Lögberg - 03.10.1957, Síða 5

Lögberg - 03.10.1957, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1957 5 AHIJ6/ÍMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Dularfull fyrirbrigði Margt fólk hefir einhvern- tíma á æfinni orðið vart við dularfull fyrirbrigði, er það hefir ekki getað útskýrt á nokkurn hátt. Félög hafa ver- ið stofnuð í þeim tilgangi að rannsaka þessi fyrirbrigði. — Eitt slíkt félag á bækistöðvar sínar á Fifth Avenue í New York, T*he American Society for Phychical Research—Ame- ríska sálarrannsóknarfélagið. í því félagi eru prestar, læknar, lögmenn, dómarar, sálfræðing- ar, prófessorar, viðskiftamenn og húsmæður — um 800 manns. Vísindamenn yfþrleitt neita að ljá frásögnum um dularfulla atburði eyra, telja þær tli hjá- trúar og hindurvitna, en þetta félag hyggur þessar frásagnir þess virði að rannsaka þær, og berst félaginu fjöldinn allur af slíkum frásögnum árlega. Margar þeirra er hægt að rekja til eðlilegra orsaka, öðrum sem ekki fylgja næg sönnunargögn er varpað út. Hér fara á eftir nokkrar er þykja merkilegar: MAMMA ! MAMMAl Einn sumardag var kona ein á Long Island að búa sig til að fara í kveldverð er spilaklúbb- ur hennar hélt árlega. Maður hennar var fjarverandi í bíl þeirra; börn hennar voru sex mílur í burtu, niður við sjóinn með nágranna fjölskyldunni. Nú kom fyrir nokkuð óvenju- legt, og segir konan þannig frá: “Þegar eg var að ljúka við að taka til í eldhúsinu, fanst mér alt í einu að sonur minn sex ára væri í smábátnum sín- um og báturinn hrektist óð- fluga undan sterkum sunnan- vindi út á sundið þar sem straumurinn myndi bera hann út á hafið. Eg heyrði hann hrópa hátt og skýrt: Mamma! Mamma!” Hún hafði ekki bílinn svo hún gat ekki farið niður að ströndinni. Hún féll á kné og bað þess heitt og innilega að hann sæti kyrr í bátnum þar til honum yrði bjargað. Klukkan 5.45 kom maður hennar heim; hann kallaði til hennar og sagðist ætla ofan að sjónum til að synda og myndi koma heim með bömin kl. 8.00. Hún skýrði honum ekki frá hvers henni fanst hún verða vör. Bæði var það, að hann hafði áður skopast að hugarburði hennar og svo vildi hún ekki tefja hann, svo hann kæmist sem fyrst ofan að sjón- um. Nú beið hún nokkra stund en þegar enginn hafði símað henni klukkan 6.05 taldi hún að alt myndi vera með feldu og fór á spilafundinn, en hún sagði þó vinkonum sínum hvað fyrir hana hefði borið. Þegar hún kom heim um kveldið var sonur hennar í værum svefni í rúmi sínu en bóndi hennar hafði auðsjáan- lega komist í geðshræringu. “Þegar eg kom þangað,” sagði hann, “þá voru þau öll að þurka af sér tárin því Johnný hafði hrakið í litla bátnum sín- um langt fram á sjó, áður en hans var saknað. — Enginn myndi hafa tekið eftir því fyrr en of seint ef hann hefði ekki hljóðað: Mamma! Mamma! — Mennirnir tveir er syntu eftir honum sögðu að hann hefði vafalaust kastast útbyrðis ef hann hefði ekki setið sem fast- ast í bátnum. Þessi kona hafði aldrei áður óttast um slys við baðstaðinn og í þetta skifti óttaðist hún heldur ekki um dætur sínar tvær er þar voru. FLUGMAÐURINN Brezkur flugmaður einn var skotinn niður á Frakklandi í fyrra heimsstríðinu. Systir hans í Calcutta á Indlandi þóttist svo viss um að hún sæi hann í