Lögberg - 14.11.1957, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1957
------- -----"
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
VON OG ÖRVÆNTING
Á tæpum hálfum mánuði var dalurinn búinn
að skipta um klæðnaðinn. Hvíti vetrarskrúðinn
var algerlega horfinn. Ár og lækir beljuðu fram
kolmórauðir. Engin skepna var óhult — alls staðar
voru hættur. „Fár veit, hverju fagna skal“, segir
máltækið. Jafnvel þetta margþráða vor hafði í
för með sér þá erfiðleika og áhyggjur, að vetrar-
annirnar fundust rólegir snúningar hjá þeim erli,
sem hver dagur þess hafði upp á að bjóða. Það
þurfti líka að líta um öxl til vetrarins, hann var
að þokast inn í fortíðina. En vorið kom í fangið
æst og órólegt, eins of æskan, með fullt af fögrum
vonum og fyrirheitum, sem enginn getur annað
en fagnað. Ekki var annríkið minna innan bæjar
hjá húsmæðrunum í framdalnum, sem væntu
skólagengnu sonanna heim þá og þegar. Þar
fóru fram hreingerningar og kökubakstur. Allt
var gert til þess að heimkoman yrði sem skemmti-
legust- Gömlu vinnuhjúin á Nautaflötum máttu
ekki fara, fyrr en Jakob væri kominn heim. Þá
átti að gera sér glaðan dag. Anna Friðriksdóttir
talaði um það við Borghildi, að sér finndist það
leiðinlegt, að Dísa gæti ekki glatt sig með þeim.
En hún óttaðist, að Dísa færi ekki aftur, ef henni
yrði boðið fram eftir. Það þótti Borghildi mjög
sennilegt.
Svo komu þeir einn góðan veðurdag, þessir
ungu gagnfræðingar. Þóra bjóst ekki við neinu
sérstöku framfarastökki hjá syni sínum frekar
en fyrra vorið. Hún bað hann ekki um að lofa
sér að sjá listann — það var betra að sjá hann
ekki. En nú bauð Björn henni að sjá hann. Hún
þurfti ekki að leita lengi að nafninu hans — hann
var sá sjötti að ofanverðu. Jakob var efstur. En
hvar var þá Sigurður Erlendsson? Sá tólfti í
röðinni!
Jæja, hreyki hún sér núna, flagðið það, hugs-
aði Þóra. Hún gat ekki gleymt framkomu Helgu
við hestaréttina vorið áður. „Þú hefur staðið þig
vel núna, vinur“, sagði hún ánægð og tyllti sér á
tá til að kyssa hann, svo stór var hann nú orðinn,
drengurinn hennar.
„Nú held ég þér líki, góði minn“, sagði Anna
Friðriksdóttir við mann sinn sama kvöldið, sem
Jakob kom heim til föðurhúsanna, fölur og magur.
„Nú er hann efstur í skólanum“.
„Já, ég bjóst alltaf við því, en mér þykir hann
vera útlitsdaufur. Það stafar sjálfsagt af þessum
innisetum og hreyfingarleysi. Þú verður að vera
duglegur að þamba nýmjólk og rjóma heima hjá
mömmu, vinur minn“, sagði faðir hans.
„Ég næ mér heima í fjallaloftinu“, sagði .
Jakob.
En útlitið var allt annað en álitlegt. Hann
hafði hóstakjökur og matarlystin var sáralítil-
Eftir viku var sóttur læknir til hans. Læknirinn
sagði, að hann hefði átt að hætta í skólanum,
þegar hann varð veikur um veturinn. „Það eru
ekki allir, sem þola að sitja á skólabekk“, sagði
hann við móður hans. „En vonandi batnar þetta.
Hann verður að vera í rúminu, meðan nokkur
hitavottur er, og reyna að vera duglegur að borða“.
En hitinn var þrálátur og matarlystin lítil. Rúmið
hans úr gestaherberginu var flutt inn í hjónahúsið,
en rúm Lísibetar fram í skálann. Sjálf var hún
flutt heim til fátæklegu föðurhúsanna á Ósnum.
Þar átti hún að vera, meðan Jakob lægi.
Anna vildi helzt vaka yfir syni sínum á nótt-
unni, en hann sagðist geta kallað til hennar, ef
hann þyrfti einhvers með, henni væri óhætt að
sofa rólega sín vegna. Hún sá, að hann var ekki
alvarlega veikur ennþá, en hún bjóst alltaf við
því hræðilegasta og var kvíðandi allan daginn. Á
kvöldin varð hún kjarkbetri, þegar maður hennar
var kominn inn og settist við rúm sjúklingsins,
lagði útitekið andlitið að tærðum vanga og spurði
um líðan hans. Þá var eins og Jakob hresstist líka
við snertingu þessa hrausta manns.
