Lögberg - 01.07.1954, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLÍ 19&4
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
GefiíS 6t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411 (
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is prlnted and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Kalda stríðið enn í algleymingi
Fimmveldafundinum, sem haldinn var í London og
jþað verkefni hafði með höndum, að ræða um takmörkun
vopna, er nú lokið án þess að nokkurs viðunandi árangurs
yrði vart, og venju samkvæmt, strönduðu allar tilraunir til
úrlausnar og samkomulags á þvergirðingshætti Rússa; þeir
kröfðust þess að blátt bann yrði lagt við notkun atóm-
vopna og að vetnissprengjan yrði útlæg ger; en er til þ.ess
kom, að ráðstafa eftirlitinu með þessurri háskalegu tortím-
ingaröflum, eða réttara sagt framleiðslu þeirra, var engu
líkara en dómgreidin hlypi í baklás; það var svo sem engin
knýjandi ástæða til eftirlits nema þá helzt á þann veg, að
það yrði að mestu leyti í þeirra eigin höndum; og þeir
voru svo sem heldur ekki að brjóta heilann um það, hvernig
takmörkun vopna mætti hrinda í framkvæmd á hagkvæm-
um og skynsamlegum grundvelli; slíkt var svo sem ekki
ómaksins vert; hinum gamla áróðri varð að beita hvað,
sem öllu öðru leið.
Að Stalín látnum þóttust ýmsir hafa orðið varir nokk-
urra sinnaskipta í Moskvu; að eftirmaður hans virtist lið-
legri til samvinnu og slíkt hið sama mætti um þá menn
segja, er næstir honum stæði að,völdum; en hafi þessi
skoðun í fyrstu stuðst við nokkur rök, var slíkt vissulega
einungis skammgóður vermir, því nú er auðsjáanlega alt
komið í sitt fyrra horf þar sem óbilgirnin skipar hinn
æðsta sess.
Kalda stríðið er enn í algleymingi og samkomulagstil-
raunir við Rússa hafa fram að þessu allar fokið út í veður og
vind og lítil von um batnandi horfur.
Er Eisenhower forseti gerði heyrinkunnar uppástung-
ur um alþjóðasamvinnu varðandi notkun kjarnorkunnar í
þágu nytsamlegra athafna, beittu Rússar hinu gamla og víð-
kunna laumuspili sínu, voru uppveðraðir fyrst í stað, en
fóru síðan allar hugsanlegar krókaleiðir til að koma uppá-
stungunum fyrir kattarnef.
Svo sem' vitað er, tjáðu Rússar sig fúsa til að sækja
umræðufund með það fyrir augum, að gera bindandi friðar-
samninga við Austurríki og Þýzkaland; en er á fundinn
kom, gerðu málsvarar þeirra illvíga árás á Norður-Atlants-
hafsbandalagið og ásökuðu Bandaríkin um vélráð og póli-
tíska stigamensku og í stað þess að gera nokkra minstu
tilraun til að hrinda í framkvæmd áminstum friðarsamn-
ingum, töldu hinir rússnesku erindrekar það sitt fyrsta og
æðsta boðorð, að reyna að knýja stórveldin til að viður-
kenna formlega yfirráð kommúnista í Kína, en upp úr því
átti alt saman að lagast af sjálfu sér.
Áminstur Berlínarfundur leiddi til ráðstefnu í Geneva,
sem setið hefir all-lengi á rökstólum, án þess að viðunandi
niðurstaða hafi náðst, og þar strandaði alt, alveg eins og
fyrri daginn á Rússum; afstaða þeirra til Indo-China deil-
unnar varð hvorki fugl né fiskur, heldur aðeins væmið
undirhyggjufálm, þar sem alt var gripið úr lausu lofti og
engin heil brú í neinu.
Kalda stríðið grúfir enn ýfir mannheimi eins og mara,
en á hinum pólitíska húðarklár Rússans, eru drápsklyfjar,
loforð öðrumegin en svik hinumegin, eins og Hjálmar frá
Bólu eitt sinn sagði, er hann kom vonsvikinn með berklakka
jálk sinn úr kaupstaðarferð.
