Lögberg - 27.10.1955, Síða 4

Lögberg - 27.10.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955 Lögberg Gefl8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNXPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrift ritstjúrans: EIiITOR LÖGBERG, 695. Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “L,ögberg” ls printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 W. J. LINDAL: The Saskatchewan lcelanders A STRAND OF THE CANADIAN FABRIC. 363 blaðsíður . The Columbia Press Ltd.. 1955 . Verð $4.00 Kápuleikning, táknræn um efni bókarinnar, eftir Gissur Elíasson. Þessi gagnmerka og stórfróðlega bók er samin og gefin út í tilefni af hálfrar aldrar afmæli Saskatchewanfylkis, sem hátíðlegt var haldið nú í ár; hún er mikið meira en algeng byggðasaga, því hún er á breiðum grundvelli íslenzk menn- ingarssaga, þar sem lýst er skilmerkilega uppruna þeirra manna og kvenna, er ísland námu og hverra ætta menning þeirra var; hvort okkur sjálfum er þetta að fullu og öllu ljóst, skal ósagt látið, en hitt er víst, að samborgurum vorum af öðrum þjóðflokkum, er holt að fá nokkra vitneskju um, hvat manna nágrannar þeirra séu og hvert verði menningar- legt tillag þeirra í þann þjóðernislega, canadiska glitsaum, sem hér er í gerð. Prófessor Geo. W. Simpson, yfirkennari í sögu við háskóla Saskatchewanfylkis, ritar glæsileg inngangsorð að bókinni, þar sem hann mælir á þessa leið: “The Saskatchewan Golden Jubilee Celebration is held in honour of its pioneers. It is most fitting that tribute should be paid to them. To tell their story in the form of a dignified and permanent record as Judge Lindal has done in this book, is not only particularly fitting at this time but is in keeping with the saga Tradition of Iceland which is one of the ancient glories of the Icelandic people.” — Inngangsorð höfundar, bls. 17, lýsa svo eigi verður um vilst, megin tilgangi bókarinnar, sem einkum og sér í lagi er fólginn í því, að stuðla að glæddum skilningi canadískra samferðamanna vorra yfir höfuð á íslendingum og gera þeim hægra um vik með að leggja sannmat á framlag þeirra til canadískra þjóðmenningar. Fyrsti kafli bókarinnar mun að öllu athuguðu verða sennilega talinn þyngstur á metum frá fræðimannlegu sjónarmiði séð; auk þess sem hann fjallar um, svo sem þegar hefir verið vikið að, uppruna íslendinga, er þar gerð grein fyrir sameiginlegum, norrænum forfeðrum, ást á tungunni og bókmentunum og arfgengri þrá til sjálfsfræðslu, svo sem kvöldvökumenningin bar svo glögg merki um. í þessum kafla birtist fagurlega fölskvalaus ást höfundar á íslenzkri tungu og bókmentum íslenzku þjóðarinnar, en þar haldast í hendrur sagnfræðigáfa höfundar og hárnæmur skilningur hans á kjarna íslenzkrar tungu í ljóði; hann býr yfir ríkri skáldæð, hvort sem hann yrkir mikið eða lítið, en slíkt er auðfundið af þeim yfirlætislausu ljóðaþýðingum, er hann sjálfur hefir formálalaust gert, og víst er um, að fyrir þann listræna verknað þarf enginn að bera kinnroða. — Bygðarsagan er stórfróðleg og skemtileg aflestrar; mynd- irnar og kortin auka mjög á aðdráttarafl hennar og koma henni í nánara samband við lesandann, en ella myndi Verið hafa. Saga íslenzka landnámsins í Saskatchewan er ekki löng að árum til, en engu að síður er hún lærdómsrík og frá rótum svo vaxin, að ólíklegt er að þannig fenni fyrst um sinn í sporin, að eigi verði þau rekjanleg, og þau verða auðraktari eftir lestur þessarar ágætu bókar. Síðasti þáttur bókarinnar nefnist “The Icelandic Strand,” og honum lýkur með svofeldum orðum: “The Icelandic people have always been proud—proud of qualities they feel their forebears have handed down to them. But the realities of their existence have always kept them humble. Paradoxical though it may seem, theirs has been a humble pride and they should be able to strengthen that quality in the Canadian nation. And, as the Saskatchewan Icelandic Canadians ponder what has been achieved, look back to a fading horizon and forward to new horizons before a nation destined to play a noble role in the struggle for peace in this world, they pause for the moment and then press on in the hope that it will be Þjóðlejkhússtjóri íslands heimsækir ríkishóskólann í Norður-Dakota Frá vinstri til hægri: Dr. Richard Beck prófessor, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri Islands, og Dr. George W. Starcher, forseti ríkisháskólans í Norður-Dakota. — Courtesy