
og byggð upp á mjög eftirtekt-
arverðum grundvelli ekki sízt í
Norður-Noregi, þar /sem nokkur
ný og mjög fullkomin frystihús
eru komin upp. I Bodö hefir
samband frystihúsanna ákaflega
merkilega tilraunastöð, sem ég
hafði tækifæri til að sjá, þar
sem daglega eru gerðar efna-
greiningar á fiski, bæði fram-
leiðslu og hráefni þeirrar vöru,
sem unnin er í frystihúsunum.
Einnig eru gefnar út leiðbein-
ingar og auglýsingaspjöld um
vöruvöndun til að hengja upp á
vinnustöðvunum. Atriði, sem Is-
lendingar hafa of lengi gleymt.
Hér hefir verið stiklað á stóru
um margt sem merkilegt er og
aihyglisvert fyrir okkur. Hér á
landi hefir mönnum ekki enn
tekizt að finna heppilegt form
fyrir skipulag á ýmsu sem
byggja verður á nútímarekstur
við fiskveiðar, þó margir af-
burðamenn reki útgerð með
dugnaði og myndarskap hér á
landi. En hvorki þeir eða sjó-
menn okkar búa við þau kjör og
það öryggi, sem verður að vera
undirstaða sjávarútvegsins og
ekki fæst nema með víðtæku
skipulagi og félagsmálaþróun í
afurðasölumálum og útgerðinni
sjálfri.
Guðni Þórðarson
—TIMINN, 15. apríl
COPENHAGEN
Bezfra munnfróbak
heimsins
TIL
ÍSLÁNDS
Aðeins $0^jQ
fram og iil baka
iil Reykjavíkur
Harðfengi og úisjónarsemi
björguðu Shackleion og
mönnum hans
Klukkan 4 síðdegis, miðviku
daginn 27. október 1915,
urðu 28 menn, sem bjargast
höfðu upp á ísjaka, undan
strönd Suðurskautslandsins,
skelfingu lostnir, er skip
þeirra klemmdist sundur
milli fjallhárra hafísjaka
fyrir augum þeirra.
Þeir voru um 500 km. frá landi
og yfir 1600 km. frá næstu bæki-
stöð fyrir leiðangursmenn, sem
komið hafði verið upp á suður-
skautssvæðinu, en hún var á
smáeyju, sem var eins og títu-
prjónshaus í hinu víðáttumikla
Suður-Atlantshafi. Þeir réðu
yfir þremur litlum opnum bát-
um og matvælabirgðum til 56
daga.
Ellefu mánuðum síðar stigu
menn þessir á land í Valparaiso
í Chile, en þangað hafði flutt þá
lítið gufuskip er Yelcho nefndist.
Sagan um þrautir þeirra, þrek
og djörfung er ein hin áhrifa-
mesta sinnar tegundar, sem um
getur fyrr og síðar. Þrátt fyrir
geigvænlegar hættur og erfið-
leika ,sem virtust ósigranlegir,
héldu þeir velli, og gátu þakkað
það fádæma þrautseigju og ör-
uggri leiðsögn síns úrræðasama
leiðtoga, Sir Ernest Shackleton.
Margreyndur í svaðilförum
Sir Ernest var margreyndur í
svaðilförum um suðurskauts-
svæðið. Hann tók þátt í Scott-
leiðangrinum 1901 og efndi til
leiðangurs þangað upp á eigin
spýtur 1907. Hann fann Beard-
morejökulinn, og þar með leið til
suðurskautsins, og átti ófarna
aðeins 160 kílómetra þangað, er
hann varð að snúa aftur vegna
matvælaskorts. — Þegar Scott
hafði komist á suðurskautið 1911
fanns Shackleton ekki vera
nema eitt hlutverk vert viðfangs
fyrir sig þar syðra, og það var
að fara þvert yfir meginlandið í
rannsóknaskyni.
Áformuð leið var næstum 2900
km. Mikils undirbúnings þurfti
við fyrir slíkan leiðangur, en
svo mikilvægur var hann talinn,
að þótt undirbúningi væri ekki
lokið fyrr en um það bil, er fyrri
heimsstyrjöld hófst, fór George
konungur V. sjálfur fram á, að
ekki yrði hætt við leiðangurinn.
Nýtt land
Leiðangursmenn höfðu komið
auga á nýtt land og voru' því
glaðir og reifir þann dag — 20.
janúar 1915, eða á miðju sumri
á þessum slóðum. En horfurnar
breyttust skyndilega til hins
verra, því að skip þeirra Endur-
ance lenti brátt í ísbreiðu mik-
illi, og allt sumarið og næsta
vetur var það á reki með ísnum,
eftir því sem straumar báru
hann — og svo — þegar aftur
sumraði þar syðra — knosaðist
skipið milli tveggja hafísjaka
sem væri það byggt af eld-
spýtnaviði. — Þeir höfðu gert
sér vonir um að vinna mikil af-
rek á sviði landrannsókna á
suðurskautsmeginlandinu — nú
Grípið tækifærið og færið
yður í nyt fljótar, ódýrar og
ábyggilegar flugferðir til
íslands í sumar! Reglu-
bundið áætlunarflug frá
New York ... Máltíðir inni-
faldar og annað til hress-
ingar.