☆ ■ ☆ ☆
Þinglausnir og ráðuneytisbreytingar
Síðastliðið mánudagskvöld var sambandsþinginu slitið
eftir eina hina lengstu setu í þingsögu hinnar canadísku
þjóðar; miklum hluta þingtímans var varið til íhugunar
um fjármálin, sem heldur var ekki mót von, þar sem
áætluð útgjöld nema nálega fimm biljónum dollara á næsta
fjárhagsári; meðal hinna meiri háttar mála, sem þingið tók
til meðferðar, má telja endurskoðun hegningarlaganna, er
fer fram á margar og mikilvægar breytingar, svo og endur-
skoðun á bankalöggjöfinni, er lög mæla fyrir að gerð sé
tíunda hvert ár; núverandi stjórn nýtur öruggs meirihluta
á þingi og átti hægt um vik með að koma hugðarmálum
sínum á framfæri; áhrifa Mr. Drews gætti nokkru meira í
/þetta skipti en á undanförnum þingum og var það góðs
viti, því stjórn, sem ræður yfir styrkara þingfylgi en holt
má teljast, þarf á gagnrýni að halda.
Nú má víst telja, að róttækar breytingar verði þá og
þegar gerðar á skipulagningu ráðuneytisins; fjármálaráð-
herrann, Mr. Abbott, lætur þá og þegar af embætti, og
mun eftirmaður hans verða Mr. Harris, núverandi innflutn-
ingsmálaráðherra; þá er og fullyrt að hermálaráðherrann,
Mr. Claxton, dragi sig í hlé af stjórnmálasviðinu og verði
formaður þeirrar stofnunar, er fyrir stjórnarinnar hönd,
skal annast um framkvæmdir og mannvirki við St. Lawr-
ence-fljót vegna hins fyrirhugaða skipaskurðar og hirina
miklu orkuvera, sem þar verða gerð. Mr. Claxton er glögg-
skygn eljumaður og mun því í þeirri virðulegu ábyrgðar-
stöðu reynast réttur maður á réttum stað.
Rétt fyrir síðustu kosningar dubbaði Mr. St. Laurent
eftirlætisgoð sitt, Mr. J. W. Pickersgill til ráðherratignar,
þótt aldrei fyr hefði hann á þingi setið, og kom þetta mörg-
um á óvart; nú er mælt, að honum verði falin á hendur
forusta innflutningsmálaráðuneytisins.
Hver verður hlutur Sléttufylkjanna að afstöðnum hin-
um fyrirhuguðu ráðuneytisbreytingum? Spyr sá, sem ekki
veit.
Einar þveræingur
Fréttir af kirkjuþingi
Hann kom á Lögberg þegar þing var sett.
hann Þórarinn — um landið barst sú frétt.
Það allir vissu að hann kveðju bar
frá Ólafi kóngi — fæstir hver hún var.
En hún var svona: „Skilji þjóðin þín
að það er kveðja bæði Guðs og mín,
er heim þú flytur öllum landsins lýð,
með lögum — hvorki kúgun eða stríð.
Ég vænti liðs hins mikla, ríka manns
frá Möðruvöllum. — Eftir ráðum hans
það hef ég spurt, að breyti lýður lands
og leiðist eftir sporum höfðingjans“.
Með kveðju Guðs og konungs Guðmundur
reis klökkur; steig á pallinn orðhvatur.
Hann fylgdi í máli þessu Þórarni
með þungum orðum, hlyntur konungi:
„Ég ræð hér engu meiru en aðrir menn: —
— En margir gefa ráðin tvenn og þrenn.
Hér væri þögn að missa manndóm sinn
og móðga bæði Guð og konunginn.
Nú varðar allan þingheim þetta mál —
já, þjóðina með hjarta, líf og sál.
Nú gagnar engin hálfvelgja né hik,
því hér er kannske teflt um augnablik“.
Hann þagnaði, og þingið studdi alt
með þögninni — fanst talað rétt og snjalt.
Og nú var enginn lengur beggja blands, —
þeir beygðust allir fyrir ræðu hans:
„Já, kjarngóð ræða, kröftug: Heyr! heyr! heyr!
Hvað kóngurinn er góður!“ sögðu þeir:
„Hann heimtar hvorki gull né grænan skóg,
en góðvild fólksins — það er honum nóg.
Framhald af bls. I
Markuson; Mrs. W. J. Arnason;
Mrs. Anna M. Jonason; Barney
Egilson.
Vidines — One — Mrs. E. Thor-
steinson.
