Lögberg - 27.01.1955, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JANOAR 1955
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið St hvern firatudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and publlshed by The Columbia Prese Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorlzed as Second Ctass Mail, Post Office Department, Ottawa
Hugsunarleysi og slys
Flestum kemur saman um það, að minsta kosti í orði
kveðnu, að gætnin geti verið dygð, sem holt sé að iðka í
öllu dagfari, þó asinn og hugsunarleysið nái tíðum yfirhönd
þannig, að meiriháttar slys hljótist af; menn sýnast skeyta
því litlu þó þeir lesi og heyri daglega um ömurleg um-
ferðaslys og þykjast vissir í sinni sök um, að slíkt geti
aldrei hent þá sjálfa.
Að því, er Dr. W. W. McKay segist frá, en hann er einn
hinna áhrifamestu manna í þjónustu heilbrigðis- og vel-
ferðamálaráðuneytisins í Ottawa, eru dánarslys í þessu
landi á aldri fólks frá fimm upp í fjörutíu og fimm ár svo
há, að til vansæmdar hlýtur að teljast; árið, sem leið, létu
3,121 menn, konur og börn líf sitt af völdum bílslysa, en af
öðrum slysförum fórust 5,521, eða alls 8,642.
Menn ráða að vísu nokkuð við slysfarir af völdum véla,
eiturs og eldsvoða og margra annara aðsteðjandi ógna, en
sé ráð ekki í tíma tekið, geta afleiðingarnar orðið langtum
alvarlegri en ella myndi verið hafa; þar sem varúð skyldi
viðhöfð, fær flaustrið töglin og halgdirnar.
Koma mætti í veg fyrir mikið af áminstum slysum ef
fólk gæfi sér tíma til að hugsa í stað þess að ana áfram í
blindni eins og líf lægi við, þó nægur væri tími til stefnu
til að ná örugglega í áfangastað.
Ekki hljóta þeir allir bráðan bana, sem í slysum lenda,
heldur eru þeir miklu fleiri, sem sæta hvers konar meiðsl-
um, er þeir aldrei bíða bætur.
Það gegnir furðu hversu margir þeir eru, er lítt sýnast
hugsa út í það, hve raunalegt það sé, að verða á bezta aldri
örkumla maður vegna augnabliks, sem gáleysi hafði í för
með sér; það er engu líkara en þeir, sem gefið hafa sig
hugsunarlausum hraða á vald ögri sjálfum dauðanum og
skeyti hvorki um skömm né heiður.
Menn geta búið yfir hugrekki til að horfast í augu við
hættuna án þess að bjóða henni heim, sem er óþörf gestrisni
með öllu.
Fá samgöngutæki eru þægilegri eða vinsælli en góður
bíll og það er ekki honum að kenna þó ölvaður eða óprútt-
inn eigandi með óviturlegri meðferð stofni sínu eigin lífi
og meðbræðra sinna í voða.
Komi til þess, að tígrisdýr gleypi í sig nokkrar fáfróðar
mannverur í einhverju fjallaþorpinu á Indlandi, linna
þorpsbúar ekki látum fyr en skaðsemdarvargurinn hefir
verið lagður að velli. í siðmentuðu landi svo sem Canada,
þykir það naumast tiltökumál þó þrjár þúsundir manna
láti árlega lífið í bílslysum, sem í langflestum tilfellum
hefði mátt koma í veg fyrir væri skynsamlegrar varúðar
gætt. Ökuhraði þarf ekki ávalt að vera hættulegur í sjálfu
sér; það ætti t. d. ekki að koma að sök þó hraustur maður
með réttu ráði aki góðum bíl á góðum akvegi 70 mílur á
klukkustund, en sé bílstjórinn reikull í ráði eða með vímu í
kollinum, getur 40 mílna akstur á klukkustund orðið honum
ofurefli.
Ökureglum á þjóðvegum landsins verður aldrei of
stranglega fylgt fram; á hitt verður heldur aldrei of mikil
áherzla lögð, að þeir, sem bílum stýra, viti og skilji lögmál
algengrar umferðamenningar og sýni í hvívetna þá hátt-
lægni, sem krefjast verður af þeim.
í bæklingi, sem Junior Chamber of Commerce í Canada
ekki alls fyrir löngu gaf út, er komist að orði á þessa leið:
„Strangar refsingar gegn samgöngubrotum, eru nálega
eina lækningin við þeim meinsemdum, sem kæruleysið í
■þeim efnum skapar“.
