Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 4
4 |-----7--------------------;------------------------— Lögberg Ritstjóri' EINAR P. JÓNSSON GeliS ðt hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED tíyfi SARGENT AVENl’E, WINNiREG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrlft ritstjórana. EDITOR LÖGBERG. C9Í SARGENT AVENUE, WINNIREG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" ts printed and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authortzed as Second Class Mail, Post Oífice Departn.ent, Ottuwa Mál, sem varðar alla jafnt Fellibyljir og aðrar ógnanir af völdum náttúruaflanna valda djúpstæðum truflunum í tilfinningalífi voru; vér finnum að sjálfsögðu til með þeim, sem eiga um sárt að binda þegar þannig er ástatt og reynum flest, sem í okkar valdi stendur til að hlaupa undir bagga, eða rétta þeim hjálparhönd, sem harðast urðu leiknir. En höfum vér áttað oss á því, að til eru önnur öfl, sem ásækja oss ár út og ár inn, er valda þjóðinni þyngri sköttum en nokkur önnur áföll? Árleg dánartala í Canada nemur 1800, en tekin hafa verið úr umferð 18,000 menn, konur og unglingar af völdum berklaveikinnar; þetta fólk er aðskilið frá ástvinum vegna dvalar á heilsuhælum. Eins og nú hagar til, njóta daglega svo að segja 1100 manns aðhlynningar og læknisaðgerða í berklaveikishælum Manitobafylkis; þetta er að vísu allhá tala og hún ætti að vekja almenning, sem heilsu nýtur til umhugsunar um skyldur sínar gagnvart þjóðfélaginu í þessu efni. Mikið ánægjuefni er það, að dauðsföll af völdum hvíta dauða eru að mun færri en þau voru fyrir nokkrum árum, sem á einkum rót sína að rekja til íullkomnari að- hlynningar og stóraukinna læknisaðgerða; nýjum tilfellum er tekið að fækka, þótt hægfara sé; en þó þetta hvort- tveggja miði í rétta átt, má það ekki undir nokkrum kring- umstæðum leiða til afskiptaleysis, eða jafnvel andvara- leysis af hálfu fylkisbúa; vér verðum að skera upp herör og linna eigi á sókn fyr en hvíta dauða hefir verið komið á kné, og það, sem þegar hefir áunnist, ætti að styrkja oss í sókn unz hinum mikla áfanga verður náð. Stjórnin stendur straum af læknisaðgerðum og rekstr- arkostnaði tæringarhælanna, en að því er berklavarnir áhrærir, þurfa almenn og frjáls fjárframlög að koma til sögunnar. í tuttugu og fimm ár eða freklega það, hefir því fé, sem safhast hefir af sölu Christmas Seals — jólainnsigla, verið varið til ókeypis “Chest X-ray clinics” víðsvegar um fylkið jafnt í bæjum sem sveitahéruðum. Víðkunnur og stórmerkur læknir, Sir Williams Osler, lét fyrir mörgum árum þannig ummælt: „Baráttan við hvíta dauða hvílir ekki öll á herðum læknisins. Nei, hún hvílir á herðum fólksins í heild“. Berklaveikin sendir sjaldnast boð löngu á undan sér; í langflestum tilfellum fer hún hægt af stað, veldur ekki þrautum og ber með sér fá eða engin ytri merki; sé sett undir lekann í tæka tíð, má eigi aðeins koma í veg fyrir, að veikin grafi um sig í hlutaðeigandi einstaklingi, heldur verður margfalt auðveldara að hindra smitnæma útbreiðslu hennar; en til að koma slíku í framkvæmd, þarf fólk, sem auðsjáanlega virðist heilbrigt, að ganga undir X-geisla- skoðun. Fullkomnari X-geislavélar, en áður gengust við, hafa gert það að verkum, að koma má við fjöldaskoðunum án þess að slíkt verði ofurefli frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, og nú í allmörg ár hafa yfir 300,000 manns í Manitoba notið árlega ókeypis “Chest X-ray” skoðunar. Læknisaðgerðir gegn berklaveiki eru orðnar áhrifa- ríkari en nokkru sinni fyr; dánartalan