Mikleyar — One — Anna Jones.
Ardal — Three — Mrs. Emily
Nicolson; Mr. Pall Stefanson;
Sigurdur I. Sigvaldason.
Braedra—One—Halldor Bjorn-
son.
Breidavikur — One Edwin Mar-
teinson.
Geysir — Two — Jon Palsson;
Valdimar Sigvaldason.
Vidir—One—Ragnar Gudmund-
son.
Glenboro — One — Fred Fred-
erickson.
Baldur — One — A. W. Johnson.
Grund — One — B. S. Johnson.
Bru — One — Th. Hallgrimson.
Lundar — Two — Mrs. N. R.
Johnson; G. A. Breckman.
Herdubreidar — Two — G. F.
Thordarson; Mrs. V. Valdemar-
son.
Calvary — Two — Mrs. Ruth
Sigurdson; Mr. Tryggvi Ander-
son.
Vancouver — Two — Mrs. A.
Mattiason; Mrs. S. Hambly.
Missions Commitiee — Mrs. B.
Bjarnason.
Lutheran Womens League —
Mrs. O. Stephenson.
Treasurer — Mr. Neil Bardal.
Executive Committee of Synod
—Mr. J. V. Jonason.
Og Grímsey — þetta gæðasnauða sker.
sem gagnar ekki neinum hvort sem er:
við látum það, og skárri skerin hin
að skaðlausu — með konunginn að vin“.
En einhver sagði: „Dauft er þetta þing,
ef þar ei heyrum Einar þveræing:
Því einkar fróður hann er hér og þar,
og hann er líka bróðir Guðmundar.“
Hann Þveræingur þá á fætur stóð
og þingheim allan bað um stundar hljóð:
Þó kóngurinn sé góður — sé það satt —
þá sýnist mér við greiðum engum skatt.
Því þó við ættum engilstjórn í dag,
þá yrði á morgun kannske breytt um lag. —
Að því er snertir þetta eyði sker,
má þangað fltyja’ og ala stóran her.
Nú varðar allan þingheim þetta mál,
já, þjóðina með hjarta, líf og sál.“ —
Og nú var enginn lengur beggja blands,
en blessað sérhvert orð á vörum hans:
„Við teljumst þó með öllu ráði enn,
og ekki neinum háðir“, sögðu menn:
En ef að kæmi hingað æfður her
þá hyrfi alt, sem bezt og göfgast er.
Hann Einar hefir okkur ráðið heilt,
og um það skal ei lengi rætt né deilt,
að kónginum við gefum enga ey,
í einu hljóði segjum margfalt nei“.
Á báðar hliðar, heil og lærdómsrík
er hérna saga úr okkar pólitík:
Ef slysast skyldi Þórarinn á þing,
á þjóðin altaf nýjan þveræing.
Sig. Júl. Jóhannesson
ÁVARP TIL
Dr. Richards Beck
Eftir HARALD LEÓSSON
Sungið af Karlakór ísafjarðar í Alþýðuhúsinu á ísafirði
á afmælisdegi dr. Richards Beck, 9. júní 1954.
Kom þú heill yfir sæ
nú er blíðasta blæ
hefur blásalur himins af náð sinni veitt.
Snemma vestur um sund
bar þig víkingsins lund. .
Sértu velkominn, fóstra vor ann þér enn heitt.
Þegar rödd þín barst heim,
bar hún hánorðurs hreim,
því að hjartað er íslenzkt og norrænt þitt orð.
Þú varst fulltrúi vor,
áttir þreklund og þor
og varst þjóð vorri sómi á vestrænni storð.
Og með stórhug og trú
reistir bandalags brú
milli bræðra hér eystra og vestan við höf.
Því skal þakkir tjá þér,
því skal heiðra þig hér,
og þín heimsókn er oss sem hin dýrasta gjöf.
AGENDA
I—
(a) That the synod thanks the
president for his complete, com-
prehensive and challenging re-
port as well as his conscientious
devotion to the duties of this
office.
(b) We recommend that the
following be the Agenda of the
Synod and in order here stated:
1. Report of officers.
2. Report of committees.
3. Mission and Evangelism.
4. Stewardship and Benevol-
ence.
5. A memorial service for
pastors and laymen of the
Synod who have passed
away during the year.
6. Changes in constitution.
7. Revision of Synodical con-
gregational roll.
