Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 5 AtiLGAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Bréf til ritstjóra Kvennasíðunnar „Svífur að hausti og svalviðrið knýr. Svanurinn þagnar og heiðlóan flýr. Blóm eru fölnuð í brekkunum 511. Bylgjurnar ýrast og rjúka sem mjöll. Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár. Fellir nú skóggyðjan iðja grænt hár.“ LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS • Á einni nóttn til Reykjavíkur. j RúmgóÖir og -þægilegir farþega- klefar, 6 flugliðar, sem þjálfaöir I hafa veriö i Bandaríkjunum, bjóöa j yöur velkomin um borö. • Fastar áætlunarflugferöir. Tvær j ágætar máltíðir, koníak, náttverður, allt án ankagreiðslu með IAR. Irrá New York meö viðkomu 'á ÍSI jA\ 1)1 til NOREGS, DANMERKUR. SVÍÞJ6ÐAR, STÓRA- IíRKTIj.VNDS, ÞÝZKALANDS. Upplýsingar í öllum ferðaskrifstofum rj s~\ n ICELAMDlCj AIRLINES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York . Chicago . San Francisco Ég man hva(5 það var gam- an að heyra mömmu og pabba syngja þetta ljóð; lagið er svo angur-blítt og á vel við er- indið. — Já, það fer nú að hausta hér á ströndinni sem annars staðar, þó maður verði þess lítið var, enn sem komið er- Hér hefur verið mesta veðurblíða, og sólskin flesta daga. Þessi tími hefir líka verið vel notaður til skemmt- ana af ýmsu tagi. Efst á dag- skrá eru ýms afmæli og tylli- dagar, sem sjálfsagt var að hátíðlega væri minnst. Hér í borg er kvenfélag, sem nefnir sig „Sólskin“ og mun það vera réttnefni, því það hefir fært sólskin og birtu inn í líf margra, sem þess hafa þurft með. Þann 13. september síðastliðinn voru 40 ár liðin frá því að þetta félag var stofnað, og var haldið upp á daginn með kvöldverðar- veizlu í Kerrydale Hall. Voru þar samankomnar allar fé- lagskonur, og eiginmenn þeirra, og þar að auki nokkrir gestir. Við háborðið sátu em- bættiskonur og fyrrverandi forsetar félagsins, allar með blóm í barmi (corsage) og fór vel á því, þar sem þessar konur hafa unnið þarft og gott verk. Að máltíðinni lokinni ávarpaði forseti, Mrs. Thora Orr, gestina og sagði nokkuð frá starfi félagsins. Skrifari, Mrs. Matthildur Frederickson, og féhirðir, Mrs. Emily Thor- son, töluðu einnig og rifjuðu upp ýmislegt frá löngu liðn- um dögum, bæði til gamans og fróðleiks. Stuttar ræður og lukkuóskir fluttu þeir Mr. L. H. Thorláksson, séra E. S. Brynjólfsson og Mr. Stefán Eymundsson. — Með söng og píanó-spili skemmtu þær Mrs. Anna McLéod og Mrs- Olsen. Að veizlunni lokinni tók Mr. Chris Isford myndir af hópn- um. Þann 6. október s.l. voru 10 ár liðin frá því að „Höfn,“ — elliheimilið íslenzka hér í bæ, var stofnsett. Nefnd sú sem hefir umsjón um hag heim- ilisins, heldur ætíð upp á dag- inn með því að bjóða öllum sem vilja koma að heimsækja Höfn þennan dag — og eins og fyrr var haft „opið hús“ (open house) þennan sunnu- dag. Kom margt fólk, og allir í sólskinsskapi. Mr. Stefán Eymundsson var forseti dags- ins, og bauð gestina velkomna, og óskaði afmælisbarninu allrar blessunar. Kirkjukór- inn söng nokkur íslenzk lög, undir stjórn Mr. L. H. Thor- láksson; Mrs. Hambley var við píanóið. Mrs. Anna Mc- Leod söng einsöngva, öllum til ánægju. Ræður fluttu þeir séra E. S. Brynjólfsson, Mr. Sig. Sigmundsson og Mr- Ey- ford. Á eftir prógramminu voru fram bornar ágætar veitingar og kaffi og afmælis- “cake.” Það er alltaf gaman að koma á Höfn — forstöðu- konan, vinnufólkið og heimilis fólkið, allir taka svo glaðlega og vel á móti manni. And- rúmsloftið er frjálslegt og notalegt. Nýlega hafa tvenn hjón hér í Vancouver átt 50 ára