hefir stórlækkað og langflesta sjúklinga má lækna séu ráð í tíma tekin. En þó mikið hafi unnist á megum vér ekki láta slíkt glepja oss sýn; berklaveikin er enn skæður óvinur, sem allir verða að leggjast á eitt um að vinna bug á. Á undanförnum nokkrum vikum hafa seytján berkla- veikistilfelli komið í Ijós í fylkinu; sex í tveimur fjöl- skyldum, fjögur í einni og sjö í hinni fjórðu; hér er um al- varlegar staðreyndir að ræða, sem almenningur verður að horfast í augu við. Sala jólainnsigla hefir árum saman borið blessunar- ríkan árangur og þarf eigi að efa að svo verði einnig að þessu sinni. Jólin fara nú senn í hönd, hin mikla hátíð góðvildar og innri friðar. Jólagjafir eru gefnar, misjafnlega stórar að peningalegu verðmæti; en jafnan veltur mest á því í hvaða anda þær eru gefnar; jólagjöf til þjóðarheilsunnar, þó elcki sé falin í nema nokkrum jólainnsiglum, getur að mun aukið á lífshamingju canadísku þjóðarinnar í framtíðinni. ☆ ☆ ☆ Fallegur bæklingur Lögbergi barst nýverið fallegur bæklingur, sem gefinn er út af Blindravinafélaginu í þessu landi; margar ágætar myndir prýða bæklinginn, er sýna hina miklu þróun, sem komist hefir á varðandi vinnubrögð og sjálfsbjargarvið- leitni þeirra manna og kvenna, sem rás viðburðanna ýmissa orsaka vegna hefir synjað um afnot dagsbirtunnar; það gengur kraftaverki næst hverju blint fólk fær áorkað, séu hagkvæmar aðstæður við hendi; í þessu efni, svo sem á mörgum öðrum sviðum, þarf mannúðin að fallast í faðma við tæknina ef æskilegur árangur á að nást. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. DESEMBER 1954 Ég vil þakko líka Ég hef oft verið þakklátur I fyrir ýmislegt, er fram við mig hefir komið um dagana, en sjaldan hefir háspenningur þeirrar tilfinningar komist á hærra stig, í huga mínum, en um Jónsmessuleytið í fyrravor, er mér var gefin falleg bók, er geymdi minningar um Ásmund Pétur Jóhannsson og Sigríði Jónasdóttur konu hans, sem synir þeirra hafa gefið á prent í vönduðu bókarformi. Stuttur en fallegur formáli fylgir, er Einar Páll Jónsson hefir ritað, er einnig sá um niðurröðun, prent- un og frágang allan. Bókin inniheldur flest það, er opin- berlega var talað og skrifað um Ásmund og Sigríði lífs og liðin, — smágreinar, er ritaðar voru austanhafs og vestan og fluttar við ýms tækifæri. Og svo ljóð, er skáldin kváðu er Ás- mundur varð sjötugur. — Aftast eru ættartölur þeirra hjóna, raktar mann fram af manni til konunga Ira og Skota. Það er erfiðara en margan grunar, að geta eða kunna, að þakka fyrir sig; að vera talinn með þeim, er n»inningu þeirra hjóna kjósa að geyma, var mér ofvaxið að þakka og er það enn, — ég tók við bókinni þegj- andi. Þögnin er oft áhrifamesta ræðan, dýpsta hluttekningin, hjartfólgnasta þakklætið — og þá aðferð kaus ég og — þagði. Ég get ekki stilt mig um, að geta þess, að bók þessi er það vandaðasta og um leið það eigu- legasta minningar-merki, er ég hef séð, tileinkað íslenzkum hjónum í Vesturheimi. Merki þetta nefna þeir Ásmundar- synir, hinu látlausa og við- kvæma nafni: — „Foreldra- minning“. Er frágangur allur með af- brigðum góður, prófarkalestur ágætur, pappír, prentun og band vandað sem bezt má vera, og öllum til sóma, er þar lögðu hönd að verki. Svo vandað, að eigi mun önnur slík, íslenzk bók, útgefin eða prentuð í Ameríku. Var það vel valið — og þeim hjónum samboðið, að steypa þeim bautastein úr kristöllum „ástkæra ylhýra málsins“, krystöllum — er þau unnu svo mjög, og sem er son- um þeirra: Jónasi, Kára og Gretti til virðingar og sóma. Þegar ég hugsa til Ásmundar og