Lögberg - 22.07.1954, Page 3

Lögberg - 22.07.1954, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLI 1954 3 Drottning Ádríahafsins Feneyjar, borgin sögufræga við botn Adríahafsins, er eftir- læti allra ferðamanna. Erlendir ferðalangar flykkjast árlega í hrönnum til Feneyja til að skoða þessa undraborg, sem ekki á sinn hka í veröldinni. Og það er ó- hætt að fullyrða, að sá ferða- langur, sem leggur leið sína til Feneyja, skynjar ýmsa fegurð, sem hann áður ekki vissi, að v*ri til í þessum heimi. Úppha/ borgarinnar Það er upphaf byggðar í Fen- eyjum, að fólk, sem byggði Norður-ltalíu á fimmtu öld, flýði undan innrásarherjum barbara út í lálendar eyjar, sem Hggja undan ströndu milli ósa Piave og Adige, en báðar þær ár eiga upptök sín í Alpafjöllum. Petta flóttafólk hóf byggingu borgar, sem síðar varð ein feg- ursta og auðugasta borg ver- aldar. Venezia varð snemma sjálf- staett lýðveldi og nefndist sá boge (hertogi), sem æðstur var uianna í ríkinu. Borgin er vel í sveit sett sem verzlunarborg, enda græddist henni snemma of fjár á viðskiptum við Austur- lönd. Á tímum krossferðanna var uppgangur Feneyja mikill. Fftir fjórðu krossferðina var borgin á hátindi veldis síns. Veneziumenn réðu þá yfir íónísku eyjunum, hluta af Mikla garði og höfðu aðgang að Svarta- hafi. Þannig sátu þeir yfir allri verzlun milli Evrópu og Asíu. Stríð og hnignun Veneziumenn háðu styrjaldir við nábúa sína í Genúa og gjör- sigruðu flota þeirra í Chioggia arið 1380. Þeir brutu einnig und- lr sig landsvæði á meginlandinu. Verzlun og siglingar blómguð- ust nú meira en nokkru sinni fyrr. En brátt komu hnignunar- merki í Ijós. Tyrkir náðu Mikla- garði og byrjuðu að leggja undir sig grísku nýlendurnar. Þegar svo hin nýja sjóleið til Indlands fyrir Góðravonarhöfða var upp- götvuð seint á fimmtándu öld, fluttust Austurlandaviðskiptin frá Miðjarðarhafi að Atlantshafi. Feneyjar höfðu lifað sitt feg- Ursta. Napóleon tók borgina her- skildi,1797. Eftir fall hans voru ^eneyjar undir veldi Austurríkis þangað til árið 1866, að ítalía var sameinuð í eitt ríki. Gondola! Gondola! Feneyjar eða borgin fljótai eins og hún er stundum köl] er byggð á mörgum smáeyjt Fr engu líkara en húsin hafi v Ið reist á hafi úti. Stór skur( hggur eftir borginni endilan °g skiptir henni í tvennt. Nefr hann Canale Grande og er í 1 un eins og S. Út frá honum lig, Svo smásíki, 117 talsins, s Kaupið Lögberg V VIÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ spönnuð eru af rúmlega 400 brúm. Aðalfarartæki borgarinn- ar eru hinir nafntoguðu gondól- ar, flatbotnaðir bátar, langir og mjóir. Stendur ræðarinn aftur í skut og stjakar gondólnum á- fram með einni ár. Gondólinn hefir lengst af gegnt sama hlutverki í lífi Fen- eyinga og hesturinn hjá okkur íslendingum. Nú á gondólinn í vök að verjast fyrir nýja tíman- um, því að vélbáturinn er bæði hraðskreiðari og ódýrari. Hann mun þó aldrei geta þrætt króka- leiðir gondólsins og aldrei bjóða upp á svipaða rómantík! Starf ræðaranna er erfitt og lýjandi, en það má telja til lista, hversu fimlega þeir stýra báti sínum á hinum þröngu síkjum milli húsaraðanna. Það vantar ekki að ferðamanninum sé boðið í sigl- ingu. Hvarvetna bjóða ræðar- arnir þjónustu sína: Gondóla! Gondóla! hrópa þeir og eru reiðubúnir til að slá af svo sem helmingi af upphaflegu verði, ef ferðamaðurinn er búinn að læra þá göfugu list að prútta. * Piazza San Marco Markúsartorgið er miðstöð borgarinnar og við það standa frægustu byggingar