Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 7 Margs er að minnast frá löngu liðnum dögum heima á íslandi Viðtal við Júlíus Davíðsson, byggingameistara í Winnipeg Undanfarnar vikur hefir dvalizt hér í bænum Júlíus Uavíðsson, byggingameistari í Winnipeg. Hann fór héðan 1 gær áleiðis vestur um haf. Áður en hann fór hafði Laug- ardagsblaðið tal af honum. Uar þar margt á góma, því að Júlíus er í senn fjölfróður, nhnnugur og gamansamur. Júlíus er fæddur að Jódísar- stöðum í Eyjafirði 26. des. 1880, er hann þannig nær 75 úra að aldri. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir Irá Kambfelli í Djúpadal og Uavíð Kristjánsson, sem lengi újuggu á Jódísarstöðum. Uavíð var víða kunnur fyrir hagmælsku og þótti hvar- Vetna hrókur alls fagnaðar. ■^Jun Júlíusi kippa í kynið í þeim efnum. ‘Þegar Júlíus var 13 ára að aldri fór hann að heiman og í srníðanám til frænda síns, Uavíðs Sigurðssonar, tré- smíðameistara á Akureyri, úvaldist hann þar í tvö og hálft ár, en hætti þá smíða- naminu, og vann um eitt ár vlð ýmis störf hér í bænum °§ nágrenninu. Meðal annars Vann hann að lagningu fyrsta hluta Eyjafjarðarbrautar. — Verkstjóri var Skúli frá Elliða Vatni, og fannst Júlíusi mikið úl um hann og stjórnsemi hans. Auk Davíðs frænda síns minnist hann hér helzt Egg- erts Laxdals kaupmanns, sem feyndist honum drengilega í hvívetna. — Þykir þér ekki margt hafa breytzt hér á Akureyri frá þessum tíma? — Það er naumast orðið, að það hafi breytzt, heldur er hér um gjörbyltingu að ræða. Varla var hægt að segja, að hér væri þá nokkurt almenni- legt hús, mest gamlir óásjá- legir kumbaldar. Nýjustu hús- voru þá hús Davíðs Sig- urðssonar, Sigfúsar borgara í Uilinu og verzlunarhús þeirra hræðra Friðriks og Magnúsar Kristjánssona. Og ekki hefir ^ainni breyting orðið á vinnu- hrögðum, þar sem allt var þá ^nnið af handafli, og kunn- atta í mörgum þeirra næsta lítil. — Eitthvað hafið þið kunn- að skemmta ykkur unga lólkið í þann tíma? — Já, ekki vantaði það. Við systkinin öll vorum kát, lærð- Utíl snemma að dansa, enda Var óspart dansað í sveitinni ^eðan ég var þar heima, bæði 1 þinghúsinu á öngulsstöðum, a Rafkelsstöðum og víðar. Þndrum og eins voru skemmt- ajúr í stofunni í Kaupangi, en ylhjálmi bónda var fremur itið um þær gefið. Tvö eldri ^ystkina minna, Bjarni og Rosa léku í sjónleikjum, er sýndir voru, og þótti takast vel. Munu þau, einkum Rósa, hafa haft mikla leikaragáfu, Sern þau hafa sennilega sótt til föður síns. Mjög lékum við systkinin okkur á skautum og skíðum. — Hverjar orsakir voru til þess að þú fluttist vestur um haf? —r- Eftir lát föður míns dreifðist fjölskyldan. Efni voru lítil, og möguleikar til þess að komast áfram hér heima litlir um þær mundir. Fyrst fóru þrjú eldri systkini mín vestur. Öllum þótti okkur vænt um æskuheimili okkar, Jódísarstaði, og mig sjálfan dreymdi þá stóra drauma um það, að fara til Ameríku og dveljast þar um nokkur ár og afla mér fjár, svo að ég gæti komið aftur hingað heim og keypt jörðina. Og vestur fór ég árið 1899. En ári síðar fluttist móðir mín vestur ásamt seinni manni sínum Sigurði Halldórssyni og þrem- ur systkinum mínum, en alls vorum við systkinin sjö, er komumst til fullorðinsára. Af þeim erum við einungis tvö enn á lífi. — Og hvað gerðir þú svo eftir að vestur kom? — Fyrst vann ég á annað ár við smíðar hjá innlendum manni, en að því búnu tók ég að stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur. Fór ég þá að kaupa lóðir og reisa hús til sölu en fremur var það í smá- um stíl í fyrstu, en ég jók at- vinnurekstur minn síðar, enda