Mr. W. W. Oven, einn af forstjórum tryggingarsam-
bandsins canadiska lét þannig ummælt vegna hækkunar á
bílatryggingum í Quebecfylki, sem stöfuðu frá sífjölgandi
slysum:
„Það lætur undarlega í eyra, að menn, sem kunnir eru
að háttprýði í heimahúsum, skuli svo að segja tapa ráði og
rænu, er út á þjóðvegu landsins kemur og viti ekki
áttaskil“.
Ekki er það svo að skilja, að bílslysin, þó mörg séu og
hörmuleg, séu einu slysin, sem þjóðin greiðir þungan skatt
af; innan vébanda heimilisins gerast mörg dánarslys frá
ári til árs, sem beinlínis stafa af óaðgætni eða hugsunarleysi;
menn slasast í stigum og þrepum heimafyrir og margir
týna lífinu; menn, konur og börn beinbrotna á göngu sinni
milli herbergja; laus gól'fteppi og gljáslípuð gólf hafa leitt
til margra dauðsfalla; í þessu sambandi verður það hlut-
verk heimilismenningarinnar að taka svo í taumana, að
útiloka megi slys af slíkum ástæðum.
En hvað er um eldsvoðana, er á fjölda heimila orsaka
dauða og varanlegt heilsutjón? Verða slík slys auðveldlega
réttlætt? Síður en svo. 1 langflestum slíkum tilfellum er
kæruleysi um að kenna. Fólki hefir ekki lærst að fara
þannig með vindlinga að eigi komi að sök; menn reykja í
rúmum sínum og sofna útfrá hálfbrunnum stubbum; börn-
um er leyft að leika sér að eldspýtum, kveiki þau á einni
eða tveimur að gamni sínu við eldavélina, sem fita hefir ef
til vill verið skilin eftir á, getur alt á svipstundu farið í bál;
og enn gengst sá ósiður víða við þar sem notaðar eru kola-
og viðarstór, að helt sé benzíni í eldhólfið til að flýta fyrir
uppkveikjunni; af slíkum orsökum hafa heil heimili brunnið
til agna og fólk látið líf sitt. Og hvað hafa ekki mörg börn
skaðbrenst vegna þess að þau steyptu yfir sig í ógáti sjóð-
andi kaffi vegna þess að kannan var á þeim stað þar, sem
þau auðveldlega náðu til hennar; þess háttar slys ættu ekki
að eiga sér stað.
Dr. Rustin Mclntosh, prófessor við Columbiaháskólann,
telur það ganga glæpi næst, sé þá ekki um hreinan og beinan
glæp að ræða, að geyma eiturlyf á þeim stöðum, sem börn
geti náð til þeirra, en því miður hafi slík ósvinna gengist
við í háa herrans tíð, og hann tekur svo djúpt í árinni, að
þar sem slík firn geti hent, geti þjóðfélagið naumast talist
siðmentað þjóðfélag. —
Menn láta reka á reiðanum og halda að alt dankist
svona einhvern veginn af þó örkuml og dauði bíði á næstu
grösum og menn gera sér ekki grein fyrir því, hversu lífið
er dýrmætt og dýrt.
Þrír sunnudagar á íslandi
Ejtir séra HARALD SIGMAR, D.D.
Þegar við hjónin komum til Islands í fyrsta sinni á æfi
okkar, sáum við það aðeins í skyndi. Úr loftfari sáum við
fjöll, jökla og fleira af þeim undrum bera fyrir augu í fjar-
lægð. En á íslenzka jörð stigum við fyrst í Reykjavík. Hr.
Aron Guðbrandsson og frú hans, Ásrún Jónsdóttir frænka
mín, mættu okkur á flugvellinum, og óku okkur í miklu
hasti, ásamt með ferðafélögum okkar, Steinunni og Stefáni
Johnson, heim á sitt fagra og vingjarnlega heimili. Þar hjá
frændfólki okkar biðu miklar og gómsætar góðgjörðir, ásamt
með ástúð húsbændanna. En það þurfti að hafa hraðann við,
því við ætluðum áfram með flugvélinni til Osló, að tveimur
klukkustundum liðnum. Engu að síður voru þessar ágætu
móttökur hressandi mjög. Og þó í flýti væri, urðu þessi
fyrstu kynni af ættlandinu notaleg og góð. Reykjavík er á
margan hátt fögur og undursamleg borg.
