Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1954 7 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 13. JÚNÍ í dag er hægviðri um land allt, hvergi úrkoma og víðast hvar bjartviðri. í flestum sveit- um var 10 stiga hiti í morgun eða þar um bil, heitast á suð- vesturlandi, og í Reykjavík var W Wstiga hiti. ☆ í dag er sjómannadagurinn og Riikil hátíðahöld í því tilefni í utgerðarbæjum og verstöðvum. 1 Reykjavík var farið að draga fána á stöng snemma í morgun. 1 gær fór fram róðrarkeppni sjómannadagsins og í dag hófust hátíða höldin nokkru eftir há- degið með skrúðgöngu sjómanna að Dvalarheimili aldraðra sjó- ^snna, sem nú er að rísa á Laiigarásnum í Reykjavík. Um tveir þriðju hlutar þess eru nú fokheldir, og hefur þegar á Ijórðu miljón króna eða öllu handbæru fé í byggingarsjóði verið varið til byggingarinnar. Áætlað er, að það kosti annað eins að fullgera heimilið, en Pegar það er fullbúið, getur það tekið á móti 180 vistmönnum. Sjómannadagsráð hefur nú stofnað til happdrættis til að standa straum af byggingar- kostnaðinum, og margir vinn- ioganna í því happdrætti, bif- reiðar, dráttarvélar og bátar Voru hafðir í skrúðgöngunni í dag> en fremst var víkingaskip °g stóðu þar í stafni sjómenn í íornbúningum. Hátíðin var sett við dvalarheimilið kl. 14 og ^ainntist biskupinn, herra Ás- uaundur Guðmundsson, látinna sjómanna, og um leið var lagð- Ur blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkju- Sarði. Síðan lagði íorseti Islands, kerra Ásgeir Ásgeirsson, horn- stein dvalarheimilis aldraðra sjómanna, en því næst fluttu avörp ólafur Thors forsætis- og ^glingamálaráðherra, Gunnar . oroddsen borgarstjóri, Sverr- ir Júlíusson fulltrúi útgerðar- gerðarmanna og prófessor Rich- ard Beck fulltrúi sjómanna. I kvöld verða skemmtanir á veg- Uln Sjómannadagsráðs víða í naenum. ☆ Lrettánda Tónlistarhátíð Nor yrlanda verður sett í Reykjaví' x kvöld, og eru fulltrúar tón skáldafélaganna á Norðurlönd Uln hingað komnir á hátíðina o: Ll að sitja aðalfund norræn, onskáldaráðsnis, en formaðu Pess er Jón Leifs. Haldnir verð, Prxr opinberir hljómleikar á há iðinni og flutt verk eftir tón lstarmenn frá Norðurlöndun aðra en íslenzka. Fulltrúar tón skálda frá mörgum öðrum lönd Urn eru og hingað komnir og vai f þjóðlegur tónskáldafundu: ^ldinn í gær í salarkynnun u Pingis. Sá fundur er haldini 1 þess að ræða stofnun alþjóða elags tónskálda með líku snið °? er á norræna tónskálda raðinu. Hásetar og kyndarar á kaup a ipum höfðu sagt upp samn, j°gUrn og boðað vinnustöðvur líln 10. þ. m., tækjust samning- r ekki fyrir þann tíma. Samn- ng3r höfðu ekki tekizt þá, o| e9r verkfall í tvo sólarhringa n á föstudaginn síðdegis varf amkomulag og verkfalli aflýst tj. t>riðjudaginn var gekk dr I 1C ard Beck á fund forseta Is sitt S- °g atlxenti honum umboc fu„txl Þess að koma fram serr £ , rux rikisstjórans í Norður- jq ,ota> Norman Brunsdales, i Vejara afniæli hins íslenzka lýð- sC^tug^ta og fjórða firði U . lslands var sett á Isa- þagl a Lmmtudaginn, og gerð; s°n n °r,temPlar> Björn Magnús- leira ca Gssor' L>ingið sitja rúm- ga 50 fulltrúar. í f * Rgyi yrradag var undirritað skinr aV-k.Samk°mulaf; um við- 1 mxlli íslands og Danmerk- ur, er gildir fyrir tímabilið frá 15. marz 1954 til 14. marz 1955. Dr. Kristinn Guðmundsson utan ríkismálaráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Is- lands, en sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, fyrir hönd Dan- merkur. Dönsk stjórnarvöld munu veita innflutningsleyfi fyrir íslenzkum vörum á svipað- an hátt og áður. Verði innflutn- ingur á salt síld og saltfiski aft- ur háður takmörkunum, mun danska stjórnin leyfa innflutn- ing á sama magni’og áður var, þegar þessi innflutningur var háður leyfum, sem sé 20.000 tunnum af saltsíld og 500 lestum af saltfiski. Islenzk stjórnarvöld munu heimila innflutning frá Danmörku á sama hátt og áður hefur tíðkast, að svo miklu leyti sem gjaldeyrisástand landsins leyfir. Auk þess verður leyfður útflutningur til Danmerkur á á- kveðnum hundraðshlutum af síldarlýsis- og síldarmjölsfram- leiðslu íslands á samningstíma- bilinu. ☆ Nýju kaupskipi, er Samband íslenzkra samvinnufélaga lætúr smíða, var hleypt af stokkunum í Óskarshöfn í Svíþjóð á fimmtu daginn var, og gefið nafnið Helgafell. Frú Rannveig Þór gaf skipinu nafn. Það er sjöunda kaupskip íslenzkra samvinnu- manna og hið stærsta þeirra 3300 þungalestir að stærð. Gert er ráð fyrir að Helgafell verði fullsmíðað í septembermánuði næstkomandi og þá afhent eig- endum. ☆ Hátíðahöldin á þjóðhátíðar- daginn 17. júní verða með svip- uðu sniði og verið hefur, en þó nokkuð fjölbreytari, enda er nú 10 ára afmæli lýðveldisstofnun- arinnar. í Reykjavík fer söng- flokkur og lúðrasveit um bæinn fyrir hádegið og skemmtir á ýmsum stöðum. Forseti Islands gróðursetur tré að Bessastöðum til minningar um að 10 ár eru liðin frá stofun lýðveldisins, og borgarstjórinn í Reykjavík gróð- ursetur tré í Tjarnargarðinum í tilefni dagsins. Skrúðgöngur hefjast frá þremur stöðum eftir hádegið og safnast fólk saman á Austurvelli litlu fyrir kl. 14, en kl. 14 verður kirkjuklukkum hringt um land allt og lýðveldis- fáninn frá Þingvöllum 1944 dreg- inn að hún á Alþingishúsinu. Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup prédikar í dómkirkjunni, forsetinn leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, Ólafur Thors forsætisráðherra flytur á- varp af svölum alþingishússins, íþróttamót verður haldið og skemmtanir verða úti á torgum og götum bæjarins til kl. 2 um nóttina. ☆ I gær varði Halldór Halldórs- son dósent doktorsritgerð við Háskóla íslands. Ritgerðin nefn- ist Um íslenzk orðtök og voru þeir andmælendur prófessor- arnir dr. Alexander Jóhannes- son og dr. Einar Ólafur Sveins- son. Dr. Halldór Halldórsson er fæddur á ísafirði 1911, lauk meistaraprófi í íslenzkum fræð- um við Háskóla Islands 1938, var síðan kennari við Menntaskól- ann á Akureyri og síðan dósent við háskólann. ☆ Búnaðardeild atvinnudeildar Háskólans lét í vetur gera til- raun til að auka frjósemi sauð- fjár með hormónagjöf eða hor- mónalyfi. Dr. Halldór Pálsson átti frumkvæði að þessari til- raun, sém gerð var á tilrauna- búinu á Hesti í Borgarfirði. Lyfi þessu, sem unnið er úr blóði úr fylfullum hryssum, var dælt í 20 ær, og með þeim voru síðan fóðraðar 20 ær, sem ekki fengu lyfið, og voru ærnar valdar þannig í báða hópana, að þær væru sambærilegar, allar af sama uppruna jafngamlar og allar einlembdar í fyrra. Tvær úr hópi þeirra, sem fengu hor- mónalyfið, voru lamblausar, ein er óborin, en hinar 17 eignuðust samtals 40 lömb, ein