Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.12.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. DESEMBER 1954 Get ég hætt að drekka? Félagsskapur fyrrverandi drykkjumanna í Bandaríkj- unum, sem daglegu tali neínir sig A.A. hefur gefið úl mörg smárit, sem noluð eru við starfsemi félagsdeild anna. Eitt þeirra, sem nefn- ist „Að lokum A.A.," hefur verið þýtt á íslenzku fyrir hina íslenzku deild þessara samlaka, er stofnuð var fyr- ir nokkru í Reykjavík og fer sú þýðing hér á efiir. Hvað þýða stafirnir A.A.? . Þeir eru skammstöfun á ensku orðunum Alcoholics Anonymous (en þau hafa verið þýdd á ís- lenzku ónafngreindir áfengis- sjúklingar). Hvað er A.A.? A.A. er félagsskapur fólks sem hefur gert sér Ijóst, að það hefur orðið áfenginu að bráð og hefur ákveðið að berjast gegn því. Af eigin reynslu hefur það fundið, að áfengi í hvers konar mynd er því eitur, og það reynir af ein- lægni að tileinka sér nýja lifnað- arhætti, þar sem áfengi er úti- lokað. Hvað er drykkjumaður? Drykkjumaður er hver sá, sem hefur svo sterka löngun í áfengi, hvort sem sú löngun er stöðug eða aðeins öðru hverju, og hún veldur truflun á vinnu eða sambandi hans við fjölskyldu og þjóðfélag, sem er þess eðilis, að alvarlegt tjón get- ur af hlotist. Drykkjumaður er hver sá, sem er þannig á sig kominn, andlega og líkamlega, að hann stofnar vinnu sinni og eðlilegum sam- böndum við fjölskyldu og þjóð- félag í hættu. Ef raunverulegt tjón hefur ekki af því hlotizt nú þegar, er það aðeins tímaspurs- mál, hvenær eitthvað alvarlegt skeður. Þess vegna er honum sem drykkjumanni brýn nauð- syn að hætta að drekka. Drykkjumaður er hver sá, sem eftir drykkju finnur til hinnar óeðlilegu, sterku löngunar eftir „afréttara,“ finnst næsta dag nauðsynlegt að fá sér áfengi til þess að lækná þá vanlíðan, sem áfengið sjálft hefur valdið. Drykkjumaður er hver sá, sem við einhverjar eða allar of- annefndar aðstæður getur ekki bæði neitað sér um stundlega og stöðuga neyzlu áfengis. Er ég drykkjumaður? Það er okkar skoðun, að hver sá, sem finnst, að áfengið hafi of mikil áhrif á líf hans, og sem vill horfast í augu við staðreyndirn- ar og svara af einlægni þeim spurningum, sem upp koma í sambandi við grein hér á undan, geti sjálfur gert sér grein fyrir því, hvort hann er drykkju- maður eða ekki. Félagsmenn í A.A. setjast ekki í dómarasætið til að kveða upp úrskurð um það, hvort maður sé drykkju- maður eða ekki. Sá einn, sem í hlut á, getur kveðið þann úr- skurð upp. Er skömm að því að vera drykkj umaður ? Nei, það er engin skömm. Of- drykkja þarf ekki endilega að benda til þess, að drykkjumaður inn sé andlega vanheill. í stuttu máli mætti segja að ofdrykkja stafi af líkamlegu ofnæmi sam- fara hugsanaskekkju. Á margan hátt má líkja þessu vandræða ástandi við sykursýki, þar sem sjúklingurinn verður að neita sér um sykur, vegna þess að hann getur ekki „brennt" honum. Bæði læknavísindin og sál- fræðin eru á einu máli um það, að ofdrykkja sé sjúkdómur, að löngun ofdrykkjumannsins í á- fengi sé miklu meiri en svo að hann ráði við hana, og að þörf hans fyrir áfengi sé ekki hægt að lækna varanlega með neinni læknisaðgerð né með viljaþreki manns einu saman. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um að orsakir of- drykkju séu skortur á jafnvægi tilfinningalífsins eða vanþroski. Sumir halda, að hún stafi af upp gjöf eða skorti á viljaþreki, að menn flýi frá lífinu vegna minnimáttarkenndar eða ann- arra tilfinninga svipaðs eðlis. Það má vera, að hver og ein þessara kenninga sé .rétt að nokkru eða öllu leyti, en reynsla okkar er sú, að þegar það rennur upp fyrir manni ,að hann þjáist af ofdrykkju og reynir af afhug að yfirvinna hana, skiptir það hann ekki svo miklu máli, hver orsökin hefur verið, heldur hitt, hvað hann verði að gera til þess að hætta að drekka. Það sem hann fyrst og fremst vill fá að vita er: Hvernig get ég hætt? A.A. hjálpaði okkur að finna svarið. Hve fljótt læknast ég? Ef þú átt við, hvenær þú getir aftur farið að drekka í hófi, er svarið: aldrei. Reynsla lækna, sálfræðinga og okkar sjálfa er sú, að lang flestir þeirra, sem misst hafa stjórn á sér og farið yfir mörkin milli hófdrykkju og ofdrykkju eða tilheyra þeim hópum, sem lýst er í grein hér á undan, geta aldrei drukkið í hófi. Ef þú hins vegar átt við, hve- nær þú losnir við löngunina í á- fengi, fer svarið eftir. þvíð hve fljótt þú getur skipt um frá nú- verandi liferni og öðlast aðra lífsskoðun. Það, hve fljótt þú losnar við áfengislöngunina, fer næstum eingöngu eftir því, af hve mikilli einlægni og atorku þú beitir þér að áætlun A.A., sem miðar að lífi án áfengis. Sumir losna næstum straz, aðrir þurfa aftur á móti lengri tíma til að yfirstíga löngunina. En sé maðurinn alveg ákveðinn í að hætta að drekka og þjáist ekki af sálsýki, §etur ekki illa farið, svo framarlega sem hann af trú mennsku og einbeitni fylgir ráð- leggingum A.A. Hvers vegna getur A.A. hjálpað mér fyrst aðrir gáiu það ekki? Vegna þess að A.A. tengir saman grundvallar orsakir of- drykkju og meginþætti réttrar lækningar drykkjumanna. Fé- lagið ráðleggur þér að leita læknishjálpar við líkamlegri vanheilsu, ef hún er nokkur; afturhvarf til Guðs þíns þér til andlegrar styrktar; y f i r b ó t drýgðra misgerða þinna, að svo miklu leyti, sem það er hægt, til þess að losa huga þinn við innri baráttu. Það sé þér fyrir félags- starfi og íþróttum, til þess að veita útrás taugaspenningi og beina starfsemi undirvitundar- innar á eðlilegar brautir. A.A. býður vináttu og skilning slíkan sem þú hefur sennilega ekki átt að mæta í mörg ár. Þér veitast tækifæri til samræðna við félagsmenn, sem skilja málin til hlýtar og geta þess vegna hjálpað þér til þess að losna við vanmáttarkenndir, svartsýni og sjálfsásakanir. Og að lokum, þér veitast tæki- færi til að hjálpa öðrum á sama hátt og þér mun verða hjálpað. Hvað á ég sameiginlegl með slíkum hóp? Auk þess sem þú átt við áfeng- isvandamálið að stríða, muntu finna meðal félagsmanna menn, sem þér munu falla vel í geð. A.A. er smækkuð mynd af þjóð félagslífi okkar, og meðal félags manna eru menn úr öllum stétt- um; verzlunarmenn og konur, vinnuveitendur og launþegar, kennarar og nemendur, ungir og gamlir. Þarna er að finna fólk, sem fæst við þjóðfélagsmál ,hag- fræði, stjórnmál, trúmál o. s. frv. Það er því sennilegt, að þú kom- izt þar í kynni við fólk, sem er þér að skapi. Er A.A. sérlrúarílokkur eða írúarleg hreyfing? Nei! Ekki í venjulegum skiln- ingi þeirra orða. En ef við viður- kennum að okkur sjálfum og öllum öðrum