borgarinn- ar: Hertogahöllin, Companilu- turninn og Markúsarkirkjan. — Kirkjan var byggð yfir jarð- neskar leifar Heilags Magnúsar, þegar þær voru fluttar frá Alex- andríu til Feneyja. Mikið skraut var borið í kirkjuna. Það voru lög í ríkinu, að hver sá kaup- maður, sem til Austurlanda fór, skyldi koma aftur með einhverja skrautmuni í kirkjuna. Kirkjan er byggð í byzönskum stíl, afar litskrúðug, þegar glampar á mósaikið í sólskininu. Yfir aðal- innganginum standa bronzhest- arnir fjórir, sem eitt sinn skreyttu hvelfingu Neós í Róm. Flestir skrautmunir í kirkjunni eru frá Alexandríu og öðrum borgum Austurlanda. Markúsar- kirkjan er eitt fegursta guðshús i veröldinni, sem gert hefir verið af mannanna höndum. Hertoga- höllin er umkringd súlnaröðum á tvo vegu með fögrum bog- hvelfingum. Hún var í smíðum í tvær aldir og var sífellt verið að breyta henni á ýmsa vegu. Hún er ein af fegurstu bygging- um á ítalíu. I hertogahöllinni eru geymd mörg meistaraverk mál- arans Tintoretto, t. d. „Bacchus og Adríane“ og „Paradís", sem er stærsta olíumálverk í heimi. Kotneskar kirkjur og Renaissance Annars úir allt og grúir af kirkjum og höllum í gotneskum stíl. Má þar til nefna kirkju Santa Maríu Gloriosa de Frari, sem skreytt er listaverkum eftir Titian. Renaissancinn náði al- drei eins sterkum tökum á Fen- eyjum og öðrum borgum ítalíu, sökum hinna austurlenzku á- hrifa, sem þar gætti. Þó eru margar byggingar í stíl endur- vakningarinnar, t. d. San Marco- bókasafnið, sem álitið er skraut- legasta dæmi um Renaissance, sem til er í heiminum. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar þær glæsilegu og frægu byggingar, sem Feneyjar hafa upp á að bjóða, enda er þar sjón sögu ríkari. Skulum við því lítil- lega athuga daglega lífið undir hinni brennandi sól Italíu. Sotto il sole di Venezia Það verður ekki annað sagt en að götulífið sé nokkuð fjölskrúð- ugra og hávaðasamara þarna suður frá en við eigum að venj- ast hér við kaldar strendur At- lantshafsins. Götusalar og úti- kaffihús setja sinn svip á bæinn. Fátt er skemmtilegra en að eiga viðskipti við hina lífsglöðu götu- sala. Þeir eru fljótir að falla frá hinum upphaflega prís og stökkva ekki upp á nef sér, þótt viðskiptavinurinn * sé enginn þægir gulls og geri sig ekki á- nægðan fyrr en hann hefir þjarkað hinu upphaflega verði niður um helming. Ensku, þýzku, frönsku, dönsku og sænsku hafa þeir á takteinum, en tungu þeirra Egils og Snorra kannast þeir ekkert við! Ekki ber mikið á betlurum, miklu minna en í Þýzkalandi t. d. Fólkið er yfirleitt snyrtilegt til fara, einkum kvenþjóðin. Þær eru flestar í ‘drögtum eins og stöllur þeirra íslenzkar á fögr- um sumardegi, sérlega þokka- legar og aðlaðandi mannverur! ítalskan er hljómíagurt mál og lætur þægilega í eyrum. Fólkið, sem talar hana er glaðlynt, söngvið og elskulegt í viðmóti. Það lætur tilfinningar sínar ó- spart í ljós. Tveir fullorðnir karlmenn skömmuðust sín t. d. ekkert fyrir að skæla framan í heila járnbrautarlest. Gler og feröamenn Gleriðja Feneyinga er fræg, og þeir eru ekki lítið stoltir af. Þykir þeim illt, ef nokkur slepp- ur úr borginni án þess að hafa skoðað að minnsta kosti eina glersmiðju. Annars hafa þeir drýgstan skilding af ferðamönn- um, sem koma hvaðanæfa að til að skoða borgina þeirra. Fen- eyjar eru líka Paradís ferða- mannsins. Rétt fyrir utan borg-, ina liggur Lidor baðströndin, þar sem hann getur svamlað í volgum býlgjum Adríahafsins og sleikt sólskinið í glóandi fjöru- sandinum. Ef