Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 r Lögberg OeflS flt hvem flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utan&akrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjðri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Dimited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorlzed as Second Class Mall, Post Ofíice Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Eitt allra yngsta skóldið í fyrra kom út á vegum prentsmiðjunnar Leiftur í Reykjavík ljóðabók, er gengur undir nafninu „1 Blásölum,“ 105 blaðsíður að stærð, er ritstjóra Lögbergs barst nýlega í hendur til umsagnar; að því er blaðið kemst næst, mun höfundurinn, Ragnar Ágústsson, einungis hafa verið tuttugu og þriggja ára, er hann sendi þetta fyrsta ljóðasafn sitt út af örkinni; hann er Húnvetningur í húð og hár og kennir sig við Svalbarð, sem vera mun nýbýli í Stapalandareign. Ekki verður sagt, að þessi kornungi höfundur hefji inn- reið sína í Ijóðheima með arnsúg í flugnum, þó óneitanlega sé vel af stað farið; ljóðformið má teljast óaðfinnanlegt, og mörg kvæðin bera vott um þroskaða hugsun, sem ekki fer í felur með ást sína til lands og þjóðar. „Vor um Vatnsnes,“ bls. 11, er blæfallegt og sonarlegt: Hlýjar öldur Vatnsnes vefja, vorið fyllir Húnafjörð- Tærir lækir státnir stefja, steypast niður fjallaskörð. Upp við ljósan himin hefja heiðir tindar gróna jörð. Ljúf er angan ungra trefja, ylur græðir sviðin börð. Iðnir bændur hugann hefja, herfið ristir þíða jörð. Hlýjar öldur Vatnsnes vefja, vorið fyllir Húnafjörð. Séra Árelíus Níelsson, glöggskygn maður á menn og mentir, minnist í Tímanum ljóðasafns þessa unga skálds af sannmati og vinsemd, og ritstjóri Lögbergs á auðvelt með að taka í sama streng. Séra Árelíus kemst meðal annars þannig að orði: — Ekki þannig að skilja, að Ragnar hafi séð margt eða sýnt í „Blásölum,“ sem ekki hefir áður í nokkurs manns huga komið. En samt er þar margt vel sagt og full ástæða til að veita honum fulla athygli og óska honum alls góðs á hinni oft svo þyrnum stráðu listabraut. Vonandi nær hann sigurhæðum með mikilli sjálfstamn- ingu, gagnrýni og fastari tökum á sagnaauðgi tungunnar og innsæi í dulheima mannlegrar sálar og töfrahallir íslenzkrar náttúru við fjöll og sæ. — Séra Árelíus vitnar í smáljóðið „Blóm í auðninni," en þeim vísum hafði ritstjóri Lögbergs veitt athygli jafnskjótt og honum barst ljóðabókin í hendur: Endalaus auðnin frá yztu mörkum að insta dóm. Aðeins illa ræktað einmana blóm langt út í sandinum sefur. Endalaus auðnin frá yztu mörkum og alt er hljótt. Röðull er runninn, en rótin unga um rökkurnótt iðin í grjótinu grefur. Sá, sem þetta segir, getur áreiðanlega átt eftir að kveða margt gott, ef hann er trúr sinni instu þrá og áeðstu köllun. — Allar heilbrigðar vökusálir fagna yfir nýgróðrinum hvar, sem hans verður vart, hvort heldur hann birtist í ljóðformi eða öðrum meitluðum myndum göfgandi hugarfars. Þá hefir íslenzku þjóðinni jafnan farnast bezt, er ljóð- gróður hennar var mest í heiðri hafður. Kvæðið „Hringrás lífsins" bendir á óvenjulegan þroska tuttugu oð þriggja ára skálds: Verða eyðimerkurnar gerðar að akurlendi? Nær íjórði hluti þurrlendis jarðarinnar er blásin og því sem næst líflaus auðn. — Þar er verk að vinna fyrir kom- andi kynslóðir. HVAÐ er eyðimörk? Sam- kvæmt orðabókinni: — „Landsvæði, þar sem enginn gróður getur þrifizt vegna skorts á úrkomu." Eigi að síð- ur er þar líf að finna, bæði jurtagróður, dýr og jafnvel menn, sem ögra jafnt orða- bókinni sem eyðimörkinni. Ef þú óskar að finna táknrænt dæmi um ókúganlegan lífs- vilja, þá er eyðimörkin ein- mitt rétti staðurinn til að leita þess. Hugsaðu þér til dæmis stað í arabísku eyðimörkinni, þar sem ekki hefur fallið dropi úr lofti í 5 ár og aldrei svo mikið sem dregið ský frá