Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 5 ▼ ▼▼▼▼▼▼▼ AliLGAHAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON OGLEYMANLEG SKEMMTIFERÐ (NIÐURLAG) Daginn eftir að við komum til Duluth fór fram meiri- háttar þjóðhátíð — Folk Pestival — í Leif Erikson skemmtigarðinum undir um- sjón International Institute of Duluth. Er það nokkurs konar þjóðræknisfélag, sem hefir þann tilgang að kynna hin mismunandi þjóðabrot hvort öðru, og auka skilning á þeim JTienningarskerf, er þau leggja fram hvort um sig til amer- isku þjóðarheildarinnar. — Einnig á hátíðin að vera sýn- ishorn þess hvernig fólk af ^iörgum þjóðernum og í mis- naunandi trúarflokkum vinn- ur saman í friði og einingu að því að skapa sterka og mikla þjóð. Skemmtigarðurinn er mynd aður eins og skál af náttúr- unn hendi, og á botni hennar var pallur þar sem fóru fram r*ðuhöld, hljómlist, leikir, dansar o. s. frv. Hlíðin um- hverfis var þakin áhorfend- um. Undir trjánum fyrir ofan þessa stóru grænu skál, hafði verið slegið upp borðum og smábúðum, þar sem sýndur var alls konar handiðnaðar og margar tegundir matar til- reiddur af konum ýmissa þjóðerna seldur. Við vissum ekki af hátíð- mni fyrr en hún var hálfnuð °g mistum því af ræðu borg- arstjórans og aðalræðunni, er Margret Culkin Banning öutti; hún er afkastamikill höfundur rómantískra reifara °§ þó telja megi þá til létt- ^etis, hefir hún auðgast mjög a framleiðslu þeirra og býr í einu stærsta og fallegasta hús- í Duluth, er við ókum ^ram hjá síðar. Ekki tóku Islendingar þátt 1 þessari hátíð enda eru þeir nu sárafáir þar um slóðir, en naesta ár verður haldið upp á hundrað ára afmæli borgar- lnnar og væri þá ánægjulegt, aÖ þeirra yrði vart að ein- hverju leyti, því þó þeir hafi Jafnan verið þar fámennir, ®ru þó þar merki þess að Pangað hafi þeir komið og Verður vikið að því síðar. ríinn sérkennilegi skemmti- garður er nefndur eftir Is- endingnum, er fann Ameríku °g munu Norðmenn, sem stundum vilja eigna sér Leif, ^ga hlut að þeirri nafnagift. , 0rnumst við að því síðar, að gsrðinum einhvers staðar er finna víkingaskip, eftir- ^öynd af skipi Leifs, en helm- lngi minna. Smíðuðu Norð- ^enn skipið og sigldu því frá ergen í Noregi til Duluth 26 til að vekja athygli á ^meríkufundi Leifs. Að hátíðinni lokinni ókum við út eftir 9-mílna löngum örmjóum tanga ,er skiptir höfninni í tvennt. Er þéttbýlt á tanganum og hann svo lág- lendur að ætla mætti að vatn- ið mýndi sópa húsunum í burtu, en aldrei hefir þurft að óttast það, því að það er engin hætta á hækkun í Superior- vatni eins og á sér stað með vötnin í Manitoba. — Þaðan ókum við aftur upp hið mikil- fenglega Skyline Drive og svo suður yfir stóra brú og vorum þá komin eftir nokkrar mín- útur til Superior í Wisconsin- ríki. Er það einnig þýðingar- mikill hafnarbær. Næsta 'morgun risum við nokkuð árla úr rekkju, því að messugjörð átti að byrja í kapellunni niðri kl. hálf-tíu. Er messað alla sunnudaga á sumrin, en nokkru fyrr en venjulega til að gefa fólki kost á að njóta sem bezt blíðviðris- ins úti. Var fagurt útsýnið um austurgluggann, blaða sólskin er endurspeglaðist af sléttu yfirborði hins mikla vatns, er maður grilti gegnum trjá- skrúðið. — Ekki var löng leið í kirkju; þegar við komum niður var hún þéttskipuð og er það yfirleitt nokkuð ó- vanalegt á þeim tíma árs. Altarið var blómum skrýtt og sjá safnaðarkonurnar um það til skiptis á hverjum sunnu- degi. Söngflokkurinn tekur sér frí á sumrin, en þess gætti lítið, því söfnuðurinn tók á- berandi þátt í messuforminu og söng messusvörin fullum hálsi. Prédikun prestsins var með ágætum og prýðilega flutt, og var guðsþjónustan um alt með myndarbrag. Að messunni lokinni vorum við kynnt mörgu safnaðar- fólki, er það flest af skandin- aviskum stofni, glæsilegt fólk og vingjarnlegt. Margt var þar um ungt fólk og eru flestir nefndarmenn safnaðarins til- tölulega ungir. Nú var ekki til setu boðið fyrir séra Skúla; hann hafði lofað að taka að sér, ásamt fleiri prestum, tilsögn og um- sjón í sumarbúðum ung- menna, er kirkjufélag hans, North-West Synod, starfrækir nálægt Minneapolis. Á hann hlaðast mikil störf; meðal annars safnar hann skýrslum um störf og hag allra safnaða þessa stóra kirkjufélags — er statistician þess — og undir- býr síðan árlegt yfirlit yfir starf og hag kirkjufélagsins í heild og er það mikið verk. Hann lagði af stað stuttu eftir hádegi og sáum við hann ekki aftur, og söknuðum við hans. En við vorum í góðum höndum þar sem frú Sigríður var, og í þessu fagra og frið- sæla umhverfi undum við okkur vel. Næsta morgun fórum við snemma niður í verzlunarhverfi borgarinnar, því við höfðum séð í blaðinu að mikið var um „sölur“ á kvenfatnaði. Við fórum á strætisvögnunum, því bíllinn góði var nú ekki lengur við hendina. Þótti okkur fargjald- ið hátt á við það sem er í Winnipeg — 20 cents fyrir hvern. Einar hafði ekki, frek- ar er aðrir karlmenn, mikinn áhuga fyrir sölum og skyldi því brátt við okkur og fór hann nður að höfninni að skoða skipin, en við Sigríður fórum þegar að leita að kjör- kaupum. Fyrir kvenfólk er “bargain hunting” stundum eins spennandi eins og gullleit, að finna eitthvað vandað og gott fyrir stórniðursett verð, er eins og að finna gull. Og við fundum námur, því einmitt þessa dagana voru verzlan- jrnar að losa sig við þann sumarfatnað, sem þær áttu eftir fyrir gjafvirði. Og fórum við heim hlaðnar bögglum og hæstánægðar með kaupin. Nú fór okkur að langa til að leita uppi íslendinga. Sagði Sigríður okkur frá því, að einn sunnudag, stuttu eftir að þau hjónin hefðu flutt til Duluth, hefðu tvær konur sótt messu, sem hún hefði strax veitt sérstaka athygli vegna þess hve þær voru gerfilegar í sjón og báru af. Eftir messu áttu þau hjón tal við þær og voru þær íslenzk- ar. Höfðu þær séð nafn nýju prestshjónanna í blöðunum og vissu þá að þau voru íslenzk, og vildu þær kynnast þessum nýkomnu löndum sínum. Þetta voru frú Martha Benson og frú Svava Hanson, báðar giftar 1 mönnum af norskum ættum. Frú Martha er dóttir Ingveldar Ingimundardóttur frá Efri-Reykjum í Biskups- tungum og manns hennar Jóns Þorsteinssonar, ættuðum frá Hrútafirði. Er Ingveldur enn á lífi, 96 ára að aldri. Frú Svava er dóttir Kristjáns og Guðrúnar Johnson. Varð hann kunnur maður fyrir hinn fagra Forest Hill graf- reit, er hann skipulagði og hafði umsjón með í yfir 52 ár. Símaði nú Sigríður þessum konum og stóð ekki á því, að þær vildu taka vingjarnlega á móti okkur. Frú Svava var 1 sumarbústað sínum og kvaðst koma heim daginn eftir, en föður hennar hafði Einar kynst og birt greinar um hann og hans merka starf f Lög- bergi. Frú Martha sagði, að maðurinn sinn myndi sækja okkur kl. þrjú eftir hádegið. Vildi þessi myndarlegi og alúðlegi Norðmaður sýna okkur nokkuð meir af fegurð umhverfisins áður en við fær- um heim til hans. Ólc hann lengst norður eftir North Shore Drive, sem liggur eftir bökkum Superior-vatns alla leið til Canada. Er þessi vegur frægur fyrir mikla náttúru- fegurð. Síðan fórum við til Forest Hill grafreitsins. Er hann á hæðóttu svæði, sem prýtt er alls konar trjám og blómum, er Kristján heitinn gróðursetti; ennfremur eru þar tjarnir, er hann lét gera og hólmar í þeim með alls konar gróðri, og á þeim eru smáhús fyrir fugla, sem synda á tjörnunum. Skapaði hann þarna fagurt listaverk, sem verður minnisvarði hans um aldir fram. Marga leg- steina sáum við þarna með íslenzkum nöfnum; þar á meðal mikinn stein á legstað Kristjáns og fjölskyldu hans. Staðnæmdumst.við þar nokk- ur augnablik og þökkuðum í hljóði þessum ágæta íslending fyrir fagurt ævistarf. Nú fórum við til Benson’s heimilisins og fagnaði frú Martha okkur vel og fanst mér henni svipa mjög til frændkonu sinnar, frú Agústu Tallman. Svo kom gamla konan ofan; hún er nú sú síð- asta af íslenzka landnáms- fólkinu, sem enn er á lífi. Hún er ern og lífsglöð þrátt fyrir háan aldur. Heyrnin er farin að bila og minnið nokk- uð, en þegar Einar gat sagt henni að hann hefði verið tvö sumur á æskuheimili hennar í Biskupstungum og þekkti til frændfólks hennar, þá ljómaði hún af gleði og æskuminning- arnar rifjuðust upp fyrir henni hver af annari. Þarna var og einkadóttir Benson- hjónanna, Sandra Jean, falleg stúlka, sem útskrifaðist úr öðrum bekk háskólans í vör með hárri einkun og hlaut verðlaun í Medical Techn- ology. Frú Martha heimsótti Is- land 1930 ásamt vinkonu sinni, frú Svövu. Kynntist hún þar ættfólki sínu og hefir jafnan síðan haldið við það bréfasambandi; einnig hefir hún innrætt dóttur sinni rækt við frændfólk sitt á íslandi og er hún einnig í bréfasambandi við það. Er þetta vottur ein- stakrar tryggðar og virðingar vi'ð uppruna sinn. Eftir að hafa notið hressandi veitinga, ók Mr. Benson okkur heim. Munum við lengi minnast ljúfra samverustunda með þessari ágætu fjölskyldu. Daginn eftir heimsóttum við frú Svövu Hanson; er hún hlý og kát í viðmóti. Höfðu þau Einar margt að skrafa um, því þau áttu marga sam- eiginlega vini bæði í Winni- peg og víðar. Heimili hennar ber vott um að þar búa Is- lendingar, íslenzk málverk á veggjum og ýmislegir ís- lenzkir munir skreyta heimil- ið. Maðurinn hennar var því miður fjarverandi, en þegar við sátum við kaffiborðið og vorum að gæða okkur á rúllupylsusamlokum og öðru góðgæti, kom dóttir þeirra, Betty, heim. Hún var nýkom- in úr þriggja mánaða ferð til Evrópu, og hafði margt skemmtilegt að segja okkur frá því ferðalagi. Betty er gáfuð stúlka og skipar á- byrgðarmikla stöðu sem efna- fræðingur hjá American Steel Corporation þar í borg. Þær mæðgur fóru nú með okkur til sumarbústaðar síns við Pike Lake, og er hann aðeins spölkorn út úr bænum en þó Framhald á bls. 8 Krennaþing Tuttugasta og níunda árs- þing Unitara kvennasam- bandsins var haldið í Wyn- yard, Sask., 1.—2. júlí s.l. 33 konur sátu þingið. Fulltrúar komu frá Árborg, Gimli, Evening Alliance frá Winni- peg, Ladies Aid, Winnipeg, Womens Alliance, Winnipeg, Day Alliance, Wynyard, Ev. All., Wynyard, Ev. All., Ed- monton; einnig var ein kona frá Regina. Skýrsla frá Lund- ar var lesin af skrifara. Þrjár konur úr Sambandinu höfðu dáið á árinu; var þeirra minnst með þögulu þakklæti með því að risið var úr sætum. Þær eru: Emma Guð- mundson, Wynyard, Helga Björnson, Wynyard, og Helga Halldórson, frá Oak Point. Miss Stefanía Sigurðson,. Regional Director, gaf mjög skýra og nákvæma skýrslu yfir starf sitt og ferð sem hún var nýkomin úr frá ein- um aðalfundi Unitara kvenna sambandsins í Lake Geneva. Þessi málefni voru rædd á þinginu: Hvað gjöra skyldi til þess að fundir félaganna yrðu skemtilegri og upp- byggilegri. Hvernig félags- skapur okkar gæti bezt stutt velferðarmál, bæði utan kirkju og innan. Hvort við sem einstaklingar innan vors félagsskapar gætum unnið á móti “Racial Discrimination,” Þrjár konur voru gerðar að heiðursmeðlimum, eins og áður hefir birzt í blöðunum. Þær voru Mrs. Ó. Pétursson, Winnipeg, Mrs. Martha Jónas son, Wynyard, og Helga Bjarnason, Wynyard. Þessar konur voru kosnar í stjórnarnefnd sambandsins: Pres., Mrs. Sigrid Mc- Dowell, Wpg., Vice-Pres., Mrs. S. E. Björnsson, Wpg., skrif- ari, Lilja Bjarnason, Wpg., Corresp. skrifari . Lilja Mc- Kenzie, Wpg., gjaldkeri, Mar- grét Stevens, Gimli, fjármála- ritari, Emma Renesse, Gimli, Service Comm., Chairman, Mrs. Lilian Blake, Wpg., með- ráðamenn: Margrét Péturs- son, Wpg., Ólöf Oddleifsson, Árborg, Laura Hallgrímsson, Wynyard, Aldís Olson, Ed- monton, Laura Thorvaldson, Riverton. Yfirskoðunarkonur: Miss Heiða Sigmundson, Gimli, Mrs. K. Christopher- son, Gimli. Ef einhverjir vilja gefa í minningarsjóðinn, þá má senda það til fjármálaritarans, Mrs. Emma Renesse, Gimli, Man. Virðingarfyllst, Lilja Bjarnason. skrifari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.