Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAl 1955
3
enda með skrækjum einum og
hávaða, blandaði töframaðurinn
sér í málið. Hann talaði fyrst við
Ogolo og síðan við móður Ujii.
Niðurstaðan varð sú, að Ogolo
fór aftur heim í kofa sinn og
sótti tvær fallegustu voðirnar í
viðbót, einn sígarettupakka og
auk þess lét hann reka heim til
þeirra fjögur feit svín. Með því
voru kaupin gerð. Allir aðilar
voru hæstánægðir, nema höfuð-
aðilinn — Ujii. Hún, „söluvaran"
í þessum viðskiptum, varð nú
hnuggin að fylgja húsbónda sín-
um til kofa hans. Hún tíndi sam-
an föggur sínar og flutti úr kofa
foreldra sinna yfir í kofa manns
síns. Þegar hún kom þangað
varð hún strax að byrja að
vinna, en brúðguminn reykti
eina hamppípu til viðbótar með
föðurnum og móðurinni, til þess
að komast í tilhlýðilega stemn-
ingu. Ég hafði fylgzt með við-
skiptunum og einnig reykt með
þeim hamppípu. En Eno reykti
fimm eða sex pípur af þessari
áfengu jurt, og þegar við lögð-
um af stað heimleiðis notfærði
ég mér vímuástand hans, til þess
að telja hann á að koma aftur
með mér inn í frumskóginn. En
þótt hann væri ekki allsgáður,
var hann of slunginn til þess að
fallast strax á uppástungur mín-
ar. En þegar ég lofaði honum
leikhúskíki, sem ég hafði sýnt
honum einhvern daginn, lofaði
hann að hjálpa mér til að veiða
górillaunga eftir nokkra daga.
Ég veiði górillaunga
Nú leið vika, er ég varði í fíla-
veiðar, til þess að seðja svanga
negrana.
En svo vakti Eno mig loksins
árla morguns og sagði mér að
ferðbúa mig. Það tók mig auð-
vitað ekki langan tíma, því að
ég hafði hvorki haft frið nótt né
nýtan dag fyrir umhugsuninni
um að veiða górillaunga. Áður
en við fórum úr þorpinu, fram-
kvæmdi hann skringilega athöfn
í blekkingarskyni, því að hvorki
Ogolo né nokkur annar í þorpinu
mátti vita, að við værum að fara
á górillaveiðar.
Hann safnaði öllum þorps-
búum saman og hóf síðan dans,
sem var með þeim hætti, að ég
varð að taka á öllu, sem ég átti
til, svo að ég skellti ekki upp úr.
Hann hafði áður skreytt sig
kostulega með hvítum lit, girt
sig belti úr apaskottum og lagt
um háls sér festi úr dýra- og ef
til vill mannabeinum. Þegar
hann hafði lokið dansinum, til-
kynnti hann með miklum til-
burðum, að hann og hvíti mað-
urinn ætluðu inn í frumskóginn,
til þess að búa til meðal. Loks,
þegar sólin var komin allhátt á
loft, gaf hann mér brottfarar-
merki. Aðstoðarmaður hans
hafði þá laumað byssu minni inn
í kjarrið. Síðan hélt hann með
mér inn í skóginn, en þorpsbúar
horfðu á eftir honum með lotn-
ingu. Hann ætlaði að halda beint
áfram, en ég tók í apaskotta-
beltið á honum, því að ég trúði
því ekki, að við kæmumst langt
án þess að hafa með okkur nesti
og tjald. En Eno sagði, að þess
þyrftum við ekki, því aðeinmitt
núna væri górillaflokkur stadd-
ur í fæðuleit skammt frá þorp-
inu. Górillurnar flakka ekki
nærri því eins víða um og negra-
dvergarnir, sem kalla mætti
totara Afríku, því að ferðalöng-
unin er þeim í blóð borin, og
þeir hafast aldrei lengi við á
sama stað í einu.
Við þurftum heldur ekki að
ganga lengur en í klukkustund,
því þá gaf Eno mér merki um,
að við skyldum leggjast niður.
