Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silveriine Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent. Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁHGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 NÚMER 36 Tillögur Brackennefndarinnar gerðar heyrinkunnar íslenzkukennslan við háskólann Nú líður óðum að nýju skólaári, og mun innritun fara fram dagana 14,—17. septem- ber, en kennsla hefjast mánu- daginn 19. september. Það hefur verið fámennt, en góðmennt í íslenzkudeildinni undanfarna vetur eða svona rúmlega messufært, en það er að sjálfsögðu ekki nóg. Vera munu á annað hundrað nem- endur af íslenzkum ættum að námi við Manitobaháskóla, og getur dávænn hópur þeirra bæglega fellt íslenzkuna inn í hámsáætlun sína, ef þeir að- €ins vilja það. Auðvitað er ^slenzkan ekkert einkamál þeirra, — hún er ætluð öllum hemendum jafnt, — en hitt er augljóst, að okkar fólk verður að skapa fordæmið. Bresti það skilninginn og ahugann á íslenzkunáminu, verður mun erfiðara að inn- raeta öðrum þá eiginleika. Ég skora því enn sem fyrr a alla aðstandendur íslenzka námsfólksins við háskólann að ræða þetta mál í fullri ein- Isegni við það. Eins og að undanförnu verð eg til viðtals í skrifstofu ftúnni, herbergi 207 í Arts- byggingunni innritunardag- ana 14.—17. september, og vona-, að allir, sem hyggja á islenzkunám í vetur, geri þar vart við sig. Þeir nemendur, er lagt hafa stund á íslenzku seinustu árin, eru flestir brautskráðir, svo að nú ríður alveg sérstaklega á að endur- nýja nemendaafla deildar- innar. Finnbogi Guðmundsson Fífl eða einlífismenn Á borga- og héraðsstjórna- þingi því hinu fjölmenna, sem haldið var nýlega í Edmonton, homst prófessor H. B. Mayo þannig að orði, er um það var r*tt hvernig á því sætði, að konur tæki ekki meiri þátt í opinberum málum, einkum héraðsmálum en raun væri á: •' Komi einhverjum til hugar, að þeir eigi fullnægjandi svar við slíkri spurningu, hljóta þeir annaðhvort að vera fífl fcða einlífismenn, því menn, Sern lifa heilbrigðu lífi geta þsð ekki; ég er sannfærður Urn. að afskiptaleysi kvenna aí opinberum málum er okk- Ur til hins mesta tjóns, því að við erum ekki það gáfaðir sjálfir að við megum við því, að helmingur hinna fullorðnu ynslóðar, kvenþjóðin, haldi að sér höndum, er ráða skal ram úr opinberum vanda- rnalum.“ Ægilegur atburður í Fenwood-bygðarlaginu í Saskatchewan, sem liggur um tuttugu og tvær mílur vestur af Melville, skeði sá ægilegi atburður, að fimm persónur voru skotnar til dauðs á bóndabýli einu, og er nú lög- regla þriggja fylkja dag og nótt að leita að manninum, sem grunaður er um glæpinn, en hann er sagður vera John Petlock, og var móðir hans, liðlega sjötug að aldri elzt þeirra, er svipt voru lífi á áminstan hátt; lík hennar fanst hjá kartöfluhrúgu að baki heimilisins, en hin fjögur voru í húsinu. Petlock hefir nú verið handtekinn. Úr borg og bygð í minningargreininni, sem birt var í fyrri viku hér í blaðinu um Gunnar Bergþór Johnson, var farið rangt með móðurnafn hans; móðir hans var Sigríður Halldórsdóttir, en ekki Sigurbjörg Benjamíns dóttir, en slíkt er nafn eftir- lifandi ekkju þessa mæta manns. ☆ Miss Snjólaug Sigurdson píanóleikari, sem dvalið hefir hér í borg hjá móður sinni, frú Jónu