I.
Hvítasunnan
Eftir þriggja vikna dvöl í Noregi, og nokkurra daga við-
komu í Kaupmannahöfn, bar komu okkar aftur til Islands
upp á hvítasunnu — 6. júní. Þegar þangað kom var farið
að halla degi. Var Aron Guðbrandsson til staðar að mæta
okkur í bíl sínum. Með honum var frú Sigríður Benedikts-
son, sem hafði verið í vinsemd við Eric son okkar og konu
hans Svövu, á liðnum vetri. Hafði hún boðið okkur dvalar-
stað hjá sér fyrst um sinn, og ók Aron með okkur þangað.
(En þá voru þau hjón flutt til sumarbústaðar síns). Okkur
var tekið með ástúð af frú Sigríði og börnum hennar á
þeirra vingjarnlega heimili.
Flestar hvítasunnuguðsþjónustur í borginni voru þá af-
staðnar. En frú Sigríður bauð okkur þegar með sér til
kveldguðsþjónustu í K.F.U.M.-húsinu kl. 8. Tókum við því
boði þakksamlega. Vonuðumst við til að geta kannske séð þar
okkar ágæta fornvin, séra Friðrik Friðriksson. Hann og
K.F.U.M. voru svona nærri því eitt í okkar huga! En ekki
vorum við þó svo lánsöm að sjá hann þá, þó að það síðar yrði.
Fljótlega eftir komu okkar, þegar ég hafði ráðrúm til,
„símaði“ ég til biskupsins, og tók hann þá símleiðis móti
okkur með vinsemd og ástúð, og kvaðst þrá að sjá okkur
þegar á þessum degi, og var svo ráðið, að við kæmum þar
eftir umtalaða guðsþjónustu.
Guðsþjónustunni í K.F.U.M. stjórnaði Ólafur Ólafsson,
trúboði. Töluðu þar tveir Ameríkumenn, annar af íslenzkum
ættum, Kristinn Guðnason frá San Francisco, hinn Ameríku-
maður úr sömu borg. Er Ameríkumaðurinn flutti ræðu sína
á ensku máli, þýddi Ólafur túboði á íslenzku jafnharðan og
hún var flutt. Og tókst honum það með ágætum.
í lok guðsþjónustunnar flutti Dr. Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, nokkur kjarngóð og vel valin orð, og lýsti síðan
blessun. Sálmasöngur við guðsþjónustu þessa var næsta al-
mennur, og góður.
Eftir þessa guðsþjónustu fylgdi frú Sigríður okkur til
biskupssetursins. Biðu okkar þar ástúðlegar móttökur
biskups, frúar hans og fjölskyldu, auk ágætra veitinga með
hressandi kveldkaffi. Var nú mikið talað saman, og þá
vitanlega ekki sízt um gömul og ný kynni okkar við biskup-
inn, er hann var í Canada. Urðu það ýmsar minningar frá
fyrri tímum, sem þá rifjuðust upp. Má nú vel geta þess, að
vinsemd og ástúð, ásamt með frábærri góðgjörðasemi, sem
við urðum þar þá aðnjótandi af hálfu biskups, hans ágætu
frúar og myndarlegu fjölgkyldu þeirra, stóð altaf meðan við
dvöldum á íslandi, og fór æ vaxandi.
Mér varð loks litið á klukkuna, og var þá komið nokkuð
fram yfir miðnætti. Var það þá fyrst, að hin albjarta sumar-
nótt á íslandi vakti hjá mér athygli. Fanst mér þetta svo
frábærlega undursamlegt, að ég fékk einshvers konar til-
finningu fyrir því, að ég væri kominn í einhverja nýja
veröld, og hana sennilega betri en ég hafði áður þekt!
II.
Trinitatishátíð
Enn vorum við hjónin vitanlega stödd á íslandi, þó nú
hefðum við færzt nær heimskautsbauginum nyrðra! Við
vorum stödd að Einarsstöðum í Reykjadal í S.-Þingeyjar-
sýslu, og vorum gestir á heimili frænda míns, Jóns Einars-
sonar og frúar hans, Þóru Sigfúsdóttur, þar sem okkur hafði
nærri viku fyrr verið fagnað með vinsemd og ástúð af þeim
góðu hjónum og mörgum hinna myudarlegu barna þeirra.
