Lögberg - 09.09.1954, Síða 7
7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954
UNDUR HIMINGEIMSINS
—L. F.
Mrs. Magnús Snowfield ■
(MINNINGARORÐ)
TJÖRNUKLASI (galaxy) sá,
sem sólheimur okkar til-
heyrir er gefið nafnið Vetrar-
brautin, diskmyndaður flötur
sem snýst um möndul. Hver og
ein stjarna (utan níu jarðstjarn-
anna), sem sézt með beru auga
er sól og tilheyrir þessum klasa,
nokkrar biljónir að tölu, og er
sól okkar með þeim smærri.
Þessi klasi er um það bil 230,000
ljósár í þvermál en 60,000 ljósár
að þykkt um miðjuna, þar sem
hann er þykkastur. (Ljósár er
vegalengd sú, sem ljósbylgjan
kemst yfir á einu ári, en hraði
hennar er 186,282 mílur á sek-
úndunni). Þessi klasi er bara
einn af hundruð miljónum
slíkra klasa, sem sjá má í stærstu
sjónaukum.
☆
Sólin okkar er ærið bákn, í
samanburði við jörðina. Hún er
að þvermáli 866,300 mílur, en
þvermál jarðarinnar er 7,926
mílur við miðjarðarlínuna (7,900
mílur milli pólanna), og er því
efni (mass) sólarinnar 334,500
meira. Hún er þó lítil miðuð við
stærð sumra annara, svo sem
Betelgeuse, Antares og Hercules.
Setjum svo að sól okkar væri í
oiiðju Herculesar, þá væri hring-
braut jarðarinnar, í þvermál
186,000,000 mílur, aðeins rúm-
lega miðsvegar að yfirborði
hans, sem næði vel . út fyrir
hringbraut jarðstjörnunnar
Marz. Fjöldi slíkra sólbákna er
víðsvegar í Vetrarbrautar klas-
anum, en Hercules er stærst
þeirra, sem mældar hafa verið af
nokkurri nákvæmni.
.☆
Samsetning efna í stjörnum
himingeimsins er ekki síður
niargvísleg og mismunandi en
stærð þeirra, sumar þéttar og að
sama skapi þungar, aðrar þunnar
°g léttar. Þannig er smástyrnið
Númer 8247 í stjarnalistanum,
að rúmmáli aðeins hálft eins stór
°g jörðin, svo þétt og þung að
aðeins þumlungs-teningur (1
cubic inch) af efni hennar
mundi vigta 620 lestir (2,000
sinnum 620 pund) á yfirborði
Jrðar. í samanburði, er þyngd
efnisins í Betelgeuse, önnur
stærsta stjarnan, svo lítil, að
Þriggja feta teningur (cubic
yard) mundi vigta aðeins einn
þrítugasta úr únzu á yfirborði
jarðar.
☆
Svo geysisterkt er aðdráttarafl
sólarinnar, sem varnar því að
jarðstjörnurnar þeytist út í
geyminn, að væri í þess stað
armur úr stáli frá sólinni til
jarðarinnar til að halda henni á
hringbrautinni, yrði hann að
vera 3,000 mílur í þvermál svo
hann slitnaði ekki. En svo ná-
kvæmlega er miðflótta-aflið og
aðdráttar-aflið samstillt, að í þau
fjÖgur biljón ár, sem vitað er að
jörðin hefur hringsólast á þess-
ari braut, hefur hvorki dregist
sundur eða saman með þeim,
hins eðlilega mismunar spor-
haugsins á árshringnum.
☆
Eitt af undrum himingeimsins
eru breytilegu, óstöðugu stjörn-
Urnar, sem sagðar eru að anda;
P*r stækka og minka í reglu-
hundnum hlutföllum. Ein slík
stjarna heitir Delta, og er í
^epheus smá-hópnum, sem hef-
Ur verið veitt nákvæm athygli í
a]lt að tvö mundruð árum. Hún
Uaer hápunkti að birtu hverja 5
aga, 8 klst., 47 mínútur og
26 sekúndur. Þegar hún er
uimmust er birta hennar aðeins
einn þriðji hluti af því, sem hún
er þegar hún er björtust. Önnur
sh'k er stórstyrnið Mira, að þver-
mali 460 sinnum meiri en okk-
ar sól, en hún stækkar og minnk-
ar geysilega á hverjum níu
mánuðurn — stækkar í einn
mánuð en tekur svo átta mánuði
að dafna. Hún er um það bil
þásund sinnum bjartari á há-
Punkti en þegar hún er dimm-
ust, en hiti hennar breytist þó
ekki að nokkrum mun. Stór-
styrnið Betelgeuse breytist einn-
ig á þessa vísu, en á óreglulegan
hátt. Þvermál hennar hefur
verið mælt hæst 400,000,000
mílur og allt ofan í 290,000,000
mílur, en sá mismunur er
110,000,000 mílur. Þess ber að
minnast, að þvermál okkar sólar
er aðeins 866,300 mílur, en hún
er ætíð söm, eða því sem næst,
bæði að birtu, hita og stærð.