Sigurdson, síðan skömmu fyrir íslendinga- daginn á Gimli, lagði af stað áleiðis til heimilis síns í New York á fimtudagskvöldið var. ☆ Athygli skal hér með leidd að því, að heimilisfang frú Ingibjargar Halldórsson er nú að 2643 Broadway, New York 25, en þar tekur hún með ánægju á móti gestum af Islandi; en frú Ingibjörg er kunn að atorku og rausn. ☆ Mr. J. Th. Beck fram- kvæmdarstjóri The Columbia Press Limited, lagði af stað vestur tiDVancouver, B.C., á laugardagsmorguninn var og situr þar ársþing vikublaða- sambandsins canadiska, sem háð verður í þeirri borg frá 12.—14. yfirstandandi mánað- ar; hann mun verða rúman tveggja vikna tíma að heiman. Mr. Beck hafði í hyggju að bregða sér til Victoria og sennilega nokkurra fleiri staða á hinni fögru Kyrra- hafsströnd. ☆ W. J. Lindal dómari fór vestur til Foam Lake á föstu- dagskvöldið var ásamt frú sinni, en þar var hann aðal- ræðumaður á mánudaginn á hátíð bygðarlagsins í tilefni af hálfrar aldar afmæli Saskatchewanfylkis; — þau hjónin komu heim í gær. Nefnd sú undir forustu John Brackens, fyrrum for- sætisráðherra, er í’hálft ann- að ár hefir unnið að væntan- legum breytingum á áfengis- löggjöf Manitobafylkis, hefir nú skilað áliti sínu fylkis- stjórninni í hendur og sýnist það í meginatriðinum drjúg- um róttækara en almenning mun hafa dreymt um; stjórn- in hefir þegar tekið tillögurn- ar til alvarlegrar yfirvegunar og mun kveðja til þings nokkru fyr en vant er til að hrinda í framkvæmd viðeig- andi löggjöf; þykir flest benda til þess, að stjórnin muni að- hyllast tillögurnar, eða að minsta kosti mikinn meiri hluta þeirra; núgildandi á- fengislöggjöf, sem er tuttugu og fimm ára gömul og var frá upphafi meingölluð, var orðin svo úrelt og á eftir tímanum, að við slíkt sleifaralag var ekki lengur unandi. Hér fara á eftir megindrætt- ir hinna nýju tiilagna: Konum og körlum sé heim- iluð sameiginleg drykkja í þar að lútandi stofum, er í sambandi séu við matsölu- stofur, borðstofur, cocktail herbergi, og með máltíðum í gildaskálum. Klúbbum sé heimilað að selja í matstofum sínum öl og vín og slíkt hið sama veitist cocktail-stofum og borðstof- um. Farþegalestum sé veitt vín- veitingaleyfi, að þeim undan- teknum, er fylkið sjálft starf- rækir. Heimflutningur á f e n g i s verðilögleyfður. Indíánum veitist sami rétt- ur til áfengisneyzlu og á- fengiskaupa sem öðrum fylk- isbúum, en að slíkt verði bundið við tvö ár til að byrja með svo sjá megi hverju fram vindur. Komið verði á fót stofnun, er fylkið kosti og reki, er vinni að lækningu og viðreisn drykkj usj úklinga. Ákveðin og djörf fræðslu- málastefna varðandi áhrif og afleiðingar áfengra drykkja. Strangvísindalegar rann- sóknir á fólki, sem grunað er um að vera undir áhrifum víns við akstur bíla. Kabarettum sé heimiluð sala öls, víns og sterkari drykkja séu viðeigandi skemtanir jafnan fyrir hendi. ölgerðarverksmiðjum verði óheimilt að eiga ítök í nýjum hótelum og öðrum bygging- um, er veitt verði vínveitinga- leyfi. Þingið kveður á um vín- veitingar á sunnudögum. Lyfjabúðum í vissum, fá- mennum bygðarlögum úti á landsbygð, sé heimilað að selja sterka drykki og vín í pökkum. Vínbúðum verði haldið lengur opnum um jól og nýár. Kaupa má innan við sex flöskur af öli. Leyfi