Lögberg


Lögberg - 20.01.1955, Qupperneq 4

Lögberg - 20.01.1955, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON G«fið at hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans; EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVBNCE, WINNIPEG, MAN PHONE 743-411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is prlnted and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Minna má nú gagn gera Skýrt var frá því í nýlegum Ottawa-fregnum, að á landareign nokkurri einhvers staðar í Laurentianhæðum, séu rekin dularfull viðskipti þar sem húsráðendur haldi sig að kalífasið, þar sem sagt er að saman komi embættis- menn fylkja, héraðs- og bæjarstjórna og lifi þar í vellyst- ingum praktuglega, einkum þó er á ferðinni séu útboð um samninga til framkvæmda á feitum opinberum mannvirkj- um eða öðrum þess konar fríðindum; er mælt, að þar sé mikið etið og drukkið fast. Ekki er enn vitað hverjir séu húsráðendur á þessu fyrirmyndarheimili þótt sýnt þyki, að þeir séu vel við álnir. Aðgang að því allra helgasta fær enginn fyr en gengið hefir verið að fullu og öllu úr skugga um, að hann sé af hinu rétta sauðahúsi; landareignin er að sögn varin háum vírgirðingum; þar er einungis eitt inngangshlið og um það er staðinn vörður jafnt nótt sem nýtan dag; gnægð er gróðurhúsa á landareigninni svo ávalt séu á takteinum fersk blóm til að skreyta með viðhafnarsalina þegar mikið stendur til. Skrautbúnir veitingaþjónar eru á hverju strái, er bjóða gestum hvers konar fyrirgreiðslu svo í rauninni þarf ekki nema lítilsháttar bendingu til að fá steikta gæs upp í munninn eða annað hnossgæti. Blaðamaður einn eystra hefir kallað þenna dularfulla stað „lystisemdahöllina“ og ber hann víst nafn með rentu. Þessi leyndardómsfulli staður komst fyrst opinberlega á dagskrá, er áfrýjunartekjuskattsráðuneytið neitaði að taka gilda kröfu ónafngreinds fyrirtækis um undanþágu frá tekjuskatti, eða birta á því stigi málsins nafn þess né heimilisfang; eins og sakir standa hvílir mál þetta í hönd- um áfrýjunarnefndarinnar; hún ræður því ein hverjar upplýsingar verði látnar í té, því samkvæmt 91. kafla, 2. lið, tekjuskattslaganna, er henni heimilt að láta rannsóknir fara fram fyrir luktum dyrum nema því aðeins, að hún telji frekari aðgerðir óhjákvæmilegar. Fyrirspurnir um þenna óttalega leyndardóm hafa nú verið bornar upp í sambandsþingi og hefir forsætisráð- herrann svarað því til, að hann hafi falið lögfræðingum stjórnarinnar að rannsaka til fullnustu hvort nokkrir af starfsmönnum hins opinbera hafi notið risnu „lystisemda hallarinnar“ í Laurentianhæðunum eða ekki. Vafalaust verður það dregið fram í dagsljósið áður en langt um líður, hverjir séu eigendur „lystisemdahallar“, í hvaða tilgangi hafi verið til hennar stofnað og hvernig starfrækslu hennar sé háttað. * ☆ ☆ Uppskerutryggingar Nefnd sú, er fylkisstjórnin í Manitoba setti á laggirnar til að athuga aðstæður fyrir því, að koma á fót almennum uppskerutryggingum í fylkinu, hefir þegar átt marga fundi með bændum og meðal annars þrjá í annari vikunni af þessum mánuði, en þeir voru haldnir í Killarney, Melita og í Brandon. Fundir þessir voru alls staðar vel sóttir og á þeim ríkti hvarvetna mikill áhugi, að þetta mikla velferðar- mál fengi sem skjótasta úrlausn. Skrifari nefndarinnar, Mr. H. E. Wood, lét