Lögberg - 11.04.1957, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1957
5
wwww v v w ^ iy%>»
A.HUGA/V4AL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Enn um nöfn
Ég var skírður Magnús Guð-
mundur. Faðir minn hét Guð-
laugur og var Bjarnason. For-
eldrar mínri dóu þegar ég var
mjög ungur á Skipalæk fyrir
norðan Gimli, næst fyrir
sunnan Mæri. Stuttu seinna
dó fullorðinn bróðir minn,
Skúli, sem þar var þá líka.
Þá var ég eftir og systir mín,
nokkuð eldri — og fór hún
fljótlega til Winnipeg til að
vinna; — en mér var komið
fyrir, fyrst í tvö ár í Sanfivík
(nú Camp Morton) og svo í
mörg ár að Mæri hjá Sigur-
laugu og Rögnvaldi Jónsson.
og þaðan byrjaði ég fyrst að
ganga á skóla — og þá varð
ég að ráða við mig hvaða nafn
ég ætti nú að bókfæra, því það
yrði að vera mitt ættarnafn.
Ætti ég að taka föðurnafnið
Guðlaugsson eða afanafnið
Bjarnason, eða taka ættar-
nafnið Laxdal eða Dalman,
þv) við vorum ættuð úr Lax-
árdal í Dalasýslu. Á þessum
tíma var góðmennið og rit-
höfundurinn M a g n ú s J.
Bjarnason í Nýja íslandi, og
hefði ég tekið Bjarnason
nafnið hefði ég orðið næstum
alnafni hans. Ég hefði verið
Magnús G. en hann var
Magnús J. — en ég afréð að
taka föðurnafnið, og hef ég
nú oft séð eftir því. Fyrst voru
vandræði með að fá Enskinn
til að skrifa Ð, svo ég sleppti
því og brúkaði D eða Gud-
laugson í staðinn fyrir Guð-
laugson. En samt fæ ég oft
bréf frá ókunnugum enskum
mönnum með svo bandvit-
laust stöfuðu nafninu mínu,
að það er miklu verra en það,
sem herra Athelsten nefnir í
sínu bréfi. En þegar Enskur-
inn er búinn að kynnast riafn-
inu, þá er það altaf rétt með
því að brúka D-ið. En svo eru
önnur vandræði. íslendingar
vilja kalla mig Guðlaugson,
nefnilega brúka Ð-hljóðið, og
þegar landar spyrja eftir mér
meðal enskra sem Guðlaug-
son; þá veit Enskurinn ekki
fyrst í að, að minnsta kosti,
eftir hverjum þeir eru að
spyrja.
Börn mín, næstum öll, eru
gift annara þjóða fólki. Þegar
þau koma meðal Islendinga og
landarnir kalla þau Guðlaug-
son eða brúka Ð-hljóðið, þá
líta þau, tengdasynir og
dætur, upp stórum augum.
Einu sinni kom sonur minn
einn á Elliheimilið „Höfn“ í
Vancouver. Móðir hans var að
gera hann kunnugan sumu af
gamla fólkinu. Kona hans,
sem er há-ensk, var með hon-
um. Gamla fólkið vildi kalla
hann Guðlaugson, en hann
leiðrétti það strax og sagði
Gudlaugson, því kona hans
var við hlið hans. Þetta kom
ekkert til greina öll þau ár,
sem ég var í Peace River, því
þar var sama sem ekkert af
Islendingum.
En ég vil taka það fram, að
þegar eldri börn mín voru
orðin nógu gömul til að hafa
vel vit á, þá spurði ég þau
hvort þau vildu að ég breytti
þessu nafni löglega. Þau
sögðu nei. — Láttu nafnið
vera eins og það er. Það er
frábrugðið flestum öðrum
nöfnum, og það er gott að hafa
það svo.
En svo var annað. Þegar ég
náði sambandi við systur
mína, eftir að við skildum í
Nýja Islandi — þá fann ég út,
að hún hafði tekið afanafnið,
svo að nú höfum við sitt hvort
nafn, þó að við séum alsyst-
kini — hún Bjarnason — ég
Gudlaugson.
Nú um nokkur undanfarin
ár hef ég hripað niður hjá
mér einkennileg nöfn, sem ég
hef séð í blöðum og annars
staðar; og þar eru nöfn svo
ótrúlega einkennileg að ég
hygg að margur yrði hissa að
sjá þann lista. Að nokkur
skuli geta látið börn sín bera
eins viðurstyggileg nöfn og
sumt af þeim, er ég meir en
lítið hissa á.
