Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. DESEMBER 1954 SIGURÐUR ÞORSTEINSSON: í Gent —borg minninganna Borg minjanna er nafnið, sem Belgir hafa notað mest til að laða erlenda ferðamenn til borg- arinnar Gent í norðvesturhluta landsins. Og fari maður nú eftir þessari kynningu og heimsæki borgina, verður maður sízt fyrir vonbrigðum, því í borginni bók- staflega úir og grúir af minjum frá hinum ýmsu tímabilum borgarinnar. Borgin er upphaflega reist á sjöundu öld og voru þá íbúar hennar nefndir Gandar. Orð þetta. er af kaltneskum uppruna og er notað í franskri tungu enn þann dag í dag, því á því máli heitir borgin Gand. Útlagt á ís- lenzku mundi orðið sennilega þýða árós eða eitthvað svipað, en í gegnum borgina rennur áin Schelde og skapar aðstöðu til siglinga, þó að borgin standi nokkuð langt inni í landi. A 14. og 15. öld var Gent ein af þýðingarmeiri borgum Ev- rópu. Gildi eða félagssamtök borgaranna voru svo sterk, að þau buðu greifanum af Flandern þráfaldlega byrginn, þrátt fyrir að greifarnir væru studdir af Frökkum. Á 14. öldinni er svo -einhver mesti blómatími al- þýðuveldisins í Gent. Þá er reist ráðhús borgarinnar og rétt um 1300 er klukknaturn (Belfroi) borgarinnar svo reistur, en klukknaspil hans er víðfrægt og samanstendur af hvorki meira né minna en 52 klukkum. Af þessu má sjá, að hægt muni að leika sæmilegustu lög fyrir borgarbúa á ýmsum tímaskipt- ^VJSTL^ Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. HAGBORG FUC PHOME 74-3431 PHONE 3-7340 John Olafson. Representative. um dagsins. Þessar tvær bygg- ingar má að ýmsu leyti taka sem helztu minjar um alþýðuveldi í Gent. 15. öldin er helzta tímabil fagurra lista í borginni og sem hið heimsfræga dæmi þar um má nefna Van Eyck bræðurna, sem máluðu myndir sínar ýmist sameiginlega eða sjálfstætt. Á fyrri hluta 16. aldar gerast svo Gandar herská þjóð. Þeir hefja uppreisn gegn Maríu af Ungverjalandi, og stórt var stökkið, sem Karl V. tók undir sig sunnan af Spáni, til að bæla niður uppreisn fæðingarborgar sinnar. Það er svo ekki fyrr en á 19. öldinni eða 1816 að stofnaður er háskóli í Gent. Með tilkomu skipaskurðarins, sem grafinn var til Terneuzen, eykst svo enn gengi Gent, því að nú fæst styttri og betri leið til sjávar en áður var. Og nú á tímum er Gent engin smáborg, í það minnsta ekki á okkar mæli- kvarða, því íbúar hennar eru 250,000. Á árunum 620—647 lét heilag- ur Amand reisa í Gent tvö stór klaustur. Annað þeirra er Péturs klaustrið í suðvesturhluta borg- arinnar. Klaustur þetta er ákaf- lega merkileg heimild um bygg- ingarstíl seinnihluta miðalda. Hitt klaustrið er Baafsklaustrið, sem er nú varðveitt sem minja- gripur um steinsmíði þessara tíma. Nokkru vestar 'í borginni er Baafskirkjan, en hún geymir meðal annarra listaverka eitt fegursta verk Van Eyck bræðr- anna, altaristöflu, sem nefnd er „Tilbeiðsla lambsins". Altaris- tafla þessi er heimsfræg sem heildarverk, en svo eru einnig hinar ýmsu myndir hennar heimsfrægar, hver í sínu langi. Frægastar munu þó sennilega vera: Englakórinn, Adam og Eva og Boðun Maríu. Undir kór kirkjunnar er svo enn eldri kirkja, neðanjarðar að mestu leyti. í henni getur að líta hið elzta af kirkjulist, sem varð- veitzt hefur í borginni, og eru þar margir fagrir gripir. Föstudags-markaðstorgið er Forum miðaldanna í Gent, en á því stendur stytta af van Arte- velde, sem var borgarstjóri um 1338 og hinn vitrasti leiðtogi borgarflokkanna í erjum þeirra við greifana. I Gent finnur maður eins og svo víða í Niðurlöndum stóran húsagarð umluktan litlum ein- býlishúsum. 