„Mér líður þetta líkt. Ég er ekkert veikur,
pabbi, bara máttfarinn. Það er leiðinlegt, að
mömmu finnst hún alltaf þurfa að hafa andvara
á sér á nóttunni. Ég þarf einskis með, nema að
hafa hjá mér vatn“.
t „Ég er alltaf svo hrædd um, að það sé eitt-
hvað, sem þurfi að gera fyrir þig, elsku drengur-
inn minn“, sagði móðir hans.
Það barst eins og eldur í sinu um sveitina, að
einkasonurinn á Nautaflötum væri kominn heim,
veikur af berklum. „Alltaf var einhver mæðan,
sem þurfti að koma fyrir á því heimili", sagði
fólkið. Dísa hafði verið á Riárastöðum, síðan Gróa
flutti hana þangað um veturinn. Dísu va!rð hverft
við þessar fréttir- Hún vildi endilega fara fram
eftir, en það þótti alveg óþarfi, nóg var annað að
gera. Hún nauðaði samt, þangað til hún fékk lán-
aðan hest og unglingspilt til fylgdar einn laugar-
dag, en hún átti að koma aftur um kvöldið og
helzt ekki að koma inn til sjúklingsins. Það var
náttúrlega sjálfsagt, að hún gerði það. Þegar þau
voru komin fram á eyrarnar fyrir utan Nauta-
flatir og ekkert vatnsfall var lengur á leið þeirra,
fór Dísa af baki og rétti fylgdarmanninum taum-
inn og sagði, að hann þyrfti ekki að fara lengra.
„Ætlarðu ekki að verða samferða heim í
kvöld?“ spurði pilturinn.
„Nei, það hef ég nú ekki hugsað mér“, sagði
Dísa dálítið hreykin yfir kænsku sinni.
Pilturinn snéri við með hestinn í taumi, en
Dísa tölti heim að æskuheimili sínu með reið-
pilsið á handleggnum. Við fjárhúsin niðri á túninu
sá hún eitthvað af fólki og þangað stefndi hún.
Þarna voru tvær bráðókunnugar stúlkur í stórum
flekk af sauðataði, sem þær voru langt komnar
með að reisa upp. Hún heilsaði þeim með handa-
bandi. Önnur var stór og dugnaðarleg við vinn-
una, en hin var unglingur.
„Er engin manneskja hér nema þið?“ spurði
Dísa. Því yar svarað neitandi. Þær virtu hana
fyrir sér og hún þær.
„Hvar eru allir karlmennirnir?“ spurði Dísa
næst.
„Þeir eru sjálfsagt einhvers staðar við féð,
býst ég við“, svaraði sú rösklegri. „Annars fylgist
ég lítið með ferðum þeirra“.
„Hvernig líður Jakobi?“ spurði Dísa enn-
fremur.
Sama stúlkan varð fyrir svörunum: „Það er
eins með hann og hina karlmennina, við fylgjumst
ekkert með líðan hans — vitum aðeins, að hann
er í rúminu og svo ekki meira“.
„Mér þykir þið vera heldur fáfróðar“, sagði
Dísa og glotti lítilsvirðingarlega.
„Hver ert þú eiginlega?“ spurði sú, sem alltaf
varð fyrir svörunum.
„Ég er fósturdóttir hjónanna hérna, Þórdís
Pálsdóttir- Þið hafið sjálfsagt heyrt mín getið“.
„Nei, við höfum ekki heyrt, að þau eigi neina
fósturdóttur, nema hana Lísibetu litlu, en svo
geta þau náttúrlega átt tíu fyrir því, við erum
svo ókunnugar ennþá“.
Dísa gekk snúðugt frá þeim og gekk heim að
bænum. Það var enginn úti við og enginn í eld-
húsinu. Hún settist á stól við borðið og beið þess,
að einhver kæmi fram. Svo kom Borghildur
framan úr hlóðaeldhúsi með kjöt í fötu. Hún
hrökk við, þegar hún opnaði hurðina.
„Láttu þér ekki verða bilt við, elsku Borg-
hildur mín“, sagði Dísa í sínum blíðasta róm og
kyssti hana tvo hlýja kossa.
„Ég átti ekki von á neinum hér“, sagði Borg-
hildur, „þess vegna varð mér bilt við“.
„Mér finnst ég vgj^la þekkja heimilið“, sagði
Dísa, „ég sé ekkert lífsmark með neinu, nema
tveim stelpukjánum niður við fjárhús, sem ekkert
vissu eða skildu. Hvar eru krakkarnir og hund-
arnir? Það er ekki svo mikið, að þeir komi á móti
manni“.