herberginu hjá sér þann sama dag að hún lagði barnið sitt á rúmið og sneri sér við til að fagna honum, en þá var hann horfinn. Hinu megin á hnettinum — á Englandi þann sama dag, fékk gömul vinkona fjölskyldunnar snögg lega sterkt hugboð um, að hinn ungi flugmaður væri dáinn. — Hún var svo viss í sinni sök, að hún settist þegar niður og skri'faði móður hans samúðar- bréf. Bréfið var dagsett og sett í póst áður en nokkuð hafði fengið vitneskju um at- burðinn frá stríðsyfirvöldun- um. AFI BIRTIST DÓTTUR DÓTTUR SINNI Gladys Watson, sem búsett er í Indianapolis, vakti mann sinn upp úr fasta svefni klukk- an fjögur einn morgun og sagði honum að hún hefði rétt í því séð afa sinn, sem bjó í Wilmington; hann hefði stað- ið hjá rúmi þeirra, svartklædd- ur með svart bindi um hálsinn og kallað til hennar með nafni. “Vertu ekki hrædd”, hefði hann sagt rólega, “það er bara eg. Eg er nýlátinn. Þannig bú- inn ætla þeir að grafa mig. Eg vildi aðeins segja þér, að eg hefi biðið eftir því að mega fara héðan síðan Ad (konan hans) dó”. Mr. Watson reyndi að sefa konu sína, segja henni að þetta hefði aðeins verið martröð, en hún gat ekki hætt að gráta. Hann var úrillur og sifjaður og ákvað að síma til Wilming- ton; Gladys var uppáhald gamla mannsins, ’ og hann myndi ekki telja það eftir sér að fara á fætur og tala um fyr- ir henni. Honum til mikillar undrun- ar var símanum svarað við fyrstu hringingu. Allir'í hús- inu í Wilmington voru á fót- um. Afi hafði orðið snögglega veikur daginn áður og andast klukkan 4.05 þá um morgun- inn. VtSAÐ TIL ERFÐASKRÁR Árið 1925 bar maður nokkur að nafni James P. Chaffin vitni um það fyrir dómstólum að faðir hans, sem dáinn var fyrir nokkrum árum, hefði birst við rúmstokk hans, flett frá sér yfirfrakkanum og sagt: “Þú munt finna erfðaskrá mína í vasa í yfirfrakka mínum.” James Chaffin, engu síður en allri fjölskyldunni, fanst þetta torskilið. Faðir hans hafði dáið snögglega af slys- förum og erfðaskrá hans, er gaf öðrum syni allar eigur hans hafði verið talin gild að lögum árið 1921, og ekki verið um það deilt af hinum sonum hans. En James leitaði samt uppi yfirfrakkann, fletti hon- um á líkan hátt ,og faðir hans hafði gert í draumnum, og fann pappírsmiða vafinn sam- an og saumaðan inn í fóðrið. Á hann var þetta ritað: “Lesið tuttugasta - sjöunda kapítula fyrstu Mósebók í Biblíu föður míns”. James Chaffin safnaði nokkfum nágrönnum sínum saman og opnaði biblíuna í þeirra viðurvist. Við 27 kap. 1. Framhald á bls. 8 ÞESSI VEÐBRÉF GETA BYGT UPP FRAMTIÐ önnur Pavlova eða Florence Nightingale— hvað verður hún er hún nær fullþroska? Canadisk spariveðbréf sem menn kaupa nú geta nægt til að borga fyrir æðri mentun .. . fyrir undirbúning hennar að giftingu .. . og til þess að stofna heimili. Alt það, sem tryggir raunverulega framtíð. Ef bráðan vanda ber að höndum má koma canadiskum spariveðbréfum samstundis í peninga, ásamt vöxtum gegn fullvirði. Þér getið keypt veðbréfin í bönkum, hjá viður- kendum fésýslumönnum, ábyrgðar og lán- félögum eða gegn launafrádrætti, þar sem þér vinnið. Betri kjörkaup en áöur — vextir íyrstu 2 árin 3y^%, hin 11 árin 43U% Kaupið , CANADA SPARI • VEÐBRÉF I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.