☆
Ein af heitustu stjörnum
himingeimsins, björt á norður
himninum, er Sírius. Hún er að
stærð aðeins tvisvar þvermál
okkar sólar, eða rúmlega 1,700,-
000 mílur, en þrjátíu sinnum
bjartari, og er yfirborðshiti
hennar 30,000,000 gráður Fahr.,
þrisvar sinnum heitari en okkar
sól. Væri Sírius þar sem okkar
sól er, það er í átta ljósmínútna
fjarlægð (í stað 8,6 ljósárs eins
og hann er), mundi vatn jarð-
arinnar snúast í gufu og jafnvel
steinarnir bráðna á augnabliks
stundu.
☆
Ein af meiri ráðgátum himin-
geimsins er tvístyrnið (binary)
Algol, í Perseus hópnum. Tvær
sólir, á líkri stærð, hver um sig
þrisvar sinnum stærri en okkar
sól, snúast ört hver um aðra —
hver hringferð þeirra aðeins 69
klukkustundir — en bilið milli
þeirra er minna en þvermál
hvers um sig, eða aðeins tvær
miljónir mílna. Það er erfitt að
hugsa sér jafnvægi afla þeirra,
sem halda þeim sundur, en þó í
svo nánu sambandi án áreksturs.
☆
Einn af kenjaskrokkum him-
ingeimsins er smástjarna sú,
sem stjörnufræðingar nefna
seppa Síriusar (Siriu’s Pup).
Hann er „hvítur dvergur"
(white dwarf), að stærð aðeins
sem einn sjötugasti af stærð
Síriusar, en svo geysiþungur
(einn kvart-þumlungs teningur
af efni hans mundi vigta 2,000
pund á yfirborði jarðar) að
aðdráttarafl hans hefur megn
áhrif á ferðir Síriusar, sjötíu
sinnum stærri.
☆
Því var lengi haldið fram af
þeim fáu, sem annars þorðu að
beita frjálsri hugsun um slík
efni, að jörðin væri miðpunktur
himinfestingarinnar, og að sól og
stjörnur snerust um hana. Þessi
trú (Ptolemaic Theory) hélst
allt fram á sextándu öld vors
tímatals, en þá komu þeir
Kopernicus og Galileo til sög-
unnar og véfengdu þetta. Hin
almenna (katólska) kirkja stóð
föst á móti þessu nýmæli, enda
vorkun, því að hvergi má finna
í heilagri ritning vísir að því, að
festingin sé með öðrum hætti
en þeim, að jörðin sé miðpunktur
sköpunarverksins. Nú hefur ein-
hver komizt svo að orði, að í
samanburði við alheiminn sé
jörðin sem sandkorn á sjávar-
strönd. Látum oss sjá hvað satt
er í þessu.
☆
Setjum svo, að sól okkar væri
á stærð við prjónshaus (einn
sextándi úr þumlung í þvermál;
en þá yrði jörðin eygð aðeins í
smásjá). Á þessum mæli væri
sú stjarna sem næst okkur er,
Alpha Centauri, í 675 feta fjar-
lægð, og að meðaltali kvart-
míla á milli annara stjarna í
Vetrarbrautar-klasanum. Til að
innibinda allar stjörnur klasans
á þessum mæli — sólin á stærð
við prjónshaus — næði kortið
yfir allt meginland Norður-
Ameríku. En eins og tekið hefur
verið fram, er Vetrarbrautar-
klasinn aðeins einn af hundruð
miljónum slíkra klasa (island
universes), sem sjá má í stórum
sjónaukum, sumir minni, aðrir
geysilega stærri. — Svo er nú
aumingja litla jörðin okkar ekki
lengur almennt álitin að vera sá
punktur, sem allt þetta snýst
um.
