Lögberg - 22.07.1954, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLl 1954
BENJAMÍN KRISTJÁNSSON:
Radhakrishnan
Baráttumenn fyrir andlegu frelsi
Sindri
,Sá er góður salur, er stendur
á Niðafjöllum, gerr af' rauða
gulli“.
Sumarið 1936 dvaldi ég nokkra
mánuði í London og sat þá löng-
um við ýmiss konar grúsk í
lestrarsalnum mikla í British
Museum. Datt mér þá oft í hug
þessi setning. Er þar einn hinn
viðkunnanlegasti staður, sem ég
þekki í víðri veröld. Óteljandi
bækur stara á mann úr öllum
áttum ofan úr hillum hlaðnar af
vizku aldanna. Bak við hvern
bókarkjöl er ævintýraheimur,
sem farinn hefir verið eldi af
einhverjum landnámsmanni í
andans ríki. Þar er Mímisbrunn-
ur margra fræða, sem hefir að
geyma ævistarf óteljandi ágætra
lærdómsmanna.
Þessar bækur hafa hljótt um
sig. Ekki belja þær áróður sinn
gegn um magnara, troða sér
ekki óboðnar inn um hlustirnar,
eins og tröllskessurnar, sem org-
uðu í eyrun á Jóni Loppufóstra.
Heldur bíða þær þarna eins og
hæverskar heimasætur reiðu-
búnar að skemmta gestum, sem
að garði ber, með alúð sinni og
andríki, ef þeir óska. En ef gest-
urinn er annars hugar og biður
þær ekki um fylgd þeirra né
trúnað, brosa þær aðeins góðlát-
lega til hans, en láta hann annars
í friði.
Margan dag sat í næsta sæti
við mig Indverji, tem ég veitti
nokkra athygli. Hann var gáfu-
legur á svip og góðmannlegur,
og ljómaði birta úr augum hans,
eins og títt er um marga menn
af þeim kynstofni. Hárið, sem
þá þegar var orðið nokkuð grá-
sprengt, þó að maðurinn væri
enn tæplega fimmtugur, var eins
og úfið ský um höfuðið. Auðséð
var, að hann var vinnuhestur
mikill og dró til sín föngin víða
að. Svo niðursokkinn var hann
í hugsanir sínar og ritstörf, að
ekki sýndist hann hafa hug-
mynd um, hvað gerðist í kring
um hann. Þarna var hann jafn
aleinn með Guði sínum, eins og
hefði han verið staddur úti á
eyðimörku.
World Congress oj Faiths
Nokkru síðar kynntist ég þess-
um manni nokkru nánar, en það
var á trúmálaþingi, sem haldið
var í London þetta sumar, dag-
BIOOD
ihJ? ijkfktPOUO
* *.*ÍK***;*mx*.. *$ I I
THIS
SPACE
CONTRIBUTIO
DREWRYS
MANITOBA
DIVISION
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T I Þ
ana 3. til 18. júlí, að frumkvæði
merkilegs manns: Sir Francis
Younghusbands. Voru á þessu
þingi samankomnir fulltrúar frá
ýmsum helztu trúarbrögðum
veraldar og fluttu þeir guðs-
þjónustur, hver að hætti síns
trúarflokks. Einnig voru þarna
ýmsir nafnkunnir rithöfundar,
er fluttu fyrirlestra um trúar-
heimspeki. Á eftir fóru fram um-
ræður um erindin, bæði form-
legar og óformlegar, og auk þess
voru í sambandi við þetta þing
mörg teboð hjá háttsettu fólki,
þar sem menn blönduðust að vild
og gátu spurt hver anan ókunn-
ugra tíðinda.
Þarna voru alls konar skrýtn-
ir fuglar: Hindúar, kínverskir
Búddhatrúarmenn, Júðar og
Serkir, auk kristinna manna af
öllu tagi, og var það undramikil
forneskja, er þessir seiðmenn
tóku að söngla guðsorð sitt eftir
ævagamalli venju. Þótti mér sá
galdur bæði ömurlegur og af-
káralegur, er hann var framinn
á ókunnuga tungu, stundum af
raddlausum mönnum og lítt
söngnum. Voru þeir íklæddir
alls konar páfuglaskrauti, með
skýlur, trefla og talnabönd, svo
að manni gat dottið í hug lýsing
Stephans G. á Indíánum:
Þeim ræflunum, rauðum og
bláum
og röndóttum .bröndótum,
gráum.
