Lögberg - 16.12.1954, Side 2

Lögberg - 16.12.1954, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954 Þjóðlegt skóld ó gamla vísu íslendingar eru vafalaust hag- mælskasta þjóð í heimi, og þó að ekki sé miðað við fólksfjölda! öldum saman hafa verið uppi í flestum sýslum á Íslandi hag- yrðingar, talandi skáld — og stórskáld. Auðvitað breyta vél- arnar þessu eins og öllu öðru, en sú óheillaþróun er ólíkt hægari en ætla mætti í fljótu bragði. Hagmælska Skagfirðinga, Þing- eyinga og Borgfirðinga er lands- kunn og verður ekki dregin í efa, og ég kann að minnsta kosti skil á tíu hagyrðingum í einni sveit sunnan lands, en auk þeirra býr þar aðflutt stórskáld. Islend- ingar hafa því siður en svo sagt „dóttur alþýðunnar" upp holl- ustu. Þeir eru enn elskhugar hennar og verða vonandi um langa framtíð. Sumir álíta, að hagmælskan eigi lítið skylt við æðri skáld- skap. Slíkt er mikill misskiln- ingur. Trén spretta upp úr kjarr- inu, og stórskáldin vaxa úr jarð- vegi hagyrðinganna. Auk þess er skáldskapargildi íslenzku fer- skeytlunnar og lausavísunnar mikið og ótvírætt. Hagyrðing- arnir yrkja raunar sér til hugar- hægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar, en það er ekki alltaf verst, sem maður gerir fyrir sjálfan sig. Sannleikurinn er líka sá, að mörg skdld, sem liðtæk þykja á þingi kvæðagerðarinnar, ná mestum árangri í ferskeytl- um sínum og lausavísum. Skýr- ingin er sú, að íþrótt hagmælsk unnar er alþýðu manna á Islandi í blöð borin. Skáldskapur Jóns heitins Jóns sonar frá Hvoli lætur ekki mikið yfir sér. En hann er talandi tákn íslenzku hagmælskunnar og ber ýmis beztu og gleggstu einkenni hennar. Jón orti mikið á langri ævi. Kvæði hans eru oftast tengd tækifæri líðandi stundar og mótast af því, sem kennt var í „gamla skólanum.“ Lausavísur hans eru misjafnar, en sumar þeirra vekja manni skemmtilega furðu. Þær eru fallegir gripir úr aldagamalli smiðju hagmælsk- unnar á íslandi. Þar hafa fremur hrokkið gneistar en brunnið bál, en samt hefur þetta verið Is- lendingum „langra kvelda jól- ældur“ í þúsund ár. Ég sá Jón á Hvoli aðeins tvis- var sinnum, en kynnist honum aldrei persónulega. Fyrra sinni kom hann í heimsókn til starfs- bróður míns í ritstjórnarskrif- stofunni, og ég frétti fyrst hver gesturinn var, þegar Jón hafði kvatt að loknu erindi. Síðara skiptið sá ég Jón á tali við gaml- an Árnesing að vorlagi tveimur árum áður en hann dó. Þeir ræddust við á mótum Ingólfs- strætis og Hverfisgötu með grænkandi Arnarhólstúnið f bak sýn. Mér er minnisstætt, hvað Jón var unglegur öldungur. VSV lýsir honum vel í minningar- grein, þegar hann segir, að hann hafi verið „lágur vexti og grann- ur herhöfðaður og gráhærður, hraðstígur og með sífellt bros á andlitinu." Það var bjart yfir Jóni, og nú velt ég, að hann var ungur í anda fram í rauðan dauð ann. Brosið á andliti hans var spegill sálarinnar. Jón gat í rík- um máli talizt það, sem gamla fólkið kallaði nettmenni. Ljóð hans og vísir sýna það og eanna. Hann færðist ekki mikið í fang í öðlistinni, en ávaxtaði pund sitt dyggilega. Allt, sem eftir hann liggur í bundnu máli, ber vitni um samvizkusemi og vand- virkni, og beztu stökur hans eru skemmtileg leiftur á lífsins vegi og laundrjúgur skáldskapur. Jón var Arnesingur að ætt og uppruna og fæddist að Hvoli í ölfusi 4. marz, 1859. Hann naut lítillar menntunar í æsku, en þráði þekkingu og menningu og lagði kapp á að afla sér þeirra andlegu verðmæta, þegar hann var kominn til þroska. Hann lærði af sjálfsdáðum lestur, skrift og reikning og settist upp- kominn í barnaskólann á Eyrar- bakka til að fullnuma sig í þeim fræðum. Jón lærði um svipað leyti orgelleik hjá Sigurði heitn- um Eirikssyni regluboða og var að því námi loknu nokkur ár orgelleikari í Reykjakirkju. Til Reykjavíkur fluttist hann jarð- skjálftaárið 1896 og hóf skömmu síðar prentstörf og vann við þá iðn í fjórtán ár, aðallega hjá Davíð Östlund og við blað hans Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til fslands til heimsókna um jólaleytið! Sanktl Kláus heíir rétt fyrir sér. Fullkomnaata jélag-jöfin, sem þér getlS fœrt ástvinum ySar á fslandi er heimsékn ySar sjálfra um jðlln. Og hinn mikli fjársparnaSur, sem ySur fellur í skaut á