☆
Látum oss byggja far, sem
getur svifið um geiminn með
ljóshraða (186,282 mílur á sek-
úndunni). Svo tökum við okkur
túr að sjá okkur um. Við hefj-
um ferð frá jörðinni, og á hálfri
annari sekúndu náum við til
tunglsins, á átta mínútum til
sólarinnar; þá hálfri klukku-
stund til hringbrautar Júpiters,
aðra hálfa klukkustund til
Saturns; þaðan stund og kvart
til Úranus, aðra stund og hálfa
til Neptune; þá tvær stundir til
yztu jarðstjörnunnar, Pluto. Við
erum enn svo að segja í túni
heimahúsa, því að næsti áfang-
inn er til þess sólheims, sem
næstur er, Alpha Centauri, í
fjögurra-og-hálfs árs fjarlægð,
allt með ljósshraða. Það tæki
okkur 230,000 ár að þverstíga
Vetrarbrautar-klasan, og enn
750,000 ljósár að ná til þess
stjörnuklasa sem næstur okkur
er.
☆
Allar stjörnur Vetrarbrautar-
innar virðast vera á hraðri ferð,
ekki aðeins með hringsnúningi
klasans (sem snýst um sjálfan
sig á hverjum 2,000,000 árum),
heldur og hvert út af fyrir sig,
og stefna frá miðpunkti. (The
“Exploding Universe”). Hraði
sumra er hundruð mílna á
sekúndunni. Einni, sem ber
heitið Groombridge, hefur verið
veitt nákvæm athygli í síðast-
liðin þrjú hundruð ár, sérstak-
lega fyrir þá ástæðu að braut
hennar er þversum (at right
anglesí við jörðina, og því auð-
veldlega mæld. En þó hún fari
geyst, 210 mílur á sekúndunni,
þá er fjarlægð hennar svo mikil,
að í þau þrjú hundruð ár, sem
hennar hefur verið gætt, hefur
hún færst til að^ins sem svarar
breidd tunglsins á himnakortinu.
☆
Reglulega hvert ellefta ár
þolir sól okkar stórkostleg inn-
vortis umbrot, og göt (sun-
spots) myndast á yfirborði
hennar, sum svo gífurlega stór,
að allar láneturnar gætu týnst í
eitt þeirra í hóp. Hún þolir einn-
ig smærri umbrot á styttri tíma-
bilum, en þó með nokkurri
reglu. En út úr þessum holum
streyma eindir (electrons) eins
og högl úr byssu með svo geysi-
legri orku að þegar jörðin er í
beinni línu við holuna geta þær
valdið miklum truflunum á raf-
magnssendingum, einkum út-
varpi, og hafa einnig áhrif á
veður. Allur þorrinn af þessum
eindum mæta árekstri við eindir
loftsins sem umkringja jörðina.
(Það er nú haldið að norðurljós-
in, Aurora Borealis, stafi af slík-
um árekstrum), en nokkur hluti
þeirra nær alla leið til jarðar-
innar. Ef jörðin væri ekki þannig
brynjuð gegn þessum frumagna
skotum, er sennilegt að þau eyði-
legðu allt líf hér og allan. gróður,
og jörðin yrði „í eyði og tóm“
eins og fyrrum.
☆
Hvað veldur því að sólin
brennur ekki upp, eins og hver
annar eldsforði, að hún eyðist
ekki né minnki hversu mikið
sem útstreymi hennar er af orku
í hita og birtu? Þetta er skýrt á
þann hátt, að hinn geysilegi inn-
vortis hiti hennar — 50,000,000
gráður, Fahr., og þrýstingurinn,
15,000,000 pund á kvart-þuml-
ungs teninginn, — breyti vatns-
efninu (hydrogen) í helium,
sem svo í mörgum stigum verð-
ur aftur að hydrogen. En við
þessa skiptingu, hydrogen í
helium, verður hið síðarnefnda
ögn léttara (one 2-billionth by
weight), en þessi mismunur
verður að orku, hita og birtu,
sem svarar fjórum smálestum á
sekúndunni. Af þessu útstreymi,
af eyðileggingu fjögra smálesta
efnis á sekúndunni, fær jörðin
one 20-billionth of 1% í sinn
skerf, en hitt streymir út í
geiminn. Sé þessi útreikningur
hinna hálærðu réttur, er sólin
Laugardaginn 27. febrúar síð-
astliðinn var mikill fjöldi af
bæði íslenzku og enskumælandi
fólki saman kominn í kirkju
Víkursafnaðar að Mountain,
Nörth Dakota, til að kveðja
hinztu kveðjum hina vinsælu og
mikilsmetnu frumherjakonu —
Guðbjörgu Jónínu Snowfield. —
Sóknarpresturinn, séra B. Theo-
dór Sigurðsson og séra Stefán
Guttormsson frá Cavalier, stóðu
fyrir útfararathöfninni, sem var
hin fegursta og hátíðlegasta í
alla staði.
