Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.09.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1954 Úr borg og bygð Tyner, Sask., 1. sept. 1954 E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, Winnipeg, Man. Kæri vin: Ætíð blessaður með þökk fyrir störf þín á marga lund fyrir okkur hérna megin hafsins. Ég legg nú hér innan í banka- ávísun, sem á að borga fyrir „Lögberg“ í næstu tvö árin. Mér þótti „Dalalíf“ sérlega gott í byrjuninni, en svo fanst mér vera heldur mikið gert úr því sem lakara var hjá okkur, eða of mikið sýnt af því, en ekki nóg tekið til og sagt frá mynd- arskap margra bænda í lífi ís- lenzkrar bændastéttar fyr meir á sögutímabilinu; samt líkar mér sagan betur vegna þess að hún er úr íslenzku þjóðlífi heldur en þýddar söngur útlenzkar. — Með kærri kveðju og beztu óskum; hér er nú byrjuð upp- skera, sem mun nokkuð rýrari en endranær undanfarið, góð meðal-uppskera. Þinn einlægur, Kristinn O. Oddson ☆ — GIFTINGAR — Þann 21. ágúst s.l. voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni að Hnausum Shirley Gertrude Roche, dóttir Mr. og Mrs. Otto Roche, Hnausa, og Jónas Carl Einarsson, sonur Halldórs Einarssonar að Árnesi. Séra Harold S. Sigmar gifti. — Mrs. Albert Holmes var sólóisti, en Mrs. Victor Jóhannesson organisti. Svaramenn brúðhjón- anna voru Miss Inga Einarsson og Halli Einarsson, systkini brúðgumans. Heimili ungu hjón- anna verður í Dauphin. Jónína Matheson, einkadóttir Mrs. Ingu Matheson, Gimli, og Herbert Lawton Johnson voru gefin saman í hjónaband á prestssetrinu á Gimli, 21. ágúst s.l. Séra Harold S. Sigmar gifti. Svaramenn brúðhjónanna voru Marino Matheson og Miss Shirley Johnson. Heimili Mr. og Mrs. Johnson verður að Gimli. Gefin voru saman í lútersku kirkjunni í Árborg 14. ágúst s.l. Alma Margaret Martin, dóttir Mr. og Mrs. Martin, Víðir, Man., og Raymond Laurence Sigurd- son, sonur Mr. og Mrs. Barney Sigurdson, Gimli, Man. Séra Robert Jack gifti. Sólóisti var Christine Johnson, en Mrs. F. Broadley organisti. Svaramenn voru Mrs. S. Líndal og Gilbert Sigurdson. Heimili ungu hjón- anna verður að Gimli. ☆ Mr. Ingólfur Jóhannsson frá Riverton var staddur í borginni á miðvikudaginn í fyrri viku. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday Sept. 14th in the lower auditorium of the church. Meeting will open with a pot luck luncheon at 1.30. ☆ Mr. J. Walter Johannson frá Pine Falls og frú, komu heim í lok fyrri viku úr heimsókn til dóttur þeirra og tengdasonar að Sudbury, Ontario; þau brugðu sér einnig til Minneapolis, Minn. Stúkan SKULD heldur næsta fund sinn á mánudagskvöldið þann 13. sept- ember kl. 8. Vænta meðlimir að hann verði sem allra fjöl- sóttastur. Fimtudaginn, 26. ágúst, voru þau Donald Leslie Shaw, Winni- peg, og Sigríður Mackin Peter- son frá Selkirk, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rún- ólfi Marteinssyni, D.D., að heim- ili hans Hekla Block, 260 Toronto St., hér í borg. — Heimili brúð- hjónanna verður í Saskatoon, Sask. .