þótt ég væri aldrei meðal hinna stóru í þeirri grein. Stundaði ég þá atvinnu þar til nú fyrir þremur árum, og mun ég alls hafa reist um 150 hús í Winnipeg, en auk þess dvaldist ég í 7 ár í Saskatoon. Svo má kalla, að atvinnu- rekstur minn gengi vel, og var þó undirbúningurinn engan veginn mikill, því að til Ame- ríku kom ég mállaus, hafði engrar fræðslu notið heima, nema smávægilegrar barna- skólafræðslu og nokkurs smíðanáms, sem ég þó ekki lauk. En það bjargaði mér, að ég setti mér það mark, að standa ætíð í skilum, og það tókst mér svo vel, að ég gat ætíð gert upp við lánar- drottna mína á 30 daga fresti. Ég hafði því alltaf lánstraust í bönkum, og svo vel heppn- uðust mér byggingar mínar, að allsendis einu sinni hefi ég verið til þess kvaddur að bæta um hús þau, er ég hafði byggt, og þá einungis til að laga ytri hurð. Húsin seldi ég jafnóðum og þau voru tilbúin, heppnaðist mér salan oftast vel, enda þótt stundum væri spáð illa fyrir mér, einkum í byrjui\, því að þá varð ég að kaupa lóðir á þeim stöðum, sem enn voru lítt byggðir, en borgin var í örum vexti, svo að það blessaðist allt saman. Ég hafði aldrei marga menn í vinnu, en vann alltaf sjálfur með þeim, kom ætíð fyrstur á vinnustað á morgnana og gekk frá öllu efni áður en ég fór frá vinnu á kvöldin. Mér lærðist enskan fljótt, en ekki gafst mér nokkurn tíma tóm til þess, að afla mér frekari menntunar en þeirrar, sem ég fór #með að heiman. Hins vegar hafði ég nokkuð af því stolti, sem við margir íslend- ingar eigum í fórum okkar, og reynzt hefir mörgum Vestur- íslendingi haldgott veganesti, þegar hann hefir kunnað með það að fara á heilbrigðan hátt. — Hefir þú aldrei komið heim fyrri en nú? — Nei, en hins vegar get ég ekki annað sagt en mig hafi alltaf langað til þess að ferð- ast heim til gamla landsins. Var ferð þessi ráðin fyrir nokkrum árum, meðan kona mín var enn á lífi, en veikindi hennar ollu því að ekkert varð þá úr ferðalagi, og svo hefir þetta dregizt þangað til nú. — Og hefir þú orðið fyrir vonbrigðum við heipikomuna? — Síður en svo. Veðráttan hér nyrðra hefir leikið við mig, eins og kunnugt er. Ég hefi heimsótt fjölda ættingja, og alls staðar hlotið hinar á- nægjulegustu viðtökur. Ég hefi farið víða hér um sveitir og allt austur að Mývatni. Áður en ég fór vestur hafði ég farið lengst út að Þrastar- hóli, og einu sinni austur að Mývatni með föður mínum. Þá var ég 9 ára, en allt er mér gleymt úr þeirri ferð, nema að heimleiðis varð ég að ríða ofan á silungspokum, og þótti súrt í broti. Ég dáist að öllum þeim miklu framförum, sem hér hafa orðið, byggingum, ræktun og vélakosti, en þó þykir mér enn nokkuð skorta á um að menn fari almennt með vélar sínar eins og vera ber. Og ekki að gleyma ó- lukku beygjunum á Vaðla- heiðarveginum, sem mér finn- ast óskiljanlegar. Ég er nú á förum, en fullan hug hefi ég á því að koma hingað aftur eftir ein tvö ár, ef heilsan og aðrar ástæður leyfa. Margt fleira ræddum við Júlíus saman. Hann segir frá fjölskyldu sinni, en hann kvæntist vestra Soffíu Sigríði Jakobsdóttur. Var hún ættuð úr Seyðisfirði, en fluttist árs- gömul með foreldrum sínum vestur um haf. Hún er nú látin fyrir tveimur árum. Þau áttu eina dóttur barna, sem hlotið hefir ágæta menntun í verzl- unarfræðum og rekur nú bók- halds- og endurskoðunarskrif- stofu í Winnipeg. Loks rifjar Júlíus upp margar gaman- sögur um menn og atburði, gamlan kveðskap og fleira, sem hann vill þó ekki að hald- ið sé á lofti. Tíminn líður óðar en varir, og að endingu kveðj- um við hinn unga öldung, með ósk um góða ferð vestur og að við