Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.09.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1955 Úr borg og bygð Athygli meðlima, vina og velunnara Fyrstu lútersku kirkju er hér með vakin á því, að söfnuðurinn er nú um það bil að hefja starf sitt á ný. Á sunnudaginn kemur, 11. september verður messað á ensku kl. 11 f. h., en á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskólinn tekur einnig til starfa þann dag, kl. 12.15 e. h. ☆ Séra Haraldur Sigmar verð- ur viðstaddur árdegisguðs- þjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur kl. 11, og mun hann ávarpa söfnuðinn nokkrum kveðju- orðum. ☆ Skáldkonan ungfrú Karó- lína Gunnarsson, sem starfar við ritstjórnardeild dagblaðs- ins Winnipeg Free Press, er nýlega komin heim úr skemti- ferð til íslands, en þar dvaldi hún eitthvað um þriggja vikna tíma; lét hún hið bezta af heimsókninni. Karólína á rót sína að rekja til Fáskrúðs- fjarðar og þangað fór hún til líta augum hinar vingjarnlegu æskustöðvar sínar. ☆ Dr. Helgi Johnson prófessor í jarðfræði við Ruthger há- skólann í New Jersey, dvaldi hér í borginni undanfarinn vikutíma ásamt frú sinni; hann vann í sumar að jarð- fræðilegum rannsóknum í Montanaríkinu eftir að kenslu störfum hans lauk síðla í maí. Dr. Helgi er fyrir löngu orð- inn kunnur vísindamaður. Faðir hans, Gísli Jónsson rit- stjóri, brá sér suður í Montana til fundar við Helga og frú, og varð þeim samferða hingað til borgarinnar. ☆ ÞjóSræknisdeildin Frón þakkar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur gefnar í bókasafn deildarinnar: S. V. Eyford Stefánssons-bræðrum Frú Guðrúnu Ruth Frú Pálínu Magnússon. Gefið bækur ykkar í bóka- safn Fróns, þar sem að fólk hefir not af þeim. Innilegt þakklæti. Fyrir hönd Fróns, J. Johnson, bókavörður 735 Home St. Winnipeg COPENHAGEN Heimsins bezta munntóbak Látin er fyrir skömmu á Johnson Memorial Hospital á Gimli, Mrs. Solveig Johnson frá Riverton 68 ára að aldri; hún lætur eftir sig eiginmann sinn, William, og þrjá sonu, William, ólaf og Fred, ásamt einni dóttur, Mrs. Steve Stephenson; einnig lifir hana ein systir, Mrs. Guðný Magnússon; útförin var gerð frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton síðastliðinn laugar- dag. Séra Robert Jack jarð- söng. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church, Victor St., will hold the first meeting of the season on Tuesday Sept. 13th in the lower auditorium of the church. Starting with a Pot Luck Luncheon at 1.30 p.m. ☆ First meeting of the Fall Season of the Dorcas Society of the First Lutheran Church will be held in the lower auditorium of the church on Thursday evening at 8.30 Sept. 8th. ☆ Mr. Bjarni Sveinsson frá Vancouver, B.C. sem dvalið hefir hér í borginni um hríð, fór austur til Kenora og Keewatin til nokkurra daga dvalar, en á hinum síðar- nefnda stað var hann búsettur árum saman. FJAÐRAFOK Lýsing á íslendingum Fyrir rúmum 200 árum (1746) kpm út í Þýzkalandi bók um ísland eftir Anderson nokkurn, er var borgarstjóri í Hamborg. Þar er Islending- um svo lýst að þeir séu ragir, latir, þráir, deilugjarnir og skapillir, heiptugir, falskir og glettnir, óhófssamir, léttúð- ugir og saurlífir, svikulir og þjófgefnir. Það sé svo svíns- legt í húsum þeirra, að al- mennilega uppaldir menn mundu verða veikir þar og jafnvel sálast. Prestarnir séu blindónýtir, ákaflega