8. Pension plan and salaries.
9. Lutheran World Relief and
Lutheran World Action.
10. Lutheran Women’s work.
11. Lutheran laymen’s work.
12. Publications.
13. Old Folks Home.
14. Social problems.
15. Archive of Synod.
16. Other causes.
Á morgunfundi þingsins á
mánudaginn, eftir stutta guð-
þjónustustund, sem séra Sigurð-
ur Ólafsson flutti, var tekið á
móti skýrslum embættismanna
og nefnda. Eftir miðjan dag á
mánudaginn flutti umboðsmað-
ur United Lutheran Church in
America, Rev. G. Jacobi forseti
Canadian Lutheran Cynate fyrri
partinn af erindi, sem var
þrungið eldmóði og áhuga um
kristnilega þróun og starf þess
mikla og sókndjarfa kirkju-
félags.
Einnig flutti W. A. Mehlen-
backer forstjóri Canadian Luth-
eran Coucel snjallt erindi um al-
heirhsstarf lútersku kirkjunnar
(Lutheran World Action).
Kveldfundur kirkjuþingsins á
mánudagskvöldið verður sér-
staklega eftirminnanlegur, því
að þá nutu þingmenn og gestir
fagurrar og áhrifamikillar söng-
skemmtunar hjá sameinuðum
söngflokkum Fyrsta lúterska
safnaðar — þeim eldri og yngri,
undir stjórn hinnar mikilhæfu
konu frú E. ísfeld, sem hefir
eigi aðeins getið sér ógleyman-
legan orðstír á meðal íslendinga
í þessari borg fyrir þátttöku
sína í list listanna, heldur líka
á meðal / allra enskumælandi
manna, sem til hennar þekkja
og list þeirri unna. Undirleik
annaðist ungfrú Sigrid Bardal.
Þrjár ræður voru fluttar á mánu
dagskvöldið, allar snjallar og vel
fluttar.
Fyrsti ræðumaðurinn var
séra Haraldur S. Sigmar; tók
hann itl athugunar nýja hug-
mynd, sem upptök sín mun
eiga hjá hinum víðkunna og vel
þekta lækni, P. H. T. Thorlakson,
er hugmynd sú róttæk og stór
eins og læknirinn er sjálfur, og
var prýðilega vel með hana
farið af séra Sigmar, en hug-
myndin er um stórbyggingu,
sem rísa skuli á rústum gamal-
menni heimilisins Betel á Gimli,
sem fullnægi þægindakröfum
samtíðarinnar og rúmi þá sem
þreyttir eru orðnir eftir hita og
þunga dagsins, og höltum fæti
ganga.
Aðra ræðuna flutti Þórir Kr.
Þórðarson, cand. theol., frá
Chicago, ungur, glæsilegur og
víðförull menntamaður frá Is-
landi, sem framhaldsnám stijnd-
ar 1 Chicago. Talaði hann um
Biblíuna, sérstaklega Gamla
testamentið, og skilning sinn og
nútíma vísindamanna á henni.
Erindið var vísindalega samið,
vel flutt á prýðis-fallegu ensku
máli.
Síðustu og þriðju ræðuna
flutti erindreki United Lutheran
Council, Rev. G. Jacobi, fram-
hald af ræðu hahs frá eftirmið-
deginum og hljóði hún um at-
hafnir og sókn lútersku kirkj-
unnar í Ameriku. Rev. Jacobi er
ákveðinn í skoðunum, einarður
og prýðilega vel máli farinn.
Að loknum fundi þáðu allir
góðgerðir í fundarsal kirkj-
unnar.
—FRAMHALD
Lögregluþjónninn: — Þér haf-
ig enga bjöllu á hjólinu yðar!
Hvernig ætlið þér að leiða at-
hygli vegfarenda að yður?
Kvenhjólreiðamaður: — Hvað
er þetta! . . . . ég sem er í stutt-
buxum!
☆
Bíbí, 7 ára, kom til reiðhjóla-
viðgerðamannsins til þess að ná
í hjólið istt, sem hafði verið í
viðgerð.
— Hvað kostar viðgerðin?
— Hún kostar einn koss.
— Allt í lagi. Amma kemur á
morgun og greiðir skuldina
mína!
THIS
SPACi
CONTRIBUTED
B Y
WINNIPEG
BREWERY
L i m i t e o