Lögberg


Lögberg - 17.02.1955, Qupperneq 9

Lögberg - 17.02.1955, Qupperneq 9
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 9 Kominn í fremstu röð . . . Framhald af bls. 6 Guðmund Daníelsson rithöfund hefir hann einnig á undanförn- um árum haft í smíðum leikrit, sem nú er alveg nýkomið út í bókarformi á vegum Bókaút- gáfunnar Leifturs í Reykjavík. Nefnist leikrit þetta Fyrir kóngsins mekt og er mikið rit að vöxtum, um 200 bls., og að sama skapi stórbrotið að efni. Gerast fyrsti og annar þáttur á íslandi sumarið 1655, þriðji þáttur í Danmörku haustið 1661 og sum- arið 1662, og fjórði þáttur í Kópavogi sumarið 1662, er ís- lendingar voru á hinum ill- ræmda Kópavogsfundi það ár kúgaðir með hervaldi til að undirrita erfðahyllingu og ein- valdstöku Danakonungs. En þó leikritið sé þannig tengt einum hinum ömurlegasta og allra átakanlegasta atburði í sögu íslands, getur það vart tal- ist sögulegt leikrit í venjulegum skilningi þess orðs, svo frjálsum höndum fer höfundurinn um efnið, og gefur það vitanlega skáldlegu hugarflugi hans og innsæi vængjasvið vítt og hátt, enda er það skemmst frá að segja, að þetta leikrit er ágætt skáldrit, bæði um efnismeðferð, mannlýsingar og málfar. Margir koma hér við sögu, og eru þessar helztu persónur leiks- ins: Árni Ólafsson lögmaður, Þórunn húsfreyja hans, Sólveig dóttir þeirra, Gunnsteinn Ólafs- son, bróðursonur og fóstursonur lögmanns, Egill Söngva-Dísu- son, áður tökubarn lögmanns- hjóna, nú ráðsmaður þeirra, Hinrik Bjálki, höfuðsmaður á Islandi, Heiðveig Soffía dóttir hans, og Eiríkur Galti, greifi og ríkishofmeistari. Örlagaþættir þessa fólks flétt- ast síðan saman með ýmsum hætti innan íslands og utan, og þá sérstaklega þeirra Gunn- steins, Sólveigar og Egils. Tvinn- ast örlög þeirra hinum sögulegu atburðum, og fellur viðburðarrás leikritsins í hröðum og stígandi straumi að hámarki sínu í erfðahyllingunni og undirritun einveldisskuldbindingarinnar í Kópavogi, þar sem þeir Gunn- steinn, er selt hefir sál sína við sviknu gjaldi og gerzt auðmjúk- ur konungsþénari, og Árni lög- maður, hinn ótrauði föðurlands- vinur, leiða saman hesta sína, og eru þau átök mjög áhrifamikil. Jafnframt því sem örlaga- þræðir persónanna og atburða- rásin eru fimlega samanofin, eru mannlýsingarnar yfirleitt skýr- um dráttum dregnar og sann- færandi. Árni lögmaður Odds- son, sem hér er að vísu gerður Ólafsson, er aðsópsmikill skör- ungur og öðlingur í fullu sam- ræmi við þá mynd, er sagan geymir af honum. Flest er einnig vel um Hinrik Bjálka höfuðs- mann, og má segja, að sú lýsing eigi sér nokkra stoð í sögunni, en öll er mótun skapgerðar hans hin athyglisverðasta. Glögg og harla sannfærandi er einnig lýsingin á Gunnsteini, hinu gáfaða glæsimenni, er læt- ur taumlausan metnað sinn blinda sér svo sýn, að hann gerist föðurlandssvikari og heitrofi, en fellur þó að lokum á sínu eigin svikabragði. Andstæða hans um allt er Egill, er hlýtur að leiks- lokum makleg laun heilinda sinna og trúnaðar. Sérstaklega raunsönn sýnist mér lýsingin á Eiríki Galta, hinum stjórnkæna og kaldrifjaða ríkishofmeistara og konungsgæðingi. Þórunn húsfreyja er svipmikil kona og heilsteypt í lund, eins og sæmir þeirri höfðingskonu; Heiðveig Soffía, dóttir höfuðs- manns, sver sig í ætt hefðar- kvenna þeirrar tíðar; en af kvenpersónum leiksins kveður þó mest að Sólveigu, enda kemur hún þeirra mest við sögu, og verður, eins og vera ber, lesand- anum minnisstæðust í mikilli reisn sinni á þyngstu örlaga- stundinni. Málfarið á leikriti þessu er víða með miklum glæsibrag og samtölin oft bæði snjöll og markviss, og margt er þar fagur- lega sagt og viturlega; nær höfundurinn ágætlega málblæ þeirrar tíðar, sem atburðirnir gerast á, og gerir það leikritið að sama skapi rauntrúrra sem aldarfarsmynd. Að dæmi önd- vegis leikritaskálda, Shake- speares og annarra, rímar höf- Congratulations . . . to the lcelandic People on the occasion of the thirty-sixth annual gathering of the lcelandic National League in Winnipeg, February 21 st to 23rd, 1955. MUIR'S DRUG STORE JOHN CLUBB FAMILY DRUGGIS'Í’S Home and Ellice Phone 74-4422 Serving Canadian Homebakers for over 60 years with FIVE ROSES ALL-PURPOSE FLOUR For more