Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 3 Sjötugsafmæli merkisskálds Framhald af bls. 2 stuttlega vikið að þeim bók- um hans, sem síðan hafa komið á prent. Verður þar fyrst fyrir í tímaröð smásagnasafnið Hinn gamli Adam. I safni þessu eru 12 sögur, skrifaðar á árunum 1943—’47, og kennir þar all- mikillar fjölbreytni um sögu- efni og frásagnarhátt, en allar sverja sögur þessar sig í ætt um fágað málfar, sem fellur vel að efninu, og um mark- vissa tækni og sálskyggni, því að höfundurinn á þann fágæta hæfileika í ríkum mæli, að geta látið einstök atvik varpa . björstu kastljósi skilnings og samúðar á sálarlíf söguper- sóna sinna. Eigi verður hér rakið efni einstakra sagna í þessu safni, en minna má á það, að „Svik- inn hlekkur“ er frábærlega vel gerð saga og áhrifamikil að sama skapi, átakanleg lýs- ing þess, hversu örlagaríkar °g ömurlegar afleiðingar augnabliks vanrækslusynd getur haft í för með sér. I þessu safni er einnig sagan »Flugur“, einhver allra meist- aralegasta smásaga Þóris Bergssonar, og er þá mikið sagt, en um hana fór Guð- mundur G. Hagalín rithöf- undur, sem sjálfur er ágætur smásagnahöfundur, eftirfar- andi orðum í ítarlegri og merkilegri grein um umrætt smásagnasafn („Skáld og kunnáttumaður", — Alþýðu- hlaðið, 19. október 1947): „Þó að höfundurinn hafi skrifað aðrar sögur veiga- meiri, þá fer þarna þann veg saman vitsmunaleg skarp- skyggni, listamennska og skáldgáfa, að sagan verður allfágæt heildarsmíð þessara hæfileika, og kæmi mér ekki ú óvart, þó að hún ætti eftir að fara víða sem dæmi um e'ina tegund íslenzkrar smá- sagnagerðar — og þá ekki síður fyrir það, hvað hún er stutt“. Næst er í aldursröð önnur hinna tveggja lengri skáld- sagna Þóris Bergssonar, Hvíl- sandar. í þessari túlkun rót- leysis nútímans, eins og það speglast í lífi þeirra Úlfs Arn- arsonar og Ásu Hálfdáns- dóttur frá Marbakka, fara saman glöggar staðlýsingar og hfandi mannlýsingar, sam- hliða þeirri snilld í frásögn og sta, sem heilla hug lesandans °g halda athygli hans glað- vakandi frá byrjun til enda. Ekki hefir Þórir Bergsson gefið út aðra kvæðabók síðan Iramannefnt Ljóðakver hans kom út, en ýms ný kvæði eftir hann hafa komið á Prent, í svipuðum tóntegund- Um eins og hin fyrri lcvæði hans, annars vegar ljóðræn að blæ og listræn að máli, og hins vegar lengri og íburðar- ^eiri um efni, en söm við sig um smekkvísi og málvöndun. Hann hefir ennfremur á síð- ari árum skrifað allmargt rit- dóma, er komið hafa í Morgun blaðinu og þó sérstaklega í Eimreiðinni; bera þeir vitni næmum skilningi hans, bók- menntaþekkingu og sann- girni, og hitta því löngum vel í mark. III. Skal þá nokkuru nánar getið nýjustu smásagnasafna Þóris Bergssonar, en þau eru Á veraldar vegum og Frá morgni iil kvölds, sem eru bæði á titilblaði talin til árs- ins 1953, en komu samtímis á bókamarkaðinn í fyrra haust. I söfnum þessum eru alls 22 smásögur, samtals 504 blað- síður að stærð. Eru sögur þessar, að vonum, nokkuð misjafnar að gæðum og gildi, en bera, eigi að síður, allar vitni hugkvæmni höfundar, hagleik hans í sagnagerðinni, og þá ekki sízt þeim hæfileika hans, að gera sogur sínar þannig úr garði, að þær haldi huga lesandans föstum. Og mjög er það Þóri Bergssyni til sæmdar, og sýnir það, hve prýðilega hann heldur í horf- inu um ritstörfin, að ágætu sögurnar í þessum bókum hans eru fleiri en hinar, sem minna kveður að. Er það einnig mála sannast, að í fyrri flokknum eru sumar snjöll- ustu sögur hans. Rúm leyfir eigi að geta hverrar sögu fyrir sig í þess- um víðtæku og harla fjöl- skrúðugu bókum höfundar, því að vissulega kennir þar næsta margra grasa eigi síður en kjarngóðra. Verður því að nægja að vekja athygli á nokkrum þeim sögum, er tekið hafa hug greinarhöf- undar föstum tökum og orðið honum minnisstæðastar. Upphafssagan í safninu Á veraldar vegum, „Læknis- hjálp“, er prýðisgóð saga, en meiri snilldarbragur er þó á næstu sögunni, „Samvizku- semi“, sem er gerð af mikilli nærfærni og er ágætt dæmi þess, hvernig Þórir Bergsson sér hið stóra og almenna í hinu smáa og hversdagslega, að annarra dómi. „Silfurbúin svipa“, þó gjörólík sé um efni, er einnig ágætlega sögð saga, hnútur atburðaþráðanna 1 sögulok leystur á eftirminni- legan hátt. í sögunni „Dagslund á Grjóíeyri", er brugðið upp svipmynd, sem hittir markið vel, og „Hjálp í viðlögum“ er bæði prýðisvel sögð saga og skemmtileg; „Málagjöld“ er einnig mjög sniðug saga, en „Listin að lifa“ samt stórum listrænni að gerð og svip- merkt næmleik tilfinning- anna og djúpu innsæi. Upphafssagan „Ást“ í safn- inu Frá morgni iil kvölds er agætlega gerð, og „Að lokum“ ber hugkvæmni höfundar gott vitni, en frumlegri er þó sagan „Sendibréf“, þó ör- stutt sé. I Business and Professional Cards Kemur þá að þeirri sögunni, sem mestur meistarabragur er á af öllum hinum ágætu og athyglisverðu sögum í þessum bókum höfundar, en það er „Frá morgni til kvölds.“ Hún er afburðasnjöll að gerð, og hin mikla og hjartnæma harmsaga, sem er þar sögð, er túlkuð af fágætum sálræn- um skilningi, og stíllinn er að sama skapi hnitmiðaður, svo að þar stendur allt í föstum skorðum. Þrjár síðustu sögurnar í bókinni, „Auga fyrir auga“, „Fjallganga“ og „Þorpið“, eru framhaldskaflar af sögunni „Útverðir mannheima“, er prentuð er í Nýjum sögum. Allar eru þessar þrjár sögur prýðisvel samdar, og á það þó einkum við um söguna „Fjall- göngu“, sem er óvenjulega markviss saga, þar sem til- finningalíf sögupersónanna er túlkað á skilningsríkan og snjallan hátt. Með sagnasöfnum þessum hefir Þórir Bergsson því enn á ný sýnt það og sannað, að hann er vel að þeim virðing- arsessi kominn, er hann skip- ar í nútíðarbókmenntum vor- um fyrir smásögur sínar sér- staklega, enda munu hinar meztu þeirra áreiðanlega verða langlífar, því að þar haldast í hendur listræn frá- sögn, bæði um söguform og samræmt málfar, og djúp- skyggn innsýn inn í sálarlíf þeirra manna og kvenna, sem höfundur leiðir fram á sjónar- sviðið. Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg Phone 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiSaábyrgS o.s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Baslin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. StofnatS 1894 SÍMI 74-7474 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS cellUloid BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHOSE 92-4624 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensatioh 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Phone 3271 Selkirk Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 EUice & Home Phone 223 D. R. OAKLEY, R.O. OPTOMETRIST Vision Specialist—Eyes Examined Centre Street, Arborg Tuesdays GIMLI, MAN. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATHCOKAN Hofið H öf n í huga Heimili sðlsetursbarnanna., Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargenl Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.