var fimm- lembd, fjórar þrílembdar og tvær tvílembdar. Ærnar í hin- um hópnum áttu samtals 23 lömb, aðeins 4 þeirra voru tví- lembdar. Þetta er fyrsta tilraunin hér á landi með slíka hormónagjöf, og þess háttar tilraunir hafa óvíða verið gerðar erlendis fram að þessu. Hins vegar hafa fjölmarg- ar tilraunir með hormónagjöf verið gerðar í filraunastofum, en dýrunum þá oftast verið slátrað skömmu á eftir frjófgun og þannig verði unnt að ganga úr skugga um það, að lyfið er öruggt til að auka frjósemi. Hitt hefur til þessa reynzt örugast, að hitta á að gefa þann skammt af því, sem eykur frjósemi dýr- anna hæfilega mikið. Hefur sótt í það horfið, þar sem tilraunir 'hafa verið gerðar, að afkvæmin hafa orðið allt of mörg. Dr. Hall- dór Pálsson er ánægður með ár- angurinn af tilrauninni á Hesti, en telur að stefna beri að því að minnka heldur hormónaskammt inn frá því sem var í vetur, því að það muni t. d. vera fullmikið að fá 40 lömb undan 17 ám. Til- raunum á þessu sviði verður haldið áfram hérlendis, og mun enn all-langt um líða, þar til ó- hætt verður að hefja almenna notkun á þessu hormónalyfi. ☆ Aðalfundur Loftleiða h.f. var haldinn í Reykjavík á fimmtu- daginn. Heildarvelta félagsins á árinu 1953 var 16y2 miljón króna. Afskriftir námu 2,3 milj- ónum króna. Það ár hafði fé- lagið eina flugferð á viku milli meginlanda Evrópu og Ameríku. I aprílmánuði s.l var þessum ferðum fjölgað í tvær og nú um mánaðamótin í þrjár á viku. í’rá síðustu áramótum til maíloka fluttu vélar félagsins 2622 far- þega, og svo margar beiðnir liggja nú fyrir um flugför í sum- ar, að vænlega horfir hjá fé- laginu. — Frá því var greint á fundinum, að sum erlend flug- félög, einkum skandinaviska samsteypan SAS, hefðu verið með nokkrar ýfingar vegna fjölgunar ferðanna, en allt hefði það snúist svo, að rutt hefði Loftleiðum braut til nýrra við- skiptavina. ☆ Á miðvikudaginn var opnuð í Listamannaskálanum í Reykja- vík sýning á myndum úr alþjóð- legri teiknisamkeppni barna um myndir í tíu ævintýri H. C. Andersen. Danska líknarstofn- unin Red barnet stóð fyrir sam- keppni þessari og í henni tóku þátt börn í 45 löndum í öllum heimsálfum. 1 fyrrasumar var sýning á beztu myndunum í Tívolí í Kaupmannahöfn og henni síðan skipt í farandsýn- ingar, sem nú eru á ferð. Hand- íða- og myndlistarskólinn stend- ur að sýningunni hér í sam- vinnu við fræðslumálastjóra og danska sendiherrann. Ágóði rennur til styrktar þurfandi börnum, bæði hér og erlendis. ☆ Fulltrúaþing íslenzkra barpa- kennara var sett í Reykjavík á þriðjudaginn og sitja það um 70 fulltrúar. Þingið er aðalfundur Sambands íslenzkra barnakenn- ara og er haldið annað hvert ár, en hitt árið er haldið uppeldis- málaþing. Formaður Sambands íslenzkra barnakennara er Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri. ☆ Búnaðarsambands Austur- lands á hálfrar aldar afmæli á þessu ári og er þess minnst á margan hátt, m. a. með bænda- för af sambandssvæðinu um Suðurland. Bændurnir og konur þeirra, samtals um 56 manna hópur, komu loftleiðis til Kirkju bæjarklausturs á þriðjudaginn og hafa síðan ferðast um Suður- land. Ferðinni lýku^ í dag. ☆ William Heinesen rithöfundur frá Færeyjum er staddur í Lúðvík Krisljánsson: ÁVARP TIL Mr. og Mrs. Stefáns Sigurðssonar í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra, 