Þetta var heimilið, þar sem faðir minn hafði fæðst og dvalið
þangað til hann giftist árið 1876.
Áður en við komum þangað hafði ég lofast til að prédika
við messu í Einarsstaðakirkju á Trinitatis-hátíð. Hafði kirkja
þessi verið byggð af langafa mínum, Jóni Jónssyni og Sigur-
jóni syni hans, fyrir hartnær hundrað árum. Hafði ég
hugsað mér biblíutexta og umtalsefni áður en þangað kom.
Er komið var á staðinn, var þess minst að kirkjan hefði
verið byggð úr við, sem rekið hafði úr hafi, og að feðgarnir,
sem voru annálaðir smiðir á tré og járn, hefðu „slegið
sauminn“ í smiðju sinni og framleitt þar aðra járnvöru,
sem þurfa þótti til kirkjubyggingarinnar.
Fyrir helgina vorum við búin að skoða kirkjuna og
umhverfi hennar — fara þar inn í helgidóminn ásamt með
ferðafélögum okkar, Stefáni og Steinunni Johnson, og ýmsu
frændfólki þeirra og okkár og syngja þar með þeim sálma,
er meðal annars vakti athygli okkar á sönghæfileikum
þeirra. Eftir því hafði ég tekið líka, hvað hrein og drifhvít
kirkjan var bæði inni og úti, og var því fagurt guðshús.
Taldi ég Einarsstaðarbændunum það nú og fyrr til sæmdar.
Því hafði ég og veitt eftirtekt að utan við kirkjuna og undir
gluggum hennar voru ýms leiði, og þá sumra, sem voru
mér náskyldir. Þar á meðal voru merkt leiði kirkjusmiðanna.
Sunnudagurinn rann upp fagur og hlýr. En messan átti
ekki fram að fara fyrr en kl. 6 að kveldi, svo að þjónandi
prestur hennar, séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðar-
stað, sem var að ferma á öðrum stað þann dag, og prófastur-
inn, séra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík, sem einnig var
bundinn á venjulegum messutíma, og enda kannske fleiri
nágrannaprestar, gætu verið við þessa aukamessu á Einars-
stöðum. Ekki var myrkrið að óttast þó á daginn liði!
Ekki var nú neitt því til fyrirstöðu, að þiggja vinsam-
legt miðdegisverðarboð frændfólks míns á Hólum þennan
sunnudag. Þar búa nú fjögur af börnum Jakobs föðurbróður
míns: Unnur, Kristín, Haraldur og Garðar; piltarnir eru
báðir giftir og fjölskyldufeður, og er því þríbýli á staðnum.
Þetta er bærinn þar sem foreldrar mínir bjuggu, þau Sigmar
Sigurjónsson frá Einarsstöðum og Guðrún Kristjánsdóttir
frá Hólum, eftir að þau giftust, þar til þau fluttu alfarin til
Ameríku árið 1883 með fjögur elztu börn sín, hið elzta 6 ára
og hið yngsta 10 daga gamalt.
Var heimsóknin þangað hin skemmtilegasta. Frænd-
fólkið tók okkur með mikilli ástúð og veitti okkur af mikilli
rausn. Sýndu þau okkur þá héraðsskólann og kvennaskólann,
sem þar eru rétt hjá, og kennir Kristín frænka mín við
kvennaskólann. Þetta var unaðslegt fyrir okkur í alla staði,
þar sem þó að inni fléttaðist umhugsunin um fyrstu hjóna-
þandsár foreldra minna og fyrstu æskuár systkina minna,
sem á Islandi fæddust.
Um undirbúning prédikunarinnar var fremur erfitt
fyrir annir og umferð mikla í vikunni á undan. Og olli það
mér nokkurra erfiðleika, af því að ég hafði horfið frá þeim
texta og því umtalsefni, sem ég hafði áður hugsað mér.