Á eitthvað annað minntu þeir
mig líka, sem ég kom ekki al-
mennilega fyrir mig í fyrstu.
Svo stóð þetta ljóst fyrir mér,
þegar mínir elskanlegir stéttar-
bræður í lúterskum sið komu
fram á leiksviðið. Einmitt þann-
ig hlutum við að líta út í augum
hinna framandi þjóða. Munur-
inn var furðulítill.
Bæn Hindúans
Margt af þessu guðsorði véir
að vísu meira en frambærilegt,
það var ágætt. Sérstaklega er
mér minnisstæð guðsþjónusta,
sem prófsesor Mahendra Nath
Sircar, kennari í heimspeki við
háskóla í Calcutta, flutti í Lun
dúnaháskóla. Hann var lítill
maður og feitur, með hljómþýða
og fagra rödd, klæddur hvítum
klæðum. Hófst guðsþjónustan á
því, að hann lét meðhjálpara
sinn tóna ævafornt helgiljóð á
sanskrít, en síðan mælti hann
sjálfur á enska tungu. Einkum
þótti mér bænin og friðarkveðj-
an í niðurlagi guðsþjónustunar
falleg, en hún var á þessa leið:
Ó, ljóssins andi, nem burt van-
þekking vora, svo að vér megum
sannleikann skoða.
Ó, lífsins andi, gæð oss ódauð-
leik, svo að vér megum dauðann
sigra.
Ó, kærleikans andi, fyll oss
himneskum unaði, svo að vér
megum auðsýna allri veru ástúð
og vináttu.
Ó, vizkunnar andi, frelsa oss
af klafa girndanna, svo að vér
megum vakna til æðstu þekk-
ingar. Þú ert það. (Tattvamasi).
Lýs milda Ijós fram á veginn.
Friður á himni, friður í upp-
hæðum, friður á jörðu, friður
yfir vötnum, friður yfir grösum
og trjám, friður með Visve
Davah, friður með Brahma,
íriður með öllum, friður friðar-
ins sé með oss:
Om Santi! Om Santi!! Om
Santi!!!
Einkum voru fyrirlestrarnir
margir ágætir, og þótti mér þó
ekki meira til annars koma en
fyrirlesturs þess, er Radha-
krishnan, kunningi minn úr
lestrarsalnum, flutti, en ég varð
þess áskynja, að hann var á
þessum árum kennari í austræn-
um trúarbrögðum og siðfræði
við Oxfordháskóla. Var hann
mælskumaður mikill og ræðu-
skörungur, auk vitsmuna sinna.
Sarvepalli Radhakrishnan er
fæddur í Tirutani á Suður-
Indlandi 5. sept. 1888 og þar átti
hann heima fyrstu átta ár
ævinnar. Þá var honum komið
í kristinn trúboðsskóla og dvaldi
hann tólf ár samfleytt í ýmsum
kristnum stofnunum á Indlandi
og hneigðist hugur hans snemma
að trúarheimspeki. Gerðist hann
ungur kennari við ýmsa ind-
verska háskóla og vakti snemma
athygli með ritum sínum, er
einkum fjölluðu um samanburð
á austrænum og vestrænum lífs-
skoðunum. Hér var maður, sem
var jafnvígur í heimspeki Vest-
urlandabúa og vísindum sinnar
eigin þjóðar og hafði frá barn-
æsku sökkt sér niður í trúar-
brögð þeirra. Bárust honum
skjótt tilboð um kennaraembætti
við ýmsa enska og ameríska há-
skóla og hefir hann bæði kennt
í Oxford, Harvard og Chicago,
og víða um heim hefir leið hans
legið, jafnframt því sem vegur
hans fór ört vaxandi hjá hans
eigin þjóð. Hefir hann verið
mjög afkastamikill rithöfundur
og skrifað fjölmörg heimspeki-
rit, en af þeim mun ég aðeins
geta tveggja: Indian Philosophy
I—III (London, George Allen