22. maí 1954 MOTTO: Hve yndislegt er það „Rúna“ að aka í bíl með þér — og ertu ekki sælli síðan — þú settist við hliðina á mér? En eins fyrir okkur báðum, er aðstaðan bagaleg. — Fyrst þú ert ekki ekkja, né ekkjumaður ég. — ------*------ Með dagamun við hyllum „Rúnu“ og Stebba Sigurðsson og samfagnaðar-hljómur berst um alla Riverton! Og hér á ég í kvöld að syngja silfurbrúðkaupsljóð, þótt silfrið skorti, þá er leirinn allatíð í móð. — Þau hafa ekki þörf á neinu hrósi utan að — og ætíð bezt nágrannarnir leggi mat á það — Þótt ég viti’ ekki um nokkurn blett á heiðri mínum hér — ég hugsa samt, að fleiri munu trúa þeim — en mér. — Ég kannast við, að ég hef manninn minna en frúná þekt — og mér finst kvenfélagið altaf vera skemtilegt. — En hika að semja ástarkvæði’ um konu annars manns — og kannske fá svo glóðarauga’ af misskilningi hans. — -------------------------☆------ Við upp til Selkirk ókum bíl, sem illa taminn var, og einskis virti dásamlegu stjórnarbrautirnar. Og þangað mundu fáir hafa komizt kafteinslaust, — en kúskurinn var fyrirtak, og bifreiðin svo traust. — Vísnakeppni um Faxana Nýlega var efnt til vísnasam- keppni meðal félaga í Kvæða- mannafélaginu Iðunni, en yrkis- efnin voru Faxar Flugfélags íslands. Fjöldi manns tók þátt í þess- ari vísnakeppni, og létu menn gamminn geisa vítt og breitt. Þátttakendur notuðu allir dul- nefni í keppninni. Sérstök dóm- nefnd var skipuð til að dæma um beztu vísuna, og varð hún sammála ura, að eftirfarandi vísa skyldi hljóta þá viðurkenn- ingu, en höfundur hennar reyndist vera hinn kunni kvæða- maður, Jósef Húnfjörð: Hönd guðs vígi hæðar flug háð á skýja vegi, merkan knýi manndóms hug móti nýjum degi. Mikið líf er í starfsemi Kvæða mannafélagsins Iðunnar, en fé- lagar þess teljast nú um 130. Eru fundir haldnir reglulega á hálfs- mánaðar fresti yfir vetrarmán- uðina. En þetta finst nú sumum vera ófær útúrdúr, sem aldrei hafa’ á milli „stöðva“ lóssað kafteinsfrúr.* Að aldarfjórðungs-kvöldi, eftir þennan dýrðardag, ég dreypi yfir Stebba og „Rúnu“ logagyltum brag. *Stefán Sigurðsson kafteinn á Winnipeg-vatni. Reykjavík og hyggst vera hér á norrænu tónlistarhátíðinni, sem hefst í kvöld. Tvær skáldsögur hans hafa verið þýddar á ís- lenzku. 150 þús. plöntur gróðursettar í Heiðmörk Nokkur sýnishorn úr vísna- samkeppninni: Faxi keppni þolinn þrár þrýtur kjarna snilli, vaxi heppni folinn frár flýtur stjarna milli. Gullinfaxa gammurinn geisar dags á línum, ferðalags er flugstjójrinn frama vaxinn sínum. ☆ Það slys varð á annan í hvíta- sunnu ,að bærinn Sandhólar I Eyjafirði brann og þrjár ungar dætur hjónanna týndu lífi. Eid- urinn kom upp snemma morg- uns, er hjónin á bænum, Sig- tryggur Sveinbjörnsson og Helga Jóhannesdóttir, voru að mjólka, og bærinn stóð í björtu báli, er þau komu frá mjöltun- um. Dætur hjónanna, Hulda, Hrafnborg og Sigrún, hin elzta fædd 1940, en sú yngsta 1949, sváfu uppi á lofti og biðu allar bana. Bróðir þeirra átta ára svaf niðri og komst út ómeiddur. — Tengdamóðir bóndans komst út en brenndist á höndum og and- liti og húsmóðirin brenndist einnig á höndum, og voru þær báðar fluttar í sjúkrahús á Akureyri. — Rauða kross deild Akureyrar hóf fjársöfnun til að- stoðar fólkinu á Sandhólum og styður Rauði kross Islands þá söfnun. ☆ Fimmtíu og