Sigríðar, ryðjast fram í hug- ann löngu liðin atvik, er hulin voru móðu tímans, en sem nú verða lifandi, eins og þau hefðu skeið í gær. „Kæti, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni“, get ég sagt með skáldinu. Að ég varð fyrir því láni, að kynnast Ásmundi og Sigríði nokkuð að ráði, kom af litlu at- viki, er skeði fyrir rúmum fjöru- tíu árum „norður við heim- skaut í svalköldum sævi“. Vorið 1913 var ég á leið til íslands. — Er til Leith kom, mætti ég nokkrum Vestur-Is- lendingum, er voru á sömu leið og urðum við samskipa til Reykjavíkur. Meðal þeirra voru þau hjónin, Ásmundur og Sig- ríður, með drengi sína þrjá, Jónas, Kára og Grettir. Hafði ég mætt Ásmundi nokkrum sinnum í Winnipeg, en ekki kynnst honum neitt, en Sigríði hafði ég aldrei séð áður og engan drengjanna. Kynni okkar á skipinu upp til íslands urðu engin nema þá helzt við dreng- ina, er urðu lítið eða ekkert sjó- veikir; og er til Reykjavík kom skildu leiðir, — fjölskyldan hélt til átthaga sinna í Húnaþingi og var þar alt sumarið, en ég var kyr í Reykjavík. Um haustið fór ég vestur aftur og pantaði far til Skotlands með „Ceres“, er færi 5. október. Vildi þá svo til að Ásmundur hafði einnig feng- ið far með skipinu fyrir sína fjölskyldu. Til að skýra það, sem á eftir fer, verð ég að geta þess, að á þeim árum var öðru vísi um- horfs í Reykjavík en nú er. Þá var drjúgur spotti úr landi til hinna stærri skipa, er oft lágu utarlega. Allur flutningur, milli lands og skips, var á opnum bát- um eða kænum, og varð þá oft svallsamt' í þeim ferðum, þó vegalengdin væri ei löng, er sjórinn óð óbrotinn inn á höfn- ina, og gerði oft ægilegan sjó- gang þar inni fyrir, og illfæran eða ófæran þessum litlu fleyt- um. Landtaka þessara báta voru bryggjur, er stóðir nær allar á þurru um fjöru, en fóru í kaf um flæði. Var þá oft stór- hætta að komast í og úr fleytum þessum, er ilt var í sjó, enda varð stundum slys að þeim til- raunum. Eftir þennan út-úr-dúr held ég svo áfram lestrinum: „Ceres“ skyldi leggja úr höfn síðdegis 5. október 1913, eins og áður var getið. Veðrið þann dag var rosalegt og versaði óðum er á deginn leið, þar til komið var hávaðarok og sjógangur, eins og ég var að reyna að lýsa — og verra. Ég tafðist svo við eitt- hvað, að þegar ég kom niður á steinbryggjuna voru allir bátar farnir nema einn — tveggja- mannafar. Ég fékk þá til að flytja mig. Var þá brimsogið svo milíið, að vart var hægt að fóta sig, og í þeim ósköpum skolaðist ég einhvernveginn ofan í knörr- inn, holdvotur og skjálfandi af kulda og hræðslu; í sömu and- ráinni fauk gnoðin frá bryggj- unni hálf-full af sjó. Þeim var ekki fysjað saman, þessum körlum, er réru bátnum, þeir kölluðu þetta dálitla kviku og spýttu mórauðu um tönn í sjó- inn, sem skóf sem lausamjöll. Við komumst við illan leik að „Ceres'^og fór ég eða skreið um borð illa til reika, að mér fanst. Er þetta sú svakalegasta ferð, er ég hef farið um mína daga, bæði á sjó og landi. Mennirnir stöns- uðu ekkert, en fóru strax til baka til lands, enda lítt mögu- legt, að hemja bátinn við skipssíðuna. Er ég komst loks upp á dekkið, mætti ég þar drengjum Ásmundar, er könnuð- ust strax við mig frá því um vorið. Það lá illa á þeim, því pabbi og mamma voru enn í landi. Hafði Ásmundur sent þá og allan farangur sinn um borð, fyr um daginn, meðan veðrið var þolanlegra, en svo dregið að koma sjálfur þar til á síðustu stundu, því marga þurfti að kveðja. Ég reyndi að hugga drengina og segja þeim, að öllu væri óhætt, þeir skyldu vera með mér þar til pabbi og mamma kæmu. En með sjálfum mér