Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published bý The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Óf-rygt um frið í austri Yfirvöld Bandaríkjanna tjást hafa fengið óyggjandi vitneskju um það, að Rússar hafi boðið Egyptum ríflegar birgðir af hergögnum í skiptum fyrir þá baðmull, er þeir geti látið í té; ekki er enn með vissu vitað hvort stjórn Egyptalands bíti á agnið, þó víst sé um það, að henni liggi þungt á hjarta, að losna við eitthvað af þeim baðmullar- birgðum, sem hrúgast hafa saman í landinu; fljótt á litið sýnist það næsta freistandi fyrir Egypta að ganga að tilboði Rússa þótt við nánari íhugun hljóti það að koma í ljós, að í þessum efnum sé um tvíeggjað sverð að ræða og stundar- hagnað einn; þetta myndi sennilega leiða til þess, að Egyptar töpuðu þegar nokkru af þeirri góðvild, er þeir nú njóta af hálfu Vesturveldanna, auk þess sem það myndi síður en svo styrkja austrænan frið, sem nú leikur á lausum þræði. Liggi Egyptum á vopnum, eða þeir líti þannig á, er ástæðulaust fyrir þá, að flýja á náðir Rússa, því í þrívelda- samningnum frá 1950, er Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn stóðu að, var þeim heimilað að kaupa vopn frá þessum þremur ríkjum ef víst væri að þeim yrði einungis beitt til styrktar heima fyrir, þannig, að engum Miðaustur-þjóðum stafaði af þeim hætta. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mr. Dulles, fer ekki dult með þá skoðun sína, að áminst tilboð Rússa, skipti á rússneskum vopnum við Egypta fyrir baðmull þeirra, brjóti algerlega í bága við anda Geneva-stefnunnar, þar sem hinir rússnesku erindrekar hefðu skýlaust lýst yfir því, að rússnesk stjórnarvöld væri einhuga um það, að beita kröftum sínum til að efla innbyrðiseiningu þjóða á meðal og binda enda á kalda stríðið eins fljótt og því framast yrði viðkomið. Mr. Dulles benti Egyptum jafnframt á það, hversu hættu- legt það gæti orðið þeim, að treysta um of á Rússann og þá hernaðarlegu aðstoð, er hann teldi sig megnugan að veita þeim, því ef í ilt færi og til raunverulegs ófriðar drægi á Miðaustursvæðunum, yrðu sendingar rússneskra vopnabirgða til Egyptalands stöðvaðar á augnabliki. Á landamærum hins endurborna ísraelsríkis og Egypta- lands eru skærur tíðar, er annað veifið hafa snúist upp í blóðugt stríð með engan veginn óverulegt mannfall á báðar hliðar, og þó vitað sé að sjaldan valdi einn þá er tveir deila, mun almenningsálitið nokkurn veginn á einu máli um það, að sökin liggi fremur hjá Egyptum en ísraelsmönnum. Um stjórnarfar Egypta hefir tíðum horft til beggja vona, að minsta kosti um allmörg hin síðustu undanfarin ár; land- inu er stjórnað með hervaldi, sem misjafnlega gefst og alveg er undir því komið hvernig þeir eru innrættir, er halda um hjálmunvöl í þann og þann svipinn. Eins og sakir standa má hagur Egypta teljast sæmilegur. Þó má þjóðin auðsjáanlega ekki við miklu og þá allra sízt við blóðfórnum; utanríkismál hennar eru óráðin gáta og afstaða hennar gagnvart Israel næsta viðsjárverð; og hún er heldur ekki bútin að bíta úr nálinni að því er Sudan áhrærir. Bretar og Egyptar ákváðu í sameiningu, að veita Sudan-búum sjálfsforræði, sem þeir að vísu enn eigi njóta nema á takmarkaðan hátt; þeir geta, að undangenginni al- mennri atkvæðagreiðslu, skorið úr því, hvort þeir kjósi fremur algert fullveldi, eða þeir telji verndarsamband við Egyptaland æskilegra. Bretar hafa aðvarað Egypta um að blanda sér sem minst inn í sérmál Sudanbúa, að minsta kosti ekki fyr en atkvæðagreiðslunni sé lokið; en við þessu hafa þeir skelt skollaeyrum, en láta í þess stað útvarp sitt í Kairo halda uppi látlausum áróðri varðandi þau fríðindi, er þeim falli í skaut ef þeir við atkvæðagreiðsluna hallist að Egypta- landi. í suðurhluta Sudan hafa skærur svo farið í vöxt, að nálgast hefir borgarastríð, og er áróðri Egypta um kent hvernig komið sé, hvort sem svo er að öllu leyti eða eigi; en á meðan Egyptar standa á öndinni vegna vaxandi máttar Israelsríkis, verða þeir sér þess ekki umkomnir, að senda herlið til Sudan þó þeir fegnir vildu, og myndi þá hylliboð Rússa koma að litlu haldi. Arabasambandið, sem Egyptar lengi vel treystu á, er nú engan veginn jafn samfelt og það áður var, og vafasamt að það kæmi til liðs við þá í árásarstríði gegn ísraelsríki. Virðulegt kveðjusamsæti Á miðvikudagskvöldið 31. ágúst safnaðist múgur og margmenni saman í skálanum mikla í listigarði Gimli bæjar. Hafði sóknarnefnd Gimli prestakalls látið þau boð út ganga undanfarna daga, að þetta kvöld mundu vinir þeirra séra Haraldar Sigmar og frú Ethel konu hans koma saman á þessum stað til að kveðja þau og óska þeim vel- farnaðar í tilefni af því, að þau voru að hverfa burtu úr byggðinni eftir fjögurra ára starf, sem hafði reynzt óvenju lega ávaxtaríkt fyrir presta- kallið í heild, og þá einkum fyrir Gimli bæ. Ef að þau hjón höfðu nokkru sinni efast um vinsældir sínar, og þakklæti fólksins, þá hafa þær efa- semdir hlotið að hverfa eins og dögg fyrir sólu þetta kvöld. Undirbúningur allur var hinn bezti. Dúklagt há- borð stóð fyrir stafni hlaðið vistum; setubekkjum hafði verið raðað um endilangan salinn með gangveg í miðju, en úti á svölunum til hliða báðum megin voru borð með vistum, sem fólk gekk að í samkomulok. Höfðu kven- félögin lagt til vistirnar af sinni venjulegu rausn. Um kl. 8.30 var hinn mikli salur full- skipaður. Komu þá prests- hjónin og aðrir háborðsgestir inn í fylkingu við undirspil frú Clifford Stevens. Frú Anna Josephson, fyrrv. safn- aðar-forseti, hafði áður mætt heiðursgestunum í anddyri hússins og nælt blómhnöpp- um á brjóst þeirra. Er sezt hafði verið að borðum, tók borgarstjórinn, Barney Egil- son, formaður sóknarnefndar, til máls; stýrði hann samkom- unni allri með hinni mestu háttprýði. Rak nú hver ræðan aðra. Dr. F. E. Scribner, varaformaður sóknarnefndar Gimli safnaðar, talaði fyrir söfnuð sinn; Helgi K. Tómas- son fyrir Mikleyjar söfnuð; Mrs. Ágúst Sigurðsson fyrir Árnes söfnuð, og Arnór Hólm fyrir söfnuðinn á Húsavík. Dr. George Johnson, formað- ur Chamber of Commerce, vottaði prestinum þakkir fyr- ír starfsemi hans í þágu byggð arinnar yfirleitt og sérstak- lega fyrir starf hans á elli- heimilinu Betel, en Dr. John- son er þar heimilislæknir. Frú Ellen Magnússon ávarp- aði prestskonuna fyrir hönd kvenna byggðarlagsins og af- henti henni vandaðan borð- búnað að gjöf. Mrs. Kristín Thorsteinsson talaði fyrir munn þjóðræknisdeildarinnar í bænum, og afhenti prestin- um tvær verðmætar bækur frá deildinni. A. F. Washburn, formaður Kinsmen Club, mælti nokkur orð og lagði fram gjöf frá félagi sínu. Lækniskonan, frú George Johnson (Doris Blöndal) flutti stutta ráeðu og færði prests- konunni gjöf frá Kineties fé- laginu, en það mun vera skip- að konum þeirra, sem tilheyra Kinsmen Club. Söngflokkur Gimli safnaðar söng nokkur lög undir stjórn Mrs. Stevens, en einsöngva sungu þau ung- frú Lorna Stefánsson, og séra Eric H. Sigmar. Séra Valdi- mar J. Eylands, D.D., þakkaði þeim hjónum í nafni kirkju- félagsins fyrir störf þeirra, og persónulega vináttu. Undir samkomulok afhenti veizlu- stjóri þeim hjónum hvoru fyrir sig mjög vönduð arm- bandsúr með tilhlýðilegum áletrunum sem gjöf frá byggð arfólki almennt. Síðast tóku prestshjónin til máls, fyrst frú Ethel, og síðan presturinn. Fóru þau bæði fögrum og maklegum orðum um þann Ávarp lil forseta íslands flutt að Bessaslöðum 12. ágúst 1955 Herra lýðveldisforseti, Ásgeir Ásgeirsson: Ég finn til metnaðar yfir því sem ræðismaður íslands í Canadafylkjunum þremur, — Alberta, Saskatchewan og Manitoba, — að Jlytja yður hjartfólgnar kveðjur frá ætt- bræðrum yðar vestan hafs; langflestir þeirra hugsa enn hlýtt til íslands og þrá að fylgjast með þeim helztu at- burðum, sem gerast í íslenzku þjóðlífi. Kveðjur þær, sem ég hefi meðferðis til yðar og íslenzku þjóðarinnar, eru margar, bæði frá einstaklingum og mann- félagssamtökum. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi er eitt þeirra íslenzkra stofnana, er fól mér á hendur að flytja yður inni- legustu kveðjur og blessunar- óskir; og þó félagið geti ekki talizt verulega mannmargt, vinnur það þó í fullri einlægni að þeim málum, er að vorri hyggju eru líkleg til aukins menningarlegs þroska Vestur- íslendinga, jafnframt því, sem það vill leggja fram krafta sína til eflingar menn- ingarlegu sambandi milli Is- lendinga austan hafs og vest- an; ég legg áherzlu á það, að hin þjóðræknislega viðleitni vor Vestur-íslendinga er ekki byggð á persónulegum tildurs hugsjónum, heldur á hún rót sína að rekja til djúprar sann- færingar um það, að glæddur er gagnkvæmur skilningur á sameiginlegum erfðum verði báðum aðilum til gagns og sæmdar. Vér minnumst enn ljóslega heimsóknar yðar til vor fyrir allmörgum árum, og fagnað- arefni yrði oss Vestmönnum það, ef önnur heimsókn til vor af yðar hálfu kæmist í fram- kvæmd. Að svo mæltu þakka ég, fyrir hönd konu minnar og rnín, yndislegar viðtökur og bið yður og íslenzku þjóðinni blessunar Guðs í bráð og lengd. Greitir Leo Johannson kærleiksvott, sem þeim var sýndur með þessu samkvæmi og vottuðu þakkir. Við háborðið sátu, auk þeirra heimamanna, sem tóku þátt í samsætinu, þau séra Valdimar J. Eylands og frú, Njáll O. Bardal og frú, og Sigrún Sigmar frá Winnipeg. Séra Sigmar hefir nú tekið köllun frá allstórum söfnuði í bænum Kelso í Washington- -ríkinu, og flytur þangað með fjölskyldu sinni í þessum mánuði. Hann hefir með hæfi- leikum sínum og dugnaði skapað sér almennar vin- sældir hvar sem hann hefir starfað. íslendingar í Mani- toba sakna hans úr sínum hóp, en óska honum og fjölskyldu hans blessunar á hinu nýja starfssviði. V. J. E. Svar Ásgeirs Ásgeirssonar, forseia íslands, við Ávarpi Greilis L. Johannsonar 12. ágúst 1955 Góði vinur, Grettir Johannson, ræðismaður íslands: Við hjónin fögnum komu þinni og konu þinnar, og þökkum öll störf í þágu vors unga og ættstóra lýðveldis. Ég þakka einnig innilega allar kveðjur frá einstökum mönn- um og félögum. Ég hefi átt því láni að fagna að kynnast mörgum ágætum íslendingum frá Vesturheimi, og hefi sannarlega ástæðu til að þakka þeim öllum, þekkt- um og óþekktum, góðan hug og umhyggju fyrir íslending- um og íslenzku þjóðinni í heild. Frændræknin er rík í fari þeirra. Oss hefir einnig verið það mikil ánægja og styrkur að fylgjast með örlögum og af- rekum bræðra vorra í hinum nýja heimi, þar sem mann- fjöldinn mætist — af öllum þjóðum — á einum vettvangi. Sá orðstír, sem Vestur-íslend- ingar hafa getið sér, er einnig vor hróður, og fámennri þjóð styrkur og heilbrigður metn- aður. Ég þakka það, sem þú sagðir um „sameiginlegar erfðir“, og bið þig að flytja Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi sérstaka kveðju. Vér erum samarfar mikillar menningar. Það hefi ég al- drei fundið betur en við heim- sókn Vestur-íslendinga á Al- þingishátíðinni. Þá sáust tár blika í augum. Það voru saknaðartár og fagnaðartár sem glitruðu eins og dögg af himni. Fámenn þjóð má illa við því að missa nokkurt sinna barna, en að sama skapi sem oss tekst að varðveita hinn þjóðlega arf í hjörtum vorum, að sama skapi tekst og Fjallkonunni að halda hópn- um sínum saman. Að svo mæltu endurtek ég kveðju okkar og árnaðaróskir til íslendinga vestan hafs.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.