Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. DESEMBER 1954
5
TTV w V WW'W ?ft WW WWW W WWWW
X 4HJ6/1H/ÍL
IWtNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
UM LESTUR BÓKA
Oft hugsa ég til þess fólks,
sem ég var samtíða í æsku;
fólksins, sem komið hafði full-
orðið til þessa lands til þess að
reyna að bæta efnalega afkomu
sína og sinna. Fæst af þessu
fólki hafði notið nokkurrar
skólamenntunnar í föðurlandi
sínu, en þó finst mér nú, þegar
ég lít til baka og hugsa um
viðræður þessa fólks, lestur
þess, skrif þess, hugsunarhátt,
framkomu og framkvæmdir þess,
að það standi ekki að baki þess
fólks nú á tímum, sem notið fær
fjölda ára skólagöngu, hvað and-
legan þroska snertir. Hinir
gömlu fslendingar lásu mikið.
Þeir áttu víst flestir hverjir
lítil bókasöfn, en þær bækur,
sem þeir höfðu ekki ráð á að
kaupa fyrir sín einkabókasöfn,
keyptu þeir sameiginlega fyrir
byggðaasafnið. Það sem þeir
lásu ræddu þeir um og mundu
vel. Þeir kunnu mikið utan áð
af sögum og ljóðum, og þeir
fylgdust allvel með því, sem
gerðist í umheiminum, bæði
með því að lesa íslenzku blöðin
og vikublöðin ensku, auk enskra
bóka, því sumir hverjir urðu
snemma vel læsir á enska
tungu. Ég bar mikla virðingu
fyrir sumu af þessu fólki vegna
fróðleiks þess og geri það enn,
því það var í raun og veru vel
menntað, þótt það hefði ekki átt
kost á skólagöngu. Það hafði
sjálft aflað sér menntunar með
lestri góðra bóka og umhugsun
og umræðum um þær. En þó(
heyrði ég það oft harma það að
hafa ekki notið skólagöngu.
Nú hefir skipast þannig til,
að svo að segja hvert einasta
mannsbarn í þessu landi fær
margra ára skólagöngu, en vafa-
samt er, hvort sú menntun
verður eins haldgóð eins og sú
Flækjast með skipum um heimsins höf
án þess að borga fyrir sig
;1
menntun, en einstaklingurinn
aflar sér sjálfur með lestri góðra
bóka um áhugamál sín; að
minnsta kosti kemur skóla-
gangan að litlu gagni, ef nem-
andinn lítur aldrei í bók að
náminu loknu. Það mun ekki
fjarri sanni að fáir menn hafa
skarað fram úr á sviði andans,
eða jafnvel á sviði athafna,
nema því aðeins að þeir hafi
verið lesgefnir.
Skólarnir kenna nemendunum
lærdómsaðferðir; þeir þjálfa þá
í ýmislegri kunnáttu, en hin
verulega þekking og þroski
kemur ekki í ljós fyrr en út
lífið er komið.
Winston Churchill var ekki
mikill námsmaður í skóla;
Abraham Lincoln kom aldrei
inn fyrir skóladyr, en þó urðu
þessir menn hámenntaðir, bæði
með því að veita umhverfi sínu
næman gaum en sérstaklega
með því að lesa bækur og lesa
þær gaumgæfilega, ennfremur
með því að þjálfa sig í því að
láta hugsanir sínar í ljós 1 ræðu
og riti.
Nú eru bækur alls staðar á
boðstólum, ódýrar og góðar
bækur; völ er á beztu bókum
í söfnunum ókeypis, en lestrar-
hneigð fólks yfirleitt virðist
fara hnignapdi. Til eru heimili,
sem ekki eiga eina einustu bók;
til eru menn, sem ekki líta í bók
árið í kring, nema vera skyldi
myndabækur eða spæjarasögur.
Þetta er ills viti, og spáir ekki
góðu fyrir þjóðfélagið í heild.
