Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. DESEMBER 1954 NÚMER 49 St'yðjum endurreisn Ská!ho'tsstaðar! Eitt af þeim menningar- og þjóðþrifamálum, sem undan- farið hefir verið mikið rætt og ritað um heima á ættjörðinni. og á að fagna vaxandi fylgi al- þjóðar, er endurreisn Skálholts- staðar. Fer það að vonum, jafn hátt og þann merkisstað ber í sögu þjóðarinnar. Skálholtsstaður gengur næst sjálfu Lögbergi um sögulega helgi. Innan tveggja ára eru 900 ár liðin frá þeim tíma, er biskups stóll var stofnaður í Skálholti, og fram að lokum 18. aldar var þar höfuðkirkja landsins og miðstöð mennta og menningar meginhluta þjóðarinnar. Um meir en sjö alda skeið var þar því ofinn vígður þáttur í sögu þjóðar vorrar. Þaðan streymdi lífsvatn hinna eilífu sanninda kristindómsins og þaðan féllu frjóvgandi menningarstraumar um alla landsins byggð. Þar lifðu og störfuðu margir þeir kirkju- legir leiðtogar og menningar- frömuðir þjóðar vorrar, sem mestan svip hafa sett á líf henn- ar. Má í því sambandi minna á eftirfarandi ummæli úr hinni fögru og áhrifamiklu prédikun, sem séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup flutti á Skálholts- stað fyrir nokkrum árum síðan, því að þau eru meir en þess virði að endurtakast: „Yfir gröf í kirkjugarðinum hér var fyrst sunginn sálmur- inn: Allt eins og blómstrið eina. Hér störfuðu mætustu menn síns tíma í 729 ár. Hér var Nýja testamentið fyrst þýtt á móður- málið. Hér flutti meistari Jón sínar frægu prédikanir. Hér var skráð fyrsta kirkjusaga þjóðar- innar“. Hvílíkar minningar eru eigi bundnar við Skálholtsstað! Hví- Iíka skuld eigum vér íslending- ar honum eigi að gjalda, og tekur það einnig til vor íslend- inga í Vesturheimi. En þá skuld gjöldum við mest og bezt með því að endurreisa Skálholtsstað í sem fyllsta samræmi við sögu hans og söguhelgaðan sess í meðvitund þjóðarinnar. Þar á að nýju að rísa kirkja og mennta- setur, sem tengt sé minningu þeirri, er um staðinn ljómar frá hinni sögufrægu tíð hans, er hann var kirkjulegt menningar- setur, og skapa honum um leið þann virðingarsess, sem honum ber, og nýja aðstöðu til fram- haldandi menningaráhrifa-. Vel sé því forustumönnum þessa máls heima á ættjörðinni, og öllum þeim, sem stutt hafa þá að þörfu og þjóðnýtu við- reisnarstarfi! Mikið ánægjuefni má öllum unnendum þessa máls einig vera það, að Alþingi Islands hefir samþykkt fjár- framlag til endurreisnar Skál- holtsstað. Skylt er einnig að geta þess, að nokkrir Islendingar í landi hér hafa þegar sýnt myndarlega í verki góðhug sinn til þessa máls og þá jafnframt ræktar- semi til söguvígðs Skálholts- staðar. Hitt má einnig telja víst, að þeir séu miklu fleiri, Islend- ingarnir hérna megin hafsins, er bera sama hug til þessa máls, þegar athygli þeirra er dregin að því. Nú vill einnig svo vel til, að vér íslendingar í landi hér getum, án mikilla fjárútláta af hálfu hvers einstaklings, lagt máli þessu lið; en „safnast, þegar saman kemur“, eins og forn- kveðið er. L Skálholtsnefndin á íslandi hefir látið gera einkar snoturt nýsilfurmerki (prjóna), með mynd af væntanlegri Skálholts- kirkju, sem seldir eru víðsvegar um land til stuðnings endur- reisnar staðarins. Eru merki þessi nú einnig komin vestur um haf, og seljast á $1.00 hvert. Fást þau fyrst um sinn hjá undirrituðum, en við höfum í huga að fá á næstunni útsölu- menn í sem flestum byggðum íslendinga