Alþýðublaðið - 24.08.1960, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1960, Síða 3
vegna svika útgerðarmanna MIKIL ólga er nú meðal sjómanna á dagnótabátum frá Reykjavík þar eð þeir telja útvegsmenn ekki fást til þess að greiða það verð fyrir dragnótaaflann, er þeir hafi rætt um í upp- hafi. Hefur einn bátur, „Auðbjörg, þegar stöðv- azt af þess.um sökum og við stöðvum liggur hjá fleirum. AlþýðublaSið átti í gær tal við nokkra sjómenn af drag- nótabátum um þetta mál. Sjómennirnir sögðu, að þeg- ar þeir hefðu ráðið sig á drag- nótaveiðarnar hefðu þeir geng- ið út frá, að verð það, er frvsti- húsin mundu greiða fyrir drag nótaaflann, yrði skiptaverðið. Nú hefði það hins vegar skyndi lega komið upp á teninginn, að útgerðarmenn hyggðust aðeins greiða fiskverð samkv. samn- 'FIMM ára drengur, Örn Ósk arsson, varð fyrir bifreið á horni Ránargötu og Garða- strætis kl. 16.14 í gærdag. Hann var fluttur á Slysavarð stofuna. Drengurinn hafði hlotið meiðsli á höfði, en þau voru ekki alvarleg, að því er séð varð. Bana- slys ÞAÐ slys varð á mánudags morgun, að 58 ára gamall mað ur, Jón Valgeir Hallvarðsson, féll úr stiga. Hann hlaut slík meiðsli, að hann lézt nokkru síðar af völdum þeirra. Slysið varð með þeim hætti, að Jón var við vinnu við hús í Herskálahvierfi. Hann hafði reist stiga upp við húsið og stóð hann á búkka“. Jón var efst í stiganum þe.g ar, búkkinn" sveik. Fallið sem Jón hlaut er um 2.50 métr ar. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan að lok inni bráðabirgðara'nnsókn á Landakotsspítala. Þar lézt Jón um þrem tím um síðár af völdum meiðsl anna sem hann hlaut við fall ið. ing ASÍ og LÍÚ um fiskverðið. Telja sjómennirnir þetta svik þar eð fiskverðssamningur ASÍ gerí aðeins ráð fyrir flokkun fisks eftir stærð og þyngd en ekki eftir gæðum. Við flokkun á kola er hins vegar lögð aðal- áherzlan á flokkun eftir pæð- ANNAÐ UPPGJÖR ÚTI Á LANDI. Sjómennirnir sögðu einnig, að úti á landi væri öðru vísi gert upp. Þar fengju sjómenn víðast fullt verð. Þeir bættu við að lokum, að auðskilið væri, hvers vegna útvegsmenn hefðu keppzt svo mjög eftir leyfi til dragnótaveiðanna ef ætlunin væri að hýrudraga sjómenn- ina. Bentu þeir á, að dragnóta- veiðar væru mjög kostnaðar- litlar og því engan veginn sann- gjarnt að leggja fiskverðssamn inga ASÍ til grundvallar við á- kvörðun skiptaverðs á dragnóta veiðunum. AFLI MINNI. Alþýðublaðið spurði sjómenn ina hvernig aflinn væri. Kváðu þeir hann mun minni en ætlað hefði verið. Menn hefðu búizt við mokafla en svo væri ekki. Heldur væri þetta rétt sæmi- | legt, ef menn væru að allan sól- i arhringinn og þræluðu sér út. Þátttaka í norrænni tón- listahátíð DAGANA 8.—11. september1 fer fram í Stokkhólmi norræn tónlistarhátíð til að kynna ný tónverk eftir núlifandi höf- unda frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. ísland á fulltrúa á þremur konsertum. Á kirkjuhljómleik- unum 10. sept. kl. 15 verða í Jakobskirkju fluttar „Íónízas- jónir“ fyrir orgel eftir Magnús | Bl. Jóhannsson, laugard. 10. sept. verða á kammerhljómleik um kl. 15 í litla sal konsert- hússins leiknar „Fimm skitsur“ fyrir píanó eftir Fjölni Stefáns son. Og á síðasta degi hátíðar- innar, sunnud. 