Lögberg - 08.07.1954, Page 8

Lögberg - 08.07.1954, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. JOLl 1954 íslendingar þurfa að eiga sína eigin orgelsmiði — segir organsnillingurinn Power Biggs Þann 25. júní s.l. kom hingað til landsins hinn kunni orgel- leikari E. Power Biggs, ásamt konu sinni, Margaret, en hann mun skipa bekk með þeim mönnum sem einna hæst bera meðal núlifandi organleikara í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta skipti, sem þau hjónin koma hingað til Islands, en hing- að komu þau með flugvél Loft- leiða frá Kaupmannahöfn, eftir 11 vikna ferðalag um Evrópu. Power Biggs hefur haldið tvenna hljómleika hér á landi á vegum Félags íslenzkra organ- leikara og Tónlistarfélagsins, sem báðir voru haldnir í Dóm- kirkjunni síðastliðið mánudags- kvöld. Þau hjónin munu halda héðan í kvöld flugleiðis til Bandaríkjanna. Biggs er fæddur í Westcliff nálægt Lundúnum árið 1906, en hefur verið bandarískur þegn síðan 1937. Hann er nú búsettur í Boston. Upphaflega hóf hann nám í verkfræði, en lét brátt af því og hóf tónlistarnám við Royal Academy of Music, þar sem hann hafði hlotið náms styrk sem sérlega efnilegur nemandi. Að loknu námi hóf hann kennslu við sama skóla. Nokkru síðar fluttist hann til Boston og gerðist þar organ leikari hinnar heimsfrægu sin- fóníuhljómsveitar, sem kennd er við þá borg. Síðan 1942 hefur Biggs einnig verið fastur organ- leikari hjá CBS útvarpsfyrir tæki Bandaríkjanna og hefur orgelleik hans síðan verið út- varpað um hinar mörgu CBS stöðvar á hverjum sunnudags- morgni. Átti Morgunblaðið við tal við þau hjónin í gærdag. Ferðast um 10 lönd á 11 vikum — Þið hjónin hafið ferðast mikið undanfarnar vikur? — Við erum búin að vera a stöðugu ferðalagi svo að segja í 11 vikur. Fyrsta landið sem við komum til á þessu ferðalagi var Portúgal, en við komum til Lissabon á páskadaginn. Þaðan fórum við til Englands, síðan til Hollands, Þýzkalands, Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Frakklands. Þaðan fórum við aftur til Hollands og síðan til Englands, og um Kaupmanna- höfn hingað til Reykjavíkur. Á BIOOD «4í^tPOiio i * TM I $ S P A C E CONTRIBUTEO B Y DREWRYS MANITOBA DIVIJION WESTERN CANADA BREWERIES L t M I T E O öllum þessum stöðum hélt ég tónleika og það mun láta nærri að þeir hafi verið um þrjátíu talsins. 1 Langt í norðri — Yður hlýtur að vera margt minnisstætt úr þessari för. — Það er margt, sem hefur hrifið hug minn þessar síðustu vikur. Til dæmis þegar við hjón- in komum til Hollonds, í byrjun maí, sáum við í fyrsta skipti fullþroskaðar túlípanaekrur. Það var dásamleg sjón að sjá túlípanabreiðurnar í fullum blóma á þeim tíma árs. Annar merkur þáttur í ferðalaginu var heimsóknin til Þrándheims, en þar lék ég á 50 ára afmæli norska orgelleikarafélagsins, í hinni gömlu dómkirkju Niðar- óss, þar sem ennþá nokkur hluti kirkjunnar er uppistandandi frá því á 12. öld. Mér er sérstaklega ríkt í huga það atriði hátíða- haldanna, er sinfóníuhljómsveit, kór og orgel fóru með Mattheus- ar-passíuna í dómkirkjunni, sem var þéttsetin af fólki úr öllum stéttum, sem virtist allt vera jafn næmt fyrir hátíðleik þeirr- ar stundar. Okkur hjónunum fannst þegar við vorum stödd í Þróndheimi, að við værum stödd mjög norðarlega á hnett- inum — öllu norðar yrði ekki farið. — Þá vorum við ekki búin að koma til íslands. Tekur ofan fyrir Leifi heppna — Hvernig var svo að koma til Islands? — Við hjónin vorum lengi bú- in að hlakka til þess að koma hingað, því við höfðum lesið mikið um land og þjóð. I raun og veru er ég lengi búinn að vera kunnugur einum Islend- ingi, en það er Leifur Eiríksson, sem fann Vínlandið góða, en hann stendur ljóslifandi á torg- inu í Boston. Við erum það miklir kunningjar, að