níu stúdentar luku burtfararprófi frá Háskóla íslands í síðasta mánuði, 4 í guð- fræði, 12 í læknisfræði, einn í tannlækningum 15 í lögfræði, 10 í viðskiptafræði, 9 BA-prófi og 8 fyrrihluta prófi í verkfræði. ☆ Prestskosning fer fram í dag í Mosfellsprestakalli í Kjalar- nessprófastsdæmi. Umsækjend- ur eru fimm. ☆ í gær fóru héðan tveir kórar til útlanda. Barnakór Akureyr- ar, 29 börn á aldrinum 9 til 13 ára, fór til Clasunds, vinabæjar Akureyrar, og verða börnin gestir bæjarins meðan þau dveljast þar. Þau syngja í dag í Álasundi, og í ráði er að þau syngi á fleiri stöðum í‘ Noregi, m. a. í Osló, Björgvin og Voss. Söngstjóri er Björgvin Jörgens- son. Samkór Reykjavíkur, söng- stjóri Robert A. Ottósson, fór til Helsingfors síðdegis í gær og syngur þar á morgun, en síðan á söngmóti í Finnlandi. Þaðan fer hann til Stokkhólms, og syngur loks á samnorræna söngmótmu í Osló dagana 25. til 27. þ. m. ☆ Söngkonan Blanche Thebom frá Metropolitan óperunni í New York söng í Reykjavík í vikunni, sem leið, á vegum Tón- listarfélagsins. Henni var frá- bærlega vel tekið. Áæilað er, að gróSurseiiar verði um 150 þúsund irjá- plöniur í vor í Heiðmörk. Unnið er nú á hverju kvöldi og hafa alls verið gróðursettar 50 þúsund plöntur í Vor og þá 5—6 þúsund á kvöldi. Aðsókn hefur verið prýðileg, þar sem veður hefur verið mjög hagstætt að undanförnu. 46 félög hafa alls fengið land til gróðursetningar. Það er mis- jafnlega stórt, og fer mikið eftir félaga fjölda hvers félags og ýmsum öðrum aðstæðum. Fram til þessa hafa Þingeyingafélagið og Verkstjórafélagið sýnt mest- an áhuga á gróðursetningu og farið oftar en einu sinni í Heið- mörk í vor, en full reynd er ekki komin á það enn, þar sem gróður setningunni lýkur ekki fyrr en 10 júní. Þau félög, sem eru ekki enn farin að hugsa til gróðursetning- arfarar í Heiðmörk, eru hvött til að láta sem fyrst verða af því, þar sem talið er, að eftir því sem plönturnar komast fyrr í moldina á vorin því betri verður árangurinn. —VÍSIR, 2. júní Fljúgðu meðan fjörið grær ferskt í sálar grunni Faxinn laðar fólkið nær fljótt með kynningunni. Faxar þandir fjörsprettum flestra landa milli greiða vandann gestunum, glæða andans snilli. Laxinn smýgur ósa ár iðustrauminn svarta. Faxinn flýgur happa hár himins flauminn bjarta. Greiða leið um loftin blá líða þýðir fákar skreiða breiðum skýjum á skríða víðar flákar. Hálofts fríðu Faxarnir fljúga um víða geiminn, frjálsu þýðu fákarnir flytja lýð um heiminn. —Alþbl. Kaupið Lögberg VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ TILKYNNING Þeir lögfræðingarnir LAMONT og BURIAK 510 Childs Building hér í borg, hafa ákveðið að setja á fót lögmanns- skrifstofu í Árborg, Man., snemma í júnímánuði næstk. Mr. Arthur Kristján Swainson, L.L.B., sem er meðlimur áminsts lögfræðingafélags, mun veita þessari nýju skrif- stofu forstöðu, eða ef svo ber undir, annar starfsmaður félagsins. Lögfræðinginn verður að hitta vikulega í Árborg á föstudögum og laugardögum og ef þörf gerist aðra daga vikunnar. SIiiiIiiiiiiiII* LÆGSTA FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n /-i n ICELANDICl lA IRLINES luAauu 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585 ÍSLANDS Aðeins $0^Q fram og til baka til Reykjavíkur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.