than three generations Canadian homemakers have depended on All-Purpose Five Roses Flour for com- plete homebaking satisfaction. Five Roses gives extra relicious flavour — extra appetizing goodness to all homebaking. /Se Sune. ta fus/Uiaifuite in THE FIVE ROSES "HOMEBAKER'S QUIZ" • Four Valuoble Prizes Awarded Each Week • A Grand Prize Every Fifth Week Over your local radio station every Monday through Friday. LAKE OF THE WOODS MILLING COMPANY LIMITED Makers of All-Purpose FIVE ROSES Vitamin-enriched FLOUR undur stundum samtölin, og fellur það ósjaldan mjög vel að efninu, enda nýtur skáldgáfa hans sín ágætlega í mörgum þeim köflum leikritsins, að ó- gleymdum fögrum kvæðum, sem fléttuð eru inn í leikritið á ýms- um stöðum. Leikrit þetta er, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, hið prýðilegasta skáldrit, táknrænt og tímabært efni, því að vissu- lega sannast á íslendingum sem öðrum þjóðum heims hin fleygu Manitoba Hos- pital Service Assoeiation Winnipeg, Manitoba The Manitoba Hospital Service Association paid 52,411 hospital bills for subscribers hospitalized during 1954. Although hospital charges were substantially higher than in 1953, the sub- scribers’ fees proved sufficient to pay these accounts, meet necessary administrative ex- pence and set aside a reserve for future hospital care. Hospital costs continued to rise during the year and the hospitals have found it necessary to increase their charges for 1955. The contracts the Manitoba Hospital Service Association has made with the Manitoba hospitals for care during the coming year recognizes these increased costs but there will be no increase in Blue Cross subscription fees. Certain adjustments in the Sub- scriber’s Service Contract have been found desirable and sub- scribers will receive exstended benefits during 1955. It is esti- mated that the increased pay- ments to the hospitals will mean an added expenditure of $135,000. Blue Cross enrolment at the year end was 341,000. The Mani- toba Blue Cross Plan still leads all Canadian Plans in percentage of total population enrolled. All community groups throughout Manitoba are now open for new members to join. Those now en- rolled under the Non-Group Plan may transfer to the com- munity group upon request. TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum er til sölu bókin DALALIF (5 hefti). Nánari upplýsingar gefur prest- urinn í Árborg, séra Robert Jack. orð, að frelsið er keypt verði þrotlausrar árvekni. Fæ ég eigi heldur betur séð, en leikrit þetta sé þannig vaxið, að það geti orðið mjög áhrifa- mikið á leiksviði, hljóti það þá meðferð um leikstjórn, tækni og túlkun, sem það verðskuldar. En af kynnum mínum af íslenzkri leiklist síðastliðið sumar, er ég þess jafnframt fullviss, að Þjóð- leikhús íslands og íslenzkir leik- endur eru því umkomin að gera slíku leikriti hin fyllstu skil. SÍÐAN 1310 Canadískir menn bera traust til 2=-_ Tip Top Tailors elztu og stærstu ^=- fatagerðarinnar í Canada. Tip Top föt, sniðin eftir máli. _njóta mestrar hylli í Can- ==. ada vegna sniðs, gæða og endingar. Spyrjist fyr ir hjá nágranna yðar hann veitir svarið. Beztu m I Canada, sem fáanleg eru. Avalt Tip Top búð i grendinni. T 31 Tip Top tailors HAMINGJUÓSKIR . . . til tslendinga í tilefni af 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. Sargent Florists 739 Sargeni Avenue WINNIPEG, Maniioba Phone 74-4885 Congratulations . . . to the lcelandic People on the occasion of the thirty-sixth annual gathering of the lcelandic National League in Winnipeg, February 21 st to 23rd, 1955. "It’s Super in Every Respect” SKY CHIEF SERVICE Texaco Products - Marfak Lubrication SARGENT and BANNING WINNIPEG J. F. Steitzer, Prop. Phone 3-1142 Conqratu Lations to the lcelandic People on the occasion of the thirty-sixth annual gathering of the lcelandic National League in Winnipeg, 1955. ✓ We are now, as always, ready to serve you with READY-MIXED CONCRETE, BUILDRERS' SUPPLIES, COAL AND COKE Phone 3-7251 C/^URDY gUPPLY MCC BUILDERS' SUPPLIES c O. LTD. and COAL ERIN AND SARGENT WINNIPEG. MANITOBA SAND AND GRAVEL PITS — BIRD’S HILL, MANITOBA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.