þannig um- mælt að afstöðnum fundarhöldum í nokkrum byggðar- lögum: „Bændum í Manitoba verður það æ ljósara með hverj- um deginum, sem líður, hve brýn þörf er á að auka öryggi landbúnaðarins og tryggja lífvænlegar tekjur af rekstri bújarða; þeim er það brennandi áhugamál, að rannsakaðar verði gaumgæfilega allar skynsamlegar leiðir, er leitt geti til varanlegra uppskerutrygginga.” Sú skoðun virðist alment ærið ríkjandi meðal bænda, að Prairie Farm Rehabiliationlögin, sem nú eru orðin 15 ára gömul, séu að verða úrelt og þurfi að minsta gosti gagn- gerðar endurskoðunar við, og verður naumast um það deilt, að svo sé, þótt þau vissulega kæmi að miklu gagni á sínum tíma. Bændur munu því nær einróma hallast á þá sveif, að með hliðsjón af uppskeruvandræðunum í fyrra, beri sambandsstjórn og stjórnum hinna einstöku fylkja, að hrinda í framkvæmd virkum og haganlegum uppskeru- tryggingum án frekari tafar. ☆ ☆ ☆ Tekjur af ferðamönnum Samkvæmt nýjum upplýsingum frá ferðaskrifstofu Manitobafylkis, námu tekjur þær af ferðamönnum, er heim- sóttu fylkið árið, sem leið, $26,500,000 og er það drjúgum stærri upphæð en nokkru sinni fyr. Mr. W. E. Organ, forstjóri skrifstofunnar, kvað ferðamannastrauminn hafa haft víðtæk áhrif á efnahags- afkomu fylkisins í heild og náð svo að segja í jöfnum hlut- föllum til allra stétta; hann kvað það sýnt, að allmiklu af þessum tekjum, svo sem vera bar, hefði verið varið til bættra móttökuskilyrða og aukinna þæginda fyrir gesti, en á slíkt yrði aldrei of mikil áherzla lögð; honum taldist svo til, að ferðamenn hefðu á árinu keypt vörur í smásölu fyrir $7,000,000, auk þess sem $6,000,000 hefði verið greiddar til gistihúsa; fæði hefði verið keypt fyrir $5,000,000, en $3,000,000 til farartækja, ýmist með járnbrautum eða í lofti; til skemtana hefði verið varið $1,500,000 og $2,500,000 eytt á einn og annan hátt. Mr. Organ kvað Manitobafylki á áminstu ári hafa haft meiri tekjur af ferðamönnum en nokkurt annað fylki í hlutfalli við fólksfjölda, og yrði þá ekki annað sagt en stefnt væri í rétta átt. Jónas Jónsson frá Hriflu: Hver eru upptök voðans? íslendingar hafa verið bók- menntaþjóð í meir en þúsund ár. Um langt skeið geymdu for- feður okkar fræði sín í minnis- sjóði, því að þeir kunnu ekki að skrifa eða lesa, en áttu þó hóp stórskálda og snillinga í orðsins og andans fræðum. Síðar hófst ritöld og að lokum barst prent- listin til íslands. Bókaútgáfa hófst og hefur síðan blómgast í landinu. En á ollum þessum öld- um geymdi og varðveitti þjóðin sína andlegu fjársjóði með mik- illi umhyggju og gaumgæfni. Þjóðin lærði og las kvæði, sögur, trúfræði og margháttaða mann- lega speki. Hún lærði fræði sín aldrei í brotuih, heldur í heilum frásögnum og samfelldum ljóð- um. Á hinum myrku miðöldum léku menn sér að læra utan- bókar hina löngu rímnaflokka með erfiðum daglegum störfum innan húss og utan. Meðan þessu fór fram var þjóðin vel menntuð, þó að hún hefði ekki gengið í skóla eða numið erlendar tungur til að styðja bókvísi almennings. Mikil breyting Nú er orðin á þessu mikil breyting og ekki að öllu leyti til bóta. Hin þjóðlegu fræði eru í mikilli hnignun. Fjórði hluti landsmanna gengur í skóla með ærnum tilkostnaði, en megin- hluti þessara mörgu nemenda kemur þreyttur úr skólasetunni og þráir á vorin