and Unwin Ltd., 1951. 63s). Er
þetta sjötta útgáfan af þessu
gagnmerka riti, sem gefið er út í
hinu ágæta ritsafni: The Muir-
head Library of Philosophy, en
fyrsta útgáfan kom 1923. Má
nærri geta, að hér er um úrvals-
rit að ræða um indverska heim-
speki og trúarbrögð, þar sem
það er skrifað af einum skarp-
skyggnasta anda, sem nú er uppi,
og um leið gerfróðari í þessum
efnum en líklega nokkur núlif-
andi maður annar. Sama er að
segja um rit hans: Eastern
Religions and Western Thought
(Oxford University Press, Lon-
don 1939). Sú bók hefir einnig
komið í mörgum útgáfum. I þess-
ari bók rekur hann uppruna
ýmissa grískra heimspekikenn-
inga til indverskrar speki og
sýnir fram á, að margir leyni-
þræðir liggja milli austrænna og
vestrænna lífsskoðana. En það,
sem mestur ávinningur er að rit-
um Radhakrishnans, er saman-
burður hans á lífskoðunum Ind-
verja og Vesturlandabúa og
gagnrýni hans á trúarbrögðum
beggja. Sjálfur er hann að vísu
mjög trúhneigður og aðhyllist
hina andlegu skýringu á eðli
lífsins, en er hafinn yfir hin sér-
stöku trúarform, sem hann telur
að orðið geti að fótakefli andlegu
lífi, ef þau ná að steinrenna og
verða að kreddu. Um þetta fjall-
aði einmitt erindi það, er hann
flutti á trúmálaþinginu í Lon-
don 1936.
Radhdkrishnan um trú og
trúarbrögð
Vaxandi samgöngutækni, kvik
myndir og útvarp gerir fjar-
lægðirnar að engu og knýr
mannfélagið til nánara samstarfs
en fyrr. Þetta getur miðað að því
að þurrka út mismun þjóða og
siða, en það getur líka valdið
vaxandi árekstrum, ef ágrein-
ingsefnin eru mörg og stór. Nú
sem stendur er heimurinn eins
og púðurtunna (þetta var
skömmu fyrir heimsstyrjöldina),
og stjórnmálamönnum gengur
illa að hafa hemil á mannkind-
inni, enda er þess naumast að
vænta, fyrr en sálarástand henn-
ar er bætt að mun. Eru trúar-
brögðin þess megnug að gera
það? Orka þau að vinna bug á
kynþáttahatri, þjóðernisgorgeir
og yfirdrottnunarsýki einstakra
manna og þjóða? Sorglega oft
hefir þeim mistekizt þetta. Enda
þótt þau elski frið í orði kveðnu,
hatast margir sértrúarflokkar
innbyrðis, þar sem hver þykist
fara með umboð hins eina og
sanna Guðs, og gengur sá Guð
ávallt í stríðið með sinni eigin
þjóð, eða sínum flokki.
Hin trúarbragðalega sundrung
stafar af því, að menn kunna
ekki að gera greinarmun á trú og
kenning. Trúin er ekki vísindi
fyrst og fremst, því síður fræði-
kerfi eða játning. Þvert á móti
liggur meginhætta trúarbragð-
anna í því, að hneppa guðstrúna
í slíkar skorður mannlegra tak-
markana og ófullkomleiks, sem
öll guðfræði hlýtur að vera.
Væri fræðin kjarni trúarinnar,
eins og sumir halda og trúar-
kenningarnar óskeikular, þá
væri um vísindi að ræða en ekki
trú. Þá hefði mannsandinn
kannað ómælisdjúpin og gegn-
umskoðað Guð. Slíkt væri fjar-
stæða. Vísindi vor tæma aldrei
leyndardóminn, sem umlykur
tilveru vora, kenningar vorar
eru jafntakmarkaðar og vér
erum sjálf.