ósið- samir og svo vitlausir í brenni vín, að það taki engu tali. Stundum blindfylli söfnuður- inn sig á undan messu, svo að lítið verði úr guðsþjónustu, enda viti þjóðin lítið um guð. Þá fyrir skömmu háfi fallið margt fólk í sótt, og þá hafi menn tekið það til bragðs til þess að fjölga fólkinu, að hver ung stúlka mætti eiga sex börn í lausaleik, og skyldi hún þó talin jafn hrein mey eftir sem áður. — Það er nokkurn veginn auðséð hvað- an Anderson hefir haft upp- lýsingar sínar, því að hann segir á einum stað að Islend- íngar séu svo óþrifnir að eng- inn „danskur kaupmaður“ geti haft þá nærri sér og tali því við þá úti og undan vindi. Bók Anderson var þýdd á frönsku, ensku, hollenzku og dönsku, svo að víða hefir þessi lýsing farið. —Lesb. Mbl. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ United Lulheran Church of Silver Heights Services in the St. James Y. M. C. A., Ferry Road, (just off Portage). Sunday Sept. llth: Sunday School at 9.45 a.m. Worship Service 11 a.m. Sermon: “The Leprosy of the Human Spirit.” Eric H. Sigmar ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 11 sept.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson • ☆ Séra Robert Jack kveður söfnuði sína við guðsþjónustur á eftir- greindum stöðum sunnudag- 11. september: Árborg, kl. 11 Geysir, kl. 2 Riverton, kl. 8. Dr. John Jóhannsson frá Cavalier, N. Dak., var stddur í borginni í vikunni, sem leið, í heimsókn til foreldra sinna. ☆ The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will hold its Annual Fall Tea on Saturday Sept. 24th from 2 to 4.30 in the T. Eaton Co., Assembly Hall 7th floor. ☆ Á fimtudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu 474 Beres- ford Avenue hér í borg Mrs. Anna Hansson, 47 ára að aldri; hún lætur eftir sig eiginmann sinn Franz L. Hansson ásamt einum syni, Niels, og einni dóttur, Sharon; hana lifa einnig tveir bræður, Gísli og Björn Gíslasynir og ein systir, Mrs. A. Watts. Útförin var gerð frá Sambandskihrkjunni. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ The first meeting of the Fall Season of the Jon Sigurd- son Chapter of the I.O.D.E. will be held in the University Women’s Club of Winnipeg 54 Westgate on Friday eve., Sept. 9th at 8 o’clock. ÓGLEYMANLEG Framhald af bls. 5 afskeklctur. Hafði Kristján heitinn byggt þarna og nefnt staðinn Hæðarstein eftir risa- steini, sem er rétt hjá hinu fallega sumarhúsi. Er nafnið merkt á hann stórum stöfum, og tók Betty mynd af okkur fiórum íslendingunum hjá þessum steini. Síðan óku þær mæðgur með okkur um ýmsa fallega staði í borginni og svo heim. Kvöddum við þær með þakklátum hug fyrir þessar ónægjustundir, sem þær höfðu veitt okkur. Morguninn eftir þegar við komum út í góða veðrið heyrðum við kirkjuklukkur leika lagið „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Hljómaði þetta yndislega í morgun- kyrðinni. Sagði Sigríður okkur, að þetta væru Carillon klukkur 1 kirkju þar í ná- grenninu, sem gefnar hefðu verið kirkjunni í minningu um íslenzk hjón, Nordal að nafni, af syni þeirra. Við vor- um nú á förum, og höfðum ekki tíma til að rannsaka þetta frekar. — Ekki er lík- legt að fljótt fenni í spor ís- lendinganna í þessari fögru borg. Sigríður fylgdi okkur á stöðina um hádegið og áttum við varla orð, þegar kvöddum hana, til að þakka henni fyrir alla ástúð hennar við okkur og