Lögberg - 13.01.1955, Síða 4

Lögberg - 13.01.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GeíiS Ut hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WlNNiPGO, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrift ritstjörans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colurnbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Eifrt á enda ár vors lífs er runnið Eitt hinna ágætu og víðlesnu blaða vestan lands, blaðið Western Producer, sem gefið er út í Saskatoon, og sérstak- lega er helgað málefnum bænda og samvinnumálunum á breiðum grundvelli, ætti að komast inn á sem allra flest bændaheimili í Sléttufylkjunum, því svo er efnisval þess fróðlegt og hlutdrægnislaust skýrt frá málavöxtum; slíkt er ólíkt hollara lesefni en tíðum gengst við, þar sem ein- hæfnislegum sérhagsmunum eru hlaðnir lofkestir úr hófi fram. f nýlegri ritstjórnargrein kemst áminst blað meðal annars svo að orði: „Sér hver sá, sem á einn eður annan hátt er viðriðinn samtök bænda, verður að láta sér skiljast hið innra gildi samvinnunnar; þetta hefir að vísu verið margsagt áður, svo að ýmsir eru ef til vill farnir að þreytast á því, þó von- andi sé að þeir séu eigi margir; menn mega ekki missa sjónar á því, að samvinnan er áhrifamesta vopnið, sem bændur geta veitt hvort heldur er til sóknar eða varnar. í Vestur-Canada, engu síður en annars staðar á bygðu bóli, hefir samstarfið rutt sér svo til rúms, að það er ein af aðalmáttarstoðum þjóðfélagsins. Samvinnustofunum í þessu landi, jafnt á meðal fram- leiðenda og neytenda hefir á seinni árum fjölgað svo ört að undrun sætir og verða úr þessu engin takmörk sett. Samvinnufélögin hafa í eðli sínu ómetanlegt gildi vegna þeirra hagsmunalegu hlunninda, sem þau veita; en það er annað og meira, er til greina kemur en hin fjárhagslega hlið; tíð fundarhöld félagsmanna, umræður og viðræður um aðkallandi vandamál, leiða til gleggri skilnings og auð- veldari úrlausnar. Vér sjáum ekki auga til auga við þá, er helzt kysu valdboð til að knýja fram við stjórnarvöldin einar og aðrar kröfur að lítt yfirveguðu ráði, því slíkt gæti orðið tvíeggjað sverð; hitt verður þyngra á metum, er upplýst almennings- álit hallast á eina og sömu sveif með þeim sannfæringar- krafti, sem eigi verður sniðgenginn. Við nýafstaðin áramót, eins og raunar svo oft endranær, ættu bændur að endurnýja og styrkja trúnað sinn við þau samtök, er þeir sjálfir hafa komið á fót“. ☆ ☆ ☆ Búnaðarráðstefna í Ottawa Á árinu, sem leið, var haldin ráðstefna í Ottawa, hin sextánda í röð, er landbúnaðarráðuneyti sambandsstjórnar og hinna einstöku fylkja stóðu að; á fundi þessum, sem að- eins stóð yfir í tvo daga, komu til umræðu, svo sem vænta mátti, mörg og mikilvæg mál varðandi framtíð landbúnað- arins, er rædd voru frá hinum ýmsu hliðum og erindrekum falið að skýra gang þeirra fyrir bændum í hlutaðeigandi bygðarlögum, er heim kæmi; þetta mun hafa leitt til hollrar fræðslustarfsemi út um sveitir landsins. Svo sem kunnugt er hófust ráðstefnur þessarar teg- undar meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð, en þá var framleiðslan skipulögð af hálfu stjórnarvaldanna engu síður en herforingjar skipulögðu hernaðarleg átök sín; þá hagaði svo til, að stjórnir hinna ýmsu landa ákváðu sín á milli hvert senda skyldi afgangsbirgðir, sem tiltækar voru og sömdu jafnframt um verðlag og greiðslu; um offramleiðslu var þá ekki að ræða, eða að minnsta kosti ekki í þeim skilningi, sem nú gengst við, einkum í hinum vestrænu ríkjum, þar sem flestir standa á öndinni yfir óseldum birgðum án þess þó að gild ástæða sé til. Um offramleiðslu getur ekki verið að ræða meðan miljónir manna, kvenna og barna deyja úr hungursneyð; hitt er annað mál, hvort það sé eigi hrein og bein siðferðileg skylda, að annást svo um dreifingu vörubirgða, að dregið verði að mun úr slíkum óvinafagnaði unz honum að lokum verði útrýmt. Nú fást stjórnarvöldin ekki lengur við það, að ráð- stafa afgangsbirgðum eins og á meðan á stríðinu stóð, en við það hafa tvenns konar vandamál skapast, sem bændur verða að horfast í augu við, en þau lúta að framleiðslunni sjálfri og söluskilyrðum. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra sambandsstjórnar^ J. G. Taggart, lét í ljós álit sitt að ráðstefnunni lokinni og fórust orð eitthvað á þessa leið: „Ég er ekki í neinum vafa um það, að fundur þessi hafi dregið fram í dagsbirtuna eitt og annað, er miði til þess, að bændur eigi auðveldara með að ráða rúnir fram- tíðarinnar að því er söluskilyrði áhrærir og þær framleiðslu- tegundir, er leggja beri sérstaka áherzlu á; góðir búmenn skyggnast fram í tímann og haga skipulagningu sinni eftir því, sem horfir við, að öllum aðstæðum athuguðum; bún- aðarráðuneytin í heild eiga að starfa sem upplýsingaskrif- stofur bændum og búalýð til varanlegra hagsmuna og geri þau það ekki hafa þau brugðist tilgangi sínum“. Áminstir fundir, þótt vafalaust megi eitt og annað að þeim finna, hafa mikið kynningargildi, glæða bróðurhug og styrkja samvinnumálin til verulegra muna. Maður ársins Ef til þess kæmi, að skera úr því í dag hver verða skyldi kallaður maður yfirstandandi aldar, myndi Sir Winston Churchill alveg vafalaust verða fyrir valinu; í fyrra var Konrad Adenauer kanzlari vestur-þýzku sambandsríkjanna maður ársins, en nú verður það sennilega Mendes-France, sem batt enda á sjö ára stríðið í Indo-China, stríð, sem fyrir löngu var vonlaust um að Frakkar gætu unnið, en hefði einungis kostað þá auknar blóðfórnir, þó nóg væri þegar af slíku komið; -um framtíðarárangur slíkra ráðstaf- ana verður engu spáð þó víst sé um það, að skoðanir frönsku þjóðarinnar um úrslit málsins séu harla skiptar; og það var Mendes-France, sem knúði fram í þjóðþinginu samþykt London-Parísar sáttmálans um endurhervæðing Vestur-Þýzkalands og aðild þjóðarinnar að varnarbandalagi Vestur-Evrópu, og það er Mendes-France, sem neytir mjólkur í stað víns og skorar á þjóð sína að gera eitt og hið sama. ODES and ECHOES, by Paul Bjarnason, Vancouver 1954 í viðtali, sem Halldór Kiljan Laxness átti nýlega við sænskan blaðamann, lét hann m. a. hafa það eftir sér, að engin þjóð væri gædd jafnþroskuðum skilningi á bókmenntum' og listum og íslendingar, „og allir eru,“ sagði hann, „landar mínir að ein- hverju leyti skáld, og því er það gott að vera rithöfundur á lslandi.“ Öll þekkjum við hina ríku skáldskaparhneigð íslendinga þeirra, er vestur fluttust, og hve marga og merkilega ávexti hún hefur borið. Þessi hneigð eða gáfa lifir að sjálfsögðu áfram og mun brjótast fram í ýmsum myndum, en á nú ein'na örðug- ast uppdráttar í því formi, er hún hefur notið sín bezt, þ. e. í hvers konar orðlist. Veldur því, að Vestur-lslendingar eru um þessar mundir svo sem á milli mála: þau skáld fara óðum að þagna, er yrkja á íslenzku, en hin er yrkja á ensku (og þau munu koma!) varla farin að kveðja sér hljóðs. Við því mætti búast, að eitthvert stig væri þarna á milli, svo sem þýðingar Vestur-íslendinga á ís- lenzkum verkum á ensku, og eru nokkur dæmi þess. Mundu menn að óreyndu ætla, að fleiri hefðu þar lagt fyrir sig þýð- ingar verka í óbundnu máli, hvort heldur væri fornra rita eða nýrra. En hér bregður svo kynlega við, að Vestur-lslend-- ingar hafa að kalla ekkert gert til að kynna óbundnar bók- menntir íslendinga, hugur þeirra nær allur snúizt að ljóðunum og þýðingum þeirra, *þó að þær hljóti að vera miklu örðugri. Má nefna sem dæmi, að auglýst var ekki alls fyrir löngu eftir þýðingum á þjóðsöng Islend- inga: Ó, guð vors lands — og bárust þá (eða reyndust vera til) hvorki meira né minna en 15 þýðingar. 