megum aftur hittast að tveimur árum liðnum. Laugardagsblaðið, 13. ágúst Ráðstefnu norrænna samvinnu- manna lokið Ráðstefna norræna sam- vinnusambandsins, NAF, var haídin hér í Reykjavík í fyrra- kvöld. Var þar m. a. rætt um útflutning samvinnufélag- anna á Norðurlöndum, um lækkun á dreifingarkostnaði og verkaskiptingu í iðnaði Norðurlanda — en aðalum- ræðumál fundarins var um norræna mynt. Aðalfundinn sátu forsvarsmenn samvinnu- félaga á Norðurlöndum og halda þeir heimleiðis í dag, á' morgun og laugardag. Ráðstefnufulllrúar Blaðamenn ræddu við ráð- stefnufulltrúa í gærdag. Er- lendur Einarsson forstjóri kynnti hina norrænu fulltrúa, en þeir eru frá Svíþjóð: Albin Johansson, form. nor- ræna sambandsins, Carl Lind- skog og S. H. Sörensen. Frá Finnlandi: Paavo A. Viding og dr. Uuno Takki. Frá Nor- egi: Olav Meisdalshagen land- búnaðarráðherra og Rolf Semmingsen. Frá Danmörku: Refsgaard Thögersen og Ebbe Groes, og einnig sat fundinn framkvæmdastjóri norræna sambandsins Mogens Efholm. Hið norræna samband Síðan skýrðu hinir norrænu gestir frá starfsemi sambands- ins. Kváðu þeir sambandið hafa innan sinna vébanda samvinnuhreyfingu a 11 r a Norðurlandanna. NAF er rek- ið sem viðskiptafyrirtæki, er annast margvísleg innkaup fyrir norræna samvinnumenn og hefir sparað þeim stórar fjárhæðir á þann hátt. Velta NAF er yfir 1000 milljónir ísl. króna árlega og hefir sam- bandið skrifstofur í Kaup- mannahöfn og London. Til skamms 1 tíma hefir NAF eingöngu annast inn- kaup vara fyrir samvinnu- félögin á Norðurlöndum, en í maí í vor var stofnuð við það söludeild útflutningsafurða á Norðurlöndum. Hefir starf- semi þeirrar deildar farið vel af stað, en reynsla er enn ekki fengin að fullu, en fulltrú- arnir eru vongóðir, um að þessi nýja skipan mála verði árangursrík. NAF var stofnað 1918 og voru þá Noregur, Danmörk og Svíþjóð ein í sambandinu. 10 árum síðar bættust Finnar í hópinn og 1949 gerðist SÍS aðili að sambandinu. Starf- semi NAF hefir aukizt hröð- um skrefum — veltari var 1952 240 millj. danskra króna, en 1954 408,2 millj. danskra kr. NAF var í upphafi aðeins ætlað að verzla — kaupa inn fyrir samvinnufélögin og nú síðar að selja fyrir þau. En smám saman hefir verið farið inn á aðrar brautir, svo sem tilraunir til að auka og efla samvinnu félaganna — þ. e. að treysta norræna samvinnu. Á þeim vettvangi hefir starf- semin beinzt inn á svið fræðslu og menningarmála, samræmingu iðnaðar o. fl. Aðalfundir Aðalfundir sambandsins norræna eru haldnir til skipt- is í aðildarlöndunum 5. SÍS sá fyrst um aðalfúnd árið 1950 og nú aftur 1955. Næsta ár verður aðalfundurinn í Noregi. Á þessum aðalfundi er venja að taka fyrir auk venju legra viðskiptamála eitt mál- efni sem orðið gæti traustur hlekkur í norrænni samvinnu. Umræðuefnið á þessum ný- afstaðna aðalfundi, eða Nor- rænu stefnu, eins og þeir eru nefndir, var: Norrænt gjald- miðilsbandalag, skilyrði þess og gagnsemi. Ræddu um það mál fimm menn — einn frá hverju landi — Thorkil Kristensen, fyrrv. fjármálaráðherra frá Danmörku, Bruno Suviranta próf frá Finnlandi, Gylfi Þ. Gíslason próf. Knut G. Wpæd skrifstofustjóri frá Noregi og Erik Lundberg próf. frá Sví- þjóð. Voru fulltrúar mjög á- nægðir með umræður þessar. —Mbl., 16. júní — Gengur konunni þinni betur að aka bílnum nú orðið? — Það er mikill munur, við- gerðirnar á bílnum síðasta mánuð námu 5 þús. kr.! BLOOD BANK T H I S SPACE CONTRIBUTED Ð Y DnEW/tys MAN ITOBA D I V I S I ON 0 WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D MD-366

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.