mannlegum mátt- arvöldum hefur hingað til ekki tekizt að hjálpa okkur, og ef við þörfnumst nauðsynlega hjálpar einhvers staðar frá ,og erum fús til að þiggja þá hjálp, ef hún býðst — og ef sú hjálp er trú — þá er svarið : Já. A.A. hefur engar trúarsetn- ingar, trúarjátningar eða helgi- siði. Það skiptir sér ekki af trú- arskoðunum félagsmanna. Samt sem áður trúa flestir okkar því, að beiðni um hjálp frá æðra mætti, eftir eigin skilningi á, þeim mætti, og viðtaka slíkrar hjálpar, sé ómetanlegur styrkur í baráttunni við þessi önnur vandamál lífsins.' Eru nokkur lillög eða félags- gjöld? Þar eð bindindissemi er ekki verðmæti, sem hægt er að kaupa eða selja við afgreiðsluborð, eru engin félagsgjöld. A.A. hefur ekkert að selja. A.A. er sjálfboða starfsemi og vinnan sjálfboðavinna. Það hef- ur samt reynzt nauðsynlegt að stofna til samskota á fundum til að standast kostnað af húsnæði, lestrarefni, hressingiun o. fl. A.A nýtur ekki utanaðkomandi stuðn ings og leggur áherzlu á þá stað- reynd, að engum félagsmanna eru greidd nein laun eða þókan- ir. Hvers konar stjórn hefur A.A.? Hver félagsdeild, hvar sem hún er, velur sér sjálf starfsað- ferðir. Hér er starfsaðferð einn- ar deildarinnar: Fimm manna framkvæmda- nefnd er kosin af félagsmönn- um. Hver nefndarmaður starfar í 5 mánuði og þar eð stöðug skipt ing fer fram, fer einn maður úr stjórn mánaðarlega og annar er kosinn, þannig að allsherjar- stjórnarkjör fer aldrei fram eftir það fyrsta. Á þennan hátt fást stöðugt nýir starfskraftar í nrfndina. Framkvæmdanefndin kýs for- mann úr sínum hópi og sér hann um framkvæmdir sarhþykkta hennar. Auk þess eru ritari og gjaldkeri. Menn ráðgast við for- mann og með samþykki fram- kvæmdanefndarinnar g e t u r hann útnefnt undirnefndir, sem starfa þegar þeirra telst þörf, til þess að gera starfsemi félagsins árangursríkari. Hvernig get ég orðið félagsmaður? Þar sem engin formleg inn- taka í félagið fer fram, verður þú næstum sjálfkrafa meðlimur, ef þú — eftir að hafa skoðað hug þinn af grandgæfni og æðru- leysi og viðurkennt, að þú sért drykkjumaður, sem vilt hætta að drekka fyrir fullt og allt — sækir fundi og reynir af ein- lægni og alúð að fara eftir leið- beiningum og reynslu þeirra, sem með þér eru, og reynir eftir beztu samvizku að fyfgja regl- um og leiðbeiningum A.A. Með áframhaldandi, einlægri viðleitni er hálfur sigur unninn; án hennar getur hvorki A.A. né nokkrir aðrir hjálpað þér. Almennar upplýsingar Eigi félagsdeild þín nafnalista yfir félagsmenn, færð þú eintak af honum, en á honum eru, auk nafna félqgsmanna, heimilisföng þeirra og símanúmer. Hver og einn þeirra, sem á listanum eru, er traustur og góður vinur. Haltu nöfnum þeirra leyndum á sama hátt og þú vilt láta halda þínu nafni leyndu. Listinn er þér einum ætlaður, og ef þér finnst þú þarfnast ráða eða félagsskap- ar, skaltu ekki. hika við að hringja í hvern þeirra sem er. Ef þeir eru uppteknir munu þeir hjálpar þér að komast í sam band við félaga, sem getur sinnt þér. Þú þarft ekki að óttast, að þú sért uppáþrengjandi vegna þess að eitt áðalhlutverk félags- manna er að hjálpa öðrum fé- lögum. Þeim var einnig hjálpað á sama hátt. Þegar þú hefur ákveðið að ger ast félagsmaður, skaltu einbeita þér að starfseminni eins og þú