1 húsaþyrpingum þessum búa konur af leiksystra- reglu Niðurlanda, sem stofnuð var af Lambert Bégue árið 1180. Regla þessi hefur að því leyti sérstöðu innan kirkjunnar, að systurnar bindast ekki klaustri sínu á neinn hátt með eiðum, en dveljast þarna sem manneskjur með fullt frelsi við kyrrlát störf og helgihald. Ferðamaður frá ís- landi tekur mest eftir höfuð- búnaði þeirra, sem að ýmsu leyti svipar til lambhúshettunnar, er hér tíðkaðist, nema hvað hann er ekki úr prjónlesi. Er þetta flæmskur höfuðbúnaður kvenna frá 11. og 12. öld. Væri gaman að vita hvort íslenzkar bænda- konur hafa upphaflega haft fyrirmynd af lambhúshettu í þeirri, er þær prjónuðu bændtim sínum, sunnan frá Flandern. Eitt af því sem vekur athygli ferðamannsins, ekki aðeins í Gent, heldur í Niðurlöndum yfirleitt, eru hinar haganlega gerðu smákapellur við vegi og götur og á hæðum. Fólk kemur til þessara kapellna úr nágrenn- inu með blóm og gjörir bæn sína. Sýnir þetta mjög vel hve trúin er þessu fólki eðlileg, enda er kirkjulist landa þessara ákaf- lega fögur og heimsþekkt. Ef lil vill hjó sonarsonur ... Greifakastalinn í Gent er ein- hver bezt varðveitti kastali í Evrópu hvað snertir byggingar- stíl og frágang allan. Hann er byggður um 1180 eftir fyrir- mynd hinna víggirtu dvalar- staða krossfaranna í Syríu. Kastali þessi er sannarlega ekk- ert smásmíð og virðist manni furðulegt hvernig hægt var að vinna slík stórverk á þessum tímum, þegar vélar og tækni voru ekki til staðar. En á þess- um tímum lá mönnum ekki á eins og nú. Verk, sem okkur kann að virðast óvinnandi, mið- að við aðstæður tímans, unnust samt með stöðugri elju og þrautseigju, sem nútíminn virð- ist að mestu vera búinn að glata. Það gat tekið áratugi ef ekki aldir að byggja stærstu bygg- ingar þessara tíma og kannské hjó sonarsonur fyrsta stein- smiðsins við bygginguna síðasta steininn, sem notaður var í hana. Á efstu hæð kastalans er undur- fagurt útsýni yfir borgina, sjást þaðan allir helztu sögustaðir og stærstu byggingar, sem í borg- inni eru. Þannig er Gent auðug af minjum þess sem var, en er því miður ekki lengur víðast hvar. —Alþbl., 19. sept. Úr borg og bygð Jarðarför frú Eiríku Sigur- bjargar Sveinbjörnsdóttur Krist jánsson fór fram frá Lútersku kirkjunni á Lundar, þ. 29. nóv. síðastliðinn. Séra Bragi Frið- riksson jarðsöng. Hún var fædd 6. sept. 1880 á Seyðisfirði og voru foreldrar hennar hjónin Eiríka Sigríður Eiríksdóttir og Sveinbjörn Sig- urðsson Sveinbjörnssonar, bæði Seyðfirðingar. Þau voru fjögur börn þessara hjóna, en nú lifir aðeins eitt þeirra, Mrs. Guðný Margrét Halldórsson á Lillisvie í Manitoba. Vestur um haf flutt- ist Sigurbjörg sál. með foreldr- um sínum 1884 og varð fyrsta aðsetur þeirra í Winnipeg, en síðar í Grunnavatnsbyggð. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurbirni Kristjánssyni, Sig- urðssonar, Jónssonar hrepp- stjóra á Tjaldbrekku, en móðir Sigurbjörns var Margrét Sigurð- ardóttir, Björnssonar í Selárdal. Þau hjón, Sigurbjörg og Sigur- björn, bjuggu allan sinn búskap í Grunnavatnsbyggð og dvöldu síðustu árin á Lundar. Þann 4. júlí s.l. áttu þau 55 ára hjú- skaparafmæli. Níu barna varð þeim auðið, en sex þeirra lifa nú. Sigurbjörg sál. dó aðfaranótt föstudagsins 26. nóv. s.l. Hún var þekk kona og góð og vinsæl af öllum, sem kynntust henni. Mjög margt manna var viðstatt útförina. ☆ Þann 23. nóvember síðastlið- inn'lézt í Vancouver frú Sigríður Stefánsson, rúmlega 80 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Halldór Halldórsson frá Staf- holtstungum, og Gpðrún Guð- mundsdóttir, ættuð úr Borgar- fjarðarsýslu. Sigríður heitin