hjú- skaparafmæli: Mr. og Mrs. Stefán Eymundsson voru gef- in saman í hjónaband í Win- nipeg 22. ágúst 1907; séra Jón Bjarnason gifti þau. — Mr. og Mrs. Lindal J. Hallgrímsson voru gift í Grundarkirkjunni í Argyle 6. nóvember 1907. Hinir mörgu vinir þessara hjóna samgleðjast þeim og óska þeim allrar blessunar. Börn og vinir beggja hjón- anna héldu þeim gullbrúð- kaupsveizlur (sitt í hvoru lagi) og voru þau þar heiðruð með gjöfum, ræðum og heilla- óskaskeytum. Islenzki-lúterski söfnuður- inn hér hélt ársfund sinn 23. okt. í neðri sal kirkjunnar, og var fundurinn vel sóttur. — Starfið stendur í blóma, bæði andlega og efnalega. Forseti var endurkosinn Mr. G- J. Henrikson; skrifari, Mr. J. Potter; féhirðir,. Mr. Allan Stefánsson. — Stewardship Secretary er Mr. L. H. Thor- láksson. — Séra E. S. Bryn- jólfsson, prestur s^fnaðarins, gaf eftirfylgjandi skýrslu: — Messur haldnar á árinu, 132, af þeim voru 58 á ensku, 48 á íslenzku, og 26 á Höfn. Gift- ingar 27. Skírnir 40. Jarðar- farir .20. — Fulltrúar hinna ýmsu félaga í söfnuðinum gáfu skýrslur, hver frá sínu félagi. Kaffi og brauð á eftir fundi. Safnaðar-kvenfélagið W. A. hélt upp á þakklætisdaginn með kvöldverðarsamkomu í neðri sal kirkjunnar: “Thanks giving Turkey Dinner,” 21. október, og var samkoman vel Verða eyðimerkurnar gerðar . . . Framhald af bls. 4 fyllist hún strax af vatni. Fjöldi eyðimerkurfara hefur borið beinin hvílandi höfuðið upp að stofni þessara jurta, af því að þeir kunnu ekki ráð til þess að ná úr þeim vatninu, svo einfalt sem það þó var. Dýrin hafa líka furðulega hæfileika til þess að aðlaga sig lífsskilyrðum eyðimerkur- innar. Kameldýr getur „lagt upp“ slíkan forða af vatni að nægi allt að 9 dögum. Það virðist hafa eitthvert sjötta skilningarvit, - sem segir því, hvar vatn muni að finna. Hafi bedúíni villzt í eyðimörkinni, lætur hann kameldýrið ráða ferðinni, og það bregzt varla, að það finnur vatn í vatnsbóli. Og víst er það, að kameldýr lætur hinar frægu loftspegl- anir aldrei villa sér sýn, eins og stundum hendir mennina. 1 eyðimörkum Ástralíu lifir frosktegund ein, sem bókstaf- lega belgir sig svo upp af vatni, að hann verður eins og kúla. Á þurrkatímabilinu grefur hann sig 30—35 cm. niður í sandinn og liggur þar, meðan sólin steikir sandinn. Til eru einnig eyðimerkur- maurar, sem nota ákveðinn hóp félaga sinna sem vatns- geyma, fylla þá af vatni og sótt. Þann 20- nóvember held- ur þetta félag W. A. sinn ár- lega “Bazaar” á sama stað — og verður gaman að mæta þar. Mrs. Sigríður Haralds er nýkomin heim úr íslandsferð. Hún fór flugleiðis báðar leiðir um New York; og var í burtu í 4 mánuði. Mest af þeim tíma dvaldi hún hjá aldraðri móður sinni á Akureyri; en heim- sótti einnig ættingja og vini og var alls staðar vel fagnað. Hún er hrifin af þeim miklu framförum á öllum sviðum heima á ættjörðinni. Ég hitti Mr. Elías Elíasson við messu á sunnudaginn. — Hann er líka nýkominn heim frá Islandi, og dvaldi hann þar í 5 mánuði. Ég spurði hann hvort hann hefði komið í Mý- vatnssveit, og svaraði hann því neitandi. — „Þá fékkstu ekki að sjá fegurstu sveitina á íslandi,“ sagði ég. — Hanr> brosti bara og sagði: „Það er nú líka fallegt á Síðu!