Alþýðublaðið - 11.08.1960, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.08.1960, Qupperneq 3
, Framhald a£ 1. siðu. i aðamótin jan.—fébr. 1959 tek-j ið í heimildarleysi úr frímerkja birgðum . póststjórnarinnar 1 örk eða 100 stk. af 40 aura frí- merkjum frá 1898, 1899 og 1904 og 1 örk eða 100 stk. af 50 aura frímerkjum frá sömu árum svo og fyrir að hafa tekið 150 ein- stök merki af ýmsum tegund- um. í öðru lagi er Einar Pálsson ákærður fyrir að fá Guðbjart Heiðdal Eiríksson í janúar 1960 til að bera rangt fyrir rétti hjá rannsóknarlögreglunni, er haldinn var 15. janúar svo og fyrir sakadómi Rvíkur 22. sama mánaðar. En Guðbjartur hélt því fram í þau skipti bæði, að hann hefði fengið frímerki þau, er málið snýst um hjá Sigurði heitnum Baldvinssyni' fyrrv. póstmeistara. Einnig skýrði hann ranglega frá viðskiptum sínum við Einar Pálsson og reyndist það vera samkvæmt ósk Einars gert. Ennfremur er Einar Pálsson ákærður fyrir það að hafa hinn 10. jan. s. 1. reynt árangurslaust að fá Knud Hansen til þess að bera það ranglega við yfir- heyrslur, að hann hefði keypt af Guðbjarti Heiðdal umrædd 40 aura og 50 aura frímerki en frímerki þessi hafði Einar sjálf ur selt Knud Hansen. í þriðja lagi er Guðbjartur Heiðdal ákærður fyrir rangan framburð fyrir rétti. Og enn- fremur er Knud Hansen ákærð ur fyrir rangan framburð fyrir rétti. í ákæruskjalinu er þess kraf- izt, að hinir ákærðu verði svipt ir réttindum og þess krafizt, að þeim verði gert að greiða skaða bætur fyrir þau frímerki er vantar. MUHHMMtMMMMMMVMMv Fyrsta fréttin FYRSTA fréttin um frí- merkjahneykslið, kom í Alþýðublaðinu á forsíðu 19. janúar s, 1. Skýrði Al- þýðublaðið þá frá því, að rannsókn væri hafin á því með hverjum hætti frí- merki hefðu horfið úr birgðum póststjórnar. AI- þýðublaðið sagði í frétt- inni, „einhverjir starfs- menn póststjórnarinnar“ mundu hafa tekið frímerk in ófrjálsri hendi- tMMMIUMUmHWMtMWHW 26. júlí gaf dómsmálaráðð neytið út frarohaldsákæruskjal gegn Guðbjarti Heiðdal fyrir að hafa hinn 9. janúar tekið við að beiðni Einars Pálssonar til varðveizlu 40 stk. af umrædd- um 40 aura merkjum og 7 stk.. af 50 aura. merkjunum, enda þótt Guðbjarti hafi þá verið ljóst, að Einar Pálsson var ekki,i vel að merkjunum kominn. Þórður Björnsson er dómari í máli þessu og las hann upp á- kæruskjölin. Síðan tók til máls sækjandi í málinu, Logi Ein- j arsson en hann er skipað- ur af hálfu ákæruvaldsins. Rakti hann málið eins og það liggur fyrir í dómsskjölum. Hef ur það mikið komið fram áð- ur hér í blaðinu en þó skal hér stiklað á nokkrum atriðum: Hinn 9. jan. sl. 1. ritaði Póst- og símamálastjórnin sakadóm- ara bréf og óskaði eftir rann- sókn vegna hvarfs á frímerkj- um úr birgðum póststjórnarinn ar. Sagði í því bréfi, að föstu- daginn 8. jan. hefðu þeir Magni R. Magnússon bankastarfsmað- ( ur og Sigurður H. Þorsteinsson, einnig bankastarfsmaður tjáð póst- og símamálastjóra, að mik ið magn væri á markaðnum af 40 og 50 aura merkjunum frá 1898, 1899 og 1904. Töldu þeir, að merki þessi hlytu að vera komin úr birgðum póststjórn- arinnar. Póst- og símamála- stjórnin snéri sér þegar til rík- isendurskoðunarinnar og ósk- aði eftir talningu á frímerkja- birgðunum og reyndist þá vanta 103 stk. af hvorri teg- und af umræddum merkjum. Við yfirheyrslur I málinu kom það í ljós, að Pétur Eggerz póstmálafulltrúi hafði