Alþýðublaðið - 24.08.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1960, Blaðsíða 2
ALRYÐ liBL^ÍÖIÐ L aÖtstJórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal, — Fulltrúar rtt- istjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriöi G. Þorsíoinsson. — Fréttastjóri: IBJörgvin Guömundsson. — Símar; 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 15.4 906. — Aösetur: Alþýöuhúsiö. — Prentsir.iöja Alþýöublaðsins. Hveríis- - Híata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. . ®tgefandl: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjórl: Sverrir Kjartansson. Er beffa hægf ? r * HVAÐ VILL sijórnarandstaðan í þessu landi? Hefur hún nokkrar tillögur um lausn vandamála þjóðarinnar? I Þannig spyrja tnenn, en lítið er um svör. Hins yegar er hægt ab draga saman nokkur höfuðatriði þess, sem komrm íistar og framsóknarmenn segja við þjóðina, og athuga hvernig sá boðskapur stenzt: 1) Kommar og fr. nsókn segja, að vinnandi menn >i og konur þurfi að fá kauphækkun vegna hækk andi verðlags. 2) Kommar og framsókn telja, að útgerðin verði að fá meira í sina. hlut, ella verði ekki gert út á næstu vertíð, 3) Framsóknarmenn segja, að bændur verði að fá hærra verð fyrir aiarðir sínar. 4) Framsóknarmenn sugja eftir reynslu kaupfélag | anna, að álagning sé alltof lág og þurfi að hækka, en vextir að lækka. ð) Kommar og framsókn segja, að útlán til bygg inga og annarra framkvæmda verði að hækka t verulega, ; Nú er rétt að glíma við það reikningsdæmi, hvernig forustumenn kommúnista og framsóknar manna gæíu staðið við allt þetta, ef þeir tækju við yöldum í dag, Ef kaupgjald hækkar í landinu, hækka einnig útgjöld útgerðar og verzlunar, sem þá þurfa enn ineira í sinn hlut. Það er ekki hægt að veita útgerð inni meira nema iaka aukna skatta af fólkinu í nýj ar uppbætur, eða lækka gengi aftur. Það er ekki hægt að veita verzluninni meira nema hækka verð lagið. Það er 'ekki hægt að veita bændum meira, nema hækka afurðaverðið. Það er ekki hægt að lækka vexti, nema taka fé af eigendum sparifjár, <og það er ekki hægt að auka útlán nema með auknu pparifé. Svona fer, þegar reynt er að finna einhvern á ’byrgan kjarna í yfirboöum og fullyrðinum stjórn arandstöðunnar. Hún reynir að vera öllum allt, segja það sem menn í svipinn vilja heyra. En á þann hátt er því miður ekki hægt að stjórna land jnu. ;Frá Tafffélagi Reykjavíkur. : l H •í | í I Innritun á skákmót T.R. um næstu helgi fer fram í Breiðfirðingabúð, uppi annað kvöld. Nánar um mótið í fréttatilkynningu í blaðinu í dag. 3TJÓRNIN. na rannsókna MENNTAMALAitÁ© hefur, úthlutað styrkjum til náttúru- fræðirannsókna árið 1960. AHs voru veittar 109 þús. kr, til 29 umsækjenda. Styrkir þessir eru fyrst og fremst við það miðaðir, að mæta kostnaði við rannsókn- arferðir. 10 ööö kr. hlaut: Jöklarannsóknafélag ís- lands. 5 000 kr. hlutu: Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, Finnur Guðmundsson, fugla- fræðinigur, Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, Jóhannes Áskelsson, mehnta skólakennari. Jón Eyþóísson, veðurfræð- ingur. Jón Jónsson, jarðfræðing- ur, Sigurður Þórarinsspn, jarð- fræðingur. iSteindór iSteindórsson, memitas kólaken nar i. Trausti Einarsson, prófessor. Vilhjálmur Ögmundsson, bóndi, stærðfræðingur, 3 000 kr. hlutu: Aðalsteinn Sigurðsson, fiski fræðingur. Eysteinn Tryggvason, veð- urfræðingur, Geir Gígja, skordýrafræð- iiigur, Ingólfur Ðavíðssoii, , grasa- fræðingur. Ingvar Hailgrímsson, fiski- fræðingur. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur. Jakob Magnússon, fiskifræð ingur. Jónas Jakobsson, yeðurfræð ingur. Sigurður Pétursson, gerla- fræðingur. iSwerrir Sch. Thorsteinsson, jarðfræðingur. Tómas Tryggvason, jarðfræð in,gur. Unnsteinn Stefánsson, efna fræðingur. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri. 2 000 kr, hlutu: Arnlþór Garðarson, fugla- fræðinemi, J Einar H. Einarsson, bóndi, Hálfdán Björnsso, bóndi. Jens Tómasson, kennari. Þorsteinn Einarsson, íþrótta fulltrúi ambassador í heimsókn AMBASSADOR Bandaríkj- anna hjá Atlantshafsbandalag- inu í París, W. Randolph Bur- gess, kom hingað til lands síð- degis í gær, og mun hann með- al annars ræða við íslenzka ráð- herra. meðan hann dvelst hér á landi. í för með Burgess eru tvelr bandarískir herforingjar, þeir T. D. L%rkin og Leon Johnson, Ambassador Bandaríkianna, Tyler Thompson, tók á mót3 þeim á Keflavíkurflugvelli fi gær og skoðuðu þeir völhnn. f dag munu þeir fara til Þing- valla og í kvöld sitja þeir boS Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er ut- anríkisráðherra í fjarveru Guð mundar í. Guðmundssonar. H annes h o r n i n u 'jíj’ Dýrmæíir ávexlir með fíugvélum. ■fc Er gjaldeyrinum varið á réttan hátt. Enn um uppbætur á kartöflum. VIÐ sendum nýjan fisk með flugvélum til annarra landa og' seljum hann þar Við flytjum inn ávexti, sem okkur er mikið nýnæmj á, Þeir kosta mikið, að líkindum þó ekki meira en þeir þurfa að kosta, en of mikið samt. Útvarpið flutti margar auglýs- ingar um þetta ágæti og fólk flykktist í búðirnar og keypti. — Allt er þetta gott og blessað, en ég fór að hugsa um það, hvort við þyrftum ekki á gjaldeyrin- um að halda til annars en að kaupa þessa ávexti og flytja þá til landsins, Var ekki til dæmis einhvers staðar einhver erlend skuld, sem þurfti að borga af vexti eða eilitla afborgun? SVONA hugsar maður þ.egar maður þykist vilja vera ráðsett- ur. — Og þeir eni fleiri en ég. Mönnum þykja ávextir góðir og við höfum fengið mikið af ýmiss konar ávöxtum. Nú eru þetta nýj ar tegundir. Okkur finnst nokk uð miklu til kostað að kaupa þá og flytja inn í rándýrum flug- vélum, en ef til vill er ekki hægt að fytj.a þá inii á annan hátt. j PÉTUIi skrifar: „Ég sé að orð ' mín hér í dálkum þínum á dög- unum muni hafa haft álirif, því nú er byrjað að ryðja reiðgöt- ur meðfram Suðurlandsbraut. — Vonandi bætir þá hestamannafé- Iagið einnig tun Skeiðvöllinn, Leggur niður þessa ómyndar- hlaupabraut við Elliðaár-og vel- ur sér góðan stað fjær bænum, annaðhvort við Kolviðarhól, eins og ég lagði til, eða annarsstaðar. EINN DAGINN segir þú frá því að einn kunningi þinn hafi skrifað þér og lagt til að „hætt verði öllum uppbótum á kartöfl- um“. Þó liér sé ekki um „upp- bætur" heldur „niðurgreiðslur“ að ræða þá er ég því algerlega samþykkur, að þessum kartöflu- vísitöluskrípaleik verði hætt. — Þetta er að eyðileggja alla kart- öflurækt a m. k hjá bæjarbú- um. En Reykvíkingar t, d, gætu víst langdrægt ræktað í tóm- stundum sínum, allar þær kart- öflur, sem þeir þurfa til.neyzlu og það þótt hún væri aukin til muna ÞAÐ fer fjöldamörgum eina og einum kunningja mínum, — verkamanni, sem ég hitti í vor„ Ég spurði hvernig liti út meá kartöflusprettu hjá honum „Ég er nú hættur, hef ræktað kart- öflur ií .20 ár, en það borgar sig ekki lengur". — „Því þá það? segi ég. „Það skal ég segja þér“, segir hann. „Þegar ég get gengiá í næstu búð og keypt kartöfluí ' fyrir kr. 2,25 .kílóið, þá vinn ég ' ekki til að kaupa útsæði, áburS og plægingu á garðholunni, því það kostar næstum því eins mik- ið og ársþarfir mánar af kartöfi- um. En mikið sé ég þó eftir a§ hætta þessu“ — Svona hugsa víst margir og er það vorkunn. 9 „ÞAÐ TEKUR þó út yfir allan ’þjófabálk, þegar innfluttar kart- öflur eru greiddar niður. Þá er ríkissjóður íslands í raun og veru látinn greiða útlendingum fyrir að rækta handa okkur karS öflur. Lægi nær að banna allanm kartöifluinniautning, — en að minnsta kosti láta það aldreí koma fyrir oftar að innfluttar kartöflur séu greiddar niður ]i KAItTÖFLU-niðurgreiðslurn- ar bjóða upp á svindlbrask. —. Hvað er því tíl fyrirstöðu aS garðeigandi selji alla uppskeria sína í næsta kaupstað fyrir fram leiðsluverð, en fari svo í annað kauptún og kaupi þar viðlika magn af „niðurgreiddum“ karl öflum og selji þær síðar til ana ars umboðsmanns Grænmetissöl unnar fyrir framleiðsluverð? Ég veit ekki hvort þetta hefur veriS gert en það er áreiðanlega frara kvæmanlegt“. Hannes á horninu, 5 „2 ?4. ágúst 1960 — Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.