Lögberg - 15.12.1955, Síða 4

Lögberg - 15.12.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955 Lögberg OeflO út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARQKNT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&skrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 696 Sarjfent Avenue, Winnlpeg, Manltoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram Tbe “Eögberg" la printed and publiahed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized aa Second Claas Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Jólin eru í nónd Af tímatalinu má vitaskuld ráða að jólin séu í nánd, þó hjartað sé að líkindum glegsti vegvísirinn í þeim efnum; menn finna til nálægðar jólahelginnar löngu áður en sjálf hátíðin er hringd inn, og löngu áður en forspilið að Heims um ból hljómar frá orgelinu; allir menn eru börn og öll börn þarfnast jólahalds. Menn gefa jólagjafir og þá tíðum um efni fram, og það eru heldur ekki ávalt þær jólagjafirnar, sem mesta kosta peningana, er í sér fela hin sönnustu verðmæti; gildi gjafa felst í því í hvaða anda þær eru gefnar, og séu þær gefnar í anda meistans frá Nazaret, er gaf mestu gjöfina, sitt eigið líf, hafa þær eilífðargildi. — Eru fegurri jólagjafir hugsanlegar- eins og nú hagar til, en ríflegar gjafir í endurbóta- og viðbyggingasjóð elli- heimilisins Betel á Gimli í landnámi íslénzkra frumherja á bökkum Winnipegvatns? Á annað fegurra verður naumast auga komið, er um varanlegar jólagjafir er að ræða.------ 4 síðastliðin fjörutíu ár hefir Betel reynst sólsetursbörnum af íslenzkum stofni unaðslegur vermireitur, þar sem þau í sátt við alt og alla, hafa litið á „ljósblikið hallast að vestur- sjó.“ Þar hafa þau notið margra yndislegra jóla, og vonandi er að vistfólk, sem þar nú býr, njóti í ríkum mæli blessunar þeirra jóla, sem nú fara í hönd, enda ástæðulaust að efast um að svo verði. Kynslóðin, sem nú lifir og starfsþreks nýtur, lætur sér eigi aðeins hugarhaldið um velferð sólsetursbarnanna, sem enn standa ofar moldu, heldur ber hún einnig fyrir brjósti aðhlynningu þeirra kynslóða, sem í kjölfar sigla og athvarfs þarfnast í vertíðarlok; slíkar hugsjónir eru grundvallaðar á anda bróðurkærleikans og þar af leiðandi verða þeim engin takmörk sett. — Við aðkomu jóla færast mennirnir, að minsta kosti um stundarsakir, nær hver öðrum sem órofa bræðralagsheild; boðskapurinn um frið á jörðu umlykur sálir þeirra og nær yfirtökunum, og útsýnið hýrnar í hvaða átt, sem litið er; þannig orka jólin á skammdegið, jafnvel þar, sem hinar þyngstu mannraunir hafa drepið á dyr; svo sem sjúkdómar og ástvinamissir; jólin búa yfir einhverjum þeim græði- lyfjum, sem mannleg tunga fær eigi lýst, en vitundin skilur þeim mun betur. Um jólin reikar hugurinn víða, þó að hann að líkindum eigi viðdvöl aðeins stutta stund í stað; hann heimsækir bernskustöðvar okkar, sem borin vorum og barn- fædd á Islandi og hann hlýðir helgum tíðum í fjallakirkjum íslenzkra öræfa; inn í alla slíka töfra fléttast Ástkæra, ylhýra málið, okkar heilaga vöggugjöf, sem á „orð yfir allt, sem er hugsað á jörðu“; enginn sá, er leggur fulla rækt við íslenzka tungu, veslast upp úr andlegu umkomuleysi, eða þarf að liggja á bónbjörgum varðandi menningarlegt vegar- nesti hvar, sem spor hans liggja um yfirborð þessa hnattar. Á flestum tungum hafa verið ortir dýrðlegir sálmar og við þá verið samin fögur lög. En eru ekki jólasálmarnir, sungnir á íslenzku, með því fegursta, sem unt er að hlýða á? Og láta þeir ekki jafnvel enn fegur í eyra eftir því, sem lengra er komið frá íslandi og viðkvæmnin eykst? Upp af heitum bænum sprettur ódáins gróður. Bæn Hallgríms Péturssonar fyrir kristninni og íslenzk- unni hefir haft djúp áhrif á íslenzku þjóðina hvorutveggja til varnar, og mun enn lengi hafa: „Gefðu að móðurmálið mitt, minn Drottinn, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt útbreiði um landið hér, til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og bygðum halda.