Guðbjörg Jónína var fædd að
bænum Tindi í Strandasýslu á
íslándi 10. febrúar 1864, og var
hún því .rúmlega níræð, er hún
iézt 24. febrúar 1954. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur
Sakaríasson og Guðný Tómas-
dóttir, búendur að Tindi. Árið
1882 fluttist hún vestur um haf,
ásamt móður sinni, Þóru systur
sinni og Gísla bróður sínum
Goodman. Settist fjölskylda
þessi að í íslenzku nýlendunni í
grend við Mountain.
' Árið 1885 giftist Guðbjörg
Magnúsi Snowfield að Mountain,
og reistu þau bú á heimilis-
réttarlandi hans nálægt Eyford
pósthúsi, og dvöldu þau þar til
ársins 1899, er þau yfirgáfu ís-
lenzku nýlenduna og settust að
á annari landareign skamt frá
Hannah, N. Dak.
Þeim Snowfilds-hjónum varð
níu barna auðið. Tvær dætur
mistu þau á ungbarns-aldri, og
einnig tvo fullorðna syni, Sigur-
björn árið 1919, og Guðmund
árið 1924. öll voru þessi börn
móður sinni mjög harmdauði.
Fimm af börnunum lifa móður
sína: Hallfríður (Mrs. F. M.
Einarsson) að Mountain, Jó-
hannes (Joe) og Ellis að Lang-
don, Þórarinn og Friðbjörn
(Fred) í Cavalier. Einnig lifa
hana tólf barnabörn og þrettán
barna-barnabörn.
í kringum árið 1926 voru börn
Snowfields-hjónanna komin á
legg og ýmist farin eða á förum
að heiman til að leita sér ment-
unar og ákjósanlegra framtíðar
skilyrða. Lagði dóttirin fyrir sig
kennslufræði og vann að barna-
kennslu um tíma. Þrír synirnir
lásu lög og eru nú velþekktir
lögfræðingar, en einn sonurinn
lagði fýrir sig listmálningu og
ýms önnur fræði.
Árin, sem Snowfield-bræð-
urnir stunduðu háskólanám,
bjuggu foreldrar þeirra fyrst í
Minneapolis, og síðar í Fargo,
til þess að fjölskyldan gæti sem
lengt haldið hópinn. Á þessu
tímabili gaf Mr. Snowfield sig
talsvert við stjórnmálum og hin
skyldurækna kona hans tók þátt
í öllu því starfi með honum. —
Loksins lágu leiðir þeirra til
Seattle; þar dó Mr. Snowfield
snögglega af hjartabilun árið
1944, eftir rúmlega fimmtíu og
níu ára farsælt hjónaband.
Ekkja hans fór þá aftur til
Norður-Dakota, og hún og Þór-
arinn sonur hennar héldu
heimili í Cavalier, þangað til
elli og sjóndepra gjörðu henni
ókleypt að annast það lengur.
Þá fór hún á Elliheimilið Borg,
að Mountain, og dvaldi þar til
dauðadags við hina ágætustu
umönnun af hendi húsmóður og
þjónustufólks heimilisins, og
ekki síður af hendi barna sinna
og tengdabarna, sem öll voru
óþreytandi í því að vitja hennar
og gleðja hana á allan hátt.