var ég sannfærður um, að þau mundu ekki ná í „Ceres“ 1 það sinn — það fengist enginn til að reyna það. En hvað skyldi gert með drengina. Það var bara ein leið opin, að skilja þá eftir í Vestmannaeyjum í góðra manna höndum, þar 'til þau hjón næðu þangað með næsta skipi, kannske eftir 2—3 vikur. Og eftir nokkrar umræður við aðra Vesturfara og skyldmenni drengjanna, er þar voru, var til- lagan samþykt, og skyldj. ég vera fóstrinn á leið til Eyjanna, þar eð ég og drengirnir hefðum sama farrými, — og skyldi ég taka strax við því starfi. En meðan fundarhöld og samþyktir fóru fram, kom póstbáturinn úr landi. Hafði hann verið mann- aður sex völdum mönnum, er freista vildu að ná „Ceres“ áður en hún færi úr höfn; var lífs- hætta að reyna slíkt, eins og sjór og vindur ólmuðust. En með póstbátnum komu einnig Ásmundur og Sigríður! Það var ekki venja, að póst- báturinn, sem aldrei fór úr landi fyr en á síðustu mínútu, flytti nokkra farþega. Ég spurði því einn bátsmanninn, er ég þekti vel, hvernig stæði á því, að þeim hjónum hefði verið leyft að koma með? „Það var enginn tími til að leyfa eða banna“, svaraði hann. „Áður en við vissum, voru þau bæði komin í bátinn, en hvernig þeim tókst það, skil ég ekki. Það var ekki hægt að hemja bátinn við bryggjuna fyrir sjógangi, og um að gera, að komast burt áður en hann brotnaði í spón. En þau voru hin rólegustu. Ásmundur sagði bara: „Ef þið skilið póst- pokunum út í „Ceres“, skilið þið okkur líka!“ og hélt sér á þóftunni með annari hendi en hinni í konuna. Þar endaði fóstur mitt! En upp frá þeirri stundu eignaðist ég óslitna hylli og hlý- leika Ásmundar og Sigríðar Jóhannsson. Og nú, er ég renni huganum yfir þetta litla ævintýri, finst mér það vera svo einkennilega líkt lífi þeirra og starfi, eins og ég þekti þau æ síðan, að myndin verður að virkileika — þetta, að hafa framsýni með fyrirhyggju, kapp með karlmensku, trygð með skyldurækni. Þessir þrí- Sendinefnd vísinda- og lista- manna frá Sovétríkjunum hefir að undanförnu dvalið hér á vegum MÍR. Fóru vísindamenn- irnir heim í gær, en síðastliðinn föstudagsmorgun var blaða- mönnum boðið að eiga tal við nefndarmenn í rússneska sendi- ráðinu. Hafði próf. Sarkisoff formaður vísindanefndarinnar, orð fyrir félögum sínum, þakk- aði góðar viðtökur og góð kynni af hálfu íslenzkra starfsfélaga, og kvaðst vona, að með þessari heimsókn hefði enn verið stigið stórt skerf í áttina til aukins skilnings og samvinnu með Is- lendingum og Rússum. En áður en hið opinbera blaða viðtal hófst, gafst fréttamanni blaðsins tækifæri til að ræða við prófessor Sarkisoff nokkra hríð. Sarkisoff er prófessor í læknisfræði, heimskunnur vís- indamaður á sviði heilarann- sókna, og forstöðumaður stofn- unar í Moskvu, er eingöngu vinnur að slíkum rannsóknum. Og enda þótt fréttamanninn skorti þekkingu til að spyrja um slíka hluti, hafði prófessorinn frá mörgu að segja um þróun læknavísindanna í Sovétríkjun- um, sem auðskildara var og almenns eðlis. Berklaveiki var mjög almenn í Rússlandi, segir Sarkisoff, og baráttan gegn henni hefir verið eitt meginviðfangsefni lækna og heilsusérfræðinga. Kveður hann bætt lífskjör almennings og aukið hreinlæti hafa dregið mjög úr útbreiðslu veikinnar, en auk þess hafi verið reist hin fullkomnustu hressingar- og heilsuhæli fyrir berklasjúklinga, og þeim valinn staður, þar sem loftslag og veðurfar var talið ákjósanlegast ,og hafi þau reynzt mikilsvert atriði í baráttunni. Við hæli þessi starfa færustu sérfræðingar, og hafa þeir náð miklum árangri, hvað lækningar snertir. Ýmiss lyf hafa