☆ Þjóðræknisdeildin „FRÓN“ efnir til almenns skemmti- fundar í Góðtemplarahúsinu, mánudagskvöldið 4. október n.k., kl. 8. — Skemmtiskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. —Nejndin ☆ — ÞAKKARÁV ARP — Með þessum línum viljum við hjónin votta okkar innilegasta þakklæti til barna okkar, tengda barna, vina og skylduliðs fyrir svo stórrausnarlega og full- komna samkomu, sem þau héldu okkur í tilefni af 50 ára gifting- arafmæli okkar. Það var alt svo dásamlega úr garði gert, að slíkt verður ekki fullþakkað. Fyrir allar stóru gjafirnar, símskeyti og alt viljum við biðja Guð að launa ríkulega. Með hugheilum óskum til allra og vinsemd. Mr. og Mrs. B. Ásmundson, Bellingham, Wash. ☆ Mrs. H. F. Danielson verður ræðukona á skemmtimóti, er Little Britain, I. O. D. E., heldur í samkomusal United kirkjunnar þar, þann 10. sept. Fjallar ræðu- efni hennar um Island. ☆ Nýlega er látinn í Kandahar, Sask., Egill Laxdal, merkur maður og mikilhæfur, er tók mikinn þátt í mannfélagsmálum. ☆ Mr. Skúli Björnsson óðals- bóndi frá Foam Lake, Sask., var gestur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ • Mrs. L. Sveinsson frá Lundar, Man., lagði af stað suður til Los Angeles, Cal., síðastliðinn laug- ardag í heimsókn til bróður síns Thorsteins Goodman, sem þar er búsettur; hún ráðgerði að verða um tveggja mánaðatíma að heiman. ☆ Séra Bragi Friðriksson, prest- ur íslenzku safnaðanna við Mani- tobavatn, búsettur að Lundar, kom heim um miðja fyrri viku af kirkjuþingi því hinu mikla, sem háð var í bænum Evanton í Illinois-ríkinu og þá var ný- afstaðið, en þangað fór hann sem erindreki íslenzku þjóðkirkj- unnar og ríkisstjórnar Islands. ☆ Ungfrú Ásta Karlsdóttir af Akureyri, sem dvalið hefir vestan hafs um hríð, mestmegnis hjá bróður sínum Ragnari lækni Karlssyni á Vancouver Island, en nú síðast hjá séra Braga Frið- rikssyni og frú að Lundar, lagði af stað héðan loftleiðis til ís- lands á fimtudagskvöldið var. Síðastliðinn laugardag komu heim úr hálfsmánaðarferðalagi um Albertafylki og suður um Bandaríki, G. L. Johannson ræðismaður og frú. ☆ • Dr. G. Pálsson frá Lundar var staddur í borginni á föstudaginn í vikunni, sem leið. ☆ Próf. Finnbogi Guðmundsson kom heim á fimmtudagskvöldið var úr sumardvöl sinni á íslandi; naut hann þar ósegjanlegrar ánægju í faðmi ástvina og ætt- jarðar. Lögberg býður prófessor Finnboga hjartanlega velköminn að heiman og heim. ☆ Meðal þeirra lögfræðinga er sóttu nýafstaðið lögfræðingamót í Winnipeg var Mr. Hugh Robson frá Montreal; í för með honum var Bergþóra frú hans ásamt tveimur sonum í heim- sókn til föður síns Gísla ritstjóra Jónssonar, systra sinna frú Gyðu Hurst og frú Rögnu St. John og annara ættingja og vina. ☆ Síðastliðið sunnudagskvöld kom hingað flugleiðis frá Islandi ungfrú Vigdís Víum. Hún er uppalin í Reykjavík og kemur hingað til ársdvalar á vegum prestshjónanna í Árborg, séra Roberts Jack og frú Vigdísar. ☆ Á þriðjudaginn var kom hing- að til Winnipeg loftleiðis frá ís- landi ungfrú Bára Sigurðar- dóttir. Bára mun dvelja hér um óákveðinn tíma, en hún er hér í heimsókn til unnusta síns Reynis Þórðarsonar, sem hér hefir dval- ið nokkra undanfarna mánuði. ☆ Ég vil geta þess, að heimili mitt í Winnipeg er 710 Notre Dame Ave. Sími 