hann vill freista gæfu sinnar, er hægurinn á að skreppa snöggvast inn í casí- nóið, en það er lukkan ein, sem ræður vigt á pyngjunni, þegar menn koma aftur út í sólskinið. I Rialtohverfinu er heimsins elzti banki og þar er líka fiski- torg, þar sem ýmsar framandi fisktegundir eru til sölu. Þarna iðar allt af lífi og fjöri, það er þráttað um verðið á hverjum kolkrabba þar til hæsin bindur endi á frekari umræður. Við kveðjum Feneyjar að kvöldlagi. Sól er hnigin til viðar. Hægur andvari vaggar gondóln- um á Canale Grande. Við róum framhjá tveimur elskendum, sem gleymt hafa stað og stund undir stirndum himni. Brátt er- um við í járnbrautarvagni, sem ber okkur burt frá þessari fögru undraborg, þar sem Titian föndraði við pensla, d’Annunzio háði stefnumót við Elenoru Duce og Shylock gamli taldi dúköturn- ar sínar. V. A. —TÍMINN, 16. júní Gætið mikilvægra skjala Fæðingarvottorð, vegabréf, borgarabréf og önnur verðmæt skjöl, ættu að vera geymd annars staðar en í heimahúsum, því þar er hætta af eldsvoða og þjófnaði of mikil. Geymið slík skjöl í yðar eigin öryggishólfi hjá The Royal Bank of Canada, en það kostar innan við 2 cent á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. Viðskipti yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýtur tryggingar allra eigna bankans. Baráttumenn . . . Framhald aí bls. 2 ugt að holdgast á jörðu í öllum mönnum. Fyrr er ekki takmarki hins mennska lífs náð. En það er ekki frelsun einstaklinganna fyrst og fremts og ekki heldur eitthver fyrirmyndarríki á jörðu, þar sem hver maður á bíl, kæli- skáp og útvarp, sem er tak- markið. Heldur er það eins konar upphafning þessa jarðneska lífs til guðmannlegs lífs, sem orðið gæti eins og himnesk symfónía í samanburði við ruddalegan jass hversdagsleikans. Um þetta ræð- ir nokkuð í einni af merkustu bókum hans: Fredom and the Spirit, er fyrst kom út í Eng- landi 1935, en hefir komið nokkr- um sinnum út síðan (London, Geoffrey Bles. '12s. 6d). Guðs samverkamenn eruð þér Að skoðun Berdyaevs hafa ýmisir áhrifamenn vestrænnar kristni, eins og t. d. Ágústínus og Lúthfer, verið of tröllriðnir af syndartilfinningu sinni. Ekki tjáir þó að ætla sér að hunza þann gamla með öllu. Honum verður alltaf að sýna tilhlýðlega kurteisi. En í stað þessarar sál- sýkiskenndu hræðslu við djöful- inn og ógnir vítis, er mönnum var áður innrætt, mundi það reynast farsælla að halda meira á lofti merki fegurðar og góð- leika. Það að vera mennskur er einmitt í þéssu fólgið, að vera gæddur frelsi og skapandi mætti fram yfir skynlausar skepnur. Mesta vegsemd mannsins er það, að honum er ætlað að verða sam- verkamaður Guðs. Að vera að berja það stöðugt inn í hann, að hann sé réttlaus stórsyndari, fall- inn og gerspilltur garmur, sem ekkert verðskuldi nema helvítis- eld,- verður fremur til hrösunar en sáluhjálpar. Það getur ekki verið draumur skaparans, áð koma sér upp þrælastétt. Enda væri harðstjórn á himni engu geðslegri en harðstjórn á jörðu. Af öllum þrældómi, sem mann- kynssagan veit dæmi um, er sá verstur, sem lagður hefir verið á mennina í nafni Guðs. Frelsisþrá rússnesku þjóðar- innar er á sígildan hátt lýst í hinni frægu skáldsögu eftir Fyodor Dostoevsky: Karamazov bræður, í frásögninni af rann- sóknardóamaranum mikla, sem lætur handtaka Jesú, er hann kemur til jarðarinnar á ný, og dæmir hann á bálið. „Þú þóttist ætla að gera mennina frjálsa“, mælti hann, „en þetta frelsi hefir orðið okkur dýrkeypt. I fjöldamargar aldir erum við búnir að berjast við þetta frelsi þitt, sem mennirnir hafa ekkert með að gera og nota sér aðeins til óþurftar. Nei, þá sá fjandinn betur: Gefið þeim brauð, og fyrir það eru þeir reiðubúnir að selja frelsi sitt og frumburðar- rétt“. 