bezt getur.Jjpurðu framkvæmda nefndina hvort nokkur verkefni séu til handa þér. Það er 24 síma vinna á sólarhring að endur- heimta bindindissemina. -Legðu þig fram um að hitta og kynnast öllum félagsmönnum Óttastu ekki að með því sértu framhleypinn eða móðgandi. Við reynum altaf að þúast. Gerðu það líka. Komdu með eiginkonu þína eða eiginmann eða einhvern Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til íslands til heimsókna um jólaleytið! SankU Kláus hefir rétt fyrir sér. Fullkomnasta jélagjöfin, sem þér gretiö fært ástvinum yöar á íslandi er heimsékn yðar sjálfra um jélin. Og hinn mikli fjárspamaður, sem yður fellur í skaut á þessu “The Great Circle” ferðalagi, vekur margfaldan fögnuð, er heim kemur! Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla Douglas Skymaster frá New York. Milli Reykjavikur og New York báðar leiðir — AÐEINS $265 LeitUS frekari upplýalnr/a hjá umboðsmanni ferOa- skrifstofu yOar varðandi fargjöld. n /—\ n ICELANDICl AIRLINES U Lr-AUu 15 West 47th St., N. Y. 36, PL 7-8585 Vegna Gilda - hæfni - Fullnægingar *'COM C.C.M. BICYCLES annan nákominn ættingja á fund, því betur, sem vandamenn þínir þekkja áform þín, því bet- ur geta þeir orðið þér að liði í baráttu þinni gagnvart áfenginu. í fyrstu muntu halda þig mest að einum eða tveim félags- manna. Þetta er eðlilegt, en það er þér nauðsynlegt að kynnast fleirum og bindast vináttu- böndum við eins marga og mögulegt er. Vertu ekki „sjúklingur" of lengi, reyndu að verða „læknir“ og annast þína eigin sjúklinga. ímyndaðu þér aldrei að lítið sé niður á þig. Tíminn og heil- brigð skynsemi munu sannfæra þig um, hve rangt það er. Drykkjumönnum er hætt við of mikilli viðkvæmni, svo að þú skalt berjast gegn henni með allri þinni skynsemi. A.A. getur og vill gera fyrir þig það, sem það hefur gert fyrir þúsundir annarra. Ef löngun þín til að hætta að drekka er einlæg, getur þú það, ef þú vilt. Læknar hafa mikið rannsakað áfengis- vandamálið, en hingað til hefur þeim ekki tekizt að banda á hina eiginlegu orsök þess að við drekkum, né fundið ráð til að s t ö ð v a drykkjuskapinn. Þeir hafa fundið margar ástæður, en svarið — annað en algert bind- indi — hefur ekki fundizt. Eng- inn getur læknað þig, þú verður að hjálpa þér sjálfur. A.A. legg- ur þér tækin í hendurnar og sýn- ir þér, hvernig þú átt að beita þeim. Þú verður sjálfur að fram- kvæma verkið. Það eru fundir hvert kvöld vikunnar. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þá, eða ef þú óskar eftir að komast í samband við einhverja deild, skaltu snúa þér til ritara félagssamtakanna, sem hefur það hlutverk með höndum að koma slíkum beiðn- um á framfæri. Þú skalt gæta þess á fyrsta fundinum, sem þú mætir á, að láta ritara deildar- innar í té nafn þitt og heimilis- fang ásamt símanúmeri, ef þú óskar að gerast félagsmaður. — DAGRENNING Kvæðið um fangann og Oscar Wilde Fyrir skömmu var öld liðin frá fæðingu brezka skáldsinsi Oscars Wildes. Undirritaður hugsaði í tilefni þess hlýtt til Wildes fyrir yndisleg smákvæði hans eins og ljóðin við grafir Shelleys og Keats og ævintýrin Konungssonurinn hamingju- sami, Næturgalinn og rósin og Risinn eigingjarni. Þar er Wilde jákvæður og listrænn, en skáld- skapur hans einkennist annars oft af tilgerðarlegri