ég tek alltaf ofan fyrir honum er ég á leið fram hjá fótskör hans. Fyrsti lifandi Islendingurinn, sem ég hitti á ævinni var svo dr. Páll Isólfsson, svo ég get með sanni sagt að fyrstu kynni mín af íslendingum eru mjög góð. Þegar við komum undir íslands- strendur með flugvél frá Loft- leiðum, var veður mjög fagurt og fengum við því afburða góða landssýn. Það var ákaflega á- hrifamikil sjón að sjá landið úr lofti. I þessu sambandi vil ég nota tækifærið til að nefna það, að á þessu ferðalagi er ég búinn að ferðast með þeim fjölda flug- véla, að ég hefi varla tölu á því, en hvergi hef ég orðið fyrir jafn alúðlegri og góðri afgreiðslu og sjónustu bæði í lofti og á landi sem hjá Loftleiðum. Ég segi Detta ekki vegna þess að mér hafi litist of vel á flugfreyjurn- ar í flugvélinni, en þær eiga samt sem áður allt hrós skilið. Skrifborð lögsögumanns á Lögbergi Síðan við stigum fæti á ís- lenzka grund, hafa gestrisni og alúðlegheit rekið hvað annað. Við höfum haft mikla ánægju af þessari fyrstu heimsókn okkar til Islands, en þó fannst mér sér- staklega ánægjulegt að fá tæki- færi til þess að koma á Þingvelli, þó einkanlega á Lögberg, sem ég hefi lesið svo mikið um. Þeg- ar ég kom á þann stað, sá ég greinilega fyrir mér skrifborð lögsögumanns og á því liggjandi fundarhamarinn úr einkenni- lega löguðum steini, sem hrotið hafði úr barmi Almannagjár. Ég held að hið gamla alþingi Is- lands, sé sá þáttur í sögu lands- ins, sem flestir útlendingar hafa heyrt getið um. — Þeir þekkja flestir of lítið til hennar til þess að geta dæmt um það, en sem dæmi get ég nefnt, að í desember síðastliðn- um lék ég í CBS útvarpið verk eftir dr. Pál ísólfsson, sem heitir Chaconne, en sú útvarpsstöð út- varpar um Bandaríkin þver og endilöng. Það verk vakti mikla athygli og persónulega er ég mjög hrifinn af því og ætla mér í framtíðinni að leika meira eftir hann í bandaríska útvarpið. Goíí hljóðfæri í lílilli kirkju Þegar ég kom til Kaupmanna- hafnar hitti ég að máli hinn fræga hljóðfærasmið Dana, Frobenius, sem aðallega hefur hlotið frægð fyrir oreglsmíði sína. Hann sagði mér að hann hefði smíðað orgelið í dóm- kirkjunni í Reykjavík. Mér var þetta dálítið undrunarefni, því ég áleit að íslendingar gætu smíðað sín orgel sjálfir. Hins vegar hafði ég mikla ánægju af að leika á þetta orgel, sem er mjög gott hljóðfæri, en kirkjan er sú minnsta, sem ég hefi leikið í. Hún minnti mig á gamlar kirkjur í Nýja-Englandi. Islend- ingar þurfa að eiga sína eigin orgelsmiði. Þeir geta það engu síður en aðrar þjóðir. Maður, sem hefur næmt tóneyra og er laginn smiður ætti að geta lært þessa smíði á 3 árum. Ég vona, að ekki líði mörg ár, þar til hér verði leikin stór tónverk á ís- lenzk orgel, en þetta atriði tel ég hluta af almennri tónlista- þróun, sem á að vera hægt að skapa hér sem annars staðar í heiminum. Lék inn á segulband fyrir ríkisútvarpið Að lokum bað Power Biggs blaðið að flytja dr. Páli Isólfs- syni sérstakar þakkir fyrir þátt hans í undirbúningi Islandsferð- arinnar og einnig stjórnum Fé- lags íslenzkra organleikara og Tónlistarfélagsins, en þessir að- ilar sáu um hljómleikana hér og allar móttökur. I gær spilaði Biggs Biggs inn á segulband fyrir ríkisútvarpið sérstakan þátt, sem saman- stendur af amerískri hljómlist, meðal annars eftir höfunda frá nýlendutímabilinu og núlifandi höfunda. Þá lék hann einnig sérstakan þátt eftir klassiska höfunda, svo sem Handel og Bach. M. Th. —Mbl., 1. júlí Úr borg og bygð Gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Selkirk, þann 30. júní, Gordon Alex- ander McMillan, Toronto, Ont., og Birgitta Laufey Björnsson, Selkirk, Man. Við giftinguna að- stoðuðu Mrs. Líney Sigríður Gray, systir brúðarinnar, og Mr. Raymond