M. G. Gudlaugson
White Rock, B.C.
ísíendingar fako við
stjórn á Keflavíkur-
flugvelli
I þessari viku tóku Islend-
ingar endanlega við stjórn á
Keflavíkurflugvelli þegar S.
E. Manzo ofursti, yfirmaður
flugliðs Bandaríkjamanna á
Islandi, afhenti Pétri Guð-
mundssyni flugvallarstjóra og
Agnari Kofoed-Hansen flug-
málastjóra borð með lyklum
að stjórntækjum flugvallarins.
Stjórnin var áður sameigin-
lega í höndum bandaríska
flughersins og íslenzku stjórn-
arinnar. Nú hefir byggingunni
verið gjörbreytt og eru þar til
húsa skrifstofur ýmissa flug-
félaga og f lugmálast j órnar,
farangursgeymsla o. fl.
Lyklarnir voru afhentir við
óformlega athöfn á flugvell-
inum. Viðstaddir voru ýmsir
fyrirmenn af flugvellinum og
úr hópi íslendinga. Hin nýju
húsakynni voru skoðuð og
lýstu allir aðilar ánægju sinni
yfir þeim.
(Frá bandarísku upp-
lýsingaþ j ónustunni.
—TÍMINN, 13. marz
Umbræður um
nöfn útlendinga
1 gær urðu í Neðri deild
talsverðar umræður um nafn-
breytingar útlendinga, sem
öðlast íslenzkan ríkisborgara-
rétt. Spunnust þær út af til-
lögu, sem Ólafur Björnsson
flutti um niðurfellingu 2. gr.
laga þeirra, sem nú liggja fyrir
þinginu um veitingu ríkis-
borgararéttar. Grein þessi
hljóðar svo, að þeir sem heiti
erlendum nöfnum, skuli ekki
öðlast íslenzkan ríkisborgara-
rétt fyrr en þeir hafa fengið
íslenzk nöfn samkvæmt lögum
um mannanöfn.
Ólafur Björnsson benti á að
þeim sem á einhvern hátt
hefðu unnið sér nafn, hvort
sem það væri á sviði viðskipta
eða vísinda, væri það til til-
finnanlegs tjóns að af þeim
væri krafizt nafnskipta þótt
þeir breyttu um ríkisfang.
Taldi hann að okkur væri í
mörgum tilfellum hagur að
því að útlendingar settust hér
að og svo hefði verið og myndi
verða. Kynni þetta ákvæði því
að verða til óhagræðis. Einnig
kvað hann það mikið tilfinn-
ingamál fullorðnum manni að
þurfa að leggja niður nafn sitt.
I sama streng tókU þeir
Gylfi Þ. Gíslason og Svein-
björn Högnason. Mælti Gylfi
með tillögu er hann hefir áður
verið flutningsmaður að og
taldi heppilega lausn málsins,
en hún felur í sér að útlend-
ingar, sem ríkisborgararétt
hljóta skuli taka sér íslenzkt
fornafn og niðjar þeirra skuli
bera íslenzkt nafn. Sveinbjörn
Högnason kvaðst vera alveg
sammála Gylfa. Sagði hann
auk þess að Björn Ólafsson,
sem talaði gegn brtill., ætti að
beita sér fyrir því að þing-
menn* sem bæru útlend nöfn
legðu þau niður og jafnvel
hefðu ekki kjörgengi. Sagði
hann að það væri nær að sett
væru ákvæði um það að út-
lendingum væri gert að skil-
yrði að kunna sæmilega ís-
lehzka tungu en „böbluðu“
ekki það illskiljanlega hrogna
mál, sem hvorki Islendingar
né útlendingar skildu.
Björn Ólagsson talaði gegn
breytingartillögunni og kvaðst
harma að á ný væri búið að
vekja upp þennan gamla
draug. Eftir þessum lögum
hefði verið farið í fimm ár og
gefist vel. Kvað hann ekki
óeðlilegt að Islendingar settu
nafnaskilyrðin fyrir veitingu
ríkisborgararéttar þar sem út-
lendingar hljóta við það mikil
fríðindi. Kvað hann það óeðli-
legt að menn, er hefðu ís-
lenzkan ríkisborgararétt hétu
nafnskrípum sem Islendingar
gætu ekki einu sinni borið
fram. Kvað hann þau fara í
bága við elzta og þekktasta
þátt íslenzks þjóðernis, sem
væru hin sérstæðu íslenzku
nöfn og væri því varhugavert
að viðurkenna erlend- nafn-
skrípi í íslenzkum lögum.