Brátt kom ég auga á górillamóð-
ur rétt hjá okkur, sem var að
baða barnið sitt í læk. Barnið
var hrætt við vatnið og barðist
á móti með höndum og fótum.
En að lokum var móðirin ekki
lengur með neinar vífilengur,
frekar en mennirnir, þegar
þannig stendur á, heldur kaf-
færði krakkann. Auk þessarar
górillamóður sá ég tvær aðrar,
sem voru að fást við börnin sín.
Karlaparnir sáust hvergi, og féll
okkur það síður en svo miður.
Þeir voru einhvers staðar í ná-
grenninu að kýla vömbina.
Eno benti mér að bíða. En sú
bið var alls ekki skemmtileg.
Við lágum í kjarrinu og máttum
ekki hreyfa okkur, til þess að
gera ekki hávaða. Loksins, eftir
tvo eða þrjá klukkutíma, héldu
górilla-aparnir burtu, að undan-
skilinni einni apaynju, sem var
enn að leika við barnið sitt á
lækjarbakkanum. Nú virtist mér
rétta tækifærið, til að fram-
kvæma ætlun mína. Ég þreifaði
gætilega og hljóðlaust aftur
fyrir mig, til þess að taka byss-
una úr hendi burðarkarlsins, því
að ég varð að vera viðbúinn því,
að górillamóðirin léti barn sitt
ekki átakalaust af hendi. Þegar
ég tók um byssuskeftið, sem enn
var volgt úr höndum dvergsins,
fannst mér, að nú væri það ég,
sem ráðin hefði. En Eno hafði
gefið mér nánar gætur. Þegar
ég ætlaði að rísa upp og grípa
górillaungann, sem var að
skoppa um rétt hjá mér, stöklc
hann á fætur, rak upp hátt ösk-
ur og hljóp beint í áttina til apa-
ynjunnar. Það, sem því næst
skeði, stóð aðeins yfir í fáeinar
sekúndur.
Górillan hafði ekki fyrr heyrt
hljóðið en hún stökk til ungans
síns. En þar sem hann varð
hræddur við manninn, sem allt
í einu birtist, og hið skyndilega
viðbragð móður sinnar, flýði
hann og lenti beint í höndunum
á mér. Enda þótt hann væri. í
mesta lagi tveggja ára gamall,
varðist hann af æðisgengnum á-
kafa og hinu mesta afli. Ég hafði
misst byssuna og gat hvoruga
höndina losað, til að taka hana
upp. Og þá sá ég apaynjuna, á
að gizka tveggja metra háan
beljaka, tvö skref frá mér. Ég
sleppti apaunganum og stökk
aftur á bak. Apaynjan stóð rétt
hjá byssunni minni og öskraði
heiftarlega. 1 sama bili heyrði ég
Eno kalla: — Herra, upp í tré!
Ég litaðist um. Rétt hjá mér var
ungt tré, á að gizka fimm metra
hátt. Ég klifraði upp í það í
snatri og kom um leið auga á
Eno, sem kleif upp annan trjá-
stofn eins og api. Þegar ég var
kominn hálfan þriðja metra frá
jörðu og upp á neðstu greinina,
nam ég snöggvast staðar og lit-
aðist um. Tæplega fimmtíu
sentimetra frá mér sá ég hrika-
legar, loðnar hendur, sem fálm-
uðu eftir mér. Og á næsta augna-
bliki tók tréð að rugga til, eins
og í stórviðri. Það var apaynjan,
sem hristi tréð Lg rak um leið
upfTgjallandi, æðisgengin reiði-
öskur. Ég varð að halda mér,
til þess að hrapa ekki niður.
Mér heppnaðist með erfiðismun-
um að klifra einum metra ofar,
þangað sem laufið skýldi mér.
Dýrið hamaðist þarna í um það
bil þrjár mínútur. Þá heyrði ég
allt í einu, að hún þrammaði
burtu. Um leið heyrði ég hátt og
gjallandi öskur, sem ég fyrst í
stað vissi ekki, frá hverjum stöf-
uðu, en mér skildist þó brátt, að
það væri rödd górilla-ungans.