Albert Wallace, Win- nipeg, Man. — Nýgiftu hjónin setjast að í Toronto. — Veizla var setin í Selkirk Lutheran Hall. Sóknarprestur gifti. ☆ Mr. Benedikt Ólafsson mál- arameistari, Mr. Sveinn Odds- son prentari og Mrs. Linekar fóru til Oak Point á laugardag- inn var í heimsókn til ættingja og vina og komu heim aftur á sunnudagskvöldið; með þeim komu hingað Mr. og Mrs. Krist- inn Pétursson frá OakvPoint. ☆ Stödd eru hér um slóðir um þessar mundir hr. Sigurjón Sigurðsson og frú frá Reykjavík. Sigurjón er starfsmaður við klæðaverksmiðjuna Álafoss, en kona hans er hálfsystir frú Guð- rúnar konu Skúla Sigfússonar, fyrrum þingmanns St. George kjördæmis, og Mrs. Thorgilson, sem búsett er að Ashern. ☆ Dr. Friðrik Kristjánsson frá Ottawa, sem þar skipar háa stöðu í þágu landbúnaðarráðu- neytisins, dvaldi í borginni nokkra undanfarna daga ásamt fjölskyldu sinni; kom hann hingað í heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. J. F. Kristjánsson, 246 Montgomery Avenue. Kona Dr. Friðriks, Lena, er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ásgeir Gíslason í Leslie, Sask., og þangað vestur fór fjöl- skyldan á þriöjudaginn. ☆ Mr. Kenneth Hallsson, rafur- magnsverkfræðingur tók nýlega að sér að selja happdrættismiða vegna krabbalækningafélagsins, keypti einn miðann sjálfur og seldi alla hina, sem í bókinni voru; hann datt í lukkupottinn, fékk splunkunýjan Pontiac-bíl og sjónvarpstæki þar að auki. ☆ Mr. Thor Viking vélsetjari hjá The Columbia Press Limited brá sér austur til Kenora, Ont., síðastliðið fimmtudagskvöld á- samt frú sinni og dóttur í heim- sókn til Mr. og Mrs. V. A. John- Fakírinn, sem dregur bíla með tungunni að koma í Tívolí Lætur bíl aka yfir brjóst sér og skjóta sig í kvið og brjóst Stjórn Tívolí hefir ráðið til sín marga erlenda og inn- lenda skemmtikrafta til þess að skemmta gestum garðs- ins í sumar. Fyrsti erlendi skemmtikrafturinn, s e m kemur, er hinn heimsfrægi fakír, Tarano, og mun hann hefja sýningar í Tívolí á annan í hvítasunnu. Lék verk eftir dr. Pál ísólfsson í CBS útvarpið — Hafa Bandaríkjaménn á- huga fyrir íslenzkri tónlist? Tarano er sá núlifandi maður, sem sagður er hafa yfirunnið sársaukatilfinninguna, og eru það hinir ótrúlegustu hlutir, sem hann framkvæmir og hefir hlotið heimsfrægð fyrir. Krækir kjötkrók í tungu sér Má nefna til dæmis eitt at- riði, þar sem hann krækir kjöt- krók í tungu sér og dregur þann- ig bíl skipaðan farþegum með tungunni. Einnig má nefna, að hann lætur bíl aka yfir brjóst sér. Þá lætur hann skjóta sig í kvið og brjóst með byssu, og framkvæmir það einn af áhorf- endunum. Hangir á sverði Auk þess gerir hann þekktar fakírkúnstir, svo sem að hanga á flugbeittu sverði, sem hann bregður undir háls sér, liggur á naglabretti með mikinn þunga ofan á sér og ótal margt fleira, sem ekki er hægt upp að telja, en fólk verður að koma og sjá. 11 þúsund gestir Rúmlega 11 þúsund manns hafa nú þegar sótt garðinn á þeim fáu dögum, er hann hefir verið opinn. Garðurinn var opn- aður 16. maí og er það nokkru fyrr en venjulega og má það teljast góð aðsókn áður en helztu skemmtikraftar sumars- ins koma. Svífur 60 metra Næsta atriði eftir komu fakírs ins verður hinn heimsfrægi fallbyssukonungur Leoni, sá sem lætur skjóta sér úr fall- byssu í 20 metra hæð og svífur um 60 metra, og er hann sá eini núlifandi, er leikur þessa list. Selkópar í tjörninni Til að gleðja börnin sérstak- lega hefir stjórn Tívolí gert ráðstafanir til að fá tvo selkópa, og verður þeim komið fyrir í annarri tjörninni, sem verður girt sérstaklega. Rúlluskauta- brautinni verður komið fyrir á danspallinum, og verður hún tekin í notkun nú um hvítasunn- una. Fyrir þá fullorðnu mun hinn vinsæli skotbakki verða opnaður. —Alþbl., 