GRAND FORKS HERALD GUÐLAUGUR Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri Islands, hefir undanfarið verið á ferða lagi um Bandaríkin sem gestur Utanríkisráðuneytis þeirra, og er kominn vestur á Kyrrahafsströnd, þegar þetta er ritað. Kynnir hann sér sérstaklega leikmennt og leik- húsmál, og heimsækir jafn- framt ýmsar æðri mennta- stofnanir, þar sem þau fræði eru kennd og leiksýningar um hönd hafðar. Fimmtudaginn þ. 6. október heimsótti Guðlaugur þjóð- leikhússtjóri ríkisháskólann í Norður-Dakota (University of North Dakota) í Grand Forks, og dvaldi þar daglangt. Sat hann þar ekki auðum hönd- um, eins og nánar mun lýst verða, en notaði tækifærið bæði til þess að kynna sér háskólakennsluna í leiklist og leiksýningum á vegum skól- ans, og einnig til þess að fræða um leiklist og leikstarf- semi á Islandi. Að beiðni dr. Henry G. Lee, prófessorsins í leiklistar- fræðum, ávarpaði þjóðleik- hússtjóri, fyrir hádegið, hóp háskólastúdenta í þeim fræð- um, og svaraði fjölda spurn- inga um leiklist á íslandi, og um sögu og menningu ís- lenzku þjóðarinnar almennt. Var honum ágætlega fagnað, og hafa bæði kennarar og stúdentar látið í ljós við greinarhöfund þakklæti fyrir komu þjóðleikhússtjóra .í um- rædda kennslustund. Um hádegið var hann gest- ur ríkisháskólans í virðuleg- um miðdegisverði, sem forseti háskólans, dr. George W. Starcher, stjórnaði, og voru þar viðstaddir ýmsir aðrir helztu forráðamenn háskólans og deildarforsetar. Að loknum hádegisverðin- um ,varð Guðlaugur þjóðleik- hússtjóri við tilmælum fram- kvæmdarstjóra útvarpsstöðv- ar ríkisháskólans um að tala á segulband viðtal við út- varpsstjórann um íslenzka leiklist og leikhúsmál. Rakti þjóðleikhússtjóri í megin- dráttum sögu stofnunar Þjóð- leikhússins og lýsti starfsemi þess, og sagði einnig frá ferð- um sínum um Bandaríkin. Richard Beck, ræðismaður Islands í Norður-Dakota, kynnti þjóðleikhússtjóra út- varpshlustendum, en viðtal- inu var útvarpað nokkuru eftir heimsókn hans. Náði hann með þessum hætti til þúsunda áheyrenda. Síðar um daginn sýndi Guð- laugur þjóðleikhússtjóri mjög fagra og fróðlega kvikmynd af íslandi í litum fyrir fjöl- mennum hópi háskólakenn- ara og stúdenta, eða nokkuð á annað hundrað manns. Ýmsir íslendingar úr borg- inni voru einnig í flokki sam- komugesta, meðal þeirra Paul Johnson, lengi bæjarráðs- maður í East Grand Forks, náfrændi Páls skálds Ólafs- sonar. Fylgdi þjóðleikhús- stjóri myndasýningunni úr hlaði með gagnorðum inn- gangi um land og þjóð, og skýrði síðan myndirnar eftir því, sem þörf krafði. Var ágætur rómur gerður að máli hans og hann hylltur í sýn- ingarlok. Ræðismaður íslands hafði samkomustjórn með höndum, og hafa margir vott- að honum þökk fyrir þessa ágætu myndasýningu. Um kvöldið sat þjóðleik- hússtjóri boð íslenzku ræðis- mannshjónanna 1 Grand Forks á heimili þeirra, en snemma næsta morgun fór hann flugleiðis til Minne- apolis og þaðan samdægurs vestur á Kyrrahafsströnd. Hafði Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri, eins og þegar er gefið í skyn, innt af hendi gott kynningarstarf í þágu Islands daginn, sem hann dvaldi á ríkisháskólan- um í N. Dakota í Grand Forks, og jafnframt eignast virðingu og góðhug allra þeirra, er kynntust honum; en að sjálfsögðu var komu hans getið allítarlega bæði í hinu víðlesna dagblaði borgarinn- ar, „Grand Forks Herald“, og í útvarpsfréttum. Hafi hann kæra þökk fyrir komuna, viðkynninguna, og landkynningarstarfið. Richard Beck Bolir handa íþróttamönnum OviBJafnanleg Watson’s ger8! AlUj íþrðttamenn kunna aB fullu meta hina ágætu íþróttavasa, teygjanleg mittisði, er stySur rna£,_ holiS á þrjá vegu. SaumaS af 8 fræöingum, auBþvegiS og þarfu® ekki strokningar. Endist v°n viti. ViSeigandi Jerey’s. , ,, -VV-11-0 given to them to continue to add hue and color to the Icelandic strand in the Canadian fabric of nationhood.” Lindal dómari er maður með ágætum ritfær; eftir hann hafa áður komið út tvær bækur "Two Ways of Life: Freedom or Tyranny? The Ryerson Press, Toronto, 1940, and Canadian Cilizenship and our wider Loyalties, published by Canada Press Club and printed by Canadian Publishers Ltd., Winnipeg, 1946. En með þessari nýju bók sinni, "The Saskatchewan Ice- landers/' hefir Lindal dómara svo vaxið ásmegin, að hann nú stendur í fremstu röð úrvals rithöfunda hinnar canadisku þjóðar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.