74-1354. Kveðja send til Lucerne, Clear Lake, Californía, 22. júlí 1954 Herra forseti, virðulega íslendingadagsnefnd, góðir samkomugestir! Á þessum hátíðisdegi sendum við hjónin og börnin ykkur öll- um innilegar kveðjur og árnað- aróskir. Hvergi hefðum við frek- ar kosið að vera þennan dag en með ykkur til þess að taka þátt í hátíðahaldinu og heilsa fjöl- mörgum vinum og þakka þeim vináttu alla og velvild, sem við höfum notið af þeirra hálfu þann tíma, sem við höfum dvalið hér á hinni fögru Kyrrahafsströnd. — Islendingadagurinn í Blaine í unaðslegri náttúrufegurð verður æfinlega minnisstæður þeim, sem þar hefur verið, sannarlegur sólskinsblettur á lífsleiðinni. — íslendingadgurinn endurnýjar og treystir tengslin við ísland, íslenzku þjóðina og íslenzka tungu, sem er „málið frœgsta söngs og sögu, syngur líkast guðamáli“. Það er okkur og öðrum Islend- ingum, sem erum nýkomnir að heiman óblandið gleði- og að- dáunarefni hversu íslenzk tunga er enn í heiðri höfð hér vestur á Kyrrahafsströnd og framtak, menning og velmegun alls fjölda fólks af íslenzkum ættum er vissulega eftirtektarvert. — Það sýnir, að fólkið er af góðum stofni og að arfurinn frá íslandi hefur í erfiðri lífsbaráttu fjarri ættstöðvunum reynzt framúr- skarandi vel. — Við biðjum þess, að Islendinga dagurinn styrki samtök einingar- hug og samstarfsvilja ykkar allra og að þið njótið sem allra bezt gleðinnar, sem í því felst að sjá frændur og vini, rifja upp gaml- ar og góðar minningar og njóta samverustundar með fólki af ís- lenzkum ættstofni. — Heill fylgi yður öllum og gæfa nú og um alla framtíð. — Guð blessi íslendingadaginn! Með alúðarkveðju Guðrún og Eiríkur S. Brynjólfsson, Brynjólfur, Guðný og Guðmundur ■IIIKIHlKHIIKilKI! I ::■"!!■ TKIHTI TIL LÆGSTA FLUGFAR ÍSLANDS Aðelns S^'jA fram og tll baka til Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til fslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York ... Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. ii:::bi!!'I SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar n /71 n ICCLANDIÖ 'A I R L I N E S 15 Wesf 47th Streef, New Yorit PLaza 7-8585 ll!!H!IHII!!l Trúboðmn séra Lauback, sem kenndi milljónum lestur Séra Franck C. Lauback er ekki sérlega þekktur maður um þau lönd, sem geta hælt sér af góðri alþýðumenntun og þokka- legum lífskjörum. En þeir eru fleiri, sem kannast við starf hans í hinum frumstæðari löndum heims, því að hann hefur allra manna mest lagt í sölurnar til þess að kenna hinum ógæfu- samari þjóðum að lesa. Er starfi hans og þeim kennsluaðferðum, sem hann hefur fundið upp, þakkað það, að 60 milljónir manna hafa lært að lesa. ÞAÐ ER sérkennileg saga, hvernig Lauback hóf starf sitt. Hann er Bandaríkjamaður, sem hlaut klerkmenntun og gerðist trúboði. Hann var sendur til Filippseyja, þar sem fjölmennir þjóðflokkar lifa meira eða minna villtir, en hafa þó um aldaraðir verið fastir áhangend- ur múhameðstrúar. Var hann hjá Moro-þjóðflokknum, sem er frægur fyrir grimmd í hernaði og fjandskap við hvíta menn, ekki sízt trúboða. Lauback lík aði illa, hversu vonlaust trú- boðsstarf hans virtist ætla að