það eitt að leggja kennslubækurnar upp á hillur og ganga út í atvinnubar- áttuna á sjó og landi. Víða ber á drykkjuskap í sumum skólum kaupstaðanna. Þar gætir einnig undarlegs andlegs sjúkleika. Nemendur í efri deildum barna- skóla og sumum ungmennaskól- unum kaupa á mánuði hverjum glæpasögur og glæpamyndir fyrir tugþúsundir króna og lesa þennan ófarnað með sýnilegri ánægju. Andleg hnignun? •Mér eru þessi andlegu fyrir- bæri lítt skiljanleg. Þau gætu bent til, að hér væri um meiri- háttar andlega hnignun að ræða. Ég trúi ekki að svo sé. Ég hef kennt fjölmörgum ungmennum í tveim frjálsum skólum hér í höfuðstaðnum frá 1909 tilNþessa dags. Nemendur mínir hafa verið úr öllum sýslum, kauptún- um og kaupstöðum landsins. öll þessi ungmenni hafa verið reglu söm og háttprúð og stundað námið með áhuga og gaumgæfni. Það hefur verið óblandin ánægja fyrir mig og samkennara mína að starfa með þessu ánægjulega unga fólki. Ég get ekki trúað, að hér sé um andlega hnignun að ræða, heldur hitt að ungmennin, sem drekka, slæpast og hvolfa í sig andstyggilegum glæpasögum, hafi orðið fyrir skaðsamlegum mistökum á uppeldisbrautinni. Mig grunar, að hungrið í glæpa- bókmenntirnar, ef leyfilegt er að nota það orð, stafi af því, að æsku landsins sé miðboðið með uppeldisskipulaginu, sem þjóðin nú býr við. Óþekkt kvalrœði Árið 1946 ákvað alþlngi með nálega einróma samþykki þing- manna, að lögleiða skólaskyldu ungmenna í öllu þéttbýli og í sveitum, þegar húsakostur væri tiltækilegur fyrir svo mikinn fjölda nemenda. Þegar börnin höfðu náð 13 ára aldri, var talið, að barnamenntuninni væri lokið, en þá skyldi taka við skyldunám í gagnfræðaskólum, ýmist þrjá vetur eða fjóra. Hinir vísu feður létu miða gagnfræðanámið við það að sem allra flestir ungling- ar héldu áfram námi í mennta- skóla og háskóla. Hér var þess vegna lagt út í þungt bóknám og furðulítið spurt um þörf æsk- unnar eða löngun hennar í þessu efni. Hér skulu aðeins nefndar fjórar námsgreinar úr hinu nýja skyldunámi fermingarbarna: — Danska, enska, mjög þung ís- lenzk málfræði og bókstafa- reikningur. Skal nú vikið að þessum sérstöku greinum. Fyrst skal þess getið, að engin önnur þjóð hefur nokkru sinni látið sér til hugar koma að knýja alla unglinga á fermingar- aldri til að hefja nám í tveim erlendum tungum. Ef Bretar eða Ameríkumenn legðu þá kvöð á öll fermingarbörn í landinu að læra þýzka og franska málfræði með tilheyrandi orðaforða, þá myndi vera álitið að hér væru á ferð annaðhvort geðbilaðir menn eða hálfvitar. En hliðstæð byrði er lögð á íslenzka ferming- arunglinga, þar sem húsrúm er til að loka þá inni yfir þess hátt- ar lexíum. Hér er um að ræða alveg óþekkt kvalræði. Börnin missa móðurmálsforða sinn ofan í þennan grautarpott. Móður- málið er kramið sundur undir þessari feikna skriðu erlendra orða og málfræðilykla. Með núverandi kennsluskyldu erlendra mála í ungmennaskól- unum er beinlínis verið að mis- þyrma móðurmálinu og draga það niður í svað sannarlegrar ómenningar. Einstaka bókgefin börn, sem hafa lesið mikið í hin- um þjóðlegu bókmenntum, koma með lifandi málsmekk úr þessari eldraun, en flest bíða tjón á sálu sinni, einkum þegar glæfraleg málfræði og stærðfræðikennsla, sem hæfði byrjunarnámi verk- fræðinga, bætist ofan á. Drykkjuskapur sæmilegra skólanemenda og hin