5. júní M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — MESSUBOÐ — Messað verður í Guðbrands- söfnuði við Morden, sunnudag- inn 18. júlí, kl. 2 e. h. Standard Time. Fólk er vinsamlega beðið að auglýsa messuna innan byggðar. S. Ólafsson ☆ ■Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 11. júlí: Hnausum, kl. 2 Riverton, kl. 8. ■— Báðár messurnar á íslenzku. Robert Jack son. Mr. Viking kom heim á sunnudagskvöldið en kona hans og dóttir dvöldu í Kenora fram á miðvikudag. ☆ Mr. og Mrs. Björn Olgeirsson frá Mountain, N. Dak., hafa dvalið í borginni nokkra undan- farna daga. ☆ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur, er í 3ja vikna sumarfríi ásamt frú sinni vestur við Banff og Lake Louise. ☆ Mr. John Vigfússon frá Howardville var staddur í borg- inni á mánudaginn ásamt fjöl- skyldu sinni. ☆ Mr. og Mrs. Th. Clements frá Ashern, Man., voru í borginni á mánudaginn. ☆ Síðastliðinn fötsudag lézt hér í borginni Pétur E. Erlendsson 83ja ára að aldri; hann stundaði um tuttugu ára skeið búskap í grend við Belmont, Man., en dvaldi þaðan í frá í þessari borg; hann lætur eftir sig þrjár dætur, Mrs. Fred Hernrich, Mrs. Sam Travis og önnu, og þrjá sonu, John, Carl og Magnús; einnig lifir hann ein systir, Mrs. Julian Prout. Útförin var gerð frá Bardals á mánudaginn. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Frú Emily Pálsson frá Van- couver er nýkomin til borgar- innar úr heimsókn til dæt.ra sinna í Ottawa og Geraldton, Ont. — Ég vil hér með biðja um hönd dóttur yðar, því að nú hef ég fengið svo góða stöðu, að ég get séð fyrir fjölskyldu. — Ágætt! Við erum sex í heimili! Frá Seattle Seattle er séleg borg sín með breið og fögru torg, bygð er steini og stáli af og stendur við hið Kyrra haf- Heimsins öllum álfum frá ýmsar þjóðir líta má; upp að telja allar þær um það varla ég er fær. Svíinn tíðum tyggur snús, talinn mjög til starfa fús. Þá er hér einnig þegnaval frá Þrándheimi og Raumudal. Baunverjinn er hér frá Höfn, hingað kominn yfir dröfn. Islendinga einnig hér innan um synda lítum vér. Tekur óhræddur ölið inn, unir hjá oss Þýzkarinn. Rússar, Finnar Frakkarnir, flutt hafa hingað allmargir. Urmull sést af ítölum útsmognum frá Páfanum. 1 húsum ríkra og hótelum er heilmikið af Mongólum. Þeir eru mestu þrifa skinn og þolnir að ná í dollarinn. Líka Irinn er oss hjá, Engla og Skota telja má. Gráðugir að græða féð, Gyðingana fáum séð. Þeir alskyns varnig selja sveit og sjaldan tapa það ég veit. Hér eru annars engin naut í amerískum þjóða-graut. ☆ ☆ ☆ Þá er að geta þess, að Islend- ingar í Seattle hafa ákveðið að stofna til íslendingadags hátíða- halds eins og undanfarandi ár, sunnudaginn 1. ágúst n.k. að Silver Lake; ekki alveg á sama stað og áður, heldur rétt norðan við garðinn sem við höfðum áður. Nefndin er nú í óða önn að útbúa skemmtiskrá fyrir dag- inn og verður hún með bezta móti: Iþróttir af ýmsu tagi fara fram og geta allir tekið þátt í þeim eftir vild, ungir sem gamlir. Ein af okkar glæsilegu konum mun koma fram og tákna Fjallkonuna, og verður það óefað með beztu atriðum á skemmtiskránni. Veitið athygli auglýsingum vorum, sem munu birtast bráð- lega í íslenzku blöðunum. J. J. M- Eiginkonan kom til manris síns rétt fyrir jólin og bað hann að lána sér 500 krónur. — Góða bezta! Að lána þér? Ég sé þá peninga aldrei aftur. — Jú; ég skal veðja við þig 20 krónum, að þú færð pening- ana aftur í janúar. — 1 byrjnu febrúar sagði kon- an við mann sinn: — Ég tapaði veðmálinu. Hér eru tuttugu krónurnar. Lesið Lögberg "A Realislic Approach to the Hereafter" by Winnipeg author Edith Hansson Bjornsson's Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fjnrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.