Mér fanst, að ég yrði að tala út af orðunum í Exhodus 3ja
kapítula: „Drag skó þína af fótum þér, því staðurinn, sem
þú stendur á, er heilög jörð“. Ég hugsaði sem sé til þess, að
þegar ég stigi í prédikunarstólinn í þessari kirkju, sem for-
feður mínir höfðu byggt, og þegar ég mintist grafanna þar
utan við gluggana, og hlyti þá líka að sjá í anda spor minna
eigin elskuðu foreldra og margra náinna ættingja þar í
sandi tímans, yrði þetta viðkvæm stund, þar sem við stað-
næmdumst snöggvast við brunn kærra og helgra minninga;
og sú tilfinning óhjákvæmilega yrði mjög ríkjandi, að stað-
urinn væri heilög jörð. — Sóknarpresturinn þjónaði fyrir
altari með mikilli prýði við þessa guðsþjónustu. Næsta stór
og mjög myndarlegur söngkór beitti sér fyrir í öllum söng
við guðsþjónustuna, og söng auk þess fagran kórsöng á
undan prédikun undir leiðsögn hins velmetna og hæfa
söngstjóra og organista, Páls Jónssonar, sem býr þar í
grend, og er frændi okkar hjónanna beggja.
Vék ég að því fyrst, út af þessum texta, sem ég hafði
valið, að þegar við sætum við lindir kærra og helgra minn-
inga, þá reyndist okkur auðevlt áð sjá, að staðurinn, þar
sem við værum stödd, væri heilög jörð, og að slík tilfinning
væri réttmæt og góð. En hinsvegar gætum við hvorki eða
ættum að sitja alltaf hjá lindum minninga, hversu ljúfar,
sem þær kynnu að virðast, heldur væri það heilög skylda
okkar að ganga út á vegu lífsins og til vorra ákveðnu starfa
og gjöra lífið og starfið að helgidómi — heilagri jörð.
I lok þessarar guðsþjónustu tóku þeir séra Friðrik A.
Friðriksson prófastur, og séra Sigurður Guðmundsson sókn-
arprestur til máls. Töluðu þeir fallega, og orð þeirra til
gestanna „að vestan“ voru hlý og vingjarnleg.
Eftir messu buðu þau Jón Haraldsson og frú Þóra
öllum messugestum til kaffidrykkju á heimili sínu. Þáðu
það flestir, og var það góður hópur, þar sem um 110 manns
höfðu sótt messuna. En þar virtist vera bæði mikið hjarta-
rúm og húsrúm.
Eftir að hafa gætt sér á kaffi og gómsætum réttum, tók
fólkið að syngja, og var þá enn sungið af fjöri og krafti
undir stjórn hins góða söngstjóra, Páls Jónssonar. Fluttu
þeir svo einkar liprar og fallegar ræður, hr. Karl Kristjáns-
son, þingmaður frá Húsavík, og húsbóndinn. Með því að
þeir voru báðir frændur mínir, hlaut ég að vera ánægður
með, hve ágætlega þeim sagðist! Eru þau hr. Karl Kristjáns- -
son og frú Jakobína kona hans bæði náin skyldmenni mín.
Þó nóttin væri albjört, og enginn gæti vilst, hurfu flestir
heim fyrir miðnætti frá þessu heillandi samsæti!
III.
Fyrsti sunnudagur eftir trinitatis-hátíð
Sunnudaginn 20. júní vorum við hjónin aftur stödd í
Reykjavík. Og vorum við þá gestir á hinu fagra heimili
þeirra Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa og konu hans
frú Margit. Þá var margt um gesti frá öllum fjórðungum
landsins í borginni, og nokkrir voru lengra að komnir.
Þetta var mikill dagur og viðburðaríkur í sögu borgarinnar
og landsins, því þá var hinn nýkjörni biskup yfir íslandi,
dr. Ásmundur Guðmundsson, vígður til síns háa og helga
embættis. Var sú vígsla framkvæmd í dómkirkju landsins
við guðsþjónustu, sem hófst kl. 10 fyrir hádegi og lauk
skömmu eftir kl. 1 e. h.
Áður en messan hófst söfnuðust nærri allir prestar
landsins saman í Alþingishúsinu, skrýddust þar hempum og
prestakrögum og gengu síðan í skrúðgöngu til dómkirkj-
unnar, og munu hafa verið um hundrað prestar í þeirri
skrúðgöngu. Fylgdumst við Dr. Carl Lund-Quist, frá Geneva,
þar með í ameríkönsku prestaskrúði. Er inn í kirkjuna
kom, settust prestarnir flestir í sæti, sem þeim voru ætluð í
kirkjunni, en nokkrir, er beinan þátt tóku í vígslunni sjálfri,
gengu í kór í sæti er þeim voru ætluð. Og var okkur Dr.
Lund-Quist sýndur sá sómi, að veita okkur sæti í kór með
Framhald á hls. 8
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiCslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. DragiC
ekki aC greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til min.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — HEYKJAVIK