þessa yndislegu viku, er þau hjónin gáfu okkur. Ferðin til Winnipeg gekk ótrúlega seint á fólkflutnings- bílunum og komumst við ekki heim fyrr en eftir miðnætti, en öll þau óþægindi gleymd- ust á svipstundu, þegar ég opnaði póstkassan okkar; var hann alveg troðfullur af bréf- um og skeytuna, og þegar við opnuðum hurðina á íbúð okk- ar komu í ljós fleiri bréf og skeyti, sem smeygt hafði verið undir hurðina; voru þetta heillaskeyti til mannsins míns í tilefni af 75 ára af- mæli hans. Gleði okkar yfir þessum hlýju vinarkveðjum var mikil; mætti segja, að þau kórónuðu þessa ógleymanlegu skemmtiferð, og leyfi ég mér því að ljúka þessari ferðasögu með því að birta þrjár kveðj- ur sitt úr hverri áttinni; eina frá íslandi aðra frá Banda- ríkjunum og þá þriðju úr heimahögum okkar, Nýja- íslandi: Reykjavík, 11/8 ’55 Páll Jónsson, Editor Lögberg, Winnipeg, Canada Heill þér yzti varðmaður íslenzkrar menningar. Jónas Jónsson Legation of Iceland Washington 8, D.C. 6. ágúst 1955 Góði vinur, Eitt af því ótrúlegasta, sem ég hefi heyrt, er það, að þú verðir 75 ára þann 11. ágúst. En ég verð víst að trúa því. Ég vildi aðeins mega óska þér góðrar heilsu og alls velfarn- SKEMMTIFERÐ aðar um fjöldamörg ókomin ár. Megi ritsnild þín og skáld- skapur enn bera ríkulega ávexti, okkur öllum til upp- örfunar og hughressingar. Lifðu heill og lengi, þinn einlægur, Thor Thors Riverton, 8. ágúst 1955 Einar P. Jónsson Góði vinur — Nú á þessum tímamótum æfi þianar vil ég senda þér hugheila kveðju og rétta þér hönd þína með alúðar þakk- læti fyrir allar ánægjustund- irnar, sem við höfum saman átt frá okkar fyrstu kynnum, alla þá vináttu og drenglund, sem þú hefir látið fram við mig koma. Seinast en ekki sízt vil ég þakka þér þann stóra skerf, sem þú hefir lagt til íslenzkra bókmennta, sem snildarskáld og mikilhæfur ritstjóri. Ég óska þér og þinni ágætu, elskulegu frú alls góðs nú og alla tíma. Veit ég að nu streyma til ykkar hlýhugir ykkar mörgu vina og að- dáenda og umvefja ykkur hamingju- og heillaóskum- Mæli ég um og legg á, að þær megi allar rætast. Með einlægri vináttu, Guttormur J. Guttormsson MOLAR Það hefur verið sagt um Aneurin Bevan, að hann se fastur fyrir og sé ekki upp' næmur fyrir öllu. Einu sinni var hann í boði, þar sem ung stúlka skemmti géstunum með söng. Það var ekki hægt að segja að hún hefði hljómþýða rödd, og eftir stutta stund voru allir gest- irnir flúnir í næsta herbergi, nema Bevan. Einn af gestun- um gekk til hans og spurði, hvort hann hefði svona mikið yndi af að hlusta á söng ung- frúarinnar. — — Nei, svaraði Bevan, ekki finnst mér söngurinn ánægju- legur, en ég er heldur ekkert hræddur við hann. ☆ Ungur blaðamaður var eitt sinn sendur í blaðaviðtal við hina miklu skáldkonu Colette. Hann spurði hana meðal annars: — Hvað er ægilegasta til' finningin, sem gripið getur um sig hjá konu eins og yður? — Þegar hún verður vör við að enginn talar illa um hana, svaraði skáldkonan hiklaust. Blaðamaðurinn horfði a Colette undrandi, en þá bsetti hún við brosandi: — Jú, sjáið þér til, þegar allir eru hættir að tal$ iHa um mig, boðar það þafe, öllum stendur á sama um mté- ☆ — Gætuð þér gefið mér her- bergi og bað, sagði frúin við hótelstjórann. — Ég get látið yður hafa herbergi, frú, svaraði hann, en þér verðið að baða yður sjálf-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.