opnað frímerkjageymslu póststjórnar innar og afhent Einari Páls- syni samkv. hans ósk frímerki úr geymslunni. Einar Pálsson bar það fyrir rétti, að hann hefði safnað frímerkjum og haft samband við Karl Hjálm- arsson símstöðvarstjóra í Borg arnesi til þess að biðja hann að útvega sér sjaldgæf frímerki en Karl hafði áður starfað í við endurskoðun hjá póstinum. Hefði Karl tjáð sér að oft áður hefðu frímerki úr birgðum póst stjórnarinnar verið gefin er- lendum mönnum og væri rétt ’ íyrir hann (þ. e. Einar) að at- huga hvort hann gæti ekki feng ið frímerki úr þessum birgðum. Snéri Einar sér síðan til Pét- urs Eggerz póstmálafulltrúa, er hafði lykla að geymslum frí- Framliald á bls. 10. ★ í BYRJUN janúar þessa árs varð þess vart, að í umferð voru 40 og 50 aura merki frá 1898, 1899 og 1904, sem áttu að vera í birgðum póst- stjórnarinnar. ★ í ljós kom, að 103 merki vantaði af hvorri teg und í birgðir póststjórnarinnar. ★ 9. jan. þessa árs hófust yfirheyrslur í málinu. ★ Yfirheyrslurnar leiddu í ljós, að Einar Páls- son skrifstofustjóri hjá Póst- og síma hefði tekið merki þessi úr birgðum póststjórnarinnar. ★ Fyrir rétti bar Einar Pálsson í fyrstu, að hann hefði fengið merkin hjá Guðbjarti Heiðdal stöðv arstjóra á Vatnsenda, en hann hefði fengið þau hjá Sigurði heitnum Baldvinssyni fyrrv. póst- meistara. ★ Einar viðurkenndi síðar, að þessi framburður væri rangur. Viðurkenndi hann, að hafa greitt Guðbjarti 30 þús. kr. fyrir að bera ljúgvitni með sér. ★ Dómsmálaráðherra ákvað 15. júní s-1. að höfða mál á hendur Einari Pálssyni, Pétri Eggerz, Guð bjarti Heiðdal og Knud Hansen. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»M»»»»»W»»»»»»»»W»»»»»»»WW»W»»I i ACCRA, 10. ág. (NTB/Reuter). — Þing Ghana gaf í dag stjórn- inni leyfi til að beita her Ghana til árásar gegn belgíska hern- um í Kongó og til að bjóða út öllu herliði landsins, ef það kynni að reynast nauðsynlegt. I Bonn, 10. ágúst. (NTB-Reuter). MACMILLAN, forsætisráð- herra Breta, og Home, lávarður, utanríkisráðherra, áttu í dag 3ja tíma fund með Adenauer kanzl ara og von Brentano, utanríkis- ráðherra í Bonn. Talsmaður V- þýzku stjórnarinnar sagði eftir fundinn, að rætt hefði verið á- standið í stjórnmálum almennt og sambúð austurs og vesturs sérstaklega. Ágætur andi hefði ríkt í fundarsalnum,. Samkomu- lag ríkti um skilning á stefnu Sovétríkjanna upp á síðkastir. MOSKVA, 10. ág. (NTB/Reut- er). — Rússar endurtóku enn í dag þá staðhæfingu sína, að Norðmenn væru samsekir um meint brot Bandaríkjamanna á rússneskri lofthelgi 1. júlí s. I., segir Tass í kvöld. Ásökunin er endurtekin í nýrri, rúss- neskri orðsendingu, sem afhent var norska sendiráðinu í Moskva í dag. FRÁ GAMALLI tíð hefur ríkt hin megnasta óreiða á stjórn póstmálefna, bæði á póstmála- skrifstofunni sjálfri og póstaf- greiðslum víða um land, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson hdl. verjandi Pétur Eggerz í ræðu sinni í gær. Eyjólfur hélt áfram á þessa leið: „Er ekki ofsögum sagt, að al- gjör skortur hafi verið á eðli- legu aðhaldi og eftirliti. Átti skjólstæðingur minn þátt í því að kippa ýmsu í betra lag, sem miður hafði farið í þessum efn- um þótt hann ætti í þeim til- raunum sínum oft á tíðum við skilningsleysi æðstu stjórnenda Framliald á 10. síðu. Alþýðublaðið — 11. ágúst 1960 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.