í miklum háska
Þeir voru staddir í hinum
mesta háska, því að hvergi er
stormasamara en á höfunum í
grend við meginlandið. Þar eru
stöðugir vestan stormar, sem
freigátufuglinn (albatros) lætur
berast með, og einu sinni á ári
hverju leitar upp eitthvert eyði-
sker eða ey, til þess að verpa
eggjum sínum. Og til ferðarinn-
ar um þessi höf, þar sem storm-
ar sífellt æddu um, höfðu þeir
aðeins þrjá smábáta.
Á ísbreiðunni
í yfir 500 km. fjarlægð var
Paulet-ey. Þar var kofi, sem
sænskur leiðangur hafði byggt.
Argentínustjórnin sá um, að þar
væru jafnan matvælabirgðir.
Yfir ísbreiður var að fara, en
hvergi sléttur ís, því að stormar
og straumar valda því, að ísinn
þrýstist upp, svo að sums staðar
verður hvergi komist áfram,
nema þræða milil ísborga eða
fyrir þær. Engin leið var að
draga bátana yfir ísinn. Á hinn
bóginn þorðu þeir ekki að skilja
þá eftir, því að þeir gátu búist
við því á hverri stundu, að ísinn
brysti, og þeir yrðu að grípa til
þeirra. Það var ekki um annað
að ræða en bíða. Og þeir biðu —
ekki í nokkra daga eða vikur
heldur í fimm og hálfan mánuð
— næstum heilt misseri. Þeir
gerðu sér vonir um að geta veitt
seli sér til matar og brætt sel-
feiti og notað sem olíu. En það
var lítið um sel. Margan daginn
var miðdegisverðurinn aðeins
ein kexkaka á mann, — Þorst-
inn kvaldi þá. Oftast urðu þeir
að láta sér nægja að setja ís-
mola í krús og hafa hjá sér, er
lagst var til hvíldar. Er þeir
vöknuðu voru þó alltaf nokkrir
dropar á botninum. — Jaka-
breiðan var á reki allan þennan
tíma. Vegna áhrifa hækkandi
sólar og strauma losnaði ísinn,
sem landfastur hafði verið, og
rak hægt norður á bóginn, og
fór að gliðna sundur, eftir því
sem hlýnaði í veðri. Loks gátu
þeir*aðeins gert sér vonir um,
að komast til eyðieyjar, þar sem
ekki var stingandi strá, Fíls-
eyjarinnar (Elephant island).
Eitt sinn klofnaði jakinn, sem
þeir voru á, og einn leiðangs-
manna datt í sjóinn í svefnpoka
sínum, og var bjargað á seinustu
stundu.
Siglt til Fílseyjar
Þegar þeir loks gátu gripið til
bátanna hvessti skyndilega. —
og reyndu að halda á sér hita
Þeir urðu gegnvotir af særokinu
með því að hjúfra sig hver upp
að öðrum. Stöðugt vofði sú hætta
yfir, að jakar brytu bátana í
spón. Oft voru þeir nærri ör-
magna, svo að þeir gátu vart
róið, en að lokum komust þeir
til Fílseyjarinnar og höfðu nú
land undir fótum, kaldan, auðan
klettinn, og svigrúm ekki meira
en svo, að þeir rétt komust þar
fyrir, er háflæði var, en skammt
frá var sjófuglastöð, þar sem
mörgæsir höfðu aðsetur, og þar
var eina matarvonin.
En þeir höfðu fyllstu ástæðu
til að örvænta um sinn hag þrátt
fyrir það, að þeir höfðu land
undir fótum.
Enginn gat vitað um hversu
komið var fyrir þeim. Enginn
mundi leita þeirra. En allt var
undir því komið, að hjálp bærist.
Hana gátu þeir aðeins fengið frá
hvalveiðastöðinni í Suður-
Georgiu, en hún var í 1200 km.
fjarlægð. Ekki gat komið til
mála, að allir gerðu tilraun til
að komast þangað.
Lagt í 1200 km. leiðangur
Sir Ernest Ssackleton tók þá
ákvörðun um að reyna að kom-
ast þangað við fimmta mann.
Þeir bjuggu nú einn bátanna
út til leiðangursins við hin erf-
ann varð að þíða við eld svo að
hann yrði meðfærilegur, en mör-
gæsafeiti var eina eldsneytið,
svo að þetta var seinlegt, og
iðulega dundi særokið yfir þá,
meðan þeir unnu að þessu. Gegn-
blautir lögðu þeir félagar af
stað. Þröngt var um þá í þessari
smákænu og þeir urðu að standa
í stöðugum austri. Svefnpoka
höfðu þeir, en þeir voru tíðast
gegnblautir, því að oftast gaf á,
og strigaþakið lak. Shackleton
byggði allt á þeirri von, að vest-
anvindarnir myndu verða þeim
stoð í að ná til eyjarinnar. —
Himininn var oftast skýjum hul-
inn og aldrei stjörnubjart, svo
að ekki voru skilyrði til að at-
huga nákvæmlega hvar þeir
voru staddir. Hinn 5. maí lentu
þeir í hafróti svo miklu, að
Shackleton hafði aldrei neitt
þvílíkt séð, þótt hann hefði
kynnzt úthöfunum við hin ólík-
ustu skilyrði í 26 ár. Báturinn
virtist ætla að sogast niður, en
lyftist svo sem korktappi á him-
inhárri öldu og hættan leið hjá.