Trúin er annað og meira. Hún
er tilfinningin fyrir hinum lif-
anda Guði, sem býr eilífur og
ólýsanlegur í því ljósi, sem eng-
inn fær til komizt. Hún birtist í
lotningu, trausti og bæn, sem
knýtir þráðinn milli hins stund-
lega og' eilífa. Trúarreynsla allra
þjóða er þessi, að sá öðlast, sem
biður, krafti af hæðum er út-
hellt yfir jarðneskt líf, ef við-
tökuskilyrði eru fyrir hendi. En
það er trúin og bænin, sem stillir
hugina til samfélags við hin
æðri máttarvöld. Lík reynsla er
af þessu í öllum hinum æðri
trúarbrögðum og hér er því unnt
að mætast í skilningi.
, En það eru umbúðirnar utan
,um þennan kjarna, sem villa
svo mörgum sýn og skapa sundr-
ung. Auðvitað hlýtur hið innra
trúarlíf að vera bundið ein-
hverjum hugmyndum og klæð-
ast einhvérjum búningi. Trúar-
kenningar myndast, helgisiðir
og trúarstofnanir. Við þessu er í
sjálfu sér ekkert að segja, trúar-
orkan hlýtur að hafa eitthvert
form. En nauðsynlegt er að
skilja, að formið er tímabundið,
háð stund og stað, menntunar-
og menningarstigi þjóðanna, þó
að reynslan, sem liggur til
grundvallar, kunni að vera
áþekk. Því ber að varast það, að
gera stofnunina að fangelsi,
kenningarnar að fjötrum og
helgisiðina að innihaldslausu
prjáli. Þetta gerist, þegar nýir
tímar fara að höndum, ný vís-
indi og nýir siðir. Menn halda
þá dauðahaldi í hinn gamla sið,
einmitt af því að þeir skilja ekki,
að trúin sé annað en siðir, þeir
halda, að trúin felist í kenning-
unni og stofnuninni, en skilja
ekki, að þetta var aðeins tíma-
bundinn búningur innri réynslu,
sem ávallt hefir birzt með ýmsu
móti í lífssögu kynslóðanna, og
mun gera það til daganna enda.
Ef menn hins vegar rugla þessu
saman í huga sínum og kunna
ekki að gera greinarmun á því,
þá kæfir alltaf formið trúna
áður en lýkur, þá sigrar stofn-
unin andann, trúarbrögðin verða
að sið. Tilfinningin fyrir hinum
lifanda Guði þverr að því skapi,
sem meiri orku er varið til að
fjandskapast um tímabundnar
kenningar, og stofnunin getur
jafnvel orðið þrándur í götu þess
málefnis, sem hún átti að gagna.
Einmitt á trúmálaþingi eins og
þessu, þar sem vér eigum þess
kost að kynnast menntuðum
mönnum af ýmsum trúarbrögð-
um, ætti oss að geta orðið það
ljóst^ að öll trúarbrögð hafa lagt
eitthvað af mörkum, ekkert
þeirra á alla dýrlingana. Og með
því að bera saman trúarbrögð
vor, ættum vér að geta bjargað
oss frá hinum þröngsýna ná-
granna-krit pg hreppapólitík,
sem löngum hefir ríkt í trúar-
brögðum, þar sem einn þykist
hafa fengið opinberaðan allan
sannleikann, en heldur, að hinn
vaði í óguðlegri villu og svíma.
Skynsamlegra er það, sem Alex-
andríu-Clemens sagði forðum,
að frá upphafi hafi Guð löngum
opinberað sig öllum almennileg-
um mönnum.
Svo mælti Radhakrishnan og
margt annað sagði hann skyn-
samlegt.
