Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR 1955 FRÁ BÓKMARKAÐINUM Úr borg og bygð Kosningar í fulltrúanefnd Icelandic Good Templars of Winnipeg fara fram mánudags- kvöldið, 7. febrúar n.k. Eru eftir- farandi meðlimir í vali: J. Th. Beck G. M. Ðjarnason S. Eydal S. Einarson F. Isfeld H. Isfeld R. Johannson A. Magnússon E. Sigurðsson Th. Thomsen. ☆ Veitið athygli! Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur kaffi- og matar- sölu miðvikudaginn, 2. febrúar, í fundarsal kirkjunnar, Victor Street. Til sölu verður rúllupylsa, blóðmör og lifrapylsa; einnig alls konar kaffibrauð. Þar verður tækifæri að kaupa við lágu verði ýmsa nytsama hluti svo sem húskjóla, svuntur, vettlinga og sokka. Salan hefst kl. 2 e. h. og 8 að kvöldinu. Mrs. K. Thorláksson sér um kaffiborðin. Mrs. Gunnl. Jóhannson verður við kjötmat- inn. Mrs. D. Jónasson selur “Candy”. Mrs. S. Sigurðsson verður við kaffibrauðið. Mrs. H. Johnson og Mrs. Nordal sjá um sölu á vettlingum, sokkum og þess háttar. Að kvöldinu verða sýndar kvikmyndir; það program byrjar kl. 8.15. Kvenfélagið vonast eftir að vinir og velvildarmenn safnaðar- ins heimsækja þær og kaupi sér kaffi 2. febrúar. Allir boðnir og velkomnir ☆ G. L. Johannson ræðismaður og frú lögðu af stað í skemtiferð suður til Bandaríkjanna um miðja fyrri viku og dveljast þar fram um mánaðamót. Næsti fundur Stúkunnar HEKLU I. O. G. T. verður hald- inn á venjulegum stað og tíma, þriðjudaginn 1. febrúar. The Annual Meeting of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. E. A. Isfeld 575 Montrose St., River Heights, on Friday Eve., February 4th at 7.30 p.m. ☆ — Leiðrétting — Meinleg villa hefir slæðst inn i Stafholts-gjafalistann í nýút- komnu Lögbergi. Þar stendur, meðal annars, þetta: „Mrs. G. J. Jóhannesson, in memory of Harold Ahlstedt“, $6.00; en á að vera: Mrs. G. J. Jóhannesson, in memory of Mfs. Ásta Ahlstedt, $8.00; og ennfremur: „Mr. & Mrs. G. Guðbrandson and daughter, in memory of Harold Ahlstedt“, $100.00; á að vera: Mr. & Mrs. G. Guðbrandson, in memory oj their daughter, Mrs. Ásta Ahlstedt, $100.00. Á þessari mjög hvimleiðu villu eru hlutaðeigendur beðnir fyrirgefningar. A. E. Kristjánsson ☆ — Leiðrétting — I fréttagrein minni, Lögbergi 6. jan., var höfundarnafnið — Royden Barrie — prentað þrisv- ar — átti að vera aðeins við ljóðið: A Brown Bird Singing. Vinsamlegast, Jakobína Johnson ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ Nýlátin er hér í borginni Thora Markússon, 78 ára að aldri. Hún taldist til safnaðar Sjöunda dags Aðventista og var jarðsungin frá Mordue útfarar- stofunni. Helgi Valtýsson: Þegar kóng bænadagurinn lýndisl og aðrar sögur. — Bókaútgáf- an Norðri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akur- eyri, 1954 Helgi Valtýsson er fjölhæfur rithöfundur. Hann er skáld ljóða leikrita og sagna, mikilvirkur fræðimaður, sem skrásett hefur Söguþætti landpóstanna, sem er engu minna rit en Vídalínspost- illa, þýðandi fjölmargra skáld- sagna, og hefur auk þess skrifað ritgerðir um hin fjölbreyttustu efni. Það, sem einkennir Helga, er fljúgandi mælska, hraði í stíln- um. fjölskrúðugt orðaval, litrík- ar og lífi gæddar myndir. Hann hefði án efa notið sín vel við blaðamennsku í gömlum stíl, þegar andríki og hugmynda- flug var einhvers metið og ekki var séð eftir hverjum þumlung pappírs, sem fór til annars en æsifregna stjórnmálaþvargs. En einkum hygg ég þó, að skáld- sagnagerð hefði legið vel fyrir honum. Eina langa skáldsagan, sem út hefur komið eftir hann: Á Dælamýrum (1947) bar vitni um svo mikla hæfileika í þessa átt, og reyndar allt það, sem hann hefur ritað, að þessi spurn- ing kemur í hugann: Hve hefur þessi maður nokkurn tíma gert annað en skrifa skáldsögur? Hann sýnist eiga nóg af yrkis- efnum og hvergi verður honum fótaskortur í orðsins list. Hugur- inn er ennþá