11. sept. kl. 20 flytur Fílharmoníska orkestrið í Stokkhólmi í stóra sal konsert hússins „Intrada og kanzóna" eftir Hallgrím Helgason. Að tónlistarhátíðinni standa Tónskáldafélagið, sænska „STEF“ og Sænska útvarpið. onn af kota með leiguflugvél UM KLUKKAN hálf-tólf í gærkvöldi kom hingað til lands flugvél frá þýzka flugfélaginu Continental. Flugvél þessi hef- ur verið leigð af nokkrum að- ilum í Vestmannaeyjum, til flutnings á nýjum kola til Þýzkalands og Sviss. Flugvélin var leigð aðeins til þessarar einu ferðar, þar sem ekkert hefur verið ákveðið um áframhaldandi flutninga. Flug- vélin getur tekið 7 tonn og 300 kg. af kola, sem kominn verður á markaðinn erlendis 36 klst. eftir að hann hefur verið veidd- ur. Kolinn, sem valinn var í send inguna, er eingöngu 1. flokks sólkoli, sem aðeins hefur verið hafður í kæli í Vestmannaeyj- um. Kaupendur að kolanum eru vissir aðilar í Þýzkalandi og 'Sviss, sem hafa dreifingarkerfi, sem koma kolanum á markað- inn á svipstundu. Það háir þessum flutningum mikið, að ekki skuli vera hægt fyrir flugvélina að lenda í V^st- mannaeyjum. Verður því1 að flytja allan kolann hingað; til Reykjavíkur, og er það Herj- ólfur, sem flytur hann. Tefur þetta allt að 10 klukkustundúm, að kolinn komist á markaðinn sem ferskastur. Einhverjar ráðstafanir er nú verið að gera í Vestmannaeyj- um til stækkunar á flugvellin- um. Þar er aðeins ein flug- braut, sem ekki er hægt að nota nema á stundum. Er nú verið að mæla út fvrir, og athuga að- flug að nýrri þverbraut. Fertug bóka- verzlun á Ísafirði Skemmtiferð starfsfólks ALÞÝÐUBLAÐIÐ kem ur ekki út á morgun, vegna skemmtiferðar starfsfólksins. Blaðið kem ur næst út á föstudag. WWIMWWWIMWMMWWW FL0.KKURINN SKRIFSTOFUR Alþýðu flokksins verða lokaðar í dag vegna skemmtiferð ar starfsfólks. ivwttwwwwmwwwM BOKAVERZLUN Jónasar Tómassonar var stofnsett 20. ágúst 1920, og átti því fertugs- afmæli síðastl. laugardag. — Stofnandi verzlunarinnar var Jónas Tómasson, sem rak hana til 1953, fyrstu árin í Aðalstr. 26, en síðan 1928 í Hafnarstr. 2, þar sem hún nú er í nýend- urbættum og stækkuðum húsa- kynnum. Núverandi eigandi og verzlunarstjóri er Gunnlaugur Jónasson. í tilefni af 40 ára afmælinu var s. 1. laugardag opnaður stór bókamarkaður í Góðtemplara- húsinu, þar sem á boðstólum eru mörg hundruð góðra og eigulegra bóka. Eru margar þeirra aðeins til í örfáum ein- tökum, enda ekki verið fáan- legar í bókaverzlunum í lang- an tíma. Allar eru bækurnar á mjög hagstæðu verði. Þá verður í næsta mánuði í samvinnu við bókaforlágið Helgafell haldin sýning á 30 málverkaeftirprentunum eftir íslenzka listmálara. Ennfremur verða á þeirri sýningu nokkrar frummyndir eftir einn af beztu málurum landsins og hafa þær að sjálfsögðu ekki sézt áður á ísafirði. Uppsetningu mynd- anna annast Björn Th. Björns- son, listfræðingur. Mun hann halda fyrirlestur við opnun sýningarinnar og ræða þar um og útskýra hverja mynd fyrir sig. Er þess vænst, að ísfirðing- um þyki fer.gur að slíkri sýn- ingu. WWWWMWWWWWW Mynd þessi er úr Bóka verzlun Jónasar Tómas- sonar á Isafirði eins og liún Iítur út í dag. Þar er Alþýðublaðið afgreitt ásamt fjöída annarra blaða. Alþýðublaðið — 24. ágúst 1960 * J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.