“ Nú eru mörg jól liðin frá þeim tíma, er hinn fyrsti hópur íslenzkra frumherja lenti við Víðinestangann á Gimli, og breytist vitaskuld margt á skemmri tíma; en þó lifa ljóðlínur Gríms sígildar í aldir fram: „Aldrei deyr þó alt um þrotni endurminning þess, sem var.“ í minningu um íslenzku frumherjana í þessu landi og í fullum trúnaði við íslenzkar menningarerfðir, árnar Lögberg lesendum sínum gleðilegra jóla á íslenzku. RAGNAR JÓHANNESSON, skólastjóri: Hátíð samúðarinnar vanrækt barn, einhver ein- mana sál, sem hrakið hefir af leið? Dýrar gjafir og veðmæti getum vér ekki öll látið af hendi rakna. En jafnvel hinn snauðasti á meðal vor getur átt nóg af samúð og hlýju hjartans. Og hlýtt handtak og yfirlætislaust hlýjuorð getur valdið miklu góðu. Undurfagrar eru margar þær táknrænu, sagnir, sem myndazt hafa um hin kristnu jól og atburðina, sem þá gerðust. í sögunni um Betle- hemstjörnuna, vitringana þrjá og sveininn liggjandi í jöt- unni hefur þjáð mannkyn um aldaraðir endurspeglað draum sinn um frið — frið á jörð. 1 eldregni blóðs og tára var vonin um konung friðarins geisli’ á skuggabraut margs harmþrungins manns og lampi fóta hans. Og guð jólanna er ekki hinn refsandi guð lög- málsins, heldur hinn líknandi friðarherra samúðar og náðar. Bjarminn frá friðarstól hans varpar jafnvel oftast skini á kjör smælingjans. Þeir menn munti fáir, sem erfðahelgi jólanna hefur ekki einhver stundaráhrif á. Hlýju og mildi bregður um stund yfir skapið. Og þótt fávíslegar erjur, rógur og rætni nái fljótt fornum tökum á hugum margra, þegar jólaljósið er brunnið niður í stjakann, þá mun hugblær jólakvöldsins eigi árangurslaus og áhrifa- laus sem snæljós á nóttu. “A thing of beauty is joy for ever,” sagði enska skáldið Keats, fegurðin er eilíf. Menn skiptast á jólagjöfum. En gjöfin er lítils virði, hversu verðmæt sem hún er, ef henni fylgir ekki hugarfar djúprar og innilegrar samúð- ar. Vér tökumst í hendur og segjum: „Gleðileg jól.“ En þessi tvö orð eru sem hvell- andi bjalla, ef þeim fylgir ekki í raun og sannleika óskin um sanna jólagleði fyrir ná- ungann eins og sjálfa oss og óskin eilífa um friðinn, .— frið á þessari vesalings sundur tættu jörð. Yrði jólagleði vor ekki dýpri, ef vér spyrðum öll oss sjálf fyrir hver jól: „Er nokk- ur sá, sem þarfnast samúðar minnar umfram aðra menn? Einhver, sem verður með öllu afskiptur jólagleðinni? Ein- hver einstæðingur, eitthvert vinfátt gamalmenni, eitthvert „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ (E. Ben.) Um nokkurra ára skeið MANITOBA FRAMLEIÐSLA FÆRIR ÚT KVÍAR Manitoba er á hraðri leið til að verða meiriháttar iðnaðarfylki; ný fyrirtæki benda í þá átt, að jtraust iðnrekenda á framtíð fylkisins fari vaxandi jafnt og þétt. Fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður; stöðvar fyrir verksmiðjur eru hinar ákjósan- /legustu, fjölhæfur verkalýður og greið markaðsskilyrði — alt þetta bendir til bjartrar framtíðar í Manitobafylki. Kynnið yður þessar staðreyndir vegna framtíðarinnar. Iðnaðar- og verzlunarmála- ráðuneytið veitir með glöðu geði fullnaðar- upplýsingar varðandi framtíðarhorfur í iðnaði. Skrifið: DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE LEGISLATIVE BLDG. WINNIPEG Hon. R. D. Turner Minisler R. E. Grose Depuiy Minisler >«tcie««tctetctcte(etc««{C(K<ctctswtctcwictc(ctc(c«>ctc««««te««%%«(C(eie«icta««ewtsee«c«Kic«>c«<c«ts(cic«f««(t<c<c«c« GLEÐILEG JÓL! . . . og happasælf nýár Við aðkomu jóla, verður bróðurhugurinn jafnan efstur á baugi hjá siðmentuðum þjóðum; við óskum þess að sá bróðurhugur auðkenni hátíðahöld yðar í þetta sinn-eins og að undanförnu. The WINMPEG SUPPLT and FUEL CB. LTD. ! ' Lt: COAL - FUEL OIL - BUILDING MATERIALS - HEATING EQUIPMENT 8th FLOOR, BOYD BUILDING WINNIPEG, MANITOBA PHONE 93-0341 MtStatSiStStSiatSiatStatStSistatstsiaiaoiMtstsiStSistaiStstsiaiaiSiStSiatstatsiataiSfataisiatstaiaiatatataiatatatSiStStatstBtatsiaiaiB^ t

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.