Ég gægðist niður um laufkrón-
una og sá þá Eno, sem var að
hverfa eins og örskot inn í kjarr-
ið með górilla-ungann á hand-
leggnum. Apaynjan sá það ekki,
en hljóp eins og fætur toguðu í
áttina þangað, sem kveinstafir
ungans heyrðust.
Eno hafði bjargað lífi mínu,
og nú varð ég að bjarga lífi hans.
Ég flýtti mér niður úr trénu og
að byssunni minni. En um leið
°g ég greip hana, sá ég apaynj-
una koma í áttina til mín. Hún
sá mig ekki, en nú gall aftur við
öskur ungans bak við mig.
Ég veit ekki, hvort eðlishvöt
eða umhugsun réði næsta við-
bragði mínu, en ég stökk af stað,
fyrir augunum á æðisgengnu
dýrinu, og hljóp aftur að trénu.
Ég heyrði bresta í greinum að
baki mér. Skyldi ég komast að
trénu í tæka tíð? Nú var ég
kominn að því. Ég hugsaði mig
augnablik um, hvort ég hefði
tíma til að skjóta, en þá lenti
þungt högg á öxl minni, svo að
ég féll til jarðar. Ég skaut hálf-
meðvitundarlaus á grábrúna
ófreskjuna, sem stóð yfir mér
og bjóst til að tæta mig í sundur
með klósterkum gripfótunum.
Skotið virtist hafa drepið dýr-
ið á svipstundu. Þegar ég stóð
upp, fann ég sárt til í öxlinni, en
það var enginn tími til að rann-
saka sárið. Eno, sem hafði á
meðan vafið górilla-ungann inn
í fléttaða mottu, sem hann hafði
tekið með sér, hrópaði til mín,
að hinir aparnir væru að koma.
Ég fylgdi honum eftir inn í
kjarrið, eins hratt og ég gat. Mér
þótti slæmt, að geta ekki skoðað
fallna dýrið betur, en ég missti
fljótt áhugann á því, þar sem
sársaukinn í öxlinni var alveg
að gera út af við mig.
Ju-Ju-górillan kemur
Um nóttina hófst regntíminn.
Vatnsflóðið dundi yfir þorpið,
drap varðeldinn úti fyrir kofun-
um og rak þorpsbúa inn í þá.
Mér kom ekki dúr á auga alla
nóttina fyrir þrumum og leiftr-
andi eldingum, og þar við bætt-
ist beljandinn í fossandi frum-
skógalækjunum. Ég hýrðist í
tjaldi mínu og bölvaði sjálfum
mér, Eno og öllum górillaöpum
í heiminum. Högg apaynjunnar
hafði skaddað vöðvana í hægri
öxl minni, og enda þótt Eno
legði græðandi jurtir á sárið,
fann ég sárt til, og ég fann, að
ég var að fá hitasótt. Það gat
farið illa, hér inni í miðjum
frumskóginum, tuttugu dagleið-
ir frá næsta stóru þorpi. Ég tók
inn eitt gramm af aspiríni og
horfði út um tjalddyrnar á
leiftrin rjúfa náttmyrkrið.
Suðan fyrir eyrum mínum
blandaðist sveljandanum í rign-
ingunni, þrumunum og hinum
óhugnanlegu brestum, þegar
eldingarnar klufu skógartrén.
En eitt sinn, þegar stundarhlé
varð milli þrumanna, heyrði ég
annað hljóð, sem kom mér til að
reyna að rísa upp í rúminu. Það
var ægilegt, gjallandi öskur úr
apynjubarka, og á eftir fylgdu
því ýmis konar kynjahljóð, sem
ég gat með engu móti heimfært,
svo að ég var gripinn ótta um að
eitthvað óvenjulegt hefði skeð.
Þá gall við sérlega hávaðasöm
þruma, sem yfirgnæfði um
stund öll önnur hljóð. Það varð
bjart eins og um hádag úti fyrir
tjaldinu mínu. Áður en niða-
myrkrið byrgði aftur alla útsýn,
sá ég Eno, Ogolo og hóp annarra
manna hlaupa rennblauta yfir
mjóa sundið, sem var milli
tjaldsins míns og kofanna.