verið reynd, en gefizt misjafnlega, og enn hefir ekkert það „töfralyf“ fundizt, sem einhlítt getur tal- izt, — en bætt lífskjör, aukin heilsugæzla og hollir lifnaðar- hættir eru bezta vörnin, — og góð hjúkrun í fullkomnum hælum undir umsjá sérfróðra lækna, beztu „lyfin“, sem við þekkjum enn. — Prófessor Sarkisoff kveðst hafa kynnt sér berklalækningar og berklavarnir hér á landi, og dáðist hann mjög að þeim glæsilega árangri, er hér hefði náðst í baráttunni við þennan sjúkdóm. „Jú, það er staðreynd“, svar- / Barállan við berklveikina Dauðir lífgaðir við . . . þættu eiginleikar einkendu öll þeirra ævistörf. Þar voru engir hversdagsmenn á ferð, er Ás- mundur og Sigríður fóru! Leiðir okkar lágu sjaldan saman eftir þetta, en öll þau ár, er beggja naut við, var ég tíður gestur í húsi þeirra, er ég var eða kom til Winnipeg, og var mér ætíð tekið sem þeim, er eitthvað bæri að þakka, auk hinnar þjóðkunnu gestrisni, er ávalt prýddi heimili þeirra. Frá þeim fagnaðar-stundum hef ég margs að minnast. Foreldraminning er mér þre- föld gjöf — sumar- vina- og minninga. Ég finn vanmátt minn, að þakka, sem verðugt er — en innilega þakka ég alla trygðina, sem entist vegferðina á enda og — lengur. „Hátíð er til heilla bezt“, og þar eð jólin eru í nánd, gríp ég tækifærið, að minnast þessara viha minna, og þakka sonum þeirra velvild og hugulsemi í minn garð, með áðurnefndri gjöf, — og óska gleðilegra jóla og farsældar komandi ára! Sveinn Oddsson aði Sarkisoff og brosti við, er fréttamaðurinn spurði, hvort satt væri, að frægum rússnesk- um lækni hefði tekizt slíkt kraftaverk. „Honum hefir tekizt að vekja aftur til lífsins menn, sem höfðu, frá almennu og læknisfræðilegu sjónarmiði s?ð, verið dauðir nokkra stund. Slíkt er að vísu mikið læknisfræðilegt afrek, en verður ekki fram- kvæmt nema við svo sérstakar aðstæður, að það hefir, að minnsta kosti enn sem komið er, nánast sagt aðeins vísinda- lega þýðingu. Hitt hefir mesta þýðingu, að forða mönnum eins lengi og unnt er að verða van- heilsu og dauða að bráð, og að því hefir verið stefnt í Sovét- ríkjunum með skipulagðri heilsuvernd fyrst og fremst, og þess utan að sjálfsögðu með vísindalegum rannsóknum á sviði meinafræði, lyfjafræði og ýmsum aðgerðum. Á báðum víg- stöðvum hafa miklir sigrar verið unnir, ,og ríkasta vitnið um hinn mikla árangur aukinnar heilsuverndar er það, að í síð- ustu styrjöld gerðist það í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar, að engar drepsóttir eða hættulegar farsóttir sigldu í kjölfar styrjald- arhörmunganna. Svefnlækningar Ein merkasta nýjungin, er læknar í Sovétríkjunum eru teknir að nota, eru hinar svo- nefndu „svefnlækningar“, en sú aðferð hefir gefið furðulega góða raun gegn ýmsum sjúkdómum. Hún er í því fólgin, að sjúkl- ingnum er haldið með lyfjum í djúpum svefni, sólarhringum saman, — stundum hálfan mán- uð. Þessi aðferð hefir til dæmis gefizt svo vel gegn vissum teg- undum af magasári, sem áður urðu aðeins læknaðar með skurðaðgerðum, — er sjaldnast dugðu nema um skeið, — að hnífnum er nú ekki beitt við Framhald á bls. 8 GOOD KING WENCESLAUS The good King who went out to help a poor man’s fam- ily “though the frost was cruel” symbolizes the spirit of giving that fllls the Christ- mas season. Have you an- swered your Christmas Seal letter? Give all you can to help fight TB—to prevent the sorrow and suffering that TB hrings into every home that it sirikes. Buy and Use Christmas Seals Heilsuvernd mikilsverðari en að vekja dauða til lífsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.