Áður en ég skilst við Radha-
krishnan, vil ég geta þess, að
hann er nú í dag talinn með allra
merkustu heimspekingum ver-
aldarinnar. í ritsafninu The
Library of Living Philosophers,
þar sem komið hafa út rit um
John Dewey, Santayana, White-
head, Bertrand Russell, Albert
Einstein o. fl., hefir nýlega verið
gefið út geysimikið rit um hann
og kenningar hans: The Philo-
sophy of Sarvepalli Radha-
krishnan (New York, Tudor
Publishing Co. 1952). I þessa
bók, sem er 883 bls. í stóru broti,
hafa 23 heimskunnir fræðimenn
ritað ýmsa þætti um heimspeki
Radhakrishnans, og sjálfur á
hann þarna tvær miklar og
merkilegar ritgerðir, og kallast
önnur Trú andans og hvers ver-
öldin þarfnast, en hin Gagnrýn-
endum svarað. Nærri má geta,
að hér er margt umhugsunar-
efni, girnilegt til fróðleiks, því
að þessi maður er einn af mestu
fyrirmönnum síns kynstofns,
var um mörg ár náinn kunningi
og vinur Tagores og Gandhis
(um þá báða hefir hann skrifað
bækur), og nú síðast hefir
Nehru kvatt hann til ýmissa
trúnaðarstarfa. Eftir að hann
hafði gegnt forsetaembætti við
marga háskóla á Indlandi, gerð-
ist hann fulltrúi Indlands í fram
kvæmdarnefnd UNESCO 1946
og brátt forseti nefndarinnar, og
hafði þá aðsetur í París. Síðan
var hann um stund sendiherra í
Sovét-Rússlandi, og nú síðast frá
1951 varaforseti Indlands og býr
í Nýju Dehli. Hann er talinn
mesti núlifandi hugsuður Aust-
urlanda. Skyldum vér ekki geta
eitthvað af honum lært?
Berdyaev
Á því hinu sama þingi, sem nú
hefir verið drepið á, var annar
maður, sem þá var tekinn að
vekja mikla athygli sem frum-
legur og sérkennilegur trúspek-
ingur, en það var Nicholas
Bardyaev. Hann flutti þarna
fyrirlestur um trúarbrögðin og
bræðralag mannkynsins.
Vér lifum á grimmri og misk-
unnarlausri öld, sagði hann,
þegar hatur og úlfúð ríkir milli
þjóða og blásið er að fjandskap
milli einstaklinga, stétta og
stjórnmálaflokka. Þeir, sem
finna sárt til þessa ófremdar-
ástands og þrá einingu og frið,
snúa augum sínum til trúar-
bragðanna í þeirri von, að þau
séu þess umkomin að bæta úr
þessu. En er það nú svo? Enginn
efi er á því, að grundvöllurinn
undir öllum öðrum friði er innri
íriður og eining. Samt hefir
trúarbrögðunum mistekizt. Þau
hafa sjálf orðið eitt af ófriðar-
efnunum.
Sérhver ofstopa maður í trú-
arefnum er óhæfur til að með-
taka sannleika Krists. Trúarofs-
inn er jafnvel enn háskalegri sál-
inni en stjórnarfarslegt flokks-
ofstæki og þjóðernisgorgeir, og
er þó allt þetta af hinu illa. Hans
vegna hafa menn verið hjól-
brotnir og brenndir á báli. Og ef
minna ber á trúarofsa nú en
stundum fyrr, þá er það ekki
fyrir annað, en að trúaráhuginn
er nú minni og efnishyggjan
meiri. Þó þykist hver góður af
sinni kreddu og fjarri fer því,
að nokkur eining eða bræðralag
sé um þessa hluti.
Kri^tur er með öllum
Ekkert er ókristnara en fyrir-
litning hvítra manna á dökkum.
Kynþáttahatur er vanvirða
kristnum mönnum, eins og líka
allt annað hatur er ókristilegt.
Elskið óvini yðar, sagði meis^ar-
inn. Kristur er með öllum mönn-
um og einnig þeim, sem ekki
telja sig kristna.
Sumir kaþólskir guðfræðingar
tala um líkama kirkjunnar og
sál. Líkaminn eru þeir, sem til-
heyra stofnun kirkjunnar og
neyta sakramenta hennar, en
sálinni tilheyra einnig margir
þeir, sem standa utan kirkjunn-
ar, en hugsa þó um guðdómlega
hluti, gæzku og sannleika. Þessi
kenning stefnir í áttina til
’bræðralags. Vel megum vér
viðurkenna, að Hindúinn,
Buddhatrúarmaðurinn, Gyðing-
urinn, Múhameðstrúarmaðurinn
og andatrúarmaðurinn tilheyra
líka þessari kirkju Krists, ef
þeir eru að leita Guðs og hins
eilífa lífs, gæzku og sannleika.