Síðan sá ég ekkert, nema blá-
leitt endurvarp eldingarglamp-
ans, er ég lokaði augunum ó-
sjálfrátt, og nokkra svarta
depla. Ég opnaði augun aftur, er
ég heyrði fjölda manna mása og
blása inni hjá mér. Ég sá ó-
glöggt móta fyrir þeim, sem
hreyfðu sig fyrir opnum tald-
dyrunum. Þá heyrði ég rödd
Enos. Hann bar ótt á, og ég
skildi það eitt af máli hans, að
ég hefði leitt ógæfu yfir þorpið,
og svo talaði hann eitthvað um
einhvern Ju-ju-górilla-apa, sem
ógnaði lífi þeirra allra. Ég leyfði
honum að tala út, hlustaði and-
artak á kveinstafi Ogolos og
skipaði þeim svo að þegja. —
Hvað vilt þú að ég geri, Eno?
spurði ég. Eno dró andann létt-
ar. Hann talaði hægar og greini-
legar. Hann sagði eftirfarandi
sögu:
Fyrir fáeinum mínútum hefði
risavaxinn górilla-api nærri því
hrætt líftóruna úr nokkrum
þorp'sbúum, sem bjuggu í þeim
kofanum, er næst lá frumskóg-
inum. Þeir sátu umhverfis eld,
sem þeir höfðu kveikt á miðju
kofagólfinu, og eitt sinn, þegar
óvenju björt elding leiftraði,
höfðu þeir litið upp og séð þá
haus á górilla-apa koma inn um
kofadyrnar. Þeir ráku upp
hræðsluöskur, og þá hvarf
apinn. Kofabúarnir hlupu út, til
að gera hinum þorpsbúunum að-
vart, því að um regntímann
koma oft górilla-apar út úr frum
skóginum og gereyðileggja
maís- og mainoka-akra negr-
anna. En í þetta sinn hafði að-
eins einn górilla-api komið, ~
gamall, risavaxinn beljaki, og
Eno fullyrti, að þetta hefði verið
Ju-jugórilla-api, og hann hefði
konlið til þess að heimta aftur
unga Injunann, sem rænt hafði
verið. Ég reyndi að sefa ótta
þeirra, en þeir gripu fram í fyrir
mér með háværum öskrum. Og
Eno sagði mér, að Ju-ju-górillan
biði úti í þorpsjaðrinum, og
hann sæist greinilega í hvert
sinn, er elding leiftraði.
Ég fann, að ég hafði háan hita.
Mér gramdist þessar æsingar
negranna inni í tjaldinu mínu,
og mér leið bölvanlega. — Hvað
viljið þið? spurði ég Eno. — Þú
átt að færa Ju-ju-Injunanum
litla Injunann, svo að hann ræni
ekki börnunum okkar, sagði
Eno. — Fáðu mér byssuna, skip-
aði ég Eno, ég rek þennan Ju-ju-
górilla-apa strax í burtu. Þegar
Eno hafði þýtt þessi orð mín
fyrir kynbræðrum sínum, hóf-
ust hin mestu ólæti. Þá heyrði
ég djúpa rödd Ogolos, höfðingj-
ans: — Hvíti herrann hefir leitt
ógæfu yfir okkur, hann verður
að skila litla, týnda bróðurnum
aftur til Ju-ju-górilla-apans. —
Hvar er apaunginn? spurði ég.
— Hann er fyrir utan dyrnar,
svöruðu tíu raddir. Ég kenndi í
brjósti um górillaungann, það
var ekki útlit fyrir annað en
hann króknaði út af í skóginum.
Fyrir utan dyrnar stóðu tuttugu
negrar í viðbót í úrhellisrign-
ingunni. í miðjum hópnum var
litli apinn, sem starði dapurleg-
um augum fram undan sér. Ég
tók hann upp á handlegginn, og
hann bar sig ekki mikið á móti.
Ég hlóp eins hratt og mér var
unnt, veikinda minna vegna, út
í koldimmt skógarkjarrið. Eng-
inn fylgdi mér eftir, en ég fann
að fimmtíu hvöss augu fylgdust
með hverju skrefi mínu.
