Lögberg - 17.02.1955, Side 7

Lögberg - 17.02.1955, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 7 VVWVWVWWWWVWWWVW'9'WVW* ÁIKAMÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HLÝTUR VERÐLAUN í LEIKRITASAMKEPPNI Miss Lauga Geir, Edinburg, N. Dak., hefir nýlega hlotið $50.00 verðlaun í leikritasam- keppni, er Jóns Sigurðssonar félagið í Winnipeg efndi til. (Félag þetta tilheyrir hinu vold- uga kvennasambandi, Imperial Order daughters of the Empire, og starfar aðallega að fræðslu- málum og öðrum áhugamálum sambandsins, en hefir lagt drjúgan skerf til menningarmála Islendinga hér). Þátttaka í samkeppninni var öllum opin nema aðeins með- limum Jóns Sigurðssonar félags- ins, og skyldi leikritin vera í þrem þáttum á ensku og fjalla um líf íslenzku frumbyggjanna í Ameríku. Fjögur leikrit bárust nefnd félagsins, sem sá um sam- keppnina, — en formaður nefnd- arinnar er Mrs. Björg Isfeld. Óháðir dómendur, þrír að tölu, dæmdu leikritin, og voru það Próf. G. L. Brodersen og Próf. Skúli Johnson, báðir kennarar við Manitobaháskólann, og Mrs. John Craig, en hún er alkunn fyrir leiklistarstarfsemi sína í Winnipeg. Formaður dómnefndar, Mr. Brodesen, fór mjög lofsamlegum orðum um leikrit Miss Geir, er hún nefnir, “In the Wake of the Storm”, og segir að það sé vel samið, bæði hvað form snertir og innihald. Lauga Geir, sem eitt sinn var kennari við Jóns Bjarnasonar skóla hér í borg, er útskrifuð frá háskóla Norður Dakota, sem B.A., árið 1923, og hlaut meist- aragráðu frá sama skóla árið 1938. Aðalfög hennar við meist- araprófið voru bókmenntir og leiklistarnám. Síðan var hún kennari í fjölda mörg ár við mið- skóla á ýmsum stöðum í Norður Dakota og víðar. Féll það þá ætíð í hennar hlut að æfa, undir- búa og stýra leiklistarstarfsemi skólanna er hún starfaði við. Einnig hefir Miss Geir unnið mikið og gott starf í þágu heima- byggðar sinnar á leiklistarsvið- inu. Oft hefir hún samið smá- leikrit og táknsýningar fyrir sér- stök tækifæri eða hátíðahöld ís- lenzku byggðarinnar í Norður Dakota, og hefir henni ætíð farist það prýðilega vel og smekklega úr hendi. Árið 1941 samdi hún og sýndi táknleik (pageant), er hún nefndi, “Manifestations of Icelandic Heritage in Pembina County,” fyrir héraðsfund kvenfélagsins Dœtur jrumherjanna (Pioneer Daughters). Síðar æfði hún á ný og sýndi þennan sama táknleik við hátíðahöldin í Dakota í til- efni af 75 ára afmæli íslenzku byggðarinnar þar 1953. Voru áhorfendur mjög hrifnir af sýn- ingunni og mun hún allmikið hafa aukið á menningar- og sögulegt gildi hátíðarinnar. Lauga hefir einnig skrifað greinar í ýms blöð, bæði á ensku og íslenzku, — mestmegnis fyrir „Árdís“ og The Icelandic Canadian tímaritið. Foreldrar Laugu voru Jóhann Geir og kona hans Anna Jóns- dóttir, frá Kolstöðum í Dala- sýslu. Þau komu frá Islandi í „stóra hópnum“ 1876, og settust að skammt fyrir sunnan Hnausa í Nýja-lslandi, en fluttu til Norður Dakota árið 1880. Jóhann dó frá stórum barnahóp skömmu áður en Lauga fæddist, og var hún sem ungbarn tekin til fóst- urs af nágrönnum Önnu, — þeim Davíð Jónssyni og Þórdísi Guð- mundsdóttur, sem einnig komu til Nýja-lslands með stóra hópn- um frá Húnavatnssýslu, en fluttu til N. Dak. árið 1882. Síðari árin hefir Lauga lagt niður skólakennslu, mikið sök- um heilsubilunar, og býr nú á bújörð fósturföður síns, sem er um þrettán mílur norður af Edinburg, en svo að segja mitt á milli Garðar og Mountain. Hún lætur ekki heilsubrestinn aftra sér frá því að sinna alls konar menningarstörfum, sem orðið gæti byggð hennar og þjóðarbroti í hag, — og mun hún hafa byrjað að semja ofannefnt leikrit, þá er hún lá á sjúkrahúsi hér í Winnipeg s.l. haust eftir alvarlegan uppskurð. Jóns Sigurðssonar félagið hef- ir í hyggju að setja á leiksvið leikrit Laugu sem allra fyrst. Sem íslendingur vil ég þakka Laugu Geir fyrir áhuga hennar og ágætt menningarstarf, og óska henni til hamingju og langra lífdaga. Hólmfríður Danielson Bezta munntóbak heimsins HAMINGJUÓSKIR . . . til íslendinga í tilefni aí 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. ★ WESTERN PAINT CO. LIMITED “The Painter’s Supply House Since 1908” Phone 93-7395 521 HARGRAVE ST. WINNIPEG Ný bók um Arabíu-Lawrence þar sem hann er talinn falsari og skrumari Framhald af bls. 4 skrumara, sem ekki einasta kom á loft hróðurssögum um sjálfan sig, heldur vann einnig það sem hann mátti gegn Frökkum, er þá voru bandamenn Breta (í heimsstyrjöldinni fyrri). Adling- ton segir ennfremur, að Arabíu- Lawrence hafi látið það