veðurnæmur, þó að nokkuð sé liðið á daginn, og and- inn leikur á marga strengi. Hann hefur, eins og hann kemst sjálf- ur að orði, aldrei haft tíma til að verða gamall. Þessi bók, þegar kongsbæna- dagurinn týndist, er skrifuð af sama lífi og fjöri sem aðrar bæk- ur hans. Þetta eru ekki skáld- sögur, heldur endurminningar, riss og hugleiðingar, segir höf- undurinn. En hvað sem því líður eru þá þessar endurminningar færðar í svo skáldlegan og skemmtilegan búning, að þar verður mjótt á munum, enda getur lífið sjálft verið skáldlegra en nokkur tilbúin saga. Höfund- urinn hefur víða farið og mörgu kynnzt og kann því frá ýmsu að segja, enda skortir ekki athyglis- gáfuna. Ævintýrið, sem bókin hefst með: Þegar kongsbænadagurinn týndist, er bráðskemmtilegt, og eins mundu sögurnar: Frænka mín, Þráinn og Dúfurnar mínar og fleiri sóma sér vel í hvaða smásagnasafni sem væri, enda þótt þær kunni að styðjast við einhver raunveruleg atvik. Marg víslegur geðblær einkennir þess- ar sögur allt frá gáska til hinnar dýpstu alvöru. Það er ávallt gott að vera í för með þessum höf- undi. Bókina hans Helga Valtýs- sonar munu allir lesa sér til ánægju. Benjamín Kristjánsson Dauðsmannskleif og aðrir þættir frá liðnum öldum eftir Jón Björnsson. — Bók- útg. Norðri 1954 Jón Björnsson velur sér gjarn- an yrkisefni úr íslenzkri allþýðu- sögu og er það sízt að lasta. Þótt þættir þessir séu gerðir úr sprek- um á rekafjöru aldanna, óljósum munnmælum og annálabrotum, eru þeir fyrst og fremst skáld- skapur í nokkuð sérstæðum stíl. Talsvert mikill efniviður er dreg inn til bús, en úrvinnsla er með lauslegu móti. Hér er fjallað um líf og örlög horfinna kynslóða, brugðið upp mynd af stórgerðu fólki í harla stórfelldri náttúru-umgjörð, jafn vel svo að með ólíkindum er sums staðar. Þættir þessir eru upphaflega skrifaðir erlendis og ætlaðir til birtingar þar. Er ekki laust við að lesandi fái þá flugu í kollinn, að höfundur hafi freist ast til þess að gera dekur við hug myndir dansks og þýzks almenn ings um náttúru íslands og lífið hér á fyrri tíð, og þangað sé því að rekja þá tilfinningu, að sögu- sviðið sé ýkt. En svo kemur mér fyrir sjónir Dauðsmannskleif, þar sem er alfaraleið, þótt hengi- flug slúti yfir, en gínandi gjúfur er hið neðra; af þessum toga mun og ýmsum finnast forneskj- an í þættinum um hefnd land- námsmannsins, svo að eitthvað fleira sé til nefnt. örlög fólksins innan þessa ramma eru þá held- ur ekki ævinlega samfærandi í augum venjulegs Islendings nú í dag. Lífið sjálft tekur að vísu öllum skáldskap fram á stundum um ótrúlega hluti, en ærið reyna þó sumir atburðir þessara þátta á þolrif lesanda og trúgirni, svo sem björgunin í, Dauðsmanns- kleif og næsta skyndilegt hug- hvarf Þóris í Vatnsnesi. Allt um það er hér ýmis fróð- leikur um líf fólks á fyrri tíð, og frásögnin er sums staðar spenn- andi sem kallað er. En stíl höf- undar er þó helzt til þunglama- legur og safarýr til þess að lyfta frásögninni upp úr ramma þrengstu atburðarásar eða til þess að gefa ímyndunarafli les- anda byr undir vængi. Útgáfan frá Norðra hendi er vönduð. — H. Sn. „Fórur"— gömul og ný skrif eftir Sleingrím Sigurðsson. í gær kom á bókamarkaðinn bók eftir Steingrím Sigurðsson, og heitir „Fórur,“ og geymir gömul og ný skrif að því er segir á titilblaði. Er ekki ofmælt, að sumt í bókinni sé nýtt af nálinni. Lesandi rekur þegar augun í að þarna er ávarp það, er höfundur flutti Davíð skáldi Stefánssyni í fullveldishófi stúrenta hér á Ak- ureyri 30. nóvember sl. Annars eru í bókinni 23 greinar um fjöl- breytileg efni. Hefst bókin á nýrri grein um Akureyri og lýk- ur með „essay“ um Messalínu, er Davíð kvað um á þriðja tug ald- arinnar. Steingrímur Sigurðsson er þegar landskunnur af skrifum sínum, greinum í blöðum, tíma- ritinu Líf og list og bæklingi sín- um um Keflavíkurflugvöll. 