Athygli mín drógst fyrst að
Mrs. Snowfield við það tæki-
okkar svo að segja eilíf og þess
megnug að veita þetta útstreymi
í biljónir ára án þess að minnka
að nokkrum mun. Það er ekki
óhugsandi að hún geri betur en
haldast við, þar sem hún hefur
nokkrar „inntektir“ af cosmic
dust, sem kannske vega meira
en útstreymi hennar.
—FRAMHALD
færi, að félag frumherjadætra
bygðarinnar hélt samsæti, mjög
virðulegt, til heiðurs frumherja-
mæðrunum. Þar hélt Mrs. Snow-
fiield, þá áttræð að aldri, ræðu,
snjalla og skörulega, um frum-
herjalífið eins og hún hafði
þekkt það. Hún sýndi fram á,
hvað mikil bjartsýni, hugrekki
og stöðuglyndi útheimtist af
allslausu, útlendu fólki til að
drífa sig út í óbyggð með þeim
ásetningi að stofna þar fram-
tíðar velferð sína. Hún sagði frá
ýmsu mótdrægu, sem oft var
hlutskipti frumherjanna, svo
sem fátækt, erfiði og vonbrigði.
En í gegnum orð hennar fannst
mér ég sjá endurskin af með-
fæddri lífsgleði og framsóknar-
anda, sem gjörðu henni fátækt-
ina bærilega, erfiðið léttara, og
af trú, sem var hennar styrkur,
þá vonirnar brugðust, og hvað
sem á móti blés. Ég dáðist í huga
mínum að gömlu konunni, sem
gat svo skemmtilega og jafnvel
kímnislega sagt frá frumbýlings-
lífinu, sem þó eflaust hefir verið
erfiðasti kafli ævi hennar.
Það vildi svo til, að nokkrum
árum eftir þetta bjuggum við
Mrs. Snowfield í nábýli um
þriggja ára skeið. Þá leið helzt
aldrei sá dagur, að fundum okk-
ar bæri ekki saman, vanalega á
hennar heimili. Þar kynntist ég
henni og naut hennar frábæru
Þýzk blöð segja frá því, að
þrír Þjóðverjar — einn karl-
maður og tvær stúlkur —
hafi nýskeð bjargast með
ævintýralegum hætti, eftir
að hafa lifað 18 ár í haldi
hjá innfæddum mönum í
fenjaskógi Kongólandanna.
ÞANN 22. júní árið 1936 fórst
þýzk áætlunarflugvél, sem var
á leið til Höfðaborgar. Slysið
gerði6t yfir þeim hluta Kongó-
svæðisins, sem Belgíumenn ráða
yfir, og talið hefur verið fram
að þessu, að öll áhöfnin og far-
þegarnir — 22 manns alls —
hafi farizt. Nú er það hins vegar
komið' upp úr dúrnum — eftir
því, sem blaðinu „Frankfurter
Rundschau“ og fleiri þýzkum
biöðum segist frá, að flugþernan,
Helde Feldkamp (sem varð 53
ára gömul í þessum mánuði),
læknirinn, Dr. Elsa Henzel og
verkfræðingur nokkur, Gunter
Dahlke að nafni, hafi komizt
lífs af, þótt ekkert hafi til þeirra
spurzt öll þessi 18 ár, fyrr en nú.
,.Send af himni"
Þremenningarnir liggja nú á
sjúkrahúsi í bænum Stanley-
ville í belgisku Kongo, og þar
var það, að fréttamaður ,Frank-
furter Rundschau" náði tali af
kvenlækninum, er sagðist svo
frá:
— Þegar flugvélin hrapaði til
jarðar, fórust 17 farþegar og
flugmennirnir tveir þegar í stað.
Við þremenningarnir, sem af
komumst, vorum öll stödd aftast
í flugvélinni og sluppum án veru
legra meiðsla. Þegar kviknaði í
fiakinu, leituðum við hælis í
frumskóginum, og þar fundu
Sambúalíarnir — hálfvilltur
ættstofn svertingja, sem eiga
heima milli Tschuapa og Lomala
fenjanna — okkur. Þeir fluttu
okkur hálmeðvitundarlaus heim
til hreysa sinna og hjúkruðu
okkur þar, unz við náðum okkur
eftir slysið.