berast til Georgs fimmta, Bretakóngs, að svo gæti farið, að hann yrði neyddur til að berjast gegn Bretum, ef brezka stjórnin yrði ekki við tilteknum kröfum ara- bískra vina hans. Eins og Vellýgni-Bjarni Það skeði, er Arabíu-Lawr- ence var generáll í Transjór- daníu 1921, að tíu þúsund pund týndust úr fjárhirzlum þeim, sem hann hafði umsjón með. Gat hann ekki gert grein fyrir því, hvað hafði orðið af þessu fé. Er hann skilaði af sér hafði hann eytt hundrað þúsund pundum á þremur mánuðum og voru týndu tíu þúsundirnar í þeim faldar. Adlington segir ennfremur, að hin fræga Araba- uppreisn í eyðimörkinni, en Lawrence hélt því fram, að með henni hefði hann endurskapað hin nærliggjandi Austurlönd, hafi ekki verið annað en smá- vegis skæruhernaður, sem engin sérleg áhrif hefði haft á stríðið við Tyrki. Ennfremur, að bók Lawrence um uppreisnina, verði nú að meiru eða minna leyti að teljast til skáldsagnagerðar, enda segir Adlington, að Lawr- ence hafi verið þannig gerður og enda viðurkennt, að hann vissi stundum ekki hvar staðreynd- irnar enduðu og skáldskapurinn tæki við. Ætlaði að rita ævisögu hans Adlington skýrir frá því, að hann hafi í fyrstu hugsað sér að rita ævisögu Arabíu-Lawrence. í rannsóknum sínum í sambandi við þetta fyrirhugaða verk, hnaut hann um ýmsar missagnir og fór fyrir alvöru að gagnrýna manninn, þegar hann komst að raun um, að sumt af þessum mis- sögnum var rakið til mannsins sjálfs. Lawrence mun hafa hald- ið því fram, að árið 1925 hafi honum staðið til boða há opin- ber staða í Egyptalandi fyrir brezka ríkið. Adlington komst að því, að þetta voru ósannindi og grunsemdir hans vöknuðu. Þannig héldu rannsóknir áfram að leiða í ljós missagnir, unz Aldington komst að raun um, að þessi brezka hetja og sam- landi hans var ekki annað en falsari. Sumar sögur hans voru hreinn tilbúningur, aðrar skap- aðar af litlu tilefni og sumar með sannleiksbroti, en fáar með öllu sannar. Segir síðan í bók Adlingtons: „Þessi gloppótti ferill mun líklegast aldrei verða upplýstur. Það var það, sem Lawrence vildi, enda ól það á hégómagirnd hans og þrá hans eftir yfirburðum meðan það leiddi athyglina frá leyndarmáli hans“. Adlington heldur því nefnilega fram, að tiltekið leynd- armál sé á bak við þetta — fjöl- skylduleyndarmál. Þetta leyndarmál hrjáði Lawr- ence árum saman og skýrir ef til vill nafnabreytingar hans yfir í T. E. Shaw og síðan Ross. Segir í bókinni að sektartilfinning hafi hrundið Lawrence út í þau ó- skemmtilegheit og karlmennsku leysi að telja sig ofurmenni. Ágætt handa ömmudreng — og ömmu! I.júífent á, bragðið. Wampoie’s inniheldur ekki neina olfu og reynist fyrirtak ár út og ár inn fyrir fðlk á öllum aldri. Eink- um holt fyrir ungbörn. Auðugt af bæUefni "D” og calcium. Pað styrkir bæði heilsu og HKW-4 nitV 0F C0D LIVER • Ein af missögnunum er sú, að Lawrence þakkaði sér áætlun- ina, sem gekk undir nafninu „Bjargið Galipoli", sem var um lendingu Bandamanna við Alex- andretta í Sýrlandi. Adlington komst að því, að þessi áætlun hafði verið gerð af öðrum, þegar Lawrenece var enn í skóla. Enginn veit, hvert leyndarmál Arabíu-Lawrence var, þótt. það hafi kannske valdið mestu um líf hans og hegðun. Hann tók það með sér í gröfina, en eins og fyrr segir, búast blöðin við því, að vinir hans og aðdáendur muni reyna að hrekja niðurstöður Adlingtons. Congratulations . . . to the lcelandic People on the occasion of the thirty-sixth annual gathering of the lcelandic National League in Winnipeg, February 21 st to 23rd, 1955. A FRIEND ..illlllllllllllllll!llill!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllll!llllllllllli,. Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur . . . Af þeim ástæðum er það að viðskiptavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekkn- um, sem gerir sér það að reglu að verzla í For the Best In Bedding GLOBE • Beds • Springs • Mattresses • Davenports and Chairs • CHESTERFIELDS • Continental Beds • Comforters • Bedspreads • Pillows and Cushions GLOBE BEDDING COMPANY LIMITED WINNIPEG CALGARY CONGRATULATIONS . . . on Ihe occasion of the 36th Annual Convention of the Icelandic National League. For FOOD You'll Enjoy! ELLICE INN Ellice Ave. al Toronto St. f BARBECUED SPARERIBS f DELICIOUS SOUTHERN FRIED OR BARBECUED CHICKEN In Part or Whole for Home or Picnics 4 "Golden Brown" FISH AND CHIpTþ 3-5156 PHONE WE DELIVER Open from 10 a.m. to 1 a.m.—Saturdays 10 a.m. to 3 a.m. Closed Monday Except on Holidays

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.