Alþýðublaðið - 24.08.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.08.1960, Blaðsíða 13
SEGJA má, að enn sé al- menningur engan veginn full- ráðinn í, hvern dóm hann , skuli leggja á efnahagsráð- . stafanir ríkisstjórnarinnar, en alltaf kemur betur og betur í Ijós, að honum þykir rétt, að þær fái að sýna sig sem bezt, og augljóst er, að fullyrðing- ar stjórnarandstöðunnar um . margvíslega galla aðgerðanna hafa ekki verið teknar of há- • tíðlega, enda þegar sýnt sig, að þær voru a. m. k. ýktar, svo að ekki sé meira sagt, Fyrst og. augljósast hefur fólk rekið augun í það, að spá- dómarnir um atvinnuleysi . hafa alls ekki rætzt. Alls stað- ar virðist mikil atvinna nema þar sem afli hefur brugðizt, en slíkt reiknast vitanlega engum efnahagsráðstöfunum til gjalda. í öðru lagi virðist almenn- ingi engum blöðum um það að fletta, að afnám styrkja- kerfisins hafi þegar hreinsað andrúmsloft fjármálalífs okk- ar talsvert, þótt betur megi, ef duga ska.1, enda aðeins að byrja að verka. Þá er augljóst, að svarta- markaðsbrask með gjaldeyri og allur sá óþrifnaður, sem af því stóð, er úr sögunni, eins og er, en ferðamannastraum- ur erlendis frá hefur nokkuð drýgt gj aldeyristekjur okkar, og verður slíkt að reiknast teknamegin hjá gengisbreyt- ingunni. Enn er fullyrt af þeim, sem gerzt þekkja, að gjaldeyris- staða bankanna hafi batnað verulega við efnahagsaðgerð- irnar og hlutföllin milli inn- lána og útlána orðið hagfelld- ari. Skylt er að vísu að taka fram, að um þessi mál ber stjórnaraðstöðu og stjórnar- andstöðu mjög á milli og fyrir leikmenn er erfitt að henda fullar reiður á þessum mál- um, en varla er hægt að loka augunum fyrir því, að hér var farið inn á aðgerðir, sem bank arnir töldu nauðsynlegar, og enn hefur ekkert frá þeim heyrzt í bá átt, að þeir telji ekki rétt stefnt. Virðast því rök stjórnarsinna sennilegri, svo að ekki sé tekið dýpra í ár- inni. Dýrtíð hefur að sjálfsögðu aukizt, enda sáu allir slíkt fyrir. Sums staðár vixðist hækkun vöruverðs meiri en setla má afleiðingu af gengis- breytingunni, 0g hvarflar "þá að manni sú hugsun, að geng- islækkunarverðhækkunin sé látin klæða aðra meiri, ef verðlagseftirlit er slælegt, svo sem margir telja að sé. Er hér einn vandinn á ferðinni, þeg- ar verðlagseftirlit er víða í höndum aðila, sem ekki hafa áhuga fyrir að ríkjandi efna- hagsaðgerðir blessist, en ekki mun nema takmörkuðum hópi manna Ijóst, að verðlagseftir- litið var í stjórnartíð Hanni- bals Valdemarssonar mjög not að af honum til að koma fylgj,- endum sínum og Sósíalista- flokksins í stöður, og hafa sumir þessara manna því mið- ur takmarkaðan áhuga fvrir skyldum sínum við almenn- ing nú, hvað sem var í tíð vinstri stjórnarinnar. Eitt af því, sem orðið hefur mestur þyrnir í augum manna af efnahagsaðgerðunum eru hinir háu útlánsvextir bank- anna, og vissulega hafa þeir orðið mörgum mjög erfiður baggi. Hins er ekki að dvlj- ast, að þrátt fyrir hina háu vexti er þó mikil eftirspurn á lánsfé, svo að hún virðist að nokkru ef ekki öllu afsanna, að ekki hafi verið nauðsyn- legt fjármálakerfisins vegna að hækka vexti verulega. ÓTI Þegar rætt er um miklar verðhækkanir, má ekki gleyma, að ýmislegt var gert til að bera þau höggin nokkuð af. Má þar nefna afnám eða lækkun tekjuskatts, lagfær- ing útsvarsálaga launþegum í - vil, stórhækkun fjölskyldu- bóta og annarra bóta al- mannatrygginga, svo að hið helzta sé nefnt. Þannig vegur almenningur og metur þessa sumarmánuði kosti og galla efnahagsráð- stafananna síðustu, og eins og sagt var í upphafi, þá virðist það ríkjandi skoðun hans, að þær eigi að fá frið til að sýna sig til fulls, enda óneitanlega skynsamleg ályktun. (Alþýðumaðurinn). Olympíuleikarnir litskrúðugt sjónspil, sem vafalaust mun hafa mikil áhrif, bæði á þátttakendur og áhorfendur. Með þrem trompetttónum og ítalska þjóðsöngnum verður forseta Ítalíu, Giovanni Gronchi, heilsað, er hann sezt í heiðursstúkuna, en því næst ganga full- trúar þátttökuþjóðann’a — þó ekki fleiri en 4200 inn á völlinn, Eins og venjulega ganga Grikkir fyrstir. Er allir eru komnir inn, fljtur forseti ítölsku Olympíunefnd- arinnar ræðu, en síðan biður Brundage, forseti alþjóðaolympíu- nefndarinnar, Grondhi forseta, um að setja leikana. Þá gjalla iúðrar að nýju og 8 ííalskir íþróttamenn bera Olympíufánann inn, en á eftir þeim koma 4 hermenn, sem draga fánann að hún. Olympíusálmurinn verður sunginn á meðan og gerir það kór frá Santa Cecilia tónlistarskólanum. Á þessari stundu hleypur ítalinn Giancarlo Peris inn á leik- 1 vanginn með Olympíukyndilinn í hendinni, og samhringja þá kirkjuklukkur Bómar, en Peris kveikir Olympíueldinn. Einn úr ítalska liópnum stekkur síðan fram fyrir fánaborgina og vinn- ur Olympíueiðinn, en síðan vejrður ítalski þjóðsöngurinn leikinn. Síðan ganga fánaheríar til hóþg sinna og athöfninni er lokið. Tilkynning um útsvör 1960 Gjálddagi útsvara í Reykjavík árið 1S60 er 1. september. Sérreglur gila um fasta starfsmenn, en því aS eins að þeir greiði reglulega af kaupi. Vanskil greiðslna samkvæmt framanrituðu valdaþví, að allt útsvarið 1960 fefllur í elndaga 15. september næstkomandi, og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttar- vöxtum. Reykjavík, 23. ágúst 1960. Borgarritarinn. Auglýsið i AlþýSublðSÍML Plyfa Profil krossviður Fyrsta sendingin er nú komin til landsins. Krossviður þessi er algjör nýjung. Skapar möguleika til mikillar f jölbreytni í innrétt ingu húsa. Hefur í för mieð sér mikinn sparnað. Hentugur til veggklæðningar í íbúðarhúsum, verzl unum, skrifstofum. veitingahúsum og hverskonar samikomuhúsum. Sýnishornaplötur og allar upplýsingar á skrifstofu minni. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 Alþýðublaðið — 24. ágúst 1960 £3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.