1 þessu hlýtur þó að fara sem öðru, að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Páll Bjarnason í Vancouver hefur nýlega gefið út af eigin ramleik tvö ljóðasöfn eftir sjálfan sig, hið fyrra á íslenzku, en hið síðara á ensku, og eru í hvorutveggja frumsamin ljóð og þýðingar. Ekki þarf að lesa lengi í söfnum þessum til að sjá, að Páll er meiri þýðandi en frum- skáld. Þar sem allnokkuð hefur þegar verið ritað um hið ís- lenzka ljóðasafn Páls, læt ég hjá líða að skrifa um það hér, en sný mér beint að síðara safn- inu og þá sérstaklega enskum þýðingum Páls á íslenzkum ljóð- um. Eiga þær að mínum dómi brýnast erindi af verkum Páls og engum skyldara en okkur vestan hafs að fylgjast með hverri þeirri tilraun, er gerð er í alvöru til að kynna íslenzkar bók- menntir á enskri tungu. Páll hefur ritað formála fyrir bók sinni og lýst þar hinni al- mennu skáldskaparhneigð Is- lendinga og hversu hin auðuga og sveigjanlega tunga þeirra hafi beinlínis lagt þeim efni- viðinn í hendur. Að sama skapi harmar Páll, hve lítt ensk tunga er lagin til skáldskapar, jafn- ágæt sem hún sé að öðru leyti. Er þá ekki að sökum að spyrja, er snúa skal íslenzkum ljóðum á ensku, að það getur trauðla orðið neitt áhlaupaverk, ekki sízt ef halda skal íslenzkri stuðlasetningu og fleiri sérkenn- um íslenzks skáldskapar. En Páll hefur gengið lengra í þá átt en flestir eða allir þýðendur íslenzkra ljóða. Má um það deila, hve heppilegt það er, hættan sú, að þröngva verði inn orðum eða vendingum vegna stuðlasetningar einnar eða ríms, — og má hér minna á Tómas Guðmundsson, er hann segir í lok kvæðis síns: Nú er veður til að skapa: — Og hnetti man ég eftir, ef hnött það skyldi kalla, sem hlaðinn var af manna- beinum, púðri og vikursalla. Og alveg var ég hissa, er herrann lét sér detta í hug að nota þetta handa foringjanum Hitler og föður Jósep Stalin. — Nú fá þeir að vera saman, og rímsins vegna í peysum frá prjónastofunni Malín! En um þetta verður að ránn- saka einstök dæmi og erfitt að ætla að alhæfa nokkuð í þeim efnum. Hitt er svo augljóst mál, að enskan er að þessu leyti viðkvæmari en íslenzkan og því erfiðara að syndga þar upp á náðina en í íslenzkum kveðskap. Einkennilega kemur það fyrir í formálanum, er Páll segist einungis hafa reynt til við hin einfaldari kvæði, því að enginn hefur hingað til kallað Bragar- bót Matthíasar Jochumssonar eða Sæþoku Einars Benedikts- sonar einföld kvæði. Lítum nú snöggvast á efnisval Páls. Hann hefur þýtt 71 kvæði (eitt þeirra þó brot) eftir 30 skáld, og er tæpur helmingur þeirra vestur-íslenzkur. Er aug- ljóst, að Páll ætlar safni sínu ekki að vera neitt allsherjar- sýnishorn íslenzks skáldskapar, því að þá hefðu ofangreind hlut- föll orðið önnur. Flest kvæði þýðir Páll eftir Einar Benediktsson eða 18 alls, og eru þau öll nema eitt þýdd árið 1930. Mun þá hafa staðið til að gefa út allmörg kvæða Einars í enskum þýðingum, en sú út- gáfa farizt fyrir. Eru þau kvæði, er hér birtast, nógu mörg og fjölbreytileg til að gefa allgott hugboð um Einar og yrkisefni hans. En hið sama verður því miður ekki sagt um þau 7 kvæði, er Páll hefur þýtt eftir Stephan G. Stephansson (Fjallið Einbúi — Norðurljós — Eloi Lamma Sabahkthani — Þegar ég var ritstjóri — Bræðrabýti — Vopnahlé). Kynnast menn af þeim nær einungis ádeilukveð- skap Stephans, sem að vísu var mikill og merkilegur, en þó ekki nema einn þáttur í hinum fjöl- þætta skáldskap hans. En það verður hver að þjóna sinni lund, og því hefur valið orðið svo sem að ofan er lýst. Skulu nú að lokum gripin örfá dæmi úr þýðingum Páls, þar sem mér finnst honum hafa tekizt mjög vel upp. í kvæði sínu Snjáku segir Einar Benediktsson m. a.: Ljúf er röddin — líkt og vaki Ijóð við streng í óði dýrum. Stuðlar falla í hlátrum hýrum, hendingar í fótataki. Undir brúnum búa í friði bjartar stjörnur kulda og