Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF BRÚÐKAUP LINU Borghildur opnaði fyrst bæinn, eins og vant var, morguninn, sem brúðkaupsveizlan átti að standa. Hún var þreytuleg í hreyfingum. í síðast- liðna tvo daga hafði verið bakað og steikt í sjóð- andi hitamollu frá morgni til kvölds, og svo var nú sjálf veizlan fyrir höndum á þessum degi. Helzt hefði hún nú viljað vera laus við þetta allt, þar sem sláturstörfin voru nýafstaðin. En það var nú svona — þeim fannst það sjálfsagt að halda veizlu, þessum manneskjum, þegar þær voru að leggja út í þetta hjónaband. Það var gamall siður, en óvíða húsakynni til að halda í veizlu. Hvernig skyldi nú dagurinn spá? Ekki ákaflega slæmt útlit — blæjalogn og sólskin. Jörðin var grá af hélu, þar eð sólin var ekki búin að breyta henni í dögg. Borghildur gerði kross fyrir sér og bað morgunbænina. Svo gekk hún fram á hlaðvarpann — þangað, sem skuggar bæjarburstanna náðu ekki til að halda verndar- hendi yfir hélunni, en döggin glitraði eins og tár- perlur í grasinu. „Guð komi til“, andvarpaði hún, „það er eins og náttúran sé flóandi í tárum. Skyldi nú þetta verða eitthvert ógæfuspor fyrir Línu mína? Það lítur út fyrir, að hún sé nokkuð fljótráð“. Svo gekk hún inn aftur. „Spáir dagurinn ekki góðu?“ spurðu Gróa og Manga einum rómi. „Jú, jú, hann spáir farsæld og friði“, sagði Borghildur. | Úr miðjum degi fór boðsfólkið að koma bæði utan af Ströndinni og neðan af Ósnum og svo að sjálfsögðu úr nágrenninu við brúðhjónin. Lína þeysti á undan hópnum, sem kom handan yfir ána, við hlið Erlendar á Hóli, sem var bezt ríðandi. Hún reið steingráum gæðingi með marki hrepp- stjórans. Doddi varð að láta sér nægja að vera aftarlega í hónpum, þótt honum hins vegar fyndist það hefði átt bezt við að hann hefði riðið við hliðina á Línu, en Rauður fór ekki hraðara en hann var vanur, þó að eigandi hans væri á leið- inni til giftingarinnar. Lína hafði hvíta, fína ullar- hyrnu á herðunum. Hún hafði ekki aðgætt það fyrr en á síðustu stundu, að reiðtreyjan hennar var orðin of þröng um mittið, en úr því hefði mátt bæta með því að spretta brjóstsaumunum úr, en nú gat hyrnan bætt úr þeirri gleymsku. Aftastar í hópnum voru þær nágrannakonurnar, Hildur og Helga á Hóli. „Það er naumast að það sé fjörugur hestur, sem Lína ríður. Hver á hann eiginlega?“ spurði Helga, hálfgröm yfir að sjá Línu við hlið Erlendar. Hún hefði heldur kosið að vera þar sjálf. „Hún á hann sjálf“, svaraði Hildur brosandi út að eyrum. „Hann er brúðargjöf frá Jóni hrepp- stjóra. Hún bjargaði þessari skepnu einuhvern tíma frá því að verða hungurmorða fram á Seli, og þá sagðist hann ætla að gefa henni hestinn, þegar hún gifti sig. Og hann lét svo ekki sitja við orðin tóm“. „Ójá, það var lagleg gjöf“, sagði Helga fálega. „En hvað munar svona fólk um einn hest? Ekki meira en mig um eitt lamb. Svo væri hann ekki líkur henni móður sinni, ef hann væri ekki dálítið rausnarlegur. Það er þá kannske konan hans, sem er heldur smátækari“. „Ja, hún er nú víst ekki síðri“, sagði Hildur. Ég varð ekkert lítið hissa í morgun, þegar hún sendi drenginn þeirra með allt í hjónarúmið handa henni og tvö ver utan yfir sængina og koddann — og með hekluðum bekkjum í. Þetta sýnir allt það sama, að Lína hefur ekki komið sér mjög leiðinlega þar“._ „Það hefur þó ekki verið látið mikið af því, að hún væri höfðinglunduð, konan sú. En það var víst mikið, sem hún hélt af Línu. Það sagði Ketil- ríður, enda hefur Lína víst góða lund“, sagði Helga dræmt. Svo bætti hún við, ekki laus við glettni: _,,Þau verða stórrík af eintómum brúðar- gjöfum, ef þessu heldur áfram í allan dag og alla nótt. Reyndar