hérlendis. Væntum við þess sérstaklega, að vestur- íslenzkir prestar taki fúslega að sér útsölu merkjanna í byggð- um sínum. En eins fljótt og ástæður leyfa munum við til- kynna í vestur-íslenzku viku- blöðunum nöfn útsölumanna og heimilisfang. Væntum við, að íslendingar hér vestan hafs bregðist vel við þessari málaleitun okkar. En hvað Skálholtsstað snertir, eig- um vér jafna þakkarskuld að gjalda eins og landar vorir heima á ættjörðinni. Sæmir oss vel að taka höndum saman um slík menningarmál yfir hafið, því að það er báðum til gagns og treystir um leið ættarböndin. RICHARD BECK, Grand Forks, N. Dak. BRAGI FRIÐRIKSSON, Lundar, Man. Endurkosin í borgarstjóra- embætti Miss Charlolte Whilton í kosningum þeim til bæjar- stjórnar í Ottawa, sem haldnar voru síðastliðinn mánudag, var Miss Charlotte Whitton endur- kosin til borgarstjóra í þriðja sinn með miklu afli atkvæða. — Hún lagði að velli í kosningun- um keppinauta sína, tvo fíleflda karlmenn. Wins Governor General Medal Frances A. Magnusson Seventeen - ýear - old Frances Augustine Magnusson has again brought honor to the Foam Lake Unit Composite High School by winning the Governor-General’s medal in competition with Grade XII students from seven school units in East Central Saskatchewan. Frances has taken an active part in all phases of school life. She is, among other things, an outstanding public speaker and an enthusiastic curler. At the 1954 Musical Festival she won a tuition scholarship in the com- petition for vocal solo as the entrant showing the most prom- ise of ability. She is now a stu- dent in Arts at the University of Saskatchewan. Frances is the daughter of Mr. and Mrs. Ágúst Magnusson, of Foam Lake. Víttur í ödungadeiíd Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, var Joseph McCarthy, formlega víttur í öldungadeild þjóðþingsins í Washington fyrir óþinglegan munnsöfnuð og lítilsvirðingu gagnvart virðu- leik téðrar þingdeildar; með sakfellingartillögunni v o r u greidd 67 atkvæði en 20 á móti. McCarthy var fordæmdur í þingi vegna óprúðmannlegrar framkomu við þingnefnd, er rannsakaði fjárhagsmál hans fyrir nokkrum árum og einnig varðandi hegðun hans og orð- bragð við þessa nýafstöðnu rannsókn. McCarthy er þriðji þingmað- urinn í sögu öldungadeildarinn- ar, sem áfeldur hefir verið við atkvæðagreiðslu. LISTIR lileinkað ÁRNA SIGURÐSSYNI listmálara á sjötíu ára afmæli hans, 12. nóv. 1954 Gegnum skarkala daganna, hilli ég víðfeðma heima í hugskoti og starfi einstakra manna, sem dreymir um listir og fegurð þá, sem lífið hefur að geyma svo leiftrandi fagauðgin geislandi í mannlífið streymir. I skygni þess leifturs, sem ríkir frá örófi alda almættið hvíslar í magnþrungri rósemd og friði og veitir inn straumum í fjörvana eldana falda og farmannsins þroskandi skapmætti verður að liði. í helgi þess anda, sem ríkir og myndirnar málar, mannlífið þroskast með framvindu líðandi tíða, töfrandin grefst inn í mannvit og meðvitund sálar og meistarans litfríðu dásemdir híbýlin prýða. Alhygðar mátturinn tímgast í listanna landi, laugar í frjóvatni akurreit skapandi máttar, unz hvergi finnst þroskalaus, melblásinn öræfa andi í athvarfi. listar við meitlun hins líðandi þáttar. —D. B. Þorbjörg Anderson F. 5. febrúar 1880 — D. 14. maí 1954 Góð og merk kona var kvödd hinztu kveðju hér í Vancouver 17. maí síðastliðinn. Þorbjörg Anderson hafði unnið gott