Vera má, að þeir séu í raun og
veru miklu handgengnari Guði
en þorri kristinna manna, sem
það eru af vananum einum.
Vér kristnir menn trúum, að
heimurinn verði ekki endur-
leystur án Frelsarans. En af
þessu leiðir ekki, að eingöngu
þeir, sem játa Krist öðlist hjálp-
ræðið. Ég endurtek það, að
Kristur er með öllum, einnig
þeim, sem ekki eru með honum.
Æviferill
Nicolai Alexandrovich Ber-
dyaev (eða: Berdíaeff, eins og
hann skrifaði sjálfur) var einn
af þeim undarlegu farfuglum
austan úr Garðaríki, sem all-
margt var af í Vestur-Evrópu
milli styrjaldanna. Þetta voru
flóttamenn, sem vænzt höfðu
„frelsunar Israels“ með bylting-
unni 1917, en urðu fyrir hræði-
legum vonbrigðum, þegar þetta
langþráða sæluríki Bolsévika
loksins komst á laggirnar.
Hann var fæddur í Kiev 1874,
af aðalsættum. Hóf hann í fyrstu
nám í liðsforingjaskóla, en fór
síðan í háskólann í Kiev. Varð
hann þá hrifinn af kenningum
Marx og tók að gefa sig nokkuð
að stjórnmálaáróðri og var fyrir
það rekinn úr skóla. Tuttugu og
fimm ára gamall var hann gerð-
ur útlægur frá Kiev og hvarf þá
til Norður-Rússlands, þar sem lá
við að hann yrði enn rekinn í
útlegð. En þá gekk stjórnar-
byltingin yfir. Áður en hér var
komið sögu hafði hann þó sagt
skilið við kommúnismann og
horfið á ný til grísk-kaþólskrar
trúar.
Eftir októberbyltinguna bauð
Bolsévikaflokkurinn honum þó
kennaraembætti í heimspeki við
háskóla í Moskvu. En brátt féll
. hann í ónáð hjá þeim, er hann
féllst ekki á allar þeirra kreddur,
og var honum tvívegis varpað í
fangelsi og loks rekinn úr landi
1932. Settist hann þá fyrst að í
Berlín, þar sem hann opnaði
rússneskan skóla í heimspeki og
trúarbrögðum, en hrökklaðist
þaðan á dögum Hitlers til
Clamart í nánd við París, þar
sem hann hélt áfram líkri
kennslu, nema hvað hann kenndi
um tíma við Sorbonne. Hann
andaðist í Clamart 24. marz 1948.
Fjöldamargar bækur gaf hann
út, sem jafnóðum voru þýddar
á enska tungu, eins og t. d.,:
The Destiny of Man, Spirit and
Iieality og Slavery and Free-
dom, allt mjög athyglisverð rit.
Jafnvel nú eftir dauða hans hafa
komið út ekki færri en þrjár
bækur eftir hann á Englandi, nú
á síðastliðnu ári Truth and Re-
velation (Translated from the
Russian by R. M. French,
Geoffrey Bles, London. 15s).
Frelsi andans
Berdyaev var fremur spámað-
ur en heimspekingur. Sumt í
hugsunarhætti hans kemur vest-
rænum mönnum ókunnuglega
fyrir ^jónir, en einmitt fyrir þá
sök er fróðlegt að lesa rit hans.
Þegar hann talar um sannleika,
á hann t. d. ekki fyrst og fremst
við rétta þekkingu á einhverjum
ytra hlut. Sannleikurinn er hug-
mynd, sem lostið hefir niður i
sál mannsins frá æðra heimi, en
kemur síðan til að hafa um-
skapandi áhrif á líf hans og starf.
Hið guðlega líf er alltaf að berj-
ast til valda í vitundarlífi
mannsins. og er þetta hans raun-
verulega örlagastríð. sem hann
verður umfram allt að veita at-
hygli.
Ein af meginkenningum Ber-
dyaevs fjallar um guðmennið-
Kristur er fyrirmyndin, hinn nýi
Adam. Og eins og Guð birtist i
Kristi, þannig á hann líka stöð-
Framhald á bls- ®