Við eigum marga skóla, mikinn
kennarakost og mikil almenn-
ingsbókasöfn, en ekkert af þessu
virðist geta stöðvað þá öfug-
þróun, sem hér hefir verið
minnst á. Heimilin sjálf verða
að taka í taumana.
Sjómenn og útgerðarfélög hafa
lengi staðið andspænis þeim
vandræðum, er oftast hljótast af
því, þegar laumufarþegar læðast
um borð í skip þeirra, gefa sig
ekki fram fyrr en skipið er kom-
ið langt út á haf, fá svo hvergi
landvist vegna skilríkjaleysis
eða það, sem verra er, harðneita
að yfirgefa skipið og dvelja þar
hinir rólegustu, til mikils óhag-
ræðis og kostnaðar fyrir stjórn-
endur skipsins og eigendur, svo
lengi sem þeim þóknast.
Sjófarendur skipta laumufar-
þegunum í tvo flokka. Betri
heimingurinn eru þeir, sem af
pólitískum ástæðum laumast um
borð í skipin með það fyrir aug-
um að biðja um landvistarleyfi
í næstu höfn sem pólitískir
flóttamenn. I flestum tilfellum
eru þessir menn aðstoðaðir við
að koma áformum sínum 1 fram-
kvæmd, en hið sama verður ekki
sagt um verri helminginn, sem
er hataður og fyrirlitinn af öll-
um sjómönnum. 1 þeim flokki
eru ævintýramennirnir, menn,
sem þvælast um höfin heimsálf-
anna á milli, reknir áfram af
ævintýraþrá og með það eina
markmið að skoða sig um í
heiminum, án þess að þurfa að
greiða fyrir það.
☆
☆
☆
SPARIÐ KRAFTANA
Þegar Louis St. Laurent, for-
sætisráðherra Canada ferðaðist
til Evrópu og Austurlanda fyrir
nokkrum mánuðum hitti hann
Sir Winston Churchill forsætis-
ráðherra á Bretlandi, og gaf
hann St. Laurent ráð til að
verjast þreytu: Ef þér eigið völ
á að sitja eða standa, skulið þér
sitja, og ef þér eigið völ á að
sitja eða liggja, skulið þér alltaf
leggjast fyrir. Sir Winston hefir
sjálfur fylgt þessum ráðum;
hann liggur í rúminu fram undir
hádegi þegar hann getur komið
því við, fer yfir bréf sín og
stjórnarskjöl, les fyrir riturum
sínum stundum tveimur í senn,
það sem hann þarf að semja.
Auk þess hefir hann tamið sér,
að taka smádúra, þótt hann sé
önnum kafinn, og vakna hress
og endurnýjaður að nokkrum
augnablikum liðnum. Allur
heimurinn undrast starfsorku
þessa manns. Síðastliðna viku
átti hann áttatíu ára afmæli, og
enn virðist andlegur og líkam-
legur þróttur hans óbilandi. Það
er því ekki úr vegi að þessi ráð
hans séu tekin til greina. —
Húsmæður þreytast oft mjög
af hinum daglegu snúningum í
húsinu. Stundum er orsökin sú,
að þeir hlutir og þau tæki, sem
þær þurfa að nota við störf sín,
er ekki haganlega fyrir komið.
Þær standa við vinnu sína í stað
þess að sitja; þær ganga mörg
spor til að ná í hlut, Sem ætti
að vera við hendina; þær standa
bognar við verk sem þær geta
annaðhvort setið við eða staðið
uppréttar við. Stundum þurfa
ekki nema smávægilegar breyt-
ingar í eldhúsinu til þess að
auka þægindi og létta undir við
vinnuna.
Er uppþvottavaskurinn mátu-
lega hár. Ef ekki, má tilla ein-
hverju undir diskapönnuna.