og fagurt dagsverk, sem var mörg- um til blessunar, því vildu margir á útfarardegi hennar votta henni þakkir \3g virðingu sína fyrir líf hennar og starf. Þorbjörg Anderson var fædd að Kjólsvík í Borgarfirði eystra 5. febrúar 1880 og voru foreldr- ar hennar hjónin Guðni Stefáns- son og Guðný Högnadóttir. Kom Þorbjörg með þeim til Canada árið 1903 og settust þau að í Winnipeg. Af börnum þeirra eru tvær sys'tur enn á lífi, frú Guðríður Anderson að Gimli og Guðrún Stevens í Win- nipeg. Á íslandi vandist Þor- björg allri algengri vinnu fyrir ungar stúlkur, einkum þó heim- ilisstörfum þeirra tíma og var það góður skóli og lærdóms- ríkur, sérstaklega í því að fara vel með og nota vel alla hluti. Þessi 23ja ára dvöl hennar á Is- landi var henni alla daga minnis- stæð; svo margs var að minnast með gleði og þakklæti. Tveim árum eftir að Þorbjörg kom til Canada giftist hún Guð- mundi Anderson, er þá var ekkjumaður og átti uppkomin börn. Þau eru Victor B. Ander- son, fyrrv. bæjarráðsmaður í Winnipeg, og frúrnar Emily Thorsson og Aurora Jóhannsson í Vancouver. Hjónaband Guð- mundar og Þorbjargar var hið farsælasta og þau samhent í öllu. Skömmu eftir að þau gift- ust fluttu þau til Vancouver og áttu þar heima æ síðan og undu vel hag sínuriú Þeim fæddust 8 börn, sem öll eru á lífi, 7 dætur og 1 sonur, öll búsett í British Columbia. Dæturnar eru: Guðný, Mrs. D. Kristianson í Prince Rupert; Ingibjörg, Mrs. W. McLeod; Alice, Mrs. J. Ewart; Anna Gyða, Mrs. R. Ellis; Guðrún, Mrs. M. Carpenter; Thelma, allar í Vancouver, og Norma, Mrs. E. McKeown í Taylor. Baldvin, sonur þeirra Guðmundar og Þorbjargar, er einnig búsettur í Vancouver. Eins og gefur að skilja var lífsstarf Þorbjargar heitinnar aðallega bundið við heimilið og hún var sístarfandi innan húss. Barnahópurinn var stór og oft lítið í aðra hönd, en með spar- semi og nýtni ásamt reglusemi rættist fram úr örðugleikunum. Þau hjónin voru vinsæl og höfðu mikla ánægju af því að starfa að félagsmálum meðal Is- lendinga í Vancouver. Þorbjörg var meðal stofnenda Kvenfé- lagsins „Sólskin“, sem um ára- tugi hefir látið mikið gott af sér leiða. Einnig var hún söng- hneigð; hún hafði góða söng- rödd og var meðlimur í blönduð- um kór hér í borg. Margir komu á heimili þeirra hjóna og nutu þar gestrisni og góðvildar. Hús- móðirin var glaðlynd og bjart- sýn og hafði yndi af öllu, sem var fagurt og skemmtilegt. Hús- bóndinn var fróður og ræðinn og vingjarnlegur. Þess vegna þótti svo mörgum gott að koma til þeirra og þá um leið að kynn- ast góðum og glöðum barnahóp. Þorbjörg var fríð kona, í meðal- lagi há vexti, létt í hreyfingum og björt yfirlitum. — Guðmund- ur, maður Þorbjargar, andaðist snögglega, 27. des 1934. Varð þá skarð fyrir skildi og sár söknuð- ■ur á heimilinu. Þorbjörg bjó síðan í 20 ár með börnum sínum og naut ástríkis þeirra og um- hyggju. — Oft var hún mjög Þorbjörg Anderson þjáð af þungbærum sjúkdómi síðasta æviár sitt, en sjúkdóm- inn bar hún stöðuglyndi og sálarþreki. Ég kom á heimili hennar skömmu áður en hún dó og fól hún þá sig og sína í vernd og varðveizlu Guðs, í öruggu trausti til náðar hans og misk- unnsemi. Minningin lifir um fagurt dagsverk góðrar eiginkonu og ástríkrar móður. Blessuð veri sú minning í hjörtum ættingja hennar, ástvina og vina. E. S. Brynjólfsson Frá Los Angeles 1. desember 1954 Kæri vinur, Einar: Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í