gífurlega þrá þúsund ungmenna úr góð- um heimilum í viðbjóðslegustu glæparit verður ekki skýrð með öðru en því að játa, að erlendu tungumálin og nokkuð af öðru hliðstæðu námsefni hafi gert þúsundir ungmenna dauðþreytt á námsefni skólanna. Sönnuð sök Ég þykist vita, að mönnum, sem standa að þessari kúgunar- löggjöf, þyki hér fast að orði kveðið. En sökin er sönnuð. Nemendur úr þessum skólum gleypa í sig þúsundir glæparita á hverjum mánuði. Mannfélagið ber ábyrgð á þessum ófarnaði. Það hefur lokað æskumenn þétt- býlisins inni ár eftir ár við námsefni, sem er algerlega ó- boðlegt. Meginhluti íslenzkra ungmenna getur eins og forfeð- ur og formæður þeirra numið hin þjóðlegu fræði og orðið há- menntað fólk með sjálfsnámi og hollri skólagöngu. En allur þorri heilbrigðra unglinga hefur óbeit á að eyða æskuárum sínum við að nema byrjunaratriði í erlend- um tungum, sem þessir ungling- ar vita, að hefur ekki nokkra þýðingu fyrir lífsafkomu þeirra. Dapir höfðu aldrei reynt að þvinga alla íslenzka unglinga til að nema dönsku. En tveim árum eftir að íslendingar skildu við Dani, lögleiddu þeir tungu hinn- ar fornu yfirþjóðar sem skyldu- námsgrein í ungmennaskólum landsins. Þessi firra ungra verk- fræðinga er að skapa háskalegt ástand í uppeldismálum þjóðar- innar og því fáránlegri þegar þess er gætt, að íslendingar læra ekki að kalla má dönsku til gagns nema með dvöl í landinu sjálfu. Lestur danskra og nor- rænna úrvalsbóka er mjög fá- enskunámið er það að segja, að meginhluti íslenzkra gagnfræð- inga er í órafjarlægð frá því tak- marki að geta að lokinni skóla- göngu lesið sér til _ gagns þær bækur á ensku, sem kalla má nokkurs virði, þó að nemendurn- ir hafi unnið með fullkominni skyldurækni að starfi sínu. Enskan er algerlega óviðráðan- legt námsefni í þessum þvingun- arskólum, þar sem mikill meiri- hluti nemenda horfir hryggur og leiður fram hjá glósum og dauð- um málfræðireglum út á hafið eða til starfa í sveit og iðju- verum landsins. Vaxandi hneigð ungmenna úr skólaþvinguninni til að drekka áfengi, dansa að sið blökku- manna og teyga í sig frásagnir um morð Axlar-Bjarnar eða hetjuna, sem drap þrettán menn á ellefu mínútum, bendir ótví- rætt á upptök voðans: Tvö er- lend tungumál, fáránleg íslenzk málfræði og bókstafareikningur. —Alþbl., 15. des. Saga íslenzkra gullsmíða Eftir prófessor RICHARD BECK íslenzkt gullsmíði nefnist bók, sem er nýútkomin í Reykja- vík, en hér er um að ræða af- mælisrit gefið út af Skartgripa- verzlun Jóns Sigmundssonar við lok hálfrar aldar starfsemi 29. október 1954. Hefst ritið, sem er hið vand- aðasta og smekklegasta að öllum frágangi, á mjög skilmerkilegri ævisögu Jóns Sigmundssonar gullsmiðs (d. 1942), stofnanda skartgripaverzlunar þeirrar, er ber nafn hans. Eins og fram kemur í ævisögunni var hann gullsmiður ágætur, iðjumaður mikill og áhugamaður um starf sitt og fyrirtæki, í einu orði sagt: mætur maður og vel metinn af samtíð sinni. Saga skartgripaverzlunar hans og þróunar hennar er jafnframt hvorki lítill né ómerkur þáttur í þróunarsögu þess listiðnaðar í höfuðborg íslands, eins og lýsir sér með ýmsum hætti í um- ræddri ævisögu Jóns, sem þó er rituð af lofsverðri hófsemi. Með nemendum hans hafa á- hrif frá honum einnig borizt út um landið. Og vert er sérstak- lega að minna á það hérna