„Það er víst hver og einn við sitt starf, eins og
gerist og gengur“, svaraði Borghildur innan úr
búrinu, en þangað hafði hún farið með kjötfötuna.
„Ég býst við, að piltarnir séu við féð og hund-
arnir að sjálfsögðu með þeim. Það er nú byrjaður
sauðburður, eins og þú veizt, og þá eru nógir
snúningarnir. Stúlkurnar ertu búin að sjá, og ég er
hér á mínum vanastað við matinn. Þá vantar
víst ekki marga“.
„Hvar eru Lísibet og Kristján?"
„Hann er sjálfsagt með piltunum, en hún er
komin heim til Sigga pabba og Rósu mömmu“.
„Ja, nú þykir mér þú segja mér tíðindi.
Hvernig stóð nú á því, að henni var ýtt í burtu,
sjálfu eftirlætisgoð>inu?“ sagði Dísa og brosti
háðslega.
Borghildur lét sem hún tæki ekki eftir því, í
hvaða tón Dísa talaði. „Það gerðu þessi veikindi
Jakobs. Hún vildi hvergi sofa annars staðar en inni
í húsinu hjá Önnu, og svo var eins og hlátur henn-
ar og hnyttinyrði hljómuðu ekki eins skemmti-
lega eftir að þessi dimmi skuggi lagðist yfir
heimilið- Auðvitað sakna allir hennar, angans
litla“, svaraði hún.
„Var hún ekki háskælandi, þegar hún fór,
litla greyið?“
„Nei, nei, hún hefði varla verið látin fara
óánægð. Hún var kát yfir því að breyta til. Það
er vani krakkanna".
Það var ekki verið að taka sér það nærri, þó
að ég færi skælandi burtu, hugsaði Dísa og
gremjan fyllti huga hennar. „Er þetta tæringin,
sem gengur að Jakobi?“ spurði hún eftir litla þögn.
„Læknirinn hefur víst ekkert sagt um það“,
svaraði Borghildur fálega.
„Þetta er altalað“, sagði Dísa næstum hróðug.
„Það hefði ekki átt að ganga alveg eins mikið á
fyrir ykkur í vetur, þegar ég sagði, að hann væri
lagztur í tæringarveiki, fyrst það reynist þá rétt
og satt eftir allt saman“.
„Það var skammarleg framhleypni og ég
vona, að þú farir ekki að segja Önnu, að það sé
altalað í sveitinni, að hann sé veikur af berklum“,
sagði Borghildur alvarleg.
„Nei, auðvitað geri ég það ekki. Er hún ekki
alveg við rúmið eða í því?“
„Nei, hún er fram yfir allar vonir, dugleg og
kjarkgóð“, svaraði Borghildur.
Anna kom fram rétt í þessu. Hún gladdist yfir
að sjá Dísu glaða og hraustlega. Hún var búin að
telja sjálfri sér trú um, að veikindi Jakobs væri
hefnd á þau hjónin fyrir að Dísu var sagt í burtu
hálfkjökrandi um veturinn. Kannske yrði hann
tekinn frá þeim fyrir þá harðýðgi. Dísa faðmaði
fóstru sína að sér og kyssti hana marga kossa.
„En hvað þú ert dugleg, Dísa mín, að vera komin
alla þessa leið. Hefur þér ekki liðið vel þarna út
frá?“ sagði Anna.
„Svona þolanlega. Maður þarf víst ekki að
búast við því betra hjá vandalausum, en ekki
ætlaði að ganga vel að fá sig lausa, þangað til ég
sagði presti það, að ég tæki það fram yfir allt að
fara fram eftir og hlynna að mínum elsku bróður.
Honum fannst það svo kristilegt, að hann gaf
mig lausa“-
Mikið gat þetta verið líkt eins og þegar Páll
gamli var að þylja upp einhverja hræsnisþuluna,
hugsaði Borghildur. Anna leit til Dísu stórum
spurnaraugum eins og hún vildi segja: Mér þykir
nú nóg um þetta!
Dísa hélt áfram: „Ég er nefnilega komin til
að vaka yfir Jakobi fyrir þig, mamma, svo að þú
getir sofið róleg í þínu rúmi“.
„Þakka þér fyrir umhyggjuna, Dísa mín“,
sagði fóstra hennar, „en ég er hrædd um, að ég
svæfi ekki róleg, ef hann væri svo veikur, að það
þyrfti að vaka yfir honum, en það er hann ekki,
sem betur fer. En ef það yrði, vekti enginn yfir
honum annar en ég eða pabbi hans. Það skal eng-
inn smitast af honum, nema þá ég. O gef Guði
þóknast að taka hann frá mér, þykir mér ekkert
að því að fá fararleyfi úr heiminum. Ég hef þá
ekki fyrir neitt að lifa“.