sólu — auðn og aftur auðn, án nokk- urs vottar um líf. En svo allt í einu grúast himininn af skýjum og hitabeltisregnið hellist úr loftinu. Á samri stundu er eins og töfrateppi hafi verið breitt á auðnina; milljónir örsmárra grænna blóma gægist upp úr jarð- veginum og gefa henni græna slykju. Þau vaxa með ótrú- legum hraða, spíra, blómstra og bera ávexti á einni viku. Svo skrælnar allt og deyr, og jörðin bíður regns á ný, máske í önnur fimm, löng ár. Ein grastegund eyðimerkur- innar, svonefnt „ashab“ — uppáhald úlfaldanna — liggur í dvala í allt að 10 ár og spírar þá jafnskjótt og dropi kemur úr lofti. Á eyðimerkursvæð- Þórður og Halldóra Helgason — Demantsbrúðkaup, 24. júlí, 1957 — Á hjónasamleið í sextíu ár, Með söknuði er litið til baka. Þótt yrði ei margar ferðir til fjár, Né friðsöm hvr enæturvaka. Ein var sú fróun, sem aldrei brást Á ævinnar reynslustundum. Hjartnæma samúð og helga ást, sem hjálmur og sverð í mundum. Nú lítið þið yfir liðin ár, — Sem lengur ei fólkið spyr um. — Þá örðugt reyndist að afla fjár Með allsleysi fyrir dyrum- Því skyldi landnemans saga sögð Með sönnum og réttum litum Og manndóms átök á metin lögð, Mæld fram í ljóði og ritum. Eitt er víst, að þið áttuð flest, 1 eðli frá guði á hæðum. Og hetjukjarkinn þið mátuð mest: Máttinn í sögu og kvæðum. Því andans kraftur og iðja var Til yndis á raunastundum Sem ljós í glugga, er lýsti þar, Sem lokað var flestum sundum. Ég sendi ykkur kveðju, og kæra þökk, Er kvöldar og skyggir daginn. Mín ræða er smá, en röddin klökk Og réttast að enda braginn. tÉg óska, að mitt ljóð nái heilt í Höfn, I hátíðarfagnaðinn vafið. Óg einróma samtíðin signi ykkar nöfn; Og svalinn við Kyrrahafið. 28. júlí, 1957. —S. E. Björnsson Hver ert þú, maður, sem gengur og grætur grefur með höndunum niður í svörðinn, meðan að fræin sín fagnandi jörðin felur í skauti um rökkvaðar nætur. Ertu að syrgja hér bliknuðu blöðin buguð í frosti og stormþungum árum? Ætlarðu að vökva þau vonlausum tárum? Snauð er þín vizka. Þótt fölnuð sé foldin, feig er sú speki, sem ritar í sandinn. Lífið er stundlegt. En lokaður andinn einmana reikar og eirðarlaus grætur alt það, sem hverfur hér niður í svörðinn, þangað, sem fræin sín fagnandi jörðin felur í skauti um rökkvaðar nætur. Að hér sé í uppsiglingu efniviður í athyglisvert ljóðskáld verður ekki efað ljóðunnendum til óblandinnar ánægju. um Norður-Afríku finnast smávaxnar plöntur, svokall- aðar „belly plants“, af því að maður verður að leggjast á magann til þess að koma auga á þær- Fræ þeirra geta legið í dvala árum saman og spíra svo hratt, þegar vökvinn kem- ur, að bókstaflega má sjá þær vaxa. Eyðimerkurgróðurinn gerir örvæntingarfullar tilraunir til þess að ná til vökvunarinnar. Tamarísk heitir runnagróður nokkur, sem teygir rætur sínar allt að 30 metrum niður í jörðina. Risakaktusinn í Norður-Ameríku og Mexikó hefur rætur, sem ekki ná nema einn meter niður, en þær teygja sig 25—30 metra til allra hliða. Til eru líka eyðimerkurplöntur, sem geta látið sér nægja kvölddöggina til næringar. Hún sogar það til sín gegnum blöðin, flytur það niður og út gegnum ræt- urnar, og sýgur það þaðan til sín aftur, ef kvölddöggin hrekkur ekki til. Kaktusinn hefur vatns- forðabúr í gildum stönglinum. Ein tegund trjákaktusa getur varðveitt fleiri hundruð lítra í stofninum í senn. Til eru kaktusar, sem geta lifað í sex ár án þess að fá dropa af vatni úr jarðveginum. Til er eyðimerkurjurt, sem heitir „bisnay“, og mætti kalla hana „eyðimerkurbrunninn.“ Hún hefur þann frábæra eigin leika, að sé gerð skálarlöguð hola í miðjan stöngulinn, Framhald á bls. 5 "Beter$205,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donalions lo the "Betel" Campaign Fund. 123 Princees Street. Winnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.