glóðar. Ættarmerki mmnar þjóðar mœrin ber í anda og sniði. En í þýðingu Páls verða þessar hendingar svo: Her voice is like a lullaby Of love that hugs the trembling strings. Her merry laugh with music rings. With metric art her feet go by. Beaming stars of frost and fire Flame beneath a brow serene. This girl of Nordic mind and mien is modelled to your heart’s desire. Eða þetta erindi úr Lognsæ Einars Benediktssonar: Mikla, kalda dulardjúp, drauma minna líf þú glæðir. — Afl þitt bak við bjarmans hjúp ber mig upp í loftsins hœðir. Bærast sé ég báruvæng, breiðast sé ég hafsins sæng, þar sem brimsins þróttur æðir. Chilly, mighty, mystic sea, Many a dream thy charm presages. Forces ’neath thy limpid lea Lift the mind to higher stages. Hugsað til Árna Sigurðssonar á sjötugsafmœli hans, 12. nóvember 1954 Við afmælum tímann í ára tölum, og afmælin höldum á vissum dögum'; þá bætum við einu ári við aldurinn þinn að fornum sið. Það styttir lífið, sem eftir er, en eykur við það, sem liðið er. Nú hefir þú lengt það sem liðið er og lifað sjötíu árin hér og miðlað oss þínu lífi og list en látið það altaf ganga fyrst, sem hefir gildi öld af öld, en á ekki skylt við gull né völd. 1 heimi andans á óðar strönd þú yrkir í myndum sjó'og lönd; með litum gefur þú líf og sál list, sem að talar alheims mál. Á óskanna landi, í undranna geim, er innblástur skáldanna í þessum heim. H. S. Axdal 1 can see thy surface spread Softly like a feather bed, While the tameless surf in shackles rages. Þá er hér vísa Bólu-Hjálmars: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Friends are passing fast away, Fate’s insistent call obey. Perhaps I, too, am due to-day, With dented armor, shield aspley, A broken helmet, shattered sword and sins to pay. Veigamesta þýðingin í safninu og sú, sem er nýjust, er þýðing Páls á Vopnahléi Stephans G. Stephanssonar. En það kvæði kom meiri hreyfingu á hugi sumra Vestur-íslendinga en gjörvöll styrjöldin, er kvæðið var ort út af. Er fróðlegt að sjá það nú í enskum búningi, ekki sízt fyrir hina yngri menn, er heyrðu feður sína ræða um það, en réðu ekki við kvæðið á frummálinu. Það hefur verið talsvert átak að þýða þetta kvæði, því að málið á því er víða þungt og mergjað, en formið aftur óbrotn- ara og þýðanda þess vegna frjálsari hendur að því leyti. Nær Páll á stundum góðum sprettum, og birti ég hér stuttan kafla. Eru þeir „feðgar“ þar að tala um vélavaldið og þann háska, sem mannkyninu sé af því búinn. 1 kvæðinu segir svo m. a.: Vitið — okkar dáðu upp- fyndingar, það á skuld á skelfingunum hérna. Skaðræðið í höndum óvitanna, gæðalistin beitt til verstu vonzku. Verða kannske endalokin manna sálgun undir sínum handa- verkum? Setja þeir jafnört brellur móti hrekkjum, unz þeir komast hvorki fram né aftur, kurlast niður sigurvonalausir, neyðast til að bjargast undan byrði báknavits síns, þreyttu að eyðileggja? Our culture and our much— admired inventions, Applied by misfits in a planless era, Instead of blessing us with peace and plenty, Have brought the sorry mess we see about us. And will perhaps the destiny of mankind, With all its pride, at last be self-destruction? Will men persist in planning and producing Mahines of death from which there’s no escaping, By either side, with victory or honor? Or will they be compelled to stop, exhausted, Beneath the weight of their own machinations? Þannig mætti velja mörg fleiri dæmi úr þýðingunum, en þetta látið nægja að jsinni. Enda er hollast, að hver lesi þær sjálfur og dæmi fyrir sig. Vil ég svo að lokum hvetja menn til að eignast bókina (hún fæst í bókabúð Davíðs Björns- sonar) og lesa hana, því að með þeim hætti verður þýðandanum og þeirri ljóðlist, sem þar er túlkuð, mestur greiði gerður. Finnbogi Guðmundsson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.