íþrótt og óhugsanlegri bölsýni. Þetta á þó ekki við um Kvæðið um fang- ann, því að þar er mótlætið orðið að uppgjöri, lífstreginn að áfrýjun til nútíðar og framtíðar og kvölin að örlögum. Aldar- afmælisins var minnzt hér á landi með nýrri útgáfu af þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar á Kvæðinu um fangann, en hún hefir áður birzt tvisvar sinnum um — í Rauðum pennum 1936 og sjötta bindi af „Þýddum ljóðum“ 1941. Magnús hefir endurskoðað þýðinguna í tilefni af endurprentuninni, og bókin er prýðilega út gefin af Akra- fjalli. Kvæðið um fangann er eitt af mestu þýðingarafrekum Magn- úsar Ásgeirssonar og hefir stækkað við endurskoðunina. Magnúsi tekst bezt, þegar mest á reynir, færist í aukana, þegar Wilde fléttar rímið og mynd- flúrið af stórmannlegastri snilli, og leysir þrautir túlkurnarinnar eins og þær séu honum leikur. Sjaldan hefir Magnús sannað betur skyldleika sinn við séra Matthías um djarfmannleg átök í þýðingu, en jafnframt fylgir hann frumtextanum af hlýðni og lotningu og samræmir þannig tvíþættan vanda með aðdáunar- legum hætti. Er sannarlega löngu tími til kominn, að þáttur Magnúsar í íslenzkum bók- menntum sé metinn að verð- leikum, því að hann hefir opnað gluggann fyrir andblæ um- heimsins, svo að því er líkast, að vistarveran hafi stækkað, enda þurfa áhrifin engum að dyljast. Þessari nýju útgáfu af Kvæð- inu um fangann fylgir formáli eftir Ásgeir Hjartarson. Þar er gerð gréin fyrir ævi og skáld- skap Oscars Wildes og sumt skarplega athugað, þó að annað orki tvímælis. Ásgeir lætur þess getið, að „Myndin af Dorian Grey“ hafi verið þýdd á íslenzku en vanrækir að nefna hver vann verkið. Hann vitnar til harmleiksins „Salome“, en gleymir, að leikrit þetta hefir einnig verið þýtt á íslenzku, svo og, að þýðingunni fylgir ágæt ritgerð um manninn og skáldið Oscar Wilde, engu ómerkari en Iðunnargrein Guðmundar heit- ins Kambans og sýnu svipmeiri en formáli Ásgeirs. Þetta eru mistök, sem ekki eiga að henda jafn menntaðan mann og grein- argóðan og Ásgeir Hjartarson. Loks verður ekki hjá því komizt að draga í efa eitt atriði í for- málanum. Ásgeir segir, að * skáldskap Wildefe gæti á stöku stað áhrifa frá öðrum skáldum, Verlaine, Coleridge og Hous- man. Þetta fær naumast staðizt, að Wilde hafi verið lærisveinn Housmans, og ályktunin um Coleridge er að minnsta kosti vafasöm. Oscar Wilde andaðist aldamótaárið landflótta, von- svikinn og farinn að heilsu. Fyrsta ljóðabók Housmans, „A Shropshire Lad“, kom hins vegar út 1896 og breytti höfundi sínum á svipstundu úr óþekkt- um háskólakennara í öndvegis- skáld. Mér finnst ótrúlegt, að Oscar Wilde hafi numið af A. E- Housman síðustu fjögur ævi- árin eins og högum hans var háttað, enda getur varla ólíkari skáld. Munurinn á Wilde og Housman er eins og hvítt og svart. Akrafjall og Magnús Ásgeirs- son hafa hins vegar minnzt Oscars Wildes skemmtilega með útgáfu þýðingarinnar á Kvæð- inu um fangann. Þessi áfrýjun dæmds manns er listaverk, sem á erindi til allra ljóðunnenda. Stunan er þung og verður heim- inum minnisstæð. Helgi Sæmundsson —Alþbl., 5. nóv. i CONTRIBUTED B Y DREWRYS MAN ITOBA D I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES L l M l T E D HD-J52 V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.