borginni Abner Biberman og Sibil Kamban; starfa þau bæði við kvikmynda- iðnað. Brúðurin er einkadóttir Guðmundar Kamban skálds, en móðirin er danskrar ættar; þær mæðgur hafa dvalið hér lengst af síðan Guðmundur lét lífið í Kaupmannahöfn. Sibil stundaði hér framan af skólanám; fundum okkar hefir nokkrum sinnum borið saman; hún kann talsvert í íslenzku þrátt fyrir það að vera hálf- dönsk og alin upp í Danmörku; hún kemur alls staðar fram sem íslendingur, svo sem í sjónvarpi; hún hefir stundum sótt sam- komur okkar íslendinga hér um slóðir og hún mun standa í nokkru sambandi við ættingja sína á íslandi. Héðan er fátt í fréttum, en flestir í óðaönn að búa sig undir jólahald. Með alúðar kveðjum þinn gamli vinur Skúli G. Bjarnason Verkfalli afstýrt Um elleftu stundu lánaðist að afstýra strætisvagnaverkfalli hér í borginni, er til stóð að hafið yrði aðfaranótt síðastliðins sunnudags; starfsmenn sam- göngumálanefndarinnar, en sú nefnd annast um starfrækslu strætisvagna, kröfðust 10 centa launahækkunar á klukkustund, en sættu sig að lokum við 5 centa hækkun auk nokkurra hlunninda varðandi frídaga og vinnuskilyrði, er þeim féllu í skaut. Lætur af embætti Forsætisráðherra japönsku stjórnarinnar, Shigeru Yoshida hefir látið af embætti vegna þverrandi þingfylgis; hann hefir haft með höndum stjórnarfor- ustuna í sjö ár og hefir ekki ávalt siglt sléttan sjó; er hann nú nýlega kominn heim úr heim sókn til Canada og Bandaríkj- anna. Mr. Yoshida tók þann kostinn að segja af sér fremur en rjúfa þing og ganga til nýrra kosn- inga; einhver flokksbræðra hans á þingi tekur því við forsætis- ráðherraembættinu. Tekur yið embættum of föður sínum Mr. Thomas E. Oleson Þessi ötuli og ábyggilegi maður, Mr. Thomas E. Oleson, hefir verið skipaður héraðs- réttarritari (Clerk of the County Court of Glenbore) og einnig Friðdómari (Justice of the Peace) í bygðarlaginu; hann tekur við báðum þessum em- bættum af föður sínum, er gegnt hefir því fyrrnefnda síðan 1912, en hinu síðarnefnda samfleytt í 30 ár. Mr. Thomas E. Oleson er son- ur hinna merku hjóna, Mr. og Mrs. G. J. Oleson í Glenboro. Canadastjórn kaup af íslenzkum Baldvin Jónsson, Vegamót- um á Seltjarnarnesi, bauð fréttamönnum í gær að skoða dúnhreinsunarvél, er hann hefir fundið upp. Hefir hann unnið að tilraunum með vél þessa í eiti ár og að lokum tekizt að gera hana þannig úr garði, að hún getur á skömmum líma hreinsað allt ryk og óhreinindi úr dúnin- um, en verk þetta er afar seinlegi með aðferð þeirri, er hingað til hefir tíðk- azt hér. HREINSUNIN fer þannig fram, að fyrst er dúnninn hitaður upp í um 100 gráður á Celcíus, síðan látinn kólna í lokuðu íláti og loks settur í vélina, sem skilar honum hreinum. Rykinu blæs ir dúnhreinsunarvél hugvitsmanni vélin frá sér, en önnur óhrein- indi falla niður í skúffu á botni vélarinnar. Úr 850 grömmum af slæmum dún skilar vélin 190 gr. af hreinum dún, en afköst hennar eru um 2 kg. á klukku- stund af hreinum dún. Hefir selt tvær vélar Baldvin hefir smíðað vélina að mestu leyti sjálfur, en fengið dálitla aðstoð vélsmiðju með þá hluti, er hann hefir ekki verk- færi til að smíða. Hann hefir þegar selt tvær vélar, og hefir Canadastjórn pantað eina að auki. Hann selur hverja vél á 12 þúsund krónur án mótors, en verð slíkra mótora er hér um þúsund krónur. —TÍMINN, 6. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.