Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957 Verða eyðimerkurnar gerðar að akurlendi? Úr borg og bygð — BAZAAR — verður haldinn undir um- sjón kvenfélags Fyrsta lút- erska safnaðar í fundarsal kirkjunnar á Victor Street, fimtudaginn 21. nóv. kl. 2—5 e. h. og 8—10 að kvöldi. Til sölu verður lifrapylsa og blóðmör; einnig vínartertur og alls konar kaffibrauð. Kaffiborðin verða undir um sjón Mrs. B. Heidman og Mrs. S. Gillis- Kjötmat annast Mrs. G. Jó- hannsson. Kaffibrauð, Mrs. G. Ólafson. White Elephant, Mrs. J. Gillies- —Munið stað og tíma. ☆ Samkoma í Árborg íslenzka skemmtiskráin, sem fram fór á Royal Alex- andra hótelinu í Winnipeg, 22- okt., verður endurtekin ,að mestu óbreytt á samkomu í Árborg kl. 8.30, 22. nóvember, til arðs fyrir læknisbústað byggðarinnar. Aðgangur $1.00. ☆ Til leigu tvö herbergi að 668 Lipton St. Sími SP. 5-4745. — Annual Fall Bazaar — The Women’s Auxiliary ol: the Icelandic . Lutheran Church in Vancouver, B.C. will hold their anual Bazar, nov. 20th 1957 in the audi- torium of the church, 585 West, 41st Ave. and Ash St. from 200 p.m. to 10.00 p.m. Hanikjöt, rúllupylsa, lifra- pylsa, pönnukökur etc. will be sold at the delicatessen stall. Also at the Bazaar — Home cooking, aprons, candy, children’s wear and novelties. Refreshments will be sold. Helga Munro ☆ — Silfurbrúðkaup — Á laugardaginn 2. nóvember söfnuðust saman í Hecla Hall vinir og vandamenn þeirra mætu hjóna Steingríms og Sesselju Sigurgeirsson til að samfagna þeim í tilefni af tuttugu og fimm ára giftingar afmæli þeirra. Meðal utan- byggðargesta voru: Dr. og Mrs. S. . Thompson frá River- ton og Mr. og Mrs. Helgi K. Tómasson og fjölskylda frá Winnipeg; var Helgi sam- kvæmisstjóri, en Dr. Thomp- son mælti fyrir minni silfur- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylaiids, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir brúðhjónanna. — Ennfremur tóku til máls Guðmundur Austfjörð, Helgi Jones og Mrs. H. W. Sigurgeirsson, er mælti fyrir hönd Kvenfélags Mikleyjar. — Heiðursgestun- um voru færðar góðar gjafir og þökkuðu þau fyrir þær og þann hlýhug er þeim var auð- sýndur. ☆ Mr. C. H. ísfjörð, 5790 Sherbrooke St., Vancouver 15, B.C., hefir góðfúslega tekið að sér að vera innköllunar- maður Lögbergs þar í borg og umhverfi, og eru þeir sem vilja gerast áskrifendur blaðs- ins eða borga ársgjöld sín beðnir að súna sér til hans. ☆ Gefin saman í hjónaband, þann 9. nóv., af séra Sigurði Ólafssyni að heimili hans, 71 Walnut St. hér í borg, Krist- ján Valdimar Grímólfsson, Hecla, Man., og Jóhanna Renaud, Riverton, Man. Við giftinguna aðstoðuðu Mr- Ásmundur Grímólfsson bróð- ir brúðgumans og Miss Violet Renaud systir brúðarinnar. — Mæður brúðhjónanna og nokkrir aðrir nánir vinir voru viðstaddir giftinguna. ☆ — DÁNARFREGNIR — Ásgerður Freeman, frá Piney, Man., lézt á spítala í Winnipeg 2. nóv. og var jörð- uð frá kirkjunni í Piney 5. nóv. Ásgerður var fædd að Úlfarsfelli í Snæfellsnessýslu, 22. febr. 1869. Foreldrar henn- ar voru Sturla Björnsson og Margrét Sigurðardóttir. Hún fluttist til Kanada 16 ára gömul, en 27. júní 