hef ég nú ékki vanizt því, að þær væru gefnar áður en giftingin hefur farið fram“. „Það var nú þetta“, sagði Hildur, „að það þurfti að hafa rúmið uppbúið, þegar heim væri komið, og ríða þurfti á hestinum til kirkjunnar. Þetta kemur allt í sama stað niður“. Það var stigið af baki við réttina, sprett af og farið úr reiðpilsunum. Lína hafði svo mikinn hjartslátt, þegar hún gekk heim að bænum, að hún óttaðist að móðir hennar og systur heyrðu hann. Hún hafði lengi kviðið fyrir þessum degi. Á honum varð hún að leika erfiðasta þáttinn í þessum andstyggilega sjónleik, sem léttúð hennar og auðnuleysi hafði úthlutað henni. Anna tók brosandi á'móti henni á hlaðinu og óskaði henni til hamingju með tveimur hlýjum kossum. „Það datt mér þó sízt í hug, að ég sæi þig næst á brúðkaupsdaginn þinn, Lína mín, þegar við kvöddumst þarna við réttina í fyrra vor. Við höfum ekki sézt síðan. Ég hef átt von á þér fram eftir í allt vor og sumar, en þú hefur ekki látið sjá þig“. Lína hló með titrandi vörum: „Þú hlýtur þá að geta ímyndað þér að maður geti ekki yfirgefið kærastann nokkra stund svona fyrstu vikurnar af tilhugalífinu“. „Ó, því læt ég svona. Ég hélt nú bara, að þú værir ekki svona lukkuleg, Lína litla. Það er ágætt. En nú skaltu koma hingað inn í stofuna. Ég hef hugsað mér að gera þig almennilega úr garði“. Lína fór með Önnu inn í stofuna. Hildur fylgdist með þeim, en móður brúðarinnar fannst þetta allt svo fjarlægt sér, að hún fór inn í eldhús og fékk sér þar sæti. „Hvernig hefurðu hugsað þér að verða klædd?“ spurði Anna. „Ætlarðu að verða í peysu- fötum?“ Lína lagði snjóhvítt silkislifsi á borðið og spurði, hvort henni fyndist það kannske ekki nógu fallegt — mannsefnið hefði gefið sér það. „Jú, það er indælt“, sagði Anna, en horfði þó meira á vöxt brúðarinnar en slifsið. „En viltu ekki heldur vera í kyrtlinum mínum? Ég pressaði hann í gær í þeim tilgangi". „Ó, það er nú svo hrífandi tilkomumikið að sjá brúði í skautbúningi“, sagði Hildur, hrifin af ástúð þessarar konu. „Auðvitað skautar hún, blessað barnið“, sagði Anna, og tók kyrtilinn fram. „Það hefur engin brúður komið í hann nema ég sjálf. Nú eru þrettán ár síðan“. „Þrettán ár! Óhappatala“, hugsaði Lína* hjá- trúarfull. En hún klæddi sig samt úr peysu- fötunum og kafroðnaði af feimni, þegar hún var komin á undirkjólinn, hvítan blúndukjól, hálf- smeyk um að fáklæddur líkami sinn myndi opin- bera þessari konu, hver væri valdur að þessari vansköpun, sem engum duldist lengur. Anna skildi hana vel og aflæsti dyrunum. Það voru allar konur feimnar svona fyrst í stað undir þessum kringumstæðum. „Svona, Lína mín, nú erum við hérna þrjár einar. Þú skalt bara ekkert vera feimin. En hvað hárið á þér er orðið mikið. Við höfum það slegið“. „Það hefur vaxið svona mikið í sumar“, sagði Lína; Henni leið hræðilega. Henni fundust hvítar hendur húsmóður sinnar fyrrverandi brenna sig. Anna brosti kankvíslega til Hildar: „Það er svona stundum — það vex hárið“. Nú var búið að næla skautið og láta koffrið og slæðuna yfir. „En hvað hún verður falleg brúður“, hugsuðu þær báðar. Nú var beltið aðeins eftir, en það var of þröngt. „Ég sem var svo grönn“, sagði Lína. „Ég næ bara í beltið hennar mömmu sálugu. Það hlýtur að verða nógu vítt“, sagði Anna. Þannig var Lína gerð úr garði með stokkabelti Lísibetar húsfreyju, en í kyrtli og með skaut tengdadóttur hennar. Innan í öllu þessu titraði Lína af vanlíðan. Þá heyrðist allt í einu rödd Jóns framan úr dyrunum: „Er ekki enn búið að búa brúðina?“ Anna opnaði dyrnar og leit fram fyrir bros- andi: „Hvað ert þú að hugsa um brúðina, vinur?“ „Mér hefur verið falinn á hendur sá mikli heiður að leiða brúðina. Erlendur ætlar að hugsa um brúðgumann. Þú verður að spila, góða mín“- „Ég segi nú bara, að þú þarft víst ekki að skammast þín fyrir að leiða hana, eins og ég er búin að búa hana“, sagði Anna og opnaði hurðina, svo að hann gæti séð Línu í brúðarskartinu. „Sko, það er kyrtillinn minn og skrautið, en beltið hennar mömmu. Finnst þér hún ekki líta sæmi- lega út?“ „Það er nú líklega“, sagði hann og hló glað- lega. „Finnst þér þetta ekki hátíðlegt, Lína?“ „Það er víst“, sagði hún lágt og forðaðist að líta upp. Nú gengu allir í kirkjuna, nema brúðurin og svaramaður hennar. Anna húsfreyja sat á orgel- stólnum og horfði heim til bæjar. Henni fannst þau láta kirkjuklukkurnar kalla allt of lengi- Þarna komu þau þó. En hvað brúðargangurinn var hægur og fínn. -Blæjan bifaðist ekki. Það boðaði frið og farsæld í hjónabandinu. Brúðurin var kafrjóð 1 andlitinu með tárvot augu, þegar hún gekk inn kirkjugólfið. Erlendur leiddi Dodda inn að altarinu og samstundis var Lína komin að hlið hans. Þegar búið var að syngja sálminn, færði Anna sig að hlið manns síns og gat ekki stillt sig um að hvísla að honum, hvað sér fyndist hún Lína vera falleg brúður. Hann klappaði á hendi hennar og gaf til kynna með dálítilli höfuðhneig- ingu, að hann væri því samþykkur. Séra Benedikt hélt eina af sínum óviðjafnan- legu ræðum. Konurnar fram í kirkjunni tár- felldu, en brúðurin hélt fínum blúndudúk fyrir augumnn og herðarnar kipptust til öðru hvoru eins og af ekka. En út við gluggann í næst innsta bekknum sat Þórður og horfði út um gluggann — líkast því sem hann væri að telja hrossin, sem höfðu komizt inn á túnið og nöguðu hána græðgislega. Eftir stutta stund var þetta allt búið. Doddi settist í innsta bekkinn hjá prédikunarstólnum og lagði handlegginn utan um gullspengt mitti konu sinnar. Nú átti hann hana, því að það hafði presturinn sagt, og þar með, að þau mættu ekki skilja fyrr en dauðinn aðskildi þau. Hann vonaðist eftir, að þess væri langt að bíða. Borghildur var sú fyrsta, sem gekk úr kirkj- unni. Hún þurfti að gæta að eldinum. Hún var þúin að leggja að og það suðaði vingjarnlega i katlinum, þegar Anna kom inn. „Það eru nú allir kringum brúðhjónin að óska þeim til hamingju. — Fannst þér ekki Lína véra indæl brúður?“ spurði Anna. „Jú, víst var hún það“, sagði Borghildur fá- lega, „en hún var víst ekki að sama skapi sael brúður“, bætti hún við. „Ja, hvílíkt, drottinn minn góður. Svei-mér ef hún grét ekki, manneskjan, meðan verið var að gefa þau saman. Hvað skyldi hafa mátt gefa mér til að gráta á giftingardaginn minn? Hvernig x ósköpunum heldurðu að standi á þessu, Borg- hildur?“ „Það er víst ekki vandi að sjá það. Þetta unga fólk hleypur saman eins og skepnur og sáriðrast svo eftir öllu saman, ef slys kemur fyrir“, sagði Borghildur ströng á svip. „Er það ekki óskaplegt, að það skuli vera farið að sjá á vexti mann- eskjunnar og hún þekkti strákinn ekkert fyrr en hún flutti til hans í vor“. „Svo að þú hefur þá tekið eftir því“, sagði Anna og brosti að vandlætingarsvipnum á Borg- hildi. „Ég hélt, að kyrtillinn myndi hylja það. Heldurðu að henni þyki þá kannske ekkert vænt um hann?“ „Mér þykir það ólíklegt, að það sé gengið grátandi út í hjónbandið með þeim manni, sem mikið er elskaður". „Aumingja Lína!“ andvarpaði Anna. „Hún hefði ekki átt að giftast honum, þótt aldrei nema svoníi færi fyrir henni, eða finnst þér það ekki, Borghildur?“ „Hann hefur nú líklega reynt að leggja að henni með það. Það hlaut að vera eitthvað á bak við þessa trúlofun, sem allir voru forviða á. Ég skil bara ekkert í henni Línu“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.