— Villimennirnir trúðu því
statt og stöðugt, að þessir þrír
hvítu menn hefðu verið sendir
þeim af himnum ofan. Við urð-
um því að búa á meðal þeirra,
til þess að færa þeim hamingju
— þess kröfðust þeir og höfðu
um okkur strangan vörð, svo að
við slyppum ekki úr haldinu og
gestrisni. Léttlyndi hennar og
glaðlyndi var sérstakt. Kærleiks-
þel það, er hún bar til allra
manna, var frábært. Hún hafði
sterka tilfinningu fyrir því, hvað
allir vildu sér vel, og væru sér
góðir. Trúlegt þykir mér, að
þetta hugarþel hafi örfað hjálp-
semishneigð hennar, ’enda mun
hún um eitt skeið ævinnar hafa
gjört mikið af því að leggja lið,
þar sem veikindi, fátækt eða
annað mótlæti bar að höndum.
Aldrei talaði hún um þetta, en
mér var kunnugt um það samt.
Mest áberandi eiginleiki Mrs.
Snowfield var þó móðurást
hennar og þakklæti hennar til
Guðs síns fyrir gjöf sinna góðu
barna.
Mér var bæði ánægja og upp-
bygging að viðkynningu minni
við Mrs. Snowfield, og í mínum
augum var hún fjölhæf og merki
leg kona. Henni var gefinn
hraustur líkami og sterkar and-
ands gáfur — jafnvel skáldskap-
argáfa. Hún var fróðleiksþyrst
og las mikið. Hún var dugleg og
vinnugefin þar til sjónin þraut.
Nú er hún horfin vinum og
venzlafólki. — Öll söknum við
hennar, en gleðjumst þó yfir
lausn hennar úr fjötrum hins
ellihruma líkama. Hugþekkar og
blessunarríkar endurminnar um
hana lifa í hugum vorum, og
þegar við nú kveðjum hana,
gjörum við það í anda ljóðlín-
anna.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Kirstín H. Ólafsson
þeir misstu þar með af þessum
himnagestum. Alloft kom það
fyrir þessi ár, sem við dvöldum
þarna, að veiðileiðangrar komu
í nánd við Sambuali-þorpin, en
í hvert sinn voru Þjóðverjarnir
þrír fluttir af vegi þeirra og
komið í örugga geymslu, unz
hættan var liðin hjá.
Helikoptinn kemur
En loks heppnaðist Þjóðverj-
unum þó að sleppa, en ekki fyrr
en eftir 18 ár — svo sem áður
var sagt. — Þetta gerðist með
þeim hætti, er nú skal sagt:
— Dag nokkurn voru þeir á-
samt blökkumönnunum á veið-
um á hinni rastarbreiðu gresju
milli Tschuapa og Maringa og
komu þá allt í einu auga á heli-
copter-flugvél, sem sveimaði þar
yfir. Þar eð ekkert afdrep var
þarna nærri, þar sem hægt væri
að koma þeim í skjól, heppnaðist
þeim að draga að sér athygli
flugmannanna, svo að þeir lentu
til þess að athuga nánar, hvað
væri þarna um að vera.
Tveir brezkir veiðimenn voru
um borð í koptanum, og þegar
Þjóðverjunum hafði tekizt að
gera þeim skiljanlegt, hvernig á
veru þeirra þarna stæði, tókst
þeim að halda villimönnunum í
hæfilegri fjarlægð með „eld-
vopnum“ sínum, sem þeir
þekktu þó það mikil deili á, að
þeir kærðu sig ekki um að
kenna á þeim, — á meðan „gestir
himinsins“ kvöddu og komu sér
um borð í koptann.
Stutt um kveðjur
— Hér var stutt um kveðjur,
segir dr. Henzel. — Svertingj-
arnir ógnuðu okkur með steytt-
um hnefum , en af stað komumst
við þó.
Þremenningarnir þjáðust allir
af hitabeltissjúkdómum, og voru
þeir lagðir inn í sjúkrahús, svo
sem áður segir, þar sem þeim er
ætlað að ná sér, áður en þeir
snúa aftur til Þýzkalands.
Stúlkurnar tvær eiga heima í
Berlín, en verkfræðingurinn í
Hamborg. — Ekkert þeirra vissi
fyrr en til Stanleyville kom,
neitt um það, sem gerzt hefur í
heiminum síðan 1936, sem vissu-
lega er þó bæði margt og af
ýmsu tagi!
—DAGUR, 28. júlí
18 óra einangrun meðal villi-
manna í fenjaskógum Afríku