Reynandi er líka að spara kraft-
ana með því að sitja við að þvo
diskana. Þetta verk verður að
framkvæma svo oft, að það
borgar sig að finna ráð til að
gera það eins fljótt og auðveld-
lega og mögulegt er. Um að gera
er að nota eins fáa diska og ílát
eins og hægt er að komast af
með; oft má matreiða og fram-
reiða réttinn í sama ílátinu;
glerílát, sem þola hita eru til-
valin til þess. Engin ástæða er
til að þurka leirtau eftir að það
er þvegið. Ef það er þvegið og
síðan skolað úr hreinu vatni og
því raðað í grind, þornar það
sjálft, og er þessi aðferð hrein-
legri heldur en að nota diska-
þurku.
Gott er að sitja við að flysja
og hreinsa ávexti og útbúa ann-
an mat til matreiðslu. Borðplata,
sem hægt er að draga fram yfir
knéin, eins og brauðborð, er
þægileg til þessara hluta.
Þreytandi er að standa lengi
við að straua þvott. Strauborð
fást, sem hægt er að hækka og
lækka eftir vild og ættu sem
flestar konur að sitja við þetta
verk.
Þá er að athuga vandlega,
hvort ekki sé hægt að koma
hlutunum betur fyrir, þannig að
þeir, sem notaðir eru daglega
séu alveg við hendina. Til dæmis
er saltið og piparinn upp í skáp
nokkur spor frá eldavélinni?
Þægilegra er að hafa þessa
hluti á hillu fyrir ofan elda-
vélina. Er alt það, sem þarf til
bökunar á einum stað; alt
krydd á einum stað? Eru pönn-
Fengu nóg af ferðinni
Ævintýri tveggja ungra Ame-
ríku manna er táknrænt fyrir
verri helming laumufarþeganna.
Þeir læddust um borð í skip eitt
í Los Angeles, földu sig í því og
komust með því, án þess að skips
höfnin yrði þeirra vör, alla leið
til Japans. Þar fóru þeir frá
borði, en laumuðust brátt um
borð í annað skip, er hélt áeliðis
til Hong Kong. Skipstjórinn
komst að veru þeirra á skipinu,
varð ofsreiður og tilkynnti lög-
reglunni í Hong Kong um ferða-
lag þeirra, þegar þangað kom.
Hún tók þá í vörzlu sína og setti
þá í fangelsi meðal þjófa og
morðingja. Ameríski sendiherr-
ann vildi ekkert með þá hafa,
þar eð þeir voru vegabréfslausir,
og lögreglan vildi heldur ekki
sitja uppi með þá til eilífðar, svo
að þeir voru settir um borð í
skipið á ný, er það hélt úr höfn.
I næstu höfn, sem var Cebu á
Filippseyjum, endurtók sagan
sig, nema að þar dvöldu ung-
menninn í þrjár vikur í þeim
herfilegustu fangaklefum, sem
hugsazt getur. Einnig þar voru
þeir settir með hættulegustu
glæpamönnum, og fengu ekki að
hreyfa sig. En að þessu loknu,
höfðu hinir ungu menn fengið
nóg af ævintýrinu, og tjáðu sig
fúsa til að vinna á skipinu, ef
þeir fengju að fljóta með því til
Bandaríkjanna aftur, en það var
næsti áfangastaður þess.
Lifðu í vellisiingum
Dag nokkurn stöðvaðist stórt
skip rtálægt smáeyju er liggur
skammt frá strönd Mið-Ameríku
Bátur var settur á flot mannað-
ur 10 mönnum og síðan róið kná-
lega til eyjarinnar. Þegar bátur-
inn kom aftur út til skipsins,
voru aðeins í honum fjórir menn
hinir sex höfðu verið laumufar-
þegar, sem lengi höfðu verið um
borð, en skipsmönnum hafði nú
loks tekizt að losna við. Sex-
menningarnir höfðu fundizt um
borð nokkru eftir að skipið lét
úr höfn einhvers staðar í Evrópu.