1900 giftist hún Lárusi Freeman frá Köldukinn í Dalasýslu. Hafa þau lengst af átt heima í Piney. Hin látna var gáfuð kona og afbragðs dugleg. Hún var lengi ljósmóðir í sveit sinni, og varð mjög vinsæl í héraði. Auk eiginmannsins ætur hún eftir sig eina dóttur, Margréti, Mrs. Herold Mills- í Middleborough, og þrjá sonu, sem allir eiga heima í Piney, þá Victor, Óskar og Milton. Framhald af bls. 5 vegna Nílar varð sú eyðimörk, sem þar er í dag. Til eru harðgerðar jurtir, sem hægt er að nota með góð- um árangri í baráttunni við útbreiðslu eyðimerkurinnar- Þessar plöntur safna í sig vatni, metta jörðina raka sam tímis því sem þær mynda moldarlag með því að safna í sandinn lífrænum efnum. Ræturnar binda hinn nýmynd aða jarðveg saman og halda í honum raka. Síðan er hægt að planta þar runnum og trjám og þrífist þau er ekki hætt við uppblæstri. Hið áhrifamesta vopn í bar- áttunni við eyðimerkurnar er vatn. Elzta aðferðin er sú, að flytja vatn langar leiðir í skurðum og grafa brunna. Með þessum aðferðum hafa Egyptar haldið í sér lífinu í 5000 ár, með aðstoð hinna frægu árlegu flóða í Níl. Verkfræðingar fornaldarinn ar í Mesópotamíu (nú Irak) grófu skurði á þveru og endi- löngu landinu milli Eufrats og Tigris og breyttu því í frjó- sama hveitiakra til viðhalds 40 milljónum manna. í dag notar Irak með fimm milljón- um íbúa hluta af tekjum sín- um af olíulindunum til þess að endurbyggja hið forna á- veitukerfi, sem villimanna- hjarðir Dsengis Khans á sín- um tíma lögðu í rústir. I Líbýu hafa meir en 2000 forn- Mrs. Sigurborg Julius, 691 Jessie Ave., lézt 8. nóv. og fór útför hennar fram frá Fyrstu lútersku kirkju á miðviku- daginn- Hún var systir J. J. Swansonar, hins velþekkta kaupsýslumanns í Winnipeg, og þeirra systkina, en ekkja Bjarna Juliusar, bróður KN’s, og þeirra bræðra. Hún lætur eftir sig tvær dætur og tvo sonu. — DÁNARFREGN — Mrs. J. S. Johnson, 2722 N.W. Ave., Bellingham, Wash. U.S.A., andaðist á sjúkrahúsi þar í bæ 17. okt. 1957. Hún var 74 ára gömul- Banamein hennar var hjartabilun. Hana lifa eiginmaður hennar John S. Johnson, og tvö börn þeirra, Þóra (Mrs. Jones) Sharp Park, California, og Herman, Custer, Wash., og 3 barnabörn. Einnig tveir bræður, Óli S. Anderson, Baldur, Man., og Sigurður K. Anderson, Deloraine, Man. — Sigríður sál. eða „Sarah“ eins og hún var oftast nefnd, var dóttir Kristjáns Andersonar og konu hans Þóru Jónsdótt- ur, landnema í Argylebyggð. Hún var elskuleg eiginkona og móðir, hæglát og háttprúð í framkomu, vinur vina sinna og einlæg trúkona. Útförin fór fram frá út- fararstofu í Blaine, Wash. — Séra Newbauer, prestur Lút. kirkjunnar í Blaine, flutti kveðjuorðin. Jarðsett var í Blaine-grafreit. aldarvatnsþróa verið grafnar upp, og þær koma nú að sama gagni og þær gerðu fyrir 2000 órum. Á vorum tímum hefur verið fundin upp ný aðferð til þess að veita vatni á eyðimerkurn- ar. I árþúsundir hefur regn- vatn eyðimerkurinnar hripað í gegnum efstu jarðlögin, máske mörg hundruð metra. En fyrr eða síðar hefur það stöðvast á fastari jarðlögum, holóttum og gljúpum, og geymzt þar. Á að minnsta kosti tveim