“ Hann sagðist hafa skemmt sér ágæt- lega á ferðalaginu. En nú verð ég að hætta, því ég er búin að fá góðan gest, og ætla því að hella kaffi upp á könnuna. Sonur minn bless- aður er nýkominn heim frá Mexico og Lima, Peru, en þangað flýgur hann reglu- bundnar ferðir með 70 far- þega, þegar öll sæti eru tekin. Hann hefur því frá mörgu að segja. Með kærri kveðju til ykkar hjónanna og lesenda Lögbergs. Þín einlæg, Guðlaug Jóhannesson Vancouver, B.C. neyta þess á þurrkatímabilinu. Mannkindin reynir líka á sinn hátt að laga sig eftir skil- yrðunum- Bedúínafjölskyld- urnar hafa furðulega hæfi- leika til þess að geta sér til um, hvar regnið fellur næst. Þeir fá skyndilega slíkan grun, og flytja sig milli staða án sýnilegrar ástæðu. En þeim verður oftast að von sinni, og þá er setið við þar til hver ná- anlegur vatnsdropi er drukk- inn og hvert strá etið. Síðan flytja þeir sig í annan stað og svo koll af kolli. Bedúínar eru furðulega rat- vísir. I augum jafnvel reyndra eyðimerkurfara hins hvíta kynstofns er hver sandaldan annarri lík, en því er ekki þannig farið með bedúínann. Hann þekkir þær í sundur, hversu langur tími sem líður í milli þess að hann sér þær, og sá eiginleiki hans skilur líka oft í milli lífs og dauða. Bedúínar haga líka klæða- burði sínum með tilliti til lífs- skilyrðanna. Föt þeirra eru mjög rúm og hylja líkamann allan. Klæðnaður þeirra held- ur hitanum frá á sama hátt og þykkir, vel einangraðir veggir halda úti miklum kulda. Það hefur mælzt 70° hiti á Celsíus í Sahara. Sand- stormarnir eru verstu fjendur þeirra. Sandurinn hrekst und- an storminum af þvílíku afli, að venjuleg glerrúða verður á augabragði ógegnsæ. Þegar sandstormurinn skellur á bedúína, fer hann strax af baki, legst niður í skjóli við úlfaldann, vefur sig inn í burusinn og bíður þess að storminn lægi. En ekki eru eyðimerkurnar alls staðar þaktar sandi. Minna en sjötti hluti Sahara er sandi hulinn. Fimm sjöttu hlutar er þakinn möl, all- stórgerðri, að langmestu leyti hnefastórum steinum. Eyði- merkurnar eru heldur ekki á- vallt flatneskjur. Mestur hluti Sahara er hæðóttur mjög og sums staðar rísa þar há fjöll og fjallgarðaraðir teygja sig til allra átta. Á stórum svæð- um liggja leiðirnar upp og niður, upp og niður, enda- laust. Margir leggja leiðir sínar um Sahara í bifreiðum, en það er langt frá því að vera hættu laust- Milli vatnsbóla eru oft 150—200 kílómetrar. Það er sagt, að venjulegur maður þoli í mesta lagi að vera þar án vatns í 12—14 tíma. Að þeim tíma liðnum hefur steikjandi sólskinið gert út af við hann. Um ferðalög um Sahara í bíl- um gilda ákveðnar reglur, og það er reynt að hafa strangt eftirlit með því að þeim sé hlýtt. Auk venjulegra vara- hluta skulu hafðar meðferðis skóflur og langt reipi. Það er mjög þýðingarmikið, að reipið sé langt. Það hefur komið fyrir að menn hafa farizt vegna þess að reipið hefur ekki náð niður til vatnsins í brunnunum. 1 öllum álfum heims eru eyðimerkur, að undanskilinni Evrópu. Þær vaxa með ógn- þrungnum hraða á hverju ári og feggja stöðugt ný og ný landsvæði í auðn. Stærsta eyðimörk heimsins, Sahara, sækir fram á 3, 200 kílómetra langri víglínu, sums staðar allt að 50 km. á ári. Að vissu leyti eru eyði- merkurnar mannaverk. Um- hverfis flestar eyðimerkurn- ar eru breið belti, þar sem úrkoman er nægileg handa lífvænlegum gróðri. Þangað sækja hirðingjar, sem eyði- mörkin hefur hrakið frá sér. Þeir höggva tré og runna og nota til eldsneytis. Búpening- urinn rótnagar gróðurinn, jörðin þornar upp og eyði- mörkin sækir á. Þar með eru þessar hálfeyðimerkur áður en varir komnar í algerlega auðn. Þetta hefur margsinnis átt sér stað og er sí og æ að ger- ast. Eitt sinn var Egyptaland aðeins hálf-eyðimörk. En á sjöundu öld ruddust Arabarn- ir inn í landið með stórar hjarðir úlfalda, geita og sauða. Og það leið ekki á löngu þar til landið allt að undanskild- um mjóum ræmum beggja Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.