1 skapgerð rannsóknar- dómarans er ofið þáttum úr hugsunarhætti Jesúíta og komm- únista. Hann ímyndar sér, að hann vilji vel. En af því að mennirnir eru ekki frelsinu vaxnir, verður hann að taka sér einræðisvald yfir þeim. Allt er skipulagt: heimilislíf þeirra, störf þeirra og skemtanir, hugs- anir þeirra og vilji. Aldrei má hin algóða forsjón rannsóknar- dómarans af þeim líta, svo að þeir fari.sér ekki að voða. Menn- irnir verða að eins konar verk- færum eða viljalausum vinnu- dýrum í höndum hinna útvöldu stjórnenda. Dostoevsky sá með skyggnum augum, hvað koma mundi í þeim þjóðfélögum, sem hættu að trúa á frelsi Krists, en féllu fyrir freistingum Satans í eyðimörkinni. Dýrin en ekki mennirnir geta lifað af einu saman brauði. —KIRKJURITIÐ Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og elds&byrgC. bifreiBaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For t^uick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Ofíice 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 132 Slmcoe St. Wlnnipeg, Man. '^=UNfí=r SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hálssjiíkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg , PHONE 74-3411 Thorvaldson. Eggertson, Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hafið Höfn í huga Heimili aólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Horne Soc , 3498 Osler St., Vancouver, B.C. CANADIAN FISH ARLINGTON PHARMACY PRODUCERS LTD. Prescriplion Specialist Cor. Arlington and Sargent J. H. PAGE, Managing Director Phone 3-5550 Films, Picnic Supplies and Wholesale Distributors of Fresh and Beach Novelties. Frozen Fish' We collect light, water and 311 CHAMBERS STREET phone bills. Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Post Office Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST 528 MEDICAL ARTS BUILDING SERVING THE WEST END FOR Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. 27 YEARS and by appointment. Phone 74-4422 Ellice & Home A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre bame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital NelLs Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Gilbarl Funeral Home Selkirk, Manltoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccrmtant 505 Confederation Life Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansmon 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 SELKIRK METAL PRODUCTS G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá aC rjúka út meB reyknum.—SkrifiB, simiC til KELLT SVEINSSON C2S Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Simar S-3744 — 3-4431 Keystone Fisheries Limited Wholesaie Diatrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-6227 J. Wilfrid Swanson & Co. EGGERTSON Insurance ln all lta branches Real Estate - Mortgage* - Rentals FUNERAL HOME 210 POWER BUILDING Telephone »3-7181 Res. 40-3480 Dauphln, Manitoba LET US SERVE YOU Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. Van's Etectric Ltd. 636 Sargenl Ave. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smlth SL Wlrmipeg PHONR 02-4624 Authorized Home Appliance Dealers GENKRAL F' 1 .Fd'KIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFTAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.