stöðum í Sahara hafa fundizt slík forðabúr geysimikil að víðáttu. En það er djúpt niður á þau. Við Zelfana í norðvesturhluta Sahara hefur vatninu verið náð upp af 1200 metra dýpi og þar eru nú víðáttumiklar og gróðursælar vinjar. Eitt merkasta náttúrufyrir- brigði veraldar er neðanjarð- arvatnsfall á 100—300 metra dýpi undir ánni Níl og nær samhliða henni á nær því 900 km. kafla. Það er talið vera allt að því 10 km. breitt og vatnsmagnið langtum meira en í Níl sjálfri. Egypzkur fjármálamaður og stjórnmálamaður nokkur, — Hafez Afifi að nafni, — hefur barið fram athygisverða til- lögu um hagnýtingu þessa neðanjarðar vatns. — Hann keypti 120 hektara af landi norður frá Kairo, lét bora niður í vatnsfallið og náði vatninu upp með mjög krötug- um dælum. Þar er nú risið blómlegt bú og frjósamir akrar hylja landið, sem áður var eyðimörk ein- En það krefst mikillar orku að hagnýta þetta vatn, bæði að ná því upp og flytja það eftir yfirborðinu. Þess vegna er nú áherzla lögð á að hag- nýta orku sólar og vinda í þessu skyni. — Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur spáð því, að eitt þýðingarmesta hlutverk atómorkunnar verði það að breyta eyðimörkinni í frjósöm akurlönd. Svo kann að fara, að það verði eyðimerkursvæðin, sem brauðfæði komandi kynslóðir jarðarinnar. Þá verður eyði- mörkin ekki lengur óvinur mannsins, heldur vinur og samherji. —Sunnudagsblaðið Hún: — Hefurðu tekið eftir nýja sundbolnum hennar Jónu? Hann: — Nei, það hef ég ekki. Hverju er hann líkur? Hún: — Á flestum stöðum er hann satt að segja ákaflega líkur Jónu. ★ Tom: — Það var náungi á dansleiknum, sem hélt því fram, að ég væri líkur þér. Harry: — Og hvað sagðir þú? Tom: — Ó, blessaður vertu. Ekkert. Hann var miklu stærri og sterkari en ég! PÓSTSTOFA CANADA Sencfið jólapóstinn snemma Verið vissir um að jólakort, bréf og gjafir til vina og skyldmenna séu póstuð svo snemma, að til þeirra komist fyrir jólin. Hér sýnir síðustu dagana, er póstur verður að fara af stað með reglulegum skipagöngum til Evrópulanda héðan og verða kominn til viðtakenda fyrir jól. Pósíið fyrir þennan tíma: BRÉK BrtíJGBA Great BritaJn, Burope Grcat Britain, Burope Ef þú átt heima í British Columbia N6v. 3 Nóv. 2 6 Nóv. 26 Nóv. 21 Manitoba, Alberta, Saskatchewan Des. 1 Nóv. 27 Nóv. 27 Nóv. 23 Ontario, Quebec, Des. 5 Nóv. 30 Nóv. 30 Nóv. 25 New Brunswick, Nova Scotia, P.B.I., Newfoundland Des. 5 Nóv. 30 Nóv. 30 Nóv. 22 Þér getið flýtt fyrir jólapóstinum ef þér munið: • Að skrifa greinilega utan á, rétt og til fullnustu. • Skrifið utan á með prentletri, helzt beggja megin á böggla. Og gleymið ekki yðar eigin addressu. • Látið og rétt póstgjald á sendingar. Biðjið pósthús yðar að vega flugpóst, bréf og böggla eða hvers konar póst sem er, til að vera viss um rétt burðargjald. • Verið viss um að skrifa fult nafn landsins, sem pósturinn er sendur til. Notið enska stöfun á land- inu hvar sem mögulegt er, til dæmis GERMANY í stað Deutschland, POLAND en ekki Polska. Frekari upplýsingar á hverju pósihúsi. Gefið út með leyfi pósfstjórnar Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.