megin hafsins, að fyrsti nemandi hans var bróðursonur hans, Sigmund- ur Grímsson, er flutti að loknu námi hingað til Vesturheims og rekur nú gullsmíðar í stórum stíl í Vancouver. Ævisögunni lýkur með eftir- farandi kafla, sem er hinn at- hyglisverðasti: „Skartgripir og listmunir hafa verið viðfangsefni verzlunarinn- ar nú um hálfa öld. Traust hand- verk er höfuðstoð hvers þjóð- félags, er vel býr. Listiðnaður er jafnan umgjörð fágaðra lífs- hátta. List góðmálmanna hefur þjónað fegurðarþrá fólksins á hátíðum og við hversdagsannir, og náð hæst í helgidómum þjóð- anna. — Hér hefur starfssvið fyrirtækisins legið. Erfðir íslenzkrar gullsmíði eru eldfornar, hafa lifað frá kynslóð til kynslóðar, auðgazt af sam- skiptum við aðrar þjóðir og mót- azt af lífsháttum þjóðarinnar, er stundum hafa smækkað verka- hringinn meir en skyldi. Þær hafa verið þáttur í starfslífi þjóðarinnar, listhneigð hennar og trú. Þær eru nútímanum verðmætur menningararfur. En minjar hennar hafa goldið afhroð. Tímans tönn hefur unnið á mörgum góðum grip. Margt hefur farið forgörðum á neyðar- tímum. Erlendir valdsstjórnar- menn hafa farið um þær ráns- hendi. Þær, sem enn eru til, eru þó þjóðinni dýrgripir, rétt eins og skinnbækur hennar og aðrir fornhelgir dómar, er tengja nú- tímann við líf og sögu þeirra kynslóða, er lifað hafa í landinu. Við lok hálfrar aldar starf- semi hefur verzlunin látið gera bók þessa um erfðir íslenzkrar gullsmíði frá landnámstímum og fram til upphafs þessarar aldar“. Tekur þvínæst við meginefni bókarinnar, en það er ritgerð Björns Th. Björnssonar list- fræðings, „íslenzkt gullsmíði“, og er hún 50 blaðsíður að les- máli. Segir höfundur þar næsta ítarlega og á mjög skipulegan hátt sögu íslenzkra gullsmíða frá upphafi vega og fram á vora daga, eins og fyrr getur, og er ritgerðin í þessum köflum: — „Heiðið skart“, „Ormur og dreki“, „Rómanskir kaleikar og helgiskrín“, „Gotneskt kirkju- silfur“ og „Víravirki og loft- skorið verk“. Mig brestur að vísu alla sér- þekkingu í þessum fræðum, en hitt dylst ekki, að hér fer höndum um hugþekkt efni prýðilga listfróður maður, sem glöggt skyn ber á slíka hluti, og fer sinna ferða í ályktunum. Hefir hann jafnframt byggt þennan merkisþátt í sögu ís- lenzks listiðnaðar á traustum heimildum, og er því mikinn fróðleik að sækja í þessa ritgerð hans. Henni er einnig þannig farið um málfar og stíl, að hún er hin skemmtilegasta aflestrar. Aftan við hana er góður út- dráttur á ensku. Þá er það eigi síður bæði hin mesta bókarprýði og eykur stórum á gildi þessa afmælisrits, að aftan við það eru yfir 30 framúrskarandi góðar myndir af íslenzkum skartgrip- um í Þjóðminjasafni Islands og Nationalmuseum Danmerkur, en framan við myndirnar er skrá yfir þær með gagnorðum skýr- ingum á íslenzku og ensku. Gerði Gunnar Rúnar Ólafsson ljósmyndirnar af gripum í Þjóð- minjasafninu, en Niels Elswing, ljósmyndari við National- museum í Kaupmannahöfn, ljós- myndir gripanna, sem þar eru. Eiga þeir báðir þakkir skilið fyrir prýðilegt verk. Afmælisrit þetta, sem er öllum hlutaðeigendum til sæmdar, er góður skerfur til heildarsögu íslenzks listiðnaðar, og heldur jafnframt fagurlega og varan- lega á lofti minningu hins merka manns, sem það er helgað, og starfsemi hans. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.