þessu "The Great Clrcle” ferðalagi, vekur margfaldan fögnuS, er heim kemur! TíSar og reglubundnar flugferSir meS 4 hreyfla Douglas Skymaster frá New York. MíUi Reykjavíkur og New York báSar lelSir — AÐEINS $265 LeitiO frekari upplýsinga hjá umboOsmannl ferOa- skrifstofu yOar varOandi fargjöld. n /—\ n ICELANDICl AIRLINES uzAauu 13 W«» 47»h St„ N. Y. 36, PL 7-8583 1 I ■ I { 9 \ I Greetings . . . May Happiness and Prösperity Be Yours in the Coming Year! BALDWINSON BAKERY | 749 « I I BREAD - PIES - CAKES - PASTRY Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur Phone 3-6127 749 ELLICE AVENUE • WINNIPEG GLEÐILEG JÓL! . . . og happasælt nýór Við aðkomu jóla, verður bróðurhugurinn jafnan efstur ó baugi hjó siðmentuðum þjóðum; við óskum þess að só bróðurhugur auðkenni hótíðahöld yðar í þetta sinn, eins og að undanförnu. Winnipeg Snpply and Fuel Cn. Ltd. 812 BOYD BUILDING Winnipeg, Monitobo Phone 93-0341 Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra Islendinga, og góðs, gæfuríks nýórs. BOOTH FISHERIES Canadian Co. Lfrd. 2nd Floor, Baldry Buildlng WINNIPEG. MAN PHONE 92-2101 May Happiness and Prosperity Be Yours in the Coming Year! MUIR'S DRUG STORE JOHN CLUBB FAMILY DRUGGISTS Home and Ellice Frækorn. Jón varð óvenjulega viðlesinn og aflaði sér margvís- legs fróðleiks. Sjálfsnámið heima í ölfusi og barnaskólalær- dómurinn á Eyrarbakka bar ríkulegan ávöxt. Jón var til dæmis listaskrifari, rithönd hans í senn fögur og persónuleg og frágangurinn einsdæmi. Sömu- sögu mun að segja um önnur störf, sem hann innti af hönd- um. Nettmennið sagði jafnan til sín. Jón var tvíkvæntur, en seinni kona hans Árnfríður Árnadóttir, og bjuggu þau hjón síðustu ævi- ár Jóns að Skólavörðustig 22 A. Vinir og kunningjar Jóns bera mikið lof á Árnfríði fyrir ást hennar á gamla manninum og umhyggjuna fyrir honum. En bezt hefur Jón lýst þessu sjálfur. Kvæði hans og stökur til Árn- fríðar bera vott órjúfandi þakk- lætis. Hann er ungur í ást sinni til hennar fram á grafarbakkan. Ævikvöld hans hefur verið fag- urt og bjart, þrátt fyrir fátækt íslenzka alþýðumannsins, og það er Árnfríði að þakka. Jón lézt 25. janúar 1949 og skorti þá rúman mánuð í nírætt. VSV seg- ist í minningargrein sinni hafa séð Jón í Bankastræti skömmu fyrir áramótin og þá átti gamli maðurinn aðeins nokly^a daga ó- lifað. En Jón frá Hvoli virtist ekki þreyttur eða fótlúinn af göngu ævidagsins, og mun þó stundum hafa verið grýtt undir iljum. „Hann var bráðlifandi, á- DREWRYS MANITOBA D I V I S I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES s L I M I T E D MD* 352 hugsamur og heitur til síðustu stundar." Þetta eru áreiðanlega orð að sönnu. Kvæði og stökur um menn og málefni en ort í bráð- lifandi og heitum anda. Honum hitnar oft í hamsi þegar hann ykir, og tekst þá bezt upp. Tæki- færivísur hans varpa tíðum hvössu ljósi á tilefni líðandi stundar. Og hagmælskan er hon- um leikandi íþrótt. Jón unni fögrum ljóðum af stóru og heitu hjarta og gerði strangar kröfur til sjálfs sín í kveðskap. Megin- einkenni hans eru sókn og vörn fyrir smælingjana, náttúru dýrk un tónrænn ljóðsmekkur og góð- látleg kímni, sem verður manni ó tY ú 1 e g a minnisstæð. Hann bregður um skýrum myndum og segir mikið í stuttu máli. Jón var þjóðlegt skáld á gamla vísu — góður hagyrðingur. Kver þetta er þannig til orðið: Jón gaf út bókarkorn 1921 og kallaði Hendingar, en Jakob Jóh. Smári skrifaði því ágætan for- mála. Hendingar fluttu örfá kvæði og allmargar stökur. Hér birtist í fyrsta lagi úrval úr kvæðum þeim, er Jón lét eftir sig, þá kvæðin úr Hendingum, síðan stökurnar úr Hendingum og loks nýtt úrval úr lausavísum Jóns, sem flestar munu ortar eftir að Hendingar komu út. Frekari greinargerð útgáfunnar mun óþörf. Svo bið ég ljóðelska alþýðu að njóta þessarar litlu bókar, þvi að hennar er hún. Helgi Sæmundsson — ALÞBL. 10. nóv. ðá BLOOD BANK SPACE CONTRIBUTED BY FASTEIGNASALAR Óskar íslendingum fjær og nær % gleðilegra jóla og farsæls nýárs! OVER FORTY COMBINED YEARS OF EXPERIENCE REAL ESTATE INSURANCE MORTGAGE LOANS PROPERTY MANAGEMENT WE INVITE YOUR PATRONAGE McKague, Sigmar & Chimchak REALTORS 306 AVENUE BUILDING PHONE 92-5177-8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.