Litla dýrið þrýsti hlýju andliti
sínu fast upp að brjósti mínu.
Ég lét apann varlega á jörðina,
og hann sat kyrr og laut höfðinu
gegn veðrinu og rigningunni.
Ég hafði gert það, sem krafizt
var af mér, er margraddað óp
gall við frá þorpinu. Það brá
fyrir eldingu, og við bjarmann
af henni sá ég risavaxinn górilla
apa. Hann stóð uppréttur, og
leiftrið lýsti upp tennurnar í víð-
um hvofti hans. Hann var naum-
ast þrjá metra frá mér, ör-
skammt frá litla apanum. Síðan
dimmdi aftur, og ég hraðaði mér
heim í tjaldið mitt. Ég var reiðu
búinn að sverja, að það hefði
verið górilla-api, sem stóð þarna.
Ef til vill hafði mér skjátlazt,
er ég hélt, að kvengórillan væri
dauð. Þau eru lífseig, þessi dýr,
og ef til vill hafði hún raknað
við aftur og veitt unganum sín-
um eftirför. Hans vegna vonaði
ég, að svo væri.
Daginn eftir var glaða sólskin.
Reimleikar næturinnar voru um
garð gengnir. Eno kom og heils-
aði mér vingjarnlega. Hann
sagði, að litli Injuninn hefði far-
ið burt með þeim gamla, þeir
hefðu fundið slóð þeirra beggja.
Nú væri öllum áhyggjum létt af
þorpsbúum.
Eftir eina viku hafði ég náð
mér aftur að mestu leyti. Lækn-
ingajurtir töframannsins Enos
höfðu haft undraverð áhrif. Þá
vildi ég kveða niður draugasög-
una um Ju-ju- górilla-apann. Ég
bað Eno því að fylgja mér þang-
að, sem ég hafði á sínum tíma
fellt górilla-apann. Hann færð-
ist í fyrstu undan því, en þegar
ég lofaði að hafa enga byssu
meðferðis og reyna ekki að
veiða górilla-apa, lét hann
undan.
Eftir tveggja stunda erfiða
göngu gegnum skóginn komum
við á staðinn, þar sem viður-
eign okkar við górilluna hafði
farið fram. Að minnsta kosti
sagði Eno, að það væri sami
staðurinn, og hann benti mér á
tréð, sem ég hafði klifrað upp í.
En hvergi fundum við neinar
leifar af hræi kvengórillunnar.
Það var því framvegis óráðin
gáta, hvort móðirin hefði í raun
og veru sótt górillaungann sinn
Framhald á bls. 7
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Brir Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation
832 Slmcoe St.
Winnlpeg, Man.
Gilbart Funeral Home
Selklrk, Manltoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Helmasfmi 40-3794
Dunwoody Saul Smilh
& Company
Chartered Accountants
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
Hofið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanna.
Icelandic Old Folks' Home Soc.
3498 Osler St.. Vancouver. B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescriplion Specialist
Cor. Arlington and Sargent
Phone 3-5550
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Store Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
Ellice & Home
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B.
W. R. Appleby. B.A.. L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Acccuntant
505 Confederation Life Buildlng
WINNIPEG MANITOBA
PARKER. TALLIN, KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOLICITORS
Ben C. Parker, Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker, CUve K. Tallin,
Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B.
Parker, W. Steward Martin.
5th n. Canadlan Bank of Commerce
Building, 389 Main Street
Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street
Slmi 92-5227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandl ARNI EGGERTSON Jr.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgí.
bifreiðaábyrgC o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m.
Thorvaldson, Eqgertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE »2-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 pjn.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá bezti.
StofnaC 1894
SÍMI 74-7474
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-Í824
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hrelnir. Hltaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldl-
viö, heldur hita frá aö rjúka flt
meÖ reyknum.—Skrifiö, sfmlÖ tll
KELLY SVEIN8SON
825 WaU St. Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Símar 3-3744 — 3-4431
Van's Etectric Ltd.
636 Sargenl Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Eitate - Mortgagei - Rental*
210 POWER BUILDING
Telephone 83-7181 Res. 44-348«
LET US SERVE YOU