—Mbl., 15. marz
LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL
ÍSLANDS
SPARAR
ÞÉR
.00
»113
== Frá 11. maf.
== Frá Nevv York nm
== ÍSLAND til:
== NOREGS,
DAGLEGAR FLUGFERÐIR . . .
Rúmgjóðir og þægilegir íarþega-
klefar. Sex SkaiMinavar, þjálfaðir í
Bandaríkjunum bjóða yður vel-
komin um borð.
Einu “tourist” áætlunarflugferðim-
ar yfir Atlantsliafið, þar sem.fram-
reiddar eru tvær ágætar máltíðir
kaffi og koniak . . . AI.I.T YÐUR
AÐ KOSTNAÐARIiAUSU. Fastar
áætlunarferðir viðurkenndar .. af
C.A.B.
DANMERKUR, SVÍI*J6ÐAR, BRETUANDS,
ÞÝZKALiANDS, LUXEMBORGAR.
Upplýsingar I öllum ferðaskrifstofum.
Alþýðuskóldið Hinrik B. Þorlóksson
Framhald af bls. 4
Lífið sjaldan lék hann við,
litla kosti bar hann.
En þegar eftir andlátið
afreksmenni var hann.
Læt ég hann svo liggja í ró,
lizt þó vera gefið,
upp hann rísi, einkum þó
ef hann fengi í nefið.
Svo sem fyrr er getið fædd-
ist Hinrik í Reykjavík. Þess
minnist hann í kvæðinu
„Týndur blettur“, en í því er
þetta:
Rennur röðull fagur,
roðar loft og sæinn,
liðinn loks er dagur,
lít ég yfir bæinn.
Allt er breytt, sem unni
æskan fyrrum blíða.
,Ber að sama brunni
breyting lífs og tíða.
Sé ég enn í anda
— ei þá sjón burt hrek ég —
bæ í brekku standa,
barn þar fyrrum lék ég.
Æskan arm mér rétti,
,alla sorg nam þagga.
Þarna á þessum bletti,
þar stóð fyrir mín vagga.
Einn ég er að leita
æSkustöðva minna,
búið er að breyta,
blettinn má ei finna,
þar, sem leiki ljúfa
jéku saklaus börnin
ei finnst eftir þúfa,
aðeins kæra tjörnin.
Æskan er nú þrotin,
ýla fölnuð stráin,
barnagullin brotin,
blómin fögru dáin,
brekkan burt er grafin,
bær í rústir látinn,
ergi og armóð vafinn
einn hér stend ég grátinn.
Annars staðar minnist hann
einnig æskustöðva sinna og
æskuvinar. Þar er þetta:
Margt var brallað bróðir
böls ei þekktum dofa,
vorum grannar góðir •
gerðum hús og kofa,
áttum garða og grindur
gert hjá bæjarveggi
hesta, kýr og kindur
kjájka, horn og leggi.
Oft það gleði olli,
við við sigldur gnoðum
eftir Ingólfspolli
uAdir þöndum voðum.
.Duggur djúpið gistu
— dó ei viljakraftur —
dug ei drengir misstu
duggur byggðu aftur.
Þrátt með geði þekku
þráða unun fundum
ofan bratta brekku
bruna á sleða stundum,
eins og oft á skautum
okkur renndum börnin
eftir björtum brautum —
blessuð Víkurtjörnin.
I „Fyrsta þorradagskveldi
1910“ kveður við annan tón:
Href er úti
,Hart er í veðri,
þýtur of freðna
freragrundu
s ,mjöll og gnauðar
mædd á skeri
aldan háa
við ísaströndu.
Drjúpir sveit,
dimmt er í skála,
frostrósir ljóra
fagurskreyta,
svífur sól
að sortabaki.
Kalt er úti
(í kaun að blása.
Svo eru ennþá
íslandsniðjar
^sæmdir orku
(sinna feðra.
Fonar í æðum
(fjör og þróttur,
hreysti hugrekki
og hetjuandi.
Hinrik hélt fullum sálar-
;krötum og orti ljóð fram á
síðustu æviár:
Hnigin sól að svölu
, Ránardjúpi
sendir hinztu kveðju
geisladrótt,
reifar allt í roðagullnum hjúpi
,raddir hljóðna bráðum kemur
nótt.
Kom þú nótt og þjáðum,
þreyttum færðu
þæga hvíld, og frið í skaut
þeim ber
kom þú nótt, með unað,
, endurnærðu,
allt sem þráir ró 1 faðmi þér.
—Lesb. Mbl.