Þorstinn kvaldi þá æ meira og
næstu tvo daga lá þeim við ör-
væntingu, en þá sáu þeir þang
á reki og vissu, að þeir voru
skammt frá landi. Og á hádegi
hinn 8. maí sáu þeir svörtu klett
ana á ströndum Suður-Georgíu.
Það mátti í rauninni kraftaverk
heita, að Shackleton skyldi
hafa auðnast að fylgja réttri
stefnu. En nú urðu þeir þess
varir, að hvirfilvindur nálgaðist.
Það var sem báturinn ætlaði að
gliðna í sundur og lekinn jókst,
svo að þeir urðu að ausa af allri
þeirri orku, sem þeir áttu eftir,
framsiglan brotnaði, brotsjóir
voru allt í kringum þá, og enn
bjuggust þeir við dauða sínaum,
en þá breytti vindurinn um
stefnu, og það varð þeim til
bjargar. Og 16 dögum eftir að
þeir lögðu upp frá Fílseyjunni
stigu þeir á land í Suður-
Georgíu.
Yfir jökul að fara
En erfiðleikarnir voru ekki að
baki. Hvalveiðistöðin var hinum
megin á eynni og yfir jökul að
fara. Þeir voru illa á sig komnir,
höfðu í rauninni ekkert, er til
slíks ferðalags þurfti, nema exi,
sem gat komið að góðu haldi.
Shackleton ákvað þó að reyna
að komast til stöðvarinnar við
þriðja mann. Engan uppdrátt
höfðu þeir. En Shackleton vissi,
að aldrei fyrr hafði verið farið
þvert yfir eyna — og af hval-
stöðinni hugði enginn maður, að
það væri kleift.
Hinum bjargað á seinustu
stundu
En þrátt fyrir miklar hættur
og erfiðleika komst Shackleton
þangað og hófst þegar handa um
að skipuleggja björgunarleið-
angur. Hann fékk stærsta hval-
veiðibátinn í stöðinni, en er ó-
farnar voru 70 mílur til Fílseyjar
varð að snúa við vegna ísreks.
Stjórnin í Uruguay lánaði tog-
ara og Chilestjórn bauðst til að
lána tréskip (kútter), en báðar
þessar tilraunir misheppnuðust.
— En fjórða tilraunin heppnað-
ist — í það skiptið var auður
sjór í nánd við Fílseyna. Og þarf
engum getum að því að leiða,
hver fögnuðurinn varð,N er
Shackleton kom þar mönnum
sínum til bjargar. Þeir höfðu þá
byggt sér kofaskrifli úr bátun-
um tveim, sem eftir voru, og
notað tinkassa í reykháf. Þeir
höfðu búið við matarskort, því
að mörgæsirnar leituðu burt
skömmu eftir komu þeirra. Þeir
komust aldrei í skotfæri við sel.
Þeir urðu jafnvel að grafa upp
bein og matarleifar, sem þeir
höfðu urðað. En hjálpin kom —
og vissulega á seinustu stundu.
—VÍSIR
SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR
Finnið umboðsmann ferðaskrifslofunnar
ICELANDIC AIRLINES
15 Wesf 47th Street, New York
t,,lmimnininii!iiiint[i[iiiniiHiniiiinintninniinii!iiii
PLaza 7-8585
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiniiiiiiiiiiiiiiii
^iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
LÆGSTA FLUGFAR
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding \ Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiíSaábyrgtS o. s. frv. Phone 92-7538 SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Poriage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur I augna, eyrna, nef og háissjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Ofílce Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411
Thorvaldson, Eggertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hofið Höfn í huga Heimili aólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 ARLINGTON PHARMACY Prescriplion Specialisl Cor. Arlington and Sargení Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Beach Novelties. We collect light, water and phone bills. Posi Office
Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. |Ali/CU ^
h^-Graham AUTOMOTIVE SERVICE Exclusive Hillman Disíributors Sargent & Home Ph. 74-2576
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnatSur sá bezti. StofnatS 1894 SlMI 74-7474 Minnist' BETEL í erfðaskrám yðar.
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital NelLs Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Llfe Bulldtng WINNIPEG MANTTOBA
Gilbari Funeral Home Selkirk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjannon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifitS, slmið til KELLT SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributon of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227
-
J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Bstate - Mortgages - Rcntals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 92-4624 Van's Etectric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliance Deálers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-481-0