1 vændum er „satíra“ um Reykja- vík og skáldsaga, að því boðað er á kápusíðu þessarar bókar. Fór- ur er 109 bls., bókin er prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. — DAGUR, 15. des. M ESSUBOÐ Sr. V. J. Eylands. Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 30. jan. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. Ensk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud.,30. janúar: Hnausum-, kl. 2 Riverton kl. 8 báðar á ensku. Robert Jack Heyrt og séð Framhald af bls. 1 haglabyssu, skaut yfir höfuðið á henni og það varð til þess að hún snarðist burtu með fjöl- skyldu sína. En hvað varð af byggðinni? — ísafold lagðist í eyði árið 1903—1904, því þá flæddi vatnið yfir allt og eyðilagði jarðirnar okkar. Þingmaðurinn, MacCrea að nafni, kom því til leiðar að við fengum land annars staðar og helmingurinn af fólkinu fór í Árdalsbyggðina, en hinn helm- ingurinn fór vestur til Lundar. Seinna kom maður, sem Howard hét, og setti upp sögunarmyllu ekki langt frá vatninu, en það fór eins fyrir honum og okkur. Vatnið eyðilagði öll hans hús og hann flutti síðar til Riverton, þar sem hann stofnað og rak verzlun og sögunarmyllu á ný. Ég var í þann veginn að kveðja Snæbjörn, og ég minntist á milda veðrið. — Var ekki stundum kalt hjá ykkur í Isa- foldarbyggðinni? spurði ég hann að lokum. — Jú, en við áttum engan mæli í þá daga, þó man ég einu sinni að olían á lömpunum okk- ar byrjaði að frjósa. Hún breytti um lit og varð þykkri en venju- lega. Þá sagði maður nokkur mér, að frostið hlyti að vera milli 50—60 fyrir neðan zero. Þegar ég kvaddi Snæbjörn, var hann að undirbúa sig undir vinnu í fjósinu. Það er seigla í þessum gömlu íslendingum. Robert Jack Þegar ég var að ljúka við þessa grein heimsóttu tveir góðir landar mig. Þeir heita Páll og Stefán Þórarinssynir Stefánsson. Páll er Skaftfellingur og kom til þessa lands 9 ára að aldri og settist að ásamt foreldrum sín- um í ísafoldarbyggð. Bróðir hans Stefán er fæddur í þeirri byggð árið 1901. Ég spurði þá dálítið um lífið þar nyrðra. Stefán mundi lítið eftir því, en Páll sagði mér að það væri enn |í fersku minni manna, hversu blautt allt væri í ísaold. „Ég bara man ekki“, sagði hann, „hvenær ég gekk í þurrum sokkum. Jörðin var alltaf renn- andi. Og þegar við fluttum í Árdalsbyggðina fannst mér það skrítið, þegar ég sá fyrst þurran veg og ryk eftir hestvagna". Arni G. Eggertson, Q.C., hefir dvalið suður í Washington, D.C., nokkuð á aðra viku. ☆ Mr. P. N. Johnson, Furby Court hér í borg, brá sér ný- lega vestur í Saskatchewan í heimsókn til barna sinna. ANGEL CHIMES from Sweden Ideal Gift for Valentine $2.50 MUIR'S DRUG STORE 789 Ellice Ave. Phone 74-4422 ÞRÍTUGASTA OG SJÖTTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 21., 22. og 23. febrúar 1955 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Skýrslur milliþinganefnda 8. Útbreiðslumál 9. Fjármál 10. Fræðslumál 11. Samvinnumál 12. Útgáfumál 13. Kosning embættismanna * 14. Ný mál 15. Ólokin störf og þingslit. Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 21. febr., og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðalfélagsins. *• Winnipeg, Man., 21. janúar 1955 I umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari Þrír sunnudagar á íslandi Framhald af bls. 4 því að við vorum gestir, sem fluttum kveðjur og fórum með umboð frá lúterskum kirkjusamtökum í fjarlægð. Aðsókn að guðsþjónustu þessari var stórkostleg, og vitanlega langt fram yfir það, sem rúmast í sætum í dóm- kirkjunni. Voru það því afar margir, sem urðu að standa út alla guðsþjónustuna. Og fanst mér það lofsvert hve þó var kyrlátt í kirkjunni, og fáir, sem hurfu áður en guðs- þjónustu lauk. Vígsluathöfnin sjálf var mjög hátíðleg og fögur. Vígsl- una framkvæmdi dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup sunnan- lands, og honum til aðstoðar var