verða. En svo komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri varla að vænta skilnings Moroa á kristnum kenningum, þegar trúboðinn sýndi þeirra eigin trú engan skilning. Hann afréð því að byria að lesa Kóraninn með múhameðsprestunum, en til þess þurfti hann að læra mál þeirra. Komst hann að raun um, að málið væri einfalt og auðvelt að skrá það og læra. Það vakti mikla athygli, að hann skyldi leggja á sig að læra málið og sýna kóraninum slíkan skilning. Hann deildi ekki um trúmálin við prestana, eií brátt skapaðist svo góð vinátta milli hans og hinna innfæddu, að þeir tóku að hópast til að hlusta á guðs- þjónustur hans. MOROMÁLIÐ reyndist örlaga- ríkara fyrir Lauback en kóran- inn. Þegar hann hafði kerfis- bundið málið, tók hann að kenna Moroum að lesa það. Þessi kennsla varð með afbrigðum vinsæl og fyrr en varði var Lauback tekinn að kenna lestur í stórum stíl. Hann tók að nota myndir og merki og gerði kennsluna svo einfalda, sem hugsast gat. Hann skrifaði trú- boðum í öðrum löndum, og þeir skrifuðu ákafir eftir frekari upplýsingum um kennsluna. Stjórn Filippseyja gaf honum tækifæri til að kenna fleiri þjóð- flokkum og fór nú vaxandi orð af þeim árangri, sem hann náði ÞEGAR LAUBACK fór til heimalands síns, komst hann að raun um, að þeir sem stóðu straum af kostnaði við trúboð hans, voru jafn fúsir til að kosta lestrarkennslu hans. Hann hafði þegar komið upp lestrarkennslu- kerfi sínu á 29 af 87 mállýzkum, sem talaðar eru á Filippseyjum, og nú var hugsað hærra. Hann kom á fót stofnun til þess að kenna lestur í stórum stíl frum- stæðum þjóðum, og hefur sú stofnun starfað til þessa dags með sérfræðingum sínum í á annað hundrað löndum. Kjarni hvers tungumáls er settur fram í einföldum myndum og nem- endur á þann hátt leiddir stig af stigi, unz þeir geta lesið. Þegar sérfræðingar hafa lokið undir- búningi, er tekið til óspilltra málanna og baráttan fyrir lestr- arkunnáttunni hafin af þrótti og krafti, og þykir ekki í frásögur færandi, þótt trúboði bindi sjálfan sig við starfið 16—18 tíma sólarhrings. En grundvall- arstefna Laubacks er sú, að „hver skuli kenna öðrum“ og lærdómurinn þannig breiðast út eins og eldur í sinu. Hver ríkis- stjórnin á fætur annarri hefur kallað á hjálp Laubacks og mil- jón eftir milljón ákafra en ó- læsra manna hafa opnað dyr þekkingarinnar í fyrsta sinn. Það er reynsla Laubaks, að hið frumstæða fólk sé ákaft í að læra að lesa og segir hann ótal sögur af þeim áhuga, sem var í Indlandi, Mexikó, Egyptalandi, á Filippseyjum og í hundrað öðrum löndum. LAUBACK er óþreytandi við að benda á nauðsyn þess að kenna lesturinn, því að 1800 milljónir manna minnst á þess- ari jörð, eða tveir þriðju hlutar mannkynsins, eru ólæsir. Og frumskilyrði til þess, að friðar- von sé í heiminum, segir Lau- back, er að opna fyrstu dyr menntunar þessu fólki. Lestur- inn og sá lærdómur, sem honum getur fylgt, er einnig frumskil- yrði þess að menn geti kynnzt stefnum og straumum sjálfir í stað þess að vera varnarlaus fórnardýr áróðurstækja ein- ræðisríkjanna, sem einskis svíf- ast og beita mestu hörku í hin- um frumstæðari löndum. — Því