Þeir höfðu engin skjöl, sem gáfu
til kynna hverjir eða hvaðan
þeir væru, og voru þess vegna
öruggir um að verða ekki teknir
af neinu útlendingaeftirliti, en
hugsuðu sér að eiga náðuga daga
um borð í nokkurn tíma. Þetta
var nokkuð dýrt spaug fyrir
skipið, lítil von að losna við þá
og ekki hægt að veita þeim
slæman aðbúnað því að öllum
kvörtunum um slíkt er lögregla
í erlendum höfnum fús að ljá
eyru og gera ráðstafanir til að
fá úr því bætt. Laumufarþeg-
arnir sex átu og drukku og lifðu
í vellystingum tvær ferðir kring-
um hnöttinn, þar til skipmönn-
um loks hugkvæmdist að losa
sig við þessa þungu byrði með
framangreindu móti.
Unga frúin í ferðalag
Svo var það sagan um frú
Borgen, sem var ung og falleg
amerísk kona og lifði að því er
virtist í hamingjusömu hjóna-
bandi. Dag nokkurn skildi hún
eftir stutta orðsendingu til eigin
manns síns og tilkynnti honum
að þau mundu ekki sjást í lang-
an tíma, því að hún hefði hugs-
að sér að takast langa ferð á
hendur. Hún gekk hinn róleg-
asta um borð í stórt farþegaskip
og faldi sig meðal hundruða far-
þega, er ætluðu með skipinu.
Með yndislegu brosi, gaf hún
sig í ljós. Þegar skipið hafði
verið á siglingu í nokkra klukku
tíma, sagði einhverja hrærandi
sögu, og vann þegar hug og
hjörtu nokkurra farþega af
sterkara kyninu, sem þegar
slógu saman í farmiða handa
henni og létu henni í té allt það
bezta„ sem fáanlegt var um
borð. Hún kom til Liverpool
með töluverða fjárupphæð í
töskunni sinni, og þaðan hélt
hún áfram ferð sinni umhverfis
hnöttinn. Ef ekki urðu farþega-
skip á vegi hennar, hikaði hún
ekki við, að fela sig í, kolabingj-
um smærri flutningakláfa, og
þegar hún gaf sig fram, urðu
skipsmenn iðulega svo hrifnir af
hugrekki hennar, að henni stóð
allt til boða, er þeir gátu veitt.
En skipafélögin voru ekki að
sama skapi hrifin, og lýsing
hennar var send til lögreglu í
hafnarbæjum um heim allan.
Frú Borgen slapp samt alltaf, og
það var ekki fyrr en hún hafði
verið í „siglingum“ í nokkur ár,
að loks tókst að hafa hendur í
hári hennar, og hún send heim
á leið með valdi.
Örvænting skipsijórans
Það er oftast hægt að halda
laumufarþegunum í skefjum, ef
þeir koma einir sér, en þegar
þeir koma í hópum, er stundum
erfitt að eiga við þá. Það sannað-
ist líka, þegar sex ævintýra-
menn komu um borð í grískt
skip í spænsku hafnarborginni
Huelva. Þeir voru ákveðnir í að
fara í skemmtilegt ferðalag, og
földu sig í lest skipsins þar til
komið var út á haf. Þeir harðneit
uðu að vinna, skömmuðust yfir
matnum og urðu um síðir svo
óstörilátir að skipstjórinn og
skipshöfnin öll fylltist örvænt-
ingu. I hverri höfn neituðu þeir
að fara í land og höfðu í hótun-
um að taka sér fasta bólfestu
um borð. Þá var það að skipstjór
inn ákvað að láta til skarar
skríða og blátt áfram henda
þeim fyrir borð. Þetta var þegar
framkvæmt, og eftir nokkur
augnablik svömluðu sexmenn-
inngarnir æpandi í öldum hins
bláa Miðjarðarhafs. Konu skip-
stjórans, sem var með í ferð
þessari, tók það sárt að horfa á
mennina drukkna fyrir augum
sér, og fyrir bænastað hennar
lét hann tilleiðast að bjarga
þeim aftur. En það tókst aðeins
að bjarga fimm þeirra — einn
drukknaði — og þeir launuðu
björgunina með því að verða
öllu óstýrilátari en áður. Þeir
enduðu veru sína á skipinu með
því að kúga álitlega fjárupphæð
út úr skipstjóranum með því að
hóta ella að kæra hann fyrir að
hafa myrt félaga þeirra, sem
drukknaði.