til áfengiskaupa verði afnumin. Bjórstofur skuli hafa á tak- teinum eitthvað matarkyns, ásamt drykkjarvatni, ávaxta- safa og óáfengum svala- drykkjum. Numið skal úr gildi bind- andi ákvæði um heimilisfang áfengiskaupenda svo þeir geti komið með vín til heimila vina og kunningja. Þeir, sem fengið hafa “occasional” vínveitingaleyfi, mega selja gestum sínum sterka drykki í staupatali. “Occasional” komi í staðinn Úr Daily Mail, 28. júní INN af kunnustu sérfræð- ingum Breta í erfðavís- indum, dr. Roger Pilkington, hefir látið í ljós þá skoðun sína, sem hann byggir á at- hugunum, er hann hefir gert á flugum, að tilraunir með vetnissprengjur séu stór- hættulegar og geti leitt til úr- kynjunar eða jafnvel að tegundin maður verði al- dauða. Dr. Pilkington er fyrirlesari í erfðavísindum við Lundúna háskóla og talinn meðal 5 færustu sérfræðinga á sínu sviði í Bretlandi. Hann er sagður hlutlaus í stjórnmál- um. Ekki enn hæliulegi í grein, sem hann ritar ný- lega í brezka læknablaðið, segir hann, að mál þetta sé ekki siðgæðislegs eðlis né heldur pólitískt. Tilraunir þær, sem enn hafa verið gerðar með vetnissprengjur fela sennilega ekki í sér neina verulega hættu, en því fleiri sem þær verða þeim mun meiri verður áhættan. Fari geislaverkanir yfir hið hættu- lega lágmark, væri um seinan að bæta úr því. Hún mundi haldast og ekki vera unnt að fyrir það, sem kallað er “banquet permit,” eða vín- veitingaleyfi til veizluhalda. Unglingar mega koma inn á veitingastaði en ekki neyta þar víns. I bygðum, sem ekki hafa hótel kveður vínsölunefnd stjórnarinnar á um útsölustað.' Sama nefnd hallist fremur að vínsöluleyfi veitingastaða annara en hinna svonefndu bjór-parlora. Bjórstofum verði lokað í klukkutíma meðan kvöld- verður stendur yfir. Einni eða tveimur vínbúð- um sé haldið opnum til kl. 2 að morgni. Engar vínauglýsingar í blöðum og tímaritum, sem gefin eru út í Manitoba. Innsiglaðar og opnar flösk- ur leyfðar í bílum, en þær opnu skulu lokaðar niðri. Löggiltum bæjum og héruð- um er það í sjálfs vald sett, hvort þau að lokinni atkvæða- greiðslu kjósi heldur raka eða þurk á vettvangi áfengis- löggjafarinnar. Nefndin leggur áherzlu á, að löggjöf þessari verði fram- fylgt með oddi og egg. losna við hana. Jafnvel þótt tilraunum væri hætt á því stigi mundi það engu breyta. Dr. Pilkington hefir gert tilraunir sínar á flugnategund, sem fjölgar mjög ört, svo að athuga má margar kynslóðir á einu ári. Hann fór með flug- urnar til kjarnorkustöðvar og lét þær verða fyrir geisla- verkunum. Á fyrstu og ann- arri kynslóð sást engin breyt- ing. En eftir því sem kyn- slóðunum fjölgaði, fóru að< koma fram sífellt fleiri stökk- breytingar, svo sem arfgeng æxli, útlimi vantaði og gallar á sjón og fleira. Hættan steðj- ar ekki að okkur, segir fræði- maðurinn, heldur eftirkom- endum okkar. Þegar farið væri að veita stökkbreyting- unum athygli væri það um seinan. Skaðinn væri skeður. Það eitt að gera tilraunir með vetnissprengjur í fjarlægri eyðimörk, kann að vera fyrsta skrefið á þeirri braut, sem sumir sérfræðingar hafa um- búðalaust kallað sjálfsmorð hins mannlega kynstofns. — TÍMINN, 30. júní Aldauða mannkyns getur leitt af vetnissprengjutilraunum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.