er Lauback hvergi nærri á- nægður með þær 60 milljónir, sem lært hafa lestur fyrir hans atbeina. „Við höfum varla við fólksfjölguninni“, segir hann, „og betur má, ef duga skal“. —Alþbl., 5. ágúst Gifts to Betel June, July & August 1954 Vistkona — Icecream for resi- dents and staff. Anna Nordal — Icecream for residents and staff. Rev. S. Ólafsson — a book (Saga Akureyrar). Mrs. S. Goodman, Betel, — A gifts of books. Mrs. K. Lachuta, Betel — A bag of potatoes. Betel Ladies Aid, Silver Bay, Man. $5.00 A Friend $10.00 Kristinn Kristjónsson, Gimli, „rúllupylsa“ for residents. and staff. An unknown friend, 4 pounds of Coffee. Mrs. G. K. Breckman, Winni- peg, in loving memory of her husband G. Breckman $5.00 Grettir L. Johannson, Winni- peg, A book „Foreldraminning“. Árni Sigurdson, „Lesbók Morgunblaðsins. Mrs. Guðný Matthíasson, Los Angeles, Cal., $10.00 Julius Davidson, Wpg., $10.00 Mr. Gróa Gunnarsson, Church- bridge, Sask., $5.00 C. F. Johnson, Poquonock, Conn., In loving memory of my mother, Mrs. Thomas H. John- son $100.00 J. G. Olafson, Foam Lake, Sask., In memory of Guðmundur Johnson, Died at Betel Aug. 16, ........................$10.00 Correction: — Mr. & Mrs. G. F. Jónasson, 3 gramophone records as a gift to Matron & staff. Should have read — 3 records (Icelandic) to the home and a gift of Candy to Matron & staff. S. M. BACKMAN, Treas. Ste 40, 380 Assiniboine Ave. Winnipeg, Man. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 12. sept.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið belkomið. S. Ólafsson Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 kemur gegn úrvalsliði úr Neðra- Saxlandi, og hinn fjórði og síð- asti 8. september í Vestur- Berlín við úrvalslið borgarinnar. Fararstjóri Akurnesinga er Gísli Sigurbjörnsson forstjóri. Þá er ráðið, að annar flokkur Vals í Reykjavík fari til Ham- borgar í næsta mánuði og keppi fjórum sinnum í Þýzkalandi, en í staðinn komi hingað þýzkt lið úr öðrum aldursflokki næsta sumar. Loks er þess að geta, að knattspyrnufélögin á Akureyri ætla að bjóða knattspyrnuliði frá Bremen hingað til lands í júnímánuði næsta sumar. ☆ Knattspyrnumenn frá Thors- havn í Færeyjum voru hér i heimsókn. Þeir léku tvo leiki a ísafirði og unnu í báðum, tvo a Akureyri, unnu í öðrum, töpuðu í hinum, og tvo í Reykjavík, töp- uðu í hinum fyrri en sigruðu i hinum síðari. Þeir héldu heim- leiðis á föstudaginn. ☆ Út er komið annað hefti Ný- yrðasafns, og eru í því orð varð- andi sjómennsku og landbúnað. Ritstjóri þess heftis er dr. Hall- dór Halldórsson, og hann mun einnig taka saman næsta hefti, sem koma mun út seint á næsta ári og fjallar einkum um flug- mál. NIGHT SCHOOL (Grades 7-8-9-10-11) Two Evenings a Week OPENING SEPTEMBER 13ih Low Rates Pleasant Conditions Courses designed to suit employed young people. 462 Furby St. (at Ellice) G. A Frith Ph. 3-6297 SONGS OF THE NORTH By S. K. HALL, Bac. Mus. JUST PUBLISHED— Volume III—Ten Icelandic Songs with English Translation ancl Piano Accompaniment. Price per copy—$2.00 On Sale bý— S. K. HALL, Wynyard, Sask. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.