séra Friðrik Rafnar, vígslu- biskup norðanlands. Voru þeir, ásamt með biskupi sjálfum, skrýddir frábærlega merkilegum skrúða frá fyrri tímum, og mjög viðeigandi fyrir hið hátíðlega tækifæri. Þjár prédikanir voru fluttar við guðsþjónustuna. Dr. Magnús Jónsson, fyrrum kennari við guðfræðideild há- skólans, flutti prédikun, er hann lýsti vjgslu og las „víta“ dr. Ásmundar, sem biskup hafði samið sjálfur. Dr. Bjarni Jónsson flutti aðra prédikun í kór á undan vígslu, og dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup, flutti þriðju prédikunina, að vígslu sinni afstaðinni. Voru allar þessar prédikanir prýðilegar, mjög athyglisverðar, og að því er mér virtist evangelískar í anda, með sterka áherzlu á eining innan kirkjunnar. Hr. Páll Isólfsson var, svo sem sjálfsagt var, organistinn og söngstjórinn, því að hann er organisti og söngstjóri í dómkirkjunni. Eins og líka mátti vænta leysti hann þann starfa af hendi mjög prýðilega. Var allur organleikur og söngur, sem var mikill, mjög fagur og hrífandi. Síðasti þáttur guðsþjónustunnar var altarisganga. Gekk þá biskup, frú hans og öll fjölskylda þeirra til altaris, og auk þess allir þeir, sem í kór sátu. Næsta dag, við vígslu sex guðfræði-kandidata, var almenn altarisganga fyrir prestana og alla leikmenn og lærða ,er vildu taka þátt í þeirri athöfn. Virtist sumum að vígslan í heild sinni hafa verið fremur löng. En við því var erfitt að gjöra. Fögur var hún, áhrifa- mikil og andrík. Mun minningin um þá miklu hátíðisathöfn lengi lifa í hugum okkar hjónanna, svo sem ýmistlegt fleira frá ferðinni. Að kveldi hins sama sunnudags fór svo fram hin veg- lega veizla, er hr. Steingrímur Steinþórsson krikjumálaráð- herra hélt til heiðurs við hr. biskupinn og frú hans. Var líka mjög ánægjulegt að vera þar með. Veizla þessi fór fram á Hótel Borg. Munu all-flestir prestar landsins og frúr þeirra hafa verið þar viðstaddir, svo og stjórnarráðsmeðlimir og frúr, nokkrir aðkomnir gestir og ýmsir fleiri. Til máltíðarinnar var mjög mikið vandað, og var tæpast unt betur að gjöra. Er skemmtiskrá hófst, flutti veizlustjóri, hr. Steingrímur Steinþórsson, merkilega og athyglisverða ræðu. Kallaði hann svo fram ýmsa heimamenn og nokkra gesti til að flytja stuttar ræður. Gafst mér þá tækifæri til að flytja kveðjur frá Sameinuðu lútersku kirkjunni í Ame- ríku og íslenzka lúterska kirkjufélaginu, og forsetum þeirra samtaka, sem mér hafði verið falið að gjöra; einnig gafst þeim Dr. Carl Lund-Quist frá Geneva, forstjóra við Alheims- samband hinnar lútersku kirkju, og Dr. Richard Beck, deild- arstjóra við tungumáladeildina í háskóla Norður-Dakota- ríkis í Grand Forks, N.D., tækifæri að flytja þær kveðjur, er þeim hafði verið falið að flytja frá kirkjulegum og þjóð- ernislegum samtökum. Var það gjört í stuttu máli af okkur öllum, eins og á stóð. En kveðjur þær fluttum við allir í nokkru lengra máli á Prestastefnunni 22. júní, samkvæmt óskum hr. biskupsins. Mikil ánægja var það fyrir okkur, meðal annars, bæði við vígsluathöfnina, veizluna og prestastefnuna að sjá svo marga álitlega og myndarlega íslenzka presta saman komna. Slíkt hafði aldrei áður verið hlutskipti okkar, að sjá svo marga íslenzka presta saman. Og enn skemmtilegra var þó að kynnast nokkuð mörgum þeirra, þó ekki gæti sú við- kynnin orðin náin, af því tími var svo takmarkaður. Þeir, sem kunna nú að lesa um þessa þrjá sunnudaga, er okkur hjónunum auðnaðist að njóta á Islandi síðastliðið sumar, munu sannfærast um það með okkur, að seint muni yfir þá fyrnast í endurminning okkar. Hið sama mætti og segja um ýmsa fleiri daga, er við fengum þá að njóta á ættjörðinni. Rúmsins vegna er ekki hægt að minnast þeirra allra hér. En vissulega var það mikil og ógleymanleg ánægja fyrir okkur að vitja ættjarðarinnar nú í fyrsta sinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.