fluttist með foreldrum sínum og fimm systkinum til þessa lands árið 1878, og settist fjölskyldan að í Hlíðarhúsum í Mikley. Sigríður giftist Bjarna Stefáns- son og reistu þau bú í Mikley fyrst að Öldulandi og svo að Grund. Hún misti mann sinn fyrir mörgum árum og síðar dóttur sína Stellu — Mrs. Ás- mundsson. Var síðan hjá syni sínum, Stanley og konu hans, Ásu, fyrst í Mikley, svo í Sel- kirk en síðast í Vancouver. Auk hans lætur hún eftir sig 6 barna- börn. Sigríður var vönduð kona og myndarleg til orða og verka. Hún var jarðsungin í Vancouver á laugardaginn 27. nóvember. ☆ Jóhannes Einarsson lézt 2. desember á heimilinu Betel á Gimli, 86 ára að aldri. Hann fluttist til þessa lands um alda- mótin, stundaði búskap, fyrst í Árborg og síðan að Gimli í átta ár. Kveðjumál flutti séra H. S. Sigmar að Betel. Hinn látni var lagður til hinztu hvíldar í Gimli-grafreit. Heilsuvernd . . . Framhald af bls. 4 þeim framar. Þá hefir og furðu- lega mikill árangur náðst með svefnlækningum við of háum blóðþrýstingi, og ýmsum geð- sjúkdómum. Að sjálfsögðu verð- ur slík aðferð aðeins notuð, að viss skilyrði séu fyrir hendi, — svo sem sérstakar þar til ætlað- ar húsadeildir, — undir umsjá sérfræðinga, sem hafa nána gát á allri líffærastarfsemi sjúkl- ingsins, á meðan svefninn varir. Enn verður ekki sagt með neinni vissu, hve miklir eða víðtækir lækningamöguleikar eru í sam- bandi við þessa aðfeirð, segir prófessor Sarkisoff, en óhætt er að fullyrða, að þær hafa þegar vakið miklar og verðskuldaðar vonir. Krabbameinið Það er alrangt, sem stundum hefir birzt í erlendum blöðum, að Sovétlæknar hafi fundið einhver „töfraráð“ við krabba- meini, segir prófessor Sarkisoff. Við munum að vísu hafa náð jafnlangt læknum annarra þjóða, — en því miður, stönd- um við þar ekki öðrum svo framar, að til tíðinda verði talið. Það er hjá okkur eins og annars staðar að eftir því sem aðrir sjúkdómar hverfa úr sög- unni sem dánarorsök, fer þeim fjölgandi, sem deyja úr krabba- meini. En hitt get ég líka fullyrt, að læknar okkar og vísinda- menn vinna af kappi að rann- sóknum á eðli þessa sjúkdóms og læknisráðum gegn honum. Að endingu kveðst prófessor Sarkisoff hafa skoðað hér sjúkrahús og átt tal við marga lækna, auk þess sem hann flutti fyrirlestur í þeirra hópi um sér- grein sína. Kveðst hann muni vinna að því, þegar heim kemur, að nánari samvinna takist með rússneskum og íslenzkum lækn- um, og að íslenzkum læknum gefist kostur á að kynna sér framfarir á sviði læknavísind- anna í Sovétríkjunum. —Alþbl., 22. sept. — LEIÐRÉTTING — Jafnframt því og ég þakka birtingu á ræðunum mínum þrem í Lögbergi (25. nóv.), fæ ég ekki hjá því komist að leið- rétta úrfellingu, sem máli skiptir. Setningin „Sem gjöf frá vinum Islands í Bandaríkjunum af íslenzkum stofni“, í upphafs- málsgrein ræðunnar við afhend- ingu brjóstlíkans Sveins Björns- sonar forseta, á að vera: „Sem gjöf frá vinum Islands í Banda- ríkjunum af íslenzkum og öðrum stofni“, því að fleiri. vinir Is- lands áttu þar hlut að máli. — Með þökk fyrir birtinguna. Richard Beck ☆ — LEIÐRÉTTING — 1 grein í Lögbergi nýlega, þar sem sagt er frá 25 ára giftingar- afmæli séra Jóhanns Fredriks- sonar og konu hans, er þess getið, að Dr. T. J. Oleson hafi flutt ræðu í samsætinu. Þetta er ekki rétt. Maðurinn, sem flutti þessa umgetnu ræðu, var Thomas E. Oleson í Glenboro, en ekki Dr. Oleson, sem ekki var í samsætinu. ☆ — "ODES and ECHOES" — Ný ljóðabók eftir Pál Bjarna- son er komin á markaðinn. — Fæst nú í Björnsson’s Book Store, að 702 Sargent Ave., Winnipeg3, Manitoba, og kostar aðeins $3.50. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Dec., 14th at 2 p.m. in the lower auditorium of the church. ☆ Mr. og Mrs. T. L. Hallgrímsson og frú 805 Garfield Street hér í borg komu heim síðastliðinn laugardag úr hálfsmánaðar dvöl í Fort William, Ont. ☆ Frú Vigfúsína Beck, er um margra ára tímabil hefir búið hér í Winnipeg, er nú flutt til Betel, Gimli, Man., og biður hún Lögberg að flytja vinum og vandamönnum kveðjur og alúð- arþakkir fyrir margs konar vel- I gerðir sér í té látnar. ☆ Dr. Valdimar J. Eylands kom heim vestan af Kyrrahafsströnd seinnipart fyrri viku; tók hann þátt í 40 ára afmælishátíð kirkju íslenzka safnaðarins í Blaine, Wash., er var fjölsótt og um alt hin virðulegasta. Dr. Valdimar heimsótti einnig Islendinga í Vancouver. ☆ Arni G. Eggertson, Q.C., og frú komu heim seinnipart fyrri viku eftir mánaðardvöl suður í hinni sólríku Kaliforníu. M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ' ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 12. des.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 12. des.: VIÐIR, kl. 2 á ensku. GEYSIR, kl. 8 á íslenzku. Robert Jack Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg var haldinn á þriðjudags- kvöldið 7. des. og var mjög fjöl- mennur. Alfer skýrslur báru vott um heilbrigða þróun safn- aðarlífsins og góðan anda. Tekjur safnaðarins á árinu námu $15.387.51; af þeirri upp- hæð höfðu kvenfélögin þrjú lagt til rúmlega $4.000.00. Söfn- uðurinn hafði greitt að fullu til- lag sitt í starfssjóð U. L .C. A. I fulltrúanefnd voru kosnir Grettir Eggertson, Gordon Gisla- son, G. Gottfred, K. W. Jó- hannsson, Alan Johnson og Erlingur Eggertson. I djákna- nefnd voru kosnir Paul Bar- dal Sr., Oscar Björklund, Mrs. Sigga Johnson, Mrs. Clara Rummery og Ida Speakman. ☆ Hinn 6. þ. m. lézt að Lachine, Quebec, Mrs. Edith Murie Bíld- fell, kona Dr. J. A. Bíldfells þar í bænum, 48 ára að aldri; auk manns síns lætur hún eftir sig tvo sonu og eina dóttur. Mrs. Bíldfell var vel að sér ger og hin mesta ágætiskona. Mr. J. J. Bíldfell og Hrefna dóttir hans fóru austur til að vera við útförina. ☆ 1 Mr. Harold Sigurdson Char- tered Accountant frá Fort Wil- liam, Ont., var staddur í borg- inni í fyrri viku og sat hér þing Shrines-reglunnar. ☆ Mr. Sigurbjörn Sigurdson fiskimálastjóri er nýlega kom- inn heim austan frá Ottawa, en þangað fór hann í erindum fiskimáladeildar fylkisstjórnar- innar. Minnisf- BETEL Ný hljómplata efíir GUÐMUNDU ELÍASDÓTTUR Mezzo Soprano Long playing (33 1/3 r. p. m.) Columbia Microgroove Vinylite 10 inch non-breakable disc. Með eftirfarandi lögum fyrir aðeins $5.50 (P.ayments must include exchange) Sólskríkjan Jón Laxdal — Th. Erlingsson Friður á jörðu Árni Thorsteinsson — Guðm. Guðmundsson Erla Sigv. Kaldalóns — Stefán frá Hvítadal Kvöldbœn ....................Björgvin Guðmundsson Ég bið að heilsa Jónas Hallgrímsson — Ingi T. Lárusson I dag skein sól Páll ísólfsson — Davíð Stefánsson Seinasta nóttin Magnús B. Jóhannsson — Th. Erlingsson Hjá lygnri móðu Karl O. Runólfsson — H. Kiljan Laxness Unglingurinn í skóginum Jórunn Viðar — H. Kiljan Laxness Þjóðlög Jórunn Viðar — Þjóðvísur Amma gamla er þreytt Hallgrímur Helgason — Þjóðvísa Fuglinn í fjörunni Jón Þórarinsson — Þjóðvísa Pöntun: BJÖRNSSON’S BOOK STORE, 702 Sargent Avenue, Winnipeg 3, Manitoba Meðlagt er $!>.50 fyrir liina nýju hljómplötu FRÚ GUÐMt NDU EIiIASDÓTTUR Fullt nafn ...................................... Heimiliafang .................................... Bæjarnafn og fylki .............................. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.