Lögberg - 15.12.1955, Page 19

Lögberg - 15.12.1955, Page 19
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955 19 Dálítil hugvekja Framhald af bls. 17 staðinn, þar sem maður hefur slitið barnsskónum. Já, ungu konunni finnst það „rart“, hjartnæmileg eða næstum dularfull þessi ítök æskustöðvanna í gömlu kon- unni, ömmu hennar. En þó að dótturdóttirin eigi stundum dálítiíf bágt með að skilja ömmu sína, ber hún samt lotningu fyrir þessum helgi- dómi hennar og nýtur þess að verða í svipinn eins konar þátttakandi í honum. Hér ríkir einlægni og samúð, hafin yfir aldursmun og ólík sjónar- mið, svo að gleði ömmunnar verður jafnt fagnaðarefni hinnar ungu dótturdóttur hennar. Ef við nú hverfum frá þessu norska heimili hingað vestur og skyggnumst um hver í sinni sveit, sjáum við sem betur fer mörg sams konar dæmi. En við þekkjum einnig, því miður, andhverfuna, þar selh allt samhengi virðist vera rofið og æskan og ellin enga samleið eiga. Ég ætla t. d. að rifja upp samkomu, er ég var einu sinni staddur á, þar sem verið var að ræða um íslenzkar erfðir, hversu við mættum bezt varðveita þær og efla. Þó að hinum yngri hefði verið boðið til, varð sú raunin á í þetta sinn, að nær eingöngu hinir eldri sóttu samkomuna. í lok henn- ar var, eins og venja er, setzt að kaffidrykkju. En í henni miðri ber svo við, að í salinn fer að streyma hópur af ungu fólki, því að dansleikur skyldi hefjast síðar um kvöldið. Skipti það engum togum, að einn hinna nýkomnu settist við hljóðfærið og lék á það af slíku forsi, að úti var um allan frið í salnum. Hér mættust augsýnilega tveir annarlegir heimar, tvær ver- aldir gerólíkra sjónarmiða og hugunarháttar. Og það sem þó einkum vakti eftirtekt mína og fékk mér áhyggju var þetta: hve hvorumtveggju, að því er virtist, fannst þetta allt saman eðlilegt og sjálf- sagt. En hvað er þá hægt að gera? spyrja menn. Er þetta ekki tímanna rás, sem verður ekki við spornað? Æskan er æska og ellin elli, og æskan neitar að læra af ellinni, unz hún er sjálf orðin elli. En þá er hættan sú, að samhengið hafi rofnað og á yngri kyn- slóðunum sannazt það, sem segir í vísunni: Fyrrum átti ég falleg gull, en nú er ég búinn að brjóta og týna. >««w«t«tetc<ctc!c!stctgtg«tcte’gte«tc«tetctetctc(cictc'ctc<c!ctc«tctetetctctctctetctcic« GOODWILL . . . has been the dominant note of the Co-operative Movement for over a century. Manitoba Pool Elevators is an organi- zation of over 35,000 grain producers who have demonstrated that economic object- ives and social purposes can be achieved by working together as neighbours with “goodwill” as the guiding principle. MANITOBA POOL ELEVATORS WINNIPEG MANITOBA *»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»%%»»»»»»»»»»»»»»»»»»»« tctctctctctetetetctctctctctctctctctetctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctctetetetctctctctctctcictctctctctctctctctctetctetctctctctc^ 1 l HUGHEILAR JÓLA- OG | NYÁRSKVEÐJUR I Megi hátíðir þær, sem nú fara í hönd veita birtu og yl inn á hvert einasta íslenzkt heimili austan hafs og vestan og veita börnum jarðar farsæld og frið. KEYSTONE FISHERIES LIMITED G. F. JÓNASSON, eigandi og forstjóri 60 Louise Slreet Sími 92-5227 WINNIPEG, Maniioba H»»S)»»»S)»a)»S)»a)»»a)»»»»9)»st»»»»»S)»%a]»S)a)S)3)a)»3]»S)>)>)S)»3t>)St»3iS)3)S)atS)S)S)»S)»s)a)»»a)»s:< Islendingar vestan hafs eiga undir ' engum nema sjálfum sér viðhald og eflingu ís- lenzkrar tungu og annarrá menningarerfða. Skólar eru ágætir og þarfir, félög nauð- synleg, en deyi andinn á sjálfum heimilunum, þar sem baráttan hefur staðið og mun verða háð til úrslita, verður hægara sagt en gert að reisa hann frá dauðum. Vestur- íslendingar hafa enn öll skil- yrði til þróttmikils og jafnvel skapandi íslenzks menningar- lífs, ef þeir einungis vilja leggja sál sína í það. LÆGSTA FLUGFAR TIL með Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 7 skandi- naviskra manna áhöfn, sem fengið hafa flugæfingu í Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglu- bundnar flugferðir frá New York. 1 KaupiÖ far hjá næstu ferðaskrifstofu. n /—i n ICELANDIO ’aiRUNES u/Aal±3 ISLANDS 265 00 BAÐAR LEIÐIR IS West «7th Street, New York 36 Pl 7-8585

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.