Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 Sjöt'ugsafmæli merkisskálds Eftir prófessor RICHARD BECK Þórir Bergsson, eitt af vin- sælustu samtíðarskáldum ís- lenzkum, og jafnframt ein- hver fremsti og snjallasti smásagnahöfundur þjóðar vorrar, átti sjötugsafmæli þ. 23. ágúst síðastliðinn. Hefir þeirra merkistímamóta í ævi hans vafalaust verið getið að verðleikum heima á ættjörð- inni, og þá um leið rithöfund- arferils hans um annað fram. Fer því einnig vel á því, að hans sé minnst samtímis vest- an hafsins, því að hann á án efa sína aðdáendur í hópi eldri íslendinga hér í Vestur- heimi, sem lesið hafa sögur hans annað hvort í tímaritum, en margar þeirra hafa komið í Eimreiðinni, eða þá 1 bókar- formi. Þórir Bergsson heitir, eins og löngu er kunnugt, Þor- steinn Jónsson að skírnar- nafni, fæddur að Hvammi í Norðurárdal, sonur séra Jóns Magnússonar, prests þar, en síðast á Ríp, og konu hans Steinunnar Þorsteinsdóttur; er .Þorsteinn því bróðir dr. Magnúsar Jónssonar guðfræði prófessors og alþingsmanns, sem mörgum íslendingum vestan hafs er að góðu kunnur síðan hann var prestur að Garðar, N. Dakota. Þorsteinn var um langt skeið banka- starfsmaður í Reykjavík, og hefir því fram á síðustu ár unnið að ritstörfum í hjá- verkum frá erilssömu daglegu starfi. I. Þegar fyrrgreindar aðstæð- ur Þóris Bergssonar (að notað sé rithöfundarnafn hans) eru teknar með í reikninginn, sætir það í rauninni furðu, hve miklu hann hefir afkastað á rithöfundarsviðinu, og það því fremur, sem hann kastar ekki höndum til ritstarfanna, en er manna vandvirkastur í þeim efnum. Eftir hann hafa komið út smásagnasöfnin Sögur (1939, önnur útgáfa 1947), Nýjar sögur (1944), Hinn gamli Adam (1947), Á veraldar vegum (1953) og Frá morgni til kvölds (1953); skáldsögurn- ar Vegir og vegleysur (1941) og Hvítsandar (1949); og kvæðabókin Ljóðakver (1947). Eins og þessi upþtalning ber með sér, hefir hann lagt mesta rækt við smásagnagerðina, en smásögurnar í framantöldum bókum hans eru 76 talsins; fleiri hafa komið á prent síðan, t. d. „Ást og blóm“, í vorhefti Eimreiðarinnar í ár. Það er alltaf skemmtilegt og girnilegt til fróðleiks að grennslast eftir því, hvers vegna skáld velja sér eitt- hvert ákveðið bókmennta- form. í athyglisverðu viðtali, sem Helgi Sæmundsson, ritstjóri Alþýðublaðsins í Reykjavík, átti við Þóri Bergs son um þær mundir, sem nýj- ustu smásagnasöfn hans voru í prentun og kom í fyrrnefndu Verið góðir nágrannar er þér notið sama símþráð! Þessi bending leiðir iil beiri afgreiðslu yður sjálfum og nágrönnum yðar ii lhanda! Svarið símanum þegar í slað! Hlusiið áður en þér lalið! Veiiið nábúa yðar aðgang að símanum ef mikið liggur við! MANITOBATELEPHONESYSTEM blaði 18. nóvember 1953, spurði Helgi skáldið af hvaða ástæðum hann hefði valið sér smásagnaformið, en Þórir Bergsson svaraði þeirri spurn- ingu á þessa leið: „Það kom ósjálfrátt. Senni- lega var orsökin sú, að faðir minn átti ágætt safn af smá- sögum, og las ég mikið af slíkum úrvalsbókmenntum í æsku. Sögur þessar komu í norskum bókaflokki, er heitir „Bibliotek for de tusen hjem“. Auk þess las ég mikið af sög- um á íslenzku og var mjög hrifinn af Gesti Pálssyni og Einari Hjörleifssyni Kvaran. Úrvalssögur komu einnig í Iðunni, og þær hrifu mig mjög. Ég fór strax að hugsa um að búa til sögur, en náði engum föstum tökum á því lengi. Söguefnin eru jafnan mörg, en þyngri þrautin að finna þeim form og blása lífi í þau. Eftir að ég fór að skrifa sögur, er ég lét koma á prent, vann ég tímafrek störf og hafði blátt áfram engan tíma til að skrifa langar sögur. En smásöguformið heillaði mig, og mér fannst það eiga bezt við mig. Þessar tvær lengri sögur, sem ég hef skrifað, eru í rauninni of langar stuttar sögur, en í þær, einkum Hvítsanda, vantar mælgi og langlopa stórsögunnar“. Þórir Bergsson á sér meir en 40 ára rithöfundarferil að baki, því að fyrsta smásaga hans, „Sigga Gunna“, kom út í Skírni 1912, í ritstjórnartíð dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, þess smekkvísa og málhaga manns. Var þar vel úr hlaði farið um smásagna- gerð, en þá var höfundurinn rúmlega hálf-þrítugur að aldri. Héldu sögur hans nú áfram að koma út í íslenzkum tímaritum næsta aldarfjórð- unginn, sér í lagi í Eimreið- inni, eins og fyrr segir, og vöktu vaxandi athygli, því að auðsætt var það sæmilega glöggskyggnum mönnum á bókmenntir, að þar var á ferðinni „óvenjulega snjall rithöfundur, sem gat dregið upp ógleymanlegar myndir“, eins og Sveinn ritstjóri Sig- urðsson komst vel og réttilega að orði í ritdómi sínum í Eimreiðinni um fyrsta smá- sagnasafn Þóris Bergssonar, Sögur, en það kom ekki út fyrri en 1939, eins og að ofan getur. Ber það því, órækt vitni, hversu hægt hann fór sér um útgáfu smásagna sinna í bókarformi, og jafn- framt vitni vandvirkni hans, enda farast honum svo orð í fyrrnefndu blaðaviðtali: „Ég held, að ungir menn séu oftast of bráðlátir að koma því, er þeir skálda, á prent, einkum nú á síðari árum, — gefa út bækur of fljótt. Þeir ættu að þreifa fyrir sér með því að senda viti bornum út- gefendum tímarita sín and- legu afkvæmi og biðja þá að prenta þau ekki nema þeir telji þau einhvers virði. Sjá svo hverjar undirtektir verða. Til eru mjög bráðþroska menn, en flestir þurfa mikla æfingu og þroska áður en þeir geti skrifað gott kvæði eða snjalla sögu“. Á seinni árum hefir Þórir Bergsson hins vegar sótt drjúgum meir í sig veðrið um bókaútgáfuna, eins og þegar er vikið að, en þá var hann orðinn þroskaður rithöfundur að andlegu atgervi og lífs- reynslu og búinn að ná föst- um listatökum á hinu vanda- sama formi smásögunnar, og að sama skapi orðinn fastur í sessi í íslenzkum samtíðar- bókmenntum. Allmargar sög- ur hans hafa einnig verið þýddar á erlend mál. II. Undir fyrirsögninni „Hug- þekkt sögu- og ljóðskáld“ (Lögberg, 25. september 1947) skrifaði ég um bækur Þóris Bergssonar fram að þeim tíma^og sérstaklega um ljóða- bók hans, er þá var alveg ný- lega komin út. Hér verður því Framhald á bls. 3 Nýjar bækur í bókasafni Fróns B. 800 Tengdadóttirin I., II., III. — Guðrún frá Lundi 801 Augu mannanna — Sigurður Róbertsson 802 Sveitin okkar — Þorbj.örg Árnadóttir 803 Islenzkar þjóðsögur — Einar Guðmundsson 804 Vitið þið enn (Smásögur) — Sveinn Auður Sveinsson 805 Rit I., II. — Jóhann Sigurjónsson 806 Maður frá Brimhólmi — Fr. Brekkan 808 Félagi kona — Kristmann Guðmundsson 809 Á Njálsbúð — Einar Ól. Sveinsson 810 Árbók fjörutíu og fimm — Gunnar Gunnarsson 811 Ingveldur Fögurkinn — Sigurjón Jónsson 812 Maður og mold — Sóley í Hlíð 813 ívar Hlújárn — Walter Scott 814 Sigur að lokum — John Goodwin 815 Jimmy Higgins — Upton Sinclair —(Ragnar E. Kvaran þýddi) 816 Fornar ástir — Sigurður Nordal 817 Rauðskinna — Jón Thorarensen 818 Sjö skopsögur — Mark Twain 819 Tvær sögur — John Galsworthy 819 Milli tveggja elda — Arthur Swett 821 Hraun og malbik — Hjörtur Halldórsson 822 Saga Snæbjarnar í Hergilsey — eftir hann sjálfan 823 Bræðurnir í Grashaga — Guðm. Daníelsson 824 Bessi gamli — Jón Trausti 825 Fátæki ráðsmaðurinn — Octavé Feullet 826 Ástaraugun — Jóhann Boyer 827 Fyrir miðja morgunsól — Hulda 828 Jerúsalem I., II. — Selma Lagerlöf 829 Munkafjarðarklaustur — Björn Blöndal 830 Grand Hotel — Vicky Baum 831 Sultur — Knud Hamsun 832 Ilmur daganna — Guðm. Daníelsson 833 Sögur — Helgi Hjörvar 834 Paradís — Eva Hjálmarsdóttir 835 Læknir fer huldu höfði — Mary Roberta Rhine Heart 836 Valtýr á grænni treyju — Jón Björnsson 837 Sögur Fjallkonunnar — Jón Guðnason 838 Merkar konur — Elínborg Lárusdóttir 839 Tess D’Uberville — Thomas Hardy 840 Katrín — Sally Solminen 841 Ester Elizabet — Margrit Ravn 842 Draumurinn fagri ” ” 843 í skugga Evu 844 Glaðheimar 845 Anna Kristín ” ” 846 Lygn streymir Don I., II. — Michael Sjolakoff 847 Göngur og réttir I., II., III., IV., V., Bragi Sigurbjörnsson A. * 459 Vörður við veginn — Ingólfur Gíslason 460 Læknisævi ” ” 461 Fortíð Reykjavíkur — Árni Óla 462 íslenzkar æviskrár I., II., III., IV. — Páll Eggert Ólason 463 Bjarni Ólafsson, Hólmi — Minningarrit 464 Árbók — Borgarfjarðarsýsla — Árbók Ferðafélagsins 465 Saga Diðriks konungs af Bern — C. R. Younger 466 Alþingisstaður hinn forni — Sig. Guðmundsson 467 Jón Sigurðsson I., II., III., IV., V. — Páll Eggert Ólason 468 Markmið og leiðir — Aldous Huxley —(Guðm. Finnbogason þýddi) 469 Siðfræði — Ágúst H. Bjarnason 470 Goðafræði Norðmanna og íslendinga I., II. —Finnur Jónsson 471 Bakteríuveiðar — Paul de Kruif (Bogi Melsted þýddi) 472 Bandaríkin — Benedikt Gröndal 473 Reynsluár Thor Jensens — Minningarrit 474 Öldin okkar I., II. — Gils Guðmundsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.