— TÍMINN, 19. okt.
Ævintýrið um
Axdal
Þegar Hallur Axdal var á ferð
í Wynyard nýlega, áttum við
samfund. Minntist ég á, hvað
geislandi fjörlegur hann væri, og
hvort það væri Winnipeg, sem
yngdi hann svona. Ekki sagðist
hann hafa heyrt nokkurn mann
í Winnipeg minnast þess, að
æskan Ijómaði af sér. Og enginn
hefði haft orð á því í Wynyard
meðan hann var þar heimilis-
fastur. En nú þegar hann væri
hér ekki daglegur gestur, virtust
allir sjá sig í nýju og bjartara
ljósi.
Næsta dag var eftirfarandi
langloka komin á blað:
t heimsókn, þegar Hallur kemur
hér,
hann segir alla vera að dáðst að
sér.
í Winnipeg hann aldrei heyri
orð
að yngri manna tilheyri við
borð.
„Og enginn áður minnti mig á
það
á meðan ég var hér á sama stað.
Svo framför mín er fólgin víst í
því,
að fara á burt og koma svo á ný“.
— Já, ástæðan er ósköp eðlileg
og á víst ekkert skylt við
Winnipeg.
Þú finnur glögt frá góðvinarins
hönd
þann geislastraum, er leysir
tímans bönd,
og altaf verður maður yngstur
þar
sem eru geymdar flestar
minningar.
—R. A.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK
ur, bakkar og lok í stafla þannig
að róta þarf þeim til og leita,
þegar eitthvað þarf af þeim að
nota? Auðvelt er að finna þessa
hluti, ef þeir eru reistir á rönd
í hólfuðum skáp eða grind.
Ef að húsmóðirin horfir rann-
sakandi augum á alla hluti í eld-
húsi sínu, mun hún vafalaust
finna eitthvað, sem mætti lag-
færa og breyta þannig, að hún
sparaði sér snúninga og krafta.
Þegnréttindadeildin canadíska og innflytjendaráðuneytið starfrækja
skrifstofur á ýmsum stöðum í þeim tilgangi að aðstoða félagssamtök, er
vinna að málefnum nýrra innflytjenda eða að upplýsingum almennra
þegnréttinda.
Vegna frekari upplýsinga skuluð þér snúa yður til einhverrar af þeim
skrifstofum, sem hér eru taldar upp:
Dr. W. Black, Regional Liaison Officer,
Canadian Citizenship Branch,
Immigration Building,
Vancouver, B.C.
Mr. Jean Lagasse, Regional Liaison Officer,
Canadian Citizenship Branch,
537 Dominion Public Building,
Winnipeg, Manitoba.
Mr. John Haar, Regional Officer,
Canadian Citizenship Branch,
Massey-Harris Building,
10138-100 “A” Street,
Edmonton, Alberta.
Mr. John Sharp, Regional Liaison Officer,
Canadian Citizenship Branch,
737 Church Street,
Toronto, Ontario.
Miss Francoise Marchand, Regional Liaison Officer,
Canadian Citizenship Branch,
901 Bleury Street,
Montreal, Quebec.
Or
The Nalional Liaison Office,
105 West Block,
Ottawa, Ontario.
Birt til hagsmuna nýjum, canadískum innjlytjendum
DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